Alþýðublaðið - 25.09.1955, Side 4

Alþýðublaðið - 25.09.1955, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnutlagur 25. sept. 1955. Útgefandi: Álþýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Áuglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. 'Álþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10. ’Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu IfiO. Öskadraumur íhaldsins s I 5 s V. V * \ s S V ) 4 ,s í ■s s. ;s I ■S V s s s s s s s s s s s s s s s 1 s RÍKISSTJÓRNIN hefur gripið til þeirrar sparnaðar- ráðstöfunar að banna bygg- ingu barnaskóla og félags- heimila og lætur þá ákvörð- un ná til dvalarheimilis aldr aðra sjómanna. Þjóðin hefur ekki efni á slíkum fram- kvæmdum. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að lúxusbílar séu fluttir inn í hundraðatali og seldir við okurverði. Og Morgunblaðs- höllin teygir úr sér eins og ófreskja, sem rís upp á aftur- fæturna. Stjórnarvöldin hafa velþóknun á henni! Þessu úrræði er beitt, þó að mikill hluti skólaæsk- unnar í höfuðstaðnum sé húsvilltur og nú verði að taka gamla iðnskólann í notkun á ný út úr vandræð um. þar með er bæjarstjórn arihaldinu í Reykjavík gef- inn kostur á að afsaka fram taksleysi sitt í byggingar- . málum skólanna. Hann kennir ríkisstjórninni um, enda þótt Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Ing ólfur Jónsson séu þar fyrir á palli. Og svo beina Ólaf- ur og Bjarni auðvitað þeim tilmælum til Reykvíkinga í næstu bæjarstjórnarkosn- ingum, að þeim beri að framlengja völd og áhrif Sjálfstæðisflokksins í höf- uðstaðnum af því hvað hann sé fús að leysa aðkall- andi verkefni bæjarbúa og sjá þeim fyrir skólabygg- ingum og öðrum þörfum. Loforðin eru gefin til að svíkja þau og endurtekin til að halda svikunum á- fram! Þetta er glöggur mæli- kvarði á vinnubrögð núver- andi ríkisstjórnar. Hún gef- ur ræningjunum í þjóðfélag- inu frjálsar hendur við iðju sína. Þeim er veitt aðstaða til að auka okurgróða sinn ár frá ári. Hins vegar eru hagsmunir fjöldans látnir víkja fyrir kröfum hinna gírugu sérgæðinga, sem ráða að tjaldabaki stefnu og at- höfnum ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa engan áhuga á skól um eða félagsheimilum. Þeim finnst engin ástæða til þess, að dvalarheimili aldr- aðra sjómanna taki til starfa. Þeir telja gamla iðnskólann fullboðlegan reykvískri skólaæsku og hafa ekkert við það að athuga, að Pólarn ir, Bjarnaborgin gamla og nýja og hermannabraggarn- ir séu heimkynni húsnæðis- lausra samborgara. Þeir sjá sínum hag borgið, og það er þeim nóg. Hér er um að ræða ófremd arástand, sem enginn getur unað nema Reykjavíkur- íhaldið og ræningjarnir í þjóðfélaginu. En frá sjónar- miði ríkisstjórnarinnar hef- ur það þann kost, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn í Rvík þarf ekki að rækja skyldur sínar og ræningjarnir fá að ganga fyrir öðrum lands- mönnum. Sá óskadraumur íhaldsins líður ríkisstjórn- inni aldrei úr minni. Dónalegur ofsi MORGUNBLAÐIÐ ræðst í gær með stóryrðum á kenn ara tveggja stærstu gagn- íræðaskólanna í Reykjavík fyrir að hafa skoðun, sem ekki fellur að sjónarmiði rík isstjórnarinnar eins og spýta að vatni. Greinin einkennist af dónalegum ofsa, þar eð ágreiningsmálið er ósköp til- komulítið og álit kennar- anna hafði verið sett fram kurteislega og af góðum hug. Hér liggur því meira á bak við en ætla mætti í fljótu bragði. Hvað