Alþýðublaðið - 23.09.1955, Blaðsíða 1
3DÖlVI, árgangur.
Föstudagur 23. sept. 1955
198. tbl.
Tímarit Landsbanka íslands:
Horlurnar í efnahagsmálum
hafa stórversnað undanfarið
Verðhækkunaraldan breiðisí ö
um hagkerfið og veldur hækkan
j framleiðslukosínaði í landinu
Bankar í 38 milij. kr. skuld við útiöod.
í NÝÚTKOMNU tímariti Landsbanka íslands er rætt um
ástandið í efnahagsmálum landsmanna í forustugrein. Segir
þar, að horfurnar hafi stórversnað á undanförnum mánuðum.
Verðhækkunaraldan breiðist óðfluga út um hagkerfið og valdi
hækkandi framleiðslukostnaði til sjávar og sveita. Megin aí-
vinnuvegir þjóðarinnar njóti margvíslégra styrkja og forrétt-
inda og eðlilegri áhættu atvinnurekstrarins sé velt eftir föng-
um yfir á herðar ríkissjóðs.
Hér fara á eftir nokkrir kafl-
ar úr forustugrein Fjármálatíð-
inda, en greinina ritar Jóhann-
es Nordal hagfræðingur, rit-
stjóri tímaritsins:
VERÐBÓLGU-
HUGSUNARHÁTTUR Á NÝ
„Horfurnar í efnahagsmál-
um Islendinga hafa stórversn
að á undanförnum mánuðum.
Síðan verkfallinu lauk í vor,
hefur verðhækkunaraldan
breiðzt óðfluga út um hag-
kerfið, valdið hækkandi fram
leiðslukostnaði til lands og
útflutningsatvinnuveganna.
V erðbólguhugsunarhát tu rinn
er nú aftur að ná heljartök-
um á hugum manna og hin
sívaxandi þensla í efnahags-
lífinu hefur orðið til þess að
gjaldeyrisaðstaðan hefur
versnað stórlega það sem af
er þessu ári.“
ÞÖRF RÓTTÆKRA
RÁÐSTAFANA
„Haldi þessi þróun áfram ó-
hindrað, verður á skammri
stundu rifið niður allt, sem á-
unnizt hefur á undanförnum ár ' anna í þessu máli:
manna á verðgildi peninganna
og koma á frjálsara atvinnulífi.
Nú er því þörf róttækra ráð-
stafana, ekki til þess eins að
tryggja afkomu eins eða
tveggja atvinnuvega um nokk-
urra mánaða skeið, heldur til
þess að stöðva dýrtíðarflóðið og
koma í veg fvrir áframhaldandi
rýrnun á verðgildi pening-
anna.“
STYRKIR OG FORRÉTTINDI
„Meginatvinnuvegir þjóðar-
(Frh. á 7. síðu.)
Framboðsfundur verSur hald-
inn í Kópavogi á sunnudag
ASlir listarnir standa að fundinum.
ALLIR framboðslistarnir í Kópavogi efna n.k. sunrmdag
til framboðsfundar. Verður fundurinn haldinn í barnaskólahús-
inu og hefst kl. 2 e. h. Rætt hefur verið um að hafa útvarps-
umræður einnig, en ekki náðist samkomulag um þær.
Á fundinum verða þrjár um-«---------------
ferðir. í fyrstu umferð hefur
fulltrúi hvers lista hálfa
klukkustund til umráða. Síðan
verða frjálsar umræður og fá
kjósendur þá að taka til máls
og tala í 5—7 mínútur hver. Að
lokum verða tvær umferðir full
trúa listanna 15 og 10 mín.
hver.
RÖÐ LISTANNA
Röð listanna í umræðunum
verður þessi: C-listi, A-listi, B-
listi og D-listi. Stuðningsmenn
A-listans og allir velunnarar
Alþýðuflokksins eru hvattir til
þess að fjölmenna á fundinn og
vinna vel að kosningu fulltrúa
listans.
