Alþýðublaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.09.1955, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. sept. 1955 ALÞYÐUBLAÐKJ 3- Gólfteppi ull, falleg, margar stærðir. Cacesgólfteppi falleg og ódýr. Okkar vinsælu HOLLENZKU GANGADREGLAR í 70—90—100—120—140 cm. breidd, margir mjög smekklegir litir, þekktir um land allt fyrir sérstaklega góða endingu og mjög fallega á- ferð. Höfum einnig fengið ágætt úrval af cocos-gólf- mottum 1 mörgum stærðum, einlitar og mislitar. Vandaðar vörur. Geysir h.f. Teppa- og dregladeildin Vesturgötu 1. Ur um A N N E S A H O B NIN U <^3K500000000O | Vettvangur dagsin* i Harðorð gagnrýni á borgarlækni og embætti hans — Einkennileg yfirlýsing — Bann við saltfisks- sölu — Harðfiskur og lax innan um slor — Prent- pappír utan um brauðvörur — Pessu ófremdar- ástandi verður ekki unað lengur FREYJA skrifar mér eftirfar- andi bréf: „Fyrir nokkru veikt ist f jöldi manna af eitraðri ^ kæfu. Fulltrúar í matvælaeftir- i litinu birtu dularfulla yfirlýs- J ingu af þessu tilefni, þar sem, sagt var, að við rannsókn hefði | komið í ljós, að starfsstúlkur, hefðu borið eitrunina í matinn.! Hvers konar eitrun? Og á hvern hátt báru starfsstúlkurnar eitr- unina í kæfuna? ENN FREMUR: í yfirlýsing- unni var gerð tilraun til þess að þvo borgarlækni hvítan af _ sök í þessu máli. Hvers vegna? Mér vitanlega dettur engum í hug, að ásaka borgarlækni eða matvælaeftirlitið um það þó að það komi fyrir, að eitruð mat- væli séu seld í búðunum. Það kemur því ekki neitt málinu við hvort borgarlæknir hafi verið í sumarfríi eða ekki. HINS VEGAR er sannarlega hægt að gagnrýna embættis- færslu borgarlæknis, ef til vitl ekki hann sjálfan, en ef ekki hann, þá þær reglur, sem hon- um er gert að starfa eftir. Al- menningur á aðgang að borgar- lækni — og þess vegna hlýtur gagnrýnin að stefna gegn hon- um. ÖLL VERZLTJN með matvæli er í megnasta ólagi, og í raun og veru ekki samboðin siðuðu þjóðfélagi. Borgarlæknir virðist una þessu fyrirkomulagi, því að ef svo væri ekki, þá myndi ein- mitt hann, sem ber ábyrgð á staríinu, vinna ötullega að því að skapa nýjar reglur, en al- menningur verður að minnsta kosti ekki var við þá baráttu hans. Enda þegir hann og við réttmætum aðfinnslum. ALLT í EINU átti almenning ur kost á að kaupa fyrsta flokks saltfisk í ágætum sellófanum- búðum. Þessi ágæti matur fékkst í nokkrum verzlunum. Snögglega var bannað að selja hann í kjötbúðum eða öðrum búðum, nema fiskbúðum, en fisksalarnir neituðu að selja hann. Að þessu var mjög fund- ið. En boi'garlæknir, sem fram- kvæmt mun hafa bannið, þagði við. Gaf ekki nein askýringu. SLORUGUR FISKUR er seld ur í fiskbúðunum, víða liggur hann á gólfi, jafnframt er selt tros, skata, frosinn fiskur, allar tegundir fiskjar, blautar og þurrar — og sannarlega mismun andi útlítandi. Á sama borðinu er seldur óinnpakkaður harð- fiskur, tilbúinn til þess að láta á matborðið. Á sama borði er seldur reyktur lax, einnig til- búinn að láta á borðið. VENJLEGUM matvörubúðum er bannað að selja flatkökur, þó áð þær séu í góðum umbúðum og hendur verzlunarmannsins þurfi ekki að snerta þær. Þá er brauðbúðum bannað að selja blöð og er kannski ekkert við það að athuga, en þeim er ekki bannað að nota gömul dagblöð til þess að láta utan um brauðin. MENN SJÁ hvílíK hringavit- leysa þetta er. Það er til skamm ar, að banna að selja innpakk- aðan fyrsta flokks saltfisk í venjulegum matvörubúðum, en leyfa þeim að selja ósundurskor inn saltfisk. Það er til skammar að selja óinnpakkaðan harðfisk og reyktan lax í fiskbúðum. þetta er allt til skammar og ekki siðuðum mönnum samboð- ið. En svona er matvöruverziun- in hér. Borgarlæknir ber á- byrgðina eða embætti hans. Það er orðið „sumarleyfisemb- ætti“, samanber yfirlýsingu full trúa þess. Við eigum aðgang að borgarlæknisembættinu. Þess vegna dynur gagnrýnin á því.