skyldi það vera? Ýmsum mun detta í hug, að húsbændurnir í stjórnarráð- inu ætlist til þess, að allir dansi lipurlega eftir hljóð- pípu þeirra. Kennararnir við gagnfræðaskólana tvo hafa brugðizt þerri skyldu. Og þá fær Mogrunblaðið kast. Það ræðir ekki ágreininginn mál efnalega, en missir stjórn á skapsmunum sínum. Skýringin á fyrirbærinu mun þó sú, að Morgunblað- ið sé í raun og veru saklaust af þessu frumhlaupi, heldur hafi Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra . verið að verki í gervi huldumanns ins eins og stundum áður. Kannski hefur hann ímynd- að sér, að Sjálfstæðisflokk- urinn væri kominn í meiri- hluta? Kennarar og aðrar stéttir geta gert sér í hugar- lund á hverju væri von, ef svo færi og Bjarni hefði að- stöðu til að fylgja skapsmun unum eftir með öðrum hætti en þeim að gera Morgunblað ið að viðundri. S s \ * S s s s \ s s I s I s s s $ Útbreiðið AlþýðublaðiS HERSTÖÐVAR OG RÚSSAR | STÓRBLÖÐIN New York Herald Tribune og Baltimore Sun létu nýlega í ljós í leiður- um sínum álit sitt á þeirri til- kynningu rússnesku stjórnar- innar, að hún hygðist hverfa frá herstöð sinni á Porkkala- skaga í Finnlandi. New York Herald Tribune sagði m.a.: „R.ússar hafa nú þegar hafizt j handa um að hverfa frá herstöð sinni í Porkkala, eins og þeir höfðu lofað. Zhukov marskálk- ur hefur látið þess getið, að þetta værí liður í stærri og al- mennri áætlun, er miðaði að því, að Rússar hyrfu frá her- stöðvum sínum í öðrum lönd- um, og stakk hann upp á að „aðrar þjóðir“ færu að dæmi þeirra. Talsmenn rússnesku stjórnar innar hafa auðvitað ekki minnzt á það einu orði, að aðstæður þær, sem ollu því, að herstöð- in í Porkkala kom Rússum að i notum, um það leyti, sem frið- j arsamningurinn var gerður við Finnland, hafa gerbreytzt. I Samhliða þessu hafa Russar, notað tímann til þess að færa út áhrifasvæði sitt eftir hinni löngu strandlengju Eystrasalts ins. pg hafa í þeim efnum ekki aðeins lagt undir sig Eystra- saltsríkin og beinlínis innlimað Lettland, Eistland og Lithauga- land í ríkjasamband sitt, held- ur hafa þeir einnig komið upp öflugum herstöðvum í Póllandi, j Austur-Prússlandi og Austur- Þýzkalandi. Við slíkar aðstæð- ur þarf Rússland varla að ótt- ast, að Leningrad geti orðið fyr ir árás frá Eystrasalti. Rússland heldur allri Mið- Evrópu ennþá í járnklóm sín- um. Það, sem gert hefur verið í Austurríki og Finnlandi, er aðeins lítið eitt — Sovétríkin hafa hertekið svo mikið, því geta þau látið mikið af hendi aftur.“ í leiðara Baltimore Sun segir blaðið: „Eflaust er sumt fólk svo auð 1 trúa, að það lætur þess háttar áróðurshernaðarlist hafa áhrif i á sig. En það væri fróðlegt fyr- ir hina sömu að líta á landabréf af Eystrasalti og löndunum um- hverfis það. Þá mundu þeir komast að raun um, að hinum megin finnska flóans, beint and spænis Porkkalaskaganum, ligg ur Eistland. Rússar gerðu sig ekki ánægða með að koma sér upp flotabækistöðvum þar í landi, þeir lögðu landið allt undir sig og innlimuðu það í ríkjasamsteypu sína. Sama máli gegnir um hin eystrasaltslönd- in tvö, Lettland og Lithauga- land. Næst þessum löndum ligg ur svo hið gamla Austur-Prúss land, síðan Pólland og þá Aust- ur-Þýzkaland. Alls staðar end- urtekur sig sama sagan, með einstökum smábreytingum. Svipaða sögu er hægt að segja um Mið-Evrópulöndin. Að vísu hafa þau ekki verið formlega innlimuð í Sovétríkja sambandið, en í þeim öllum hafa Rússar ennþá öflugan her og ráða þar raunverulega lög- um og lofurn. Hvaða nauðsyn er á herstöðvum, ef þeir hafa löndin öll á valdi sínu?