Reknetaveiði treg. '
REKNETAVEIÐI var mjög
treg í fyrrinótt. Voru flestir
bátanna með 10—40 tunnur.
Þeir sem mest fengu komu með
um 80 tunnur, en aðrir komu
alls ekki inn. Veður var gott og
allir bátar á sjó og í gær fóru
allir út aftur. Háhyrningur
gerði töluverðan usla í netun-
um og urðu margir bátar fyrir
miklu tjóni. Mummi í Sand-
gerði mun t. d. hafa misst helm
ing netjanna.
Hausfverð dilkakjöts ákveðið
I GÆR
leiðsluráð
haustverð á
auglýsti Fram-
landbúnaðarins
dilkakjöti,
sem
Álit gagnfræðaskólakennara í Rvík:
Hálfsmánaðar skerðing á starfi
skólanna óheppileg fyrir nem.
Sárafáir nemendur skólanna vinna
við landbúnaðarstörf.
KENNARAR framhaldsskólanna í Reykjavík samþykktu
nýlega á fundi að skora á yfirstjórn fræðslumálanna á íslandi
að endurskoða þá ákvörðun sína, að framhaldsskólarnir í Rvík
skuli hefja starfsemi sína á þessu ári hálfum mánuði síðar en
venjulega.
Fara hér á eftir rök kennar-~'"J" ______
gildir frá og með deginum í
dag.
Verð dilkakjöts af I. verð-
flokki verður þá þannig í smá
sölu: Súpukjöt kr. 23,35 hvert
kíló, heil læri kr. 26,35 kílóið,
sneidd læri kr. 28,90 kílóið,
hryggir kr. 26,35 kílóið og kót
elettur kr. 28,90 hvert kíló.
Saltkjöt í heildsölu kostar
kr. 2051,00 hver 100 kg. tunna.
í smásölu kostar hvert kíló af
saltkjöti kr. 23,65.
Veðrið í dag
NA stinningskaldi;
rigning öðru hverju.
sjávar og versnandi afkomu um í þá átt að endurreisa trú
Yerzlunarhallinn 250 mi
og eru söluhorfur í Banda-
ríkjunum fremur óvænlegar.
Einnig eru horfur tvísýnar á
skreiðarmarkaðinum.
FJARMÁLATÍÐINDI skýra
frá því, að á fyrra árshelmingi
þessa árs hafi verzlunarjöfn-
uðurinn orðið óhagstæður um
146 millj. kr. Verzlunarhall-
inn í júlí hefur numið tæpum BANKAR I 38 MILLJ
60 rnillj. kr. og í ágúst hefur kr SKULD
hallinn orðið 45 milljónir. Er
verzlunarhallinn á þessu ári
þá orðinn rúmar 250 millj. kr.
eða 37 milljónum kr. meira en
á s.l. ári.
VEGNA
BÍLAINNFLUTNINGS
Hin óhagstæða þróun stafar
bæði af tregari útflutningi en
á sama tíma í fyrra, en einnig
af auknum innflutningi, eink-
um í júní og júlímánuði, en
þá var bæði flutt inn mikið
af byggingavörum og bifreið-
um.
ÚTFLUTNIN GUR
SALTFISKS EYKST
Helztu breytingar, sem orð-
ið hafa á utanríkisverzlun-
inni á fyrra helmingi ársins
miðað við sama tíma 1954 eru
þær, að útflutningur saltfisks
hefur aukizt um þriðjung, en
útflutningur freðfisks minnk-
að að sama skapi. Hafa safn-
azt fyrir allmiklar birgð-
ir a£ frcðfiski í landinu
Bankarnir eru nú komnir í
38 millj. kr. gjaldeyrisskuld
við útlönd og eru horfur mjög
alvarlegar í þessum málum,
ef ekki bregður skjótlega til
hatnaðar. Birgðir af útflutn-
ingsvörum eru að vísu miklar
í landinu, en söluhorfur
livergi nærri eins góðar og
æskilegt væri eins og áður
segir.