“ ÞETTA ER allhörð gagnrýni. Vitanlega er matvöruverzlun með skríisbrag. Það hef ég hvað eftir annað sagt hér í pistlun- um. Svo virðist, sem reglur um hana þurfi gagngerðrar endur- skoðunar við. Því ætti' borgar- læknir að beita sér fyrir. Hannes á horninu. iHum í DAG er föstudagurinn 16. sepíember 1955. F L U G F E K Ð I K Loftleiðir. Edda, nxillilandaflugvél Loft- leiða h.f., er væntanleg kl. 18.45 í kvöld frá Hamborg — Kaup- mannahöfn •— Gautaborg. Flug- vélin fer til New York kl. 20.30. Flúgfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fór til Osló og Stokkhólms í morg- un. Flugvélin er væntanleg aft< ur til Reykjavíkur kl. 17.00 á morgun. Sólfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.30 í fyrramálið. Innanlandsflug í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls- mýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust- urs, Patreksfjarðar, Vestmanna- éyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blöndu óss, Egilsstáða, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Siglufjarðar, Skóga- sands, Vestmannaeyja (2 ferð- ir), og Þórshafnar. IIlutaveRa Kvennadeildar Slysavarnafé- lags íslands í Reykjavík verður haldin 2. október og skorar því deildin á alla velunnara sína að leggja henni til góða muni, sem veitt verður móttaka í skrifstofu Slysavarnafélagsins, Grófinni 1: Ennfremur munu deildarkonur heimsækja ýmsar stofnanir, sem eru beðnar að sýna þeim velvild eins og áður. Kvöldskóli KtF.U.M. Innritun nemenda fer fram daglega í verzl. Vísi, Laugavegi 1. Kvenfélag óháða safnaðarins. Félagskonur og aðrir, sem hafa hugsað sér að gefa kökur með kaffinu á kirkjudaginn, eru vinsamlegast beðnir að koma þeim kl. 10 á sunnudaginn í Góðtemplarahúsið. Drykkjumannahæli (Frh. af 1. síðu.) fulltrúi Alfreð Gíslason, er veitt hefur Áfengisvarnarstöð- inni forstöðu, kvaðst styðja til- lögu Petrínu xxm frestun þar til séð yrði, hvernig erindi Áfeng- isvarnarstöðvai'innar til Heilsu verndarstöðvarinnar reiddi af. Skýrði Alfreð frá því, að hálft, ár væri nú liðið frá því að Áfengisvarnarstöðin hefði farið þess á leit við stjórn Heilsu- verndarstöðvarinnar að fá nokk ur sjúkrarúm fyrir drykkju- Jsjúklinga. En ennþá hefði því ; erindi ekki verið svarað. Minnti I Alfreð á, að bærinn hefði á sín- um tíma gengizt fyrir stofnun 1 Áfengisvarnarstöðvarinnar og rekið hana og bæri því að hlúa 1 að henni fyrst og fremst. jKvaðst hann óttast, að fjái'hags skuldbindingar bæjarins við aðrar hliðstæðar stofnanir kynnu að bitna á Áfengisvarn- arstöðinni. Boi'gai’stjóri kvaðst vilja full vissa bæjarfulltrúa um, að lán bæjarins til „Bláa bandsins" myndi ekki á neinn hátt bitna á Áfengisvarnarstöðinni. Sagði hann, að Áfengisvarnarstöðin mvndi því eins fyrir því geta fengið sjúkrarúm í Heilsuvernd arstöðinni. — Samþykkti bæj- ars.tjórn siðan lánveitingu til „Bláa bandsins". Hjartans þakkir öllum þeim, er auðsýndu mér samúð vifT andlát og jarðarför mannsins míns, SÆMUNDAR BENEDIKTSSONAR, Fífilgötu 8, Vestmannaeyjum, sem andaðist 5. þessa mán. Sérstaklega þakka ég lækni og hjúkrunarfólki sjúkrahúss Vestmannaeyja einstaka umönnun í veikindum hans. Ástríður Helgadóttir. Nýkomið í enska bíia Lucas-dynamóar 6 og 12 volta Startarar 6 og 12 volta Anker í dynamóa og startara Þurrku-mótorar 6 og 12 volta. Straumlokur 6 og 12 volta. Háspennukefli 6 og 12 volta. Kveikjulok, kveikjuhamrar Kveikjuþéttar, kveikjuplatínur Framljósarofar, ljósaskiptarar, startarabotnar. Raftækjaverzíyn Halidórs Óiafssenar Rauðarái'stíg 20 — sími 4775 hefur opið allan sólarhringinn. Síiiil HEF OPNAÐ vei'zlun með ýmis konar smávörum og barnafatnaði. > Kynnið yður verð og gæði. “ Tek einnig á móti fatnaði fyrir Efnalaug Aust- « urbæjar, Skipholti 1. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. Verzlunin Sopvegi 12 út af úrskurðum skattstjórans í Reykjavík og nið- urjöfnunarnefndar Reykjavíkur á skatt- og útsvars kærum, kærum út af iðgjöldum atvinnui'ekenda og tryggingariðgjöldum rennur út þann 1. október næstkomandi. Kærur skulu komnar í. bréfakassa skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu fyrir klukkan 24 þann 1. október næstk. Yfirskattanefnd Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.