“ Vistin á Altmark betri en sagt var ÞAÐ VAR árið 1940, að þýzka „vasaorustuskipi“ Alt- mark flúði inn í Jössingfjörð í Noregi, eftir að móðurskipinu Graf Spee hafði verið sökkt af brezku orustuskipi. Norsk lög- regluyfirvöld gengu um borð, og var þeim sagt, að enginn brezkur maður væri um borð. En á meðan létu 300 Englend- ingar öllum illum látum niðri í lestinni, til þess að reyna að vekja athygli norsku lögreglu- mannanna á nærveru sinni. Breski tundurspillirinn „Cos- aek“ kom skömmu síðar inn fjörðinn, og nokkrum dögum síðar sáu brezku fangarnir lest- arhlerana opna; brezkur liðsfor ingi leit niður og spurði hvort nokkur brezkur maður væri þarna. í raun réttri áttu Bretarnir þarna ekki örðugan eða hættu- legan leik. Eftir að þeir höfðu gengið um borð í „Altmark“ með stingi á byssum, var þeim veitt mun minni mótspyrna en þeir höfðu búizt við. GRÓUSÖGUR. Lakast var það, að Bretarnir höfðu búizt við að hitta þarna fyrir eins konar sjóræningja- skip, blóði atað frá stafni að skut. Gróusögurnar um Graf Spee og Altmark gengu skipa á milli um gervallan brezka flot ann, og foringjar skipanna, þeir Langdorf og H. Dan, voru yfir- leitt ekki nefndir annað en böðl ar og morðingjar. Þessar Gróusögur hafa verið uppi til skamms tíma, en nú hafa þær loks verið kveðnar niður í eitt skipti fyrir öll í bók þeirra Willys Frischauers og og Rober Jackson, „The Navy is here“. ÞEIR DRÁPU AÐEINS SJÁLFA SIG. „Þessir tveir þýzku sjóliðs- ;íoringjar verða varla taldir morðingjar“, segja Bretarnir. „Þeir drápu aðeins sjálfa sig. Báðir frömdu þeir nefnilega sjálfsmorð“. „Okkur er ekki ljóst hvers vegna við óttuðumst þessa menn. Enginn af áhöfn þeirra níu brezku skipa, sem Graf Spee sökkti, lézt vegna slæmr- ar meðferðar um borð í Alt- mark, — „vítisskipinu", eins og það hefur að ósekju verið kall- að. Daginn, sem norsku lög- reglumennirnir komu um borð, lá við sjálft, að við geroum upp reisn. Við vorum þá helmingi fleiri en Þjóðverjarnir, og svo hefði getað farið, að H. Dan hefði verið sýnt í tvo heimana. Þrátt fyrir það gaf H. Dan skipun um að skotvopnum skyldi ekki beitt gegn uppreisn arseggjunum, heldur vatns- ' slöngum. HLÝDDI EKKI SKIPUN. Ýmislegt annað hefur komið á daginn í sambandi við „Alt- mark“, sem mönnum var þá ókunnugt. Ungum flugmanni, Kanada- manninum McNeill, var skipað að leita að Altmark. í skipun þeirri var sagt berum orðum: „Enga árás má gera á skipið. Gefið upp nákvæma stöðu þess með leynimerkjum“. McNeill fann „Altmark“ und ir kvöldið þegar skyggja tók. Hann þóttist vita, að ef hann sendi ekki skeytið undir eins, mundi skipið hverfa í myrkrinu út á Skagerak. Hann gaf sér ekki tíma til að senda skeyti í leynimerkjum, heldur sendi hann stöðu skipsins í venjulegu skeyti. Á eftir kveið hann afleiðing- junum, en foringinn á tundur- Ispillinum kvað hann hafa gert rétt, og hóf þegar eftirför. vor er á Skólavörðustíg 3. — Sími 82451. Sameinaðir verkfakar. Samkvæmt tilmælum rj'kisstjórnarinnar tilkynnist, að setning Húsmæðraskóla Reykjcffíkur fer ekki fram fyrr en laugardaginn 15. október klukkan 2 síðdegis. Nemendur skili farangri sínum í skólann föstudag- inn 14. október milli kl. 6 og 7. Skólastjórinn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.