1. Aðeins sárafáir af nemend-
um framhaldsskóla í Reykjavík
vinna við landbúnaðarstörf, og
þorri þeirra, sem það gera, mun
koma til bæjarins í lok sept.
Mætti veita þeim fáu, sem eftir
verða, undanþágu.
2. Kennslutími gagnfræða-
skóla okkar er styttri en í flest-
um öðrum löndum, sem við telj
um okkur sambærileg um al-
þýðufræðslu. Má því tæplega
skerða þann stutta námstíma,
sem ætlaður er unglingum á
þessu skólastigi.
3. Sökum þess, hve árlegur
starfstími skólanna er skamm-
ur, hefur álag á nemendur
venjulega verið mikið í fram-
haldsskólum okkar, og hafa
læknar jafnvel talið það of mik
ið. Nú ráða þessir skólar náms-
efni sínu aðeins að litlu leyti, og
(Frh. á 7. síðu.)
Mjólkurskömmfun fekin upp
á Pafreksfirði um mánaðamóf
Sumir ekki hirt þurran bagga og hey ekki fáanlegt.
Fregn til Alþýðublaðsins. Patreksfirði, 20. sept.
ALVARLEGT ÁSTAND er ríkjandi í Barðastrandahreppi
og Rauðasandshreppi með hey til næsta vetrar. Stanzlaus rign-
ingatíð frá því 20. júní og fram í miðjan september. Á einstaka
bæjum liafa náðst inn hey en mikið skemmd og hrakin. Á öðr-
um bæjum hefur ekki enn verið unnt að ná inn neinu af
þurru heyi, enn lítilsháttar af votheyi.
Sumarveðráttan hefur verið
sú versta, sem menn muna eft-
ir. Á Rauðasandi mun þó vera
alvarlegasta ástandið. Sum tún
in eru eitt kviksyndi eftir rign-
ingarnar, og- hefur ekki verið
Loffferðadeil
ÞRÁLÁTUR orðrómur geng
ur nú um það, að loftferða-
deila Islands og Svíþjóðar sé
leyst eða í þann veginn að
leysast. Mun lausn deilunnar
vera fólgin í því, að Svíar
fallist á það sjónarmið, að
Loftleiðir hafi lægri fargjöld
en t. d. SAS vegna öðruvísi
fugvélakosts. Millilandaflug-
vélar Loftleiða eru sem kunn
ugt er af Skymastergerð, og
er rekstri þeirra og þeirri
þjónustu, sem veitt er, ekki í
alla staði eins háttað og hinna
stærri flugfélaga. Hins vegar
hefur SAS og sænska stjórmn
krafizt þess, að fargjöld með
flugvélum Loftleiða verði
hækkuð og verði jöfn fargjöld
um félaga, sem hafa stærri
leysasl!
vélar í ferðum en Loftleiðir
þrátt fyrir það.
Með því að Svíar fallizt á
þetta sjónarmið Loftleiða —
og fslendinga — í þessu máli
hlýtur deilan að leysast og ís-
lenzkar fiugvélar að fá að
lenda í Svíþjóð áfram. Mál
þetta mun hafa verið rætt af
flugmálastjórnum Norður-
landa.
viðlit að koma nokkrum tækj-
um út á þau.
EKKERT HEY í HLÖÐU
í Saurbæ á Rauðasandi, sem
er eitt stærsta kúabúið hér í
nærsveitum, hefur ekki enn
náðst í hlöðu nokkurt hey, en
búið er að ná inn í vothey um
10 kýrfóðrum. Upp úr miðjum
mánuði breyttist tíð til batn-
aðar, og hefur með aðstoð fólks
héðan frá Patreksfirði náðst
inn nokkuð af heyi. Fyrstu
þurrkdagana tók fólk sig sam-
an og fór í hópum á sveitabýlin
og aðstoðaði við heyskapinn
bæði á Barðaströnd og Rauða-
sandshrepp, var mikil hjálp í
því, en hvassviðri hafa valdið
því, að lítið hefur verið hægt
að hreyfa hey undanfarna daga.
(Frh. á 7. síðu.) .j