Tíminn - 05.02.1965, Page 3

Tíminn - 05.02.1965, Page 3
( FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 Kristján Jdnsson Hreppsstjóri, Stöðvarfirði Kristján Erlendur Jónsson, hreppstjóri á Kirkjubóli í Stöðv- arfirði, andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 17. janúar s.l. Hann gekk lengi ekki heill til skógar. Lík hans var flutt til Stöðvarfjarðar og jarðsett þar. Kristján var faeddur á Heyklifi í Stöðvarfirði 18. marz 1906. Á Stöðvarfirði ólst hann upp og dvaldi þar lengst af. Kristján var kominn af mesta dugnaðar — og greindarfólki í báðar ættir. Foreldrar hans voru þau hjónin Jónína Þorbjörg Erl- endsdóttir Þorsteinssonar, útgerð arbónda á Stöðvarfirði, og Jón Björnsson, hreppsstjóri og for- ustumaður Stöðfirðinga um lang an aldur. Jón var fyrsti hreppsstjóri Stöðv arhrepps. Áður var Breiðdalur og Stöðvarfjörður eitt hreppsfélag. Kristján tók við hreppsstjórastarf inu af föður sínum, þegar hann lét af því sökum aldurs. Auk hreppsstjórastarfsins gegndi Kristján ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann átti um skeið sæti í hreppsnefnd og síma stjóri var hann á Stöðvarfirði nokk ur síðustu árin eða frá 1957. Kristján var félagshyggjumaður. Hann var formaður Ungmenna- félags Stöðvarfjarðar nokkur ár og virkur þátttakandi í söngkór byggðarlagsins. Hann unni söng og hljómlist. Söngrödd hafði hann mikla og hreimfagra. Hann bar samvinnuhugsjónina mjög fyrir brjósti og þjónaði henni af alúð sem félagi í Kaupfélagi Stöðfirð- inga. Hann var einn af stofnendum kaupfélagsins. Eg minnist þess að hann var ritari á stofnfundi þess og hvatti þar til athafna og sam- stöðu. Kristján var búfræðingur frá Hvanneyri. Hann stundaði þar nám árin 1927—1929. Um ára-bil var Kristján ráðs- maður við landbú í Reykjavík en fluttist aftur til Stöðvarfjarðar og reisti þá íbúðarhús á Kirkjubó'i, jörð foreldra sinna. Kristján kvæntist árið 1932 Ingunnu Sigríði Sigfinnsdóttur, en Sigfinnur faðir hennar var þekkt ur austfirzkur hagyrðingur. Börn Sigríðar og Kristjáns eru þrjú og öll á lífi: Nína Jenný, Björn og Guðný Elísabet. Systkini Kristjáns eru: Björn, skólastjóri í Vrk í Mýrdal. Ástríð ur, húsfrú í Kópavogi og Gestur tvíburabróðir hennar, sem dó í æsku. Eg þekkti Kristján vel, einkum á yngri árum. Við vorum jafnaldra og æskufélagar. Við hann var gott að blanda geði. Hann kunni vel að gleðjast með glöðum, en á bak við bjó alvara þess manns, sem lætur sér ekki nægja ytri ásýnd hlutanna, en leitar svara við ráðgátum lífsins með sjálfum sér og ræðir rök tilverunnar við góðvini. Mér eru minnisstæðar margar góðar samverustundir frá æsku- árum. Þær veita bjartar minningar og hlýjar- Kristján átti viðkvæma lund og gott hjarta, sem fann til með þeim, sem búa skuggamegin í tilverunni. Hann vildi reynast öllum góður drengur og fremur hefði hann borið skarðan hlut en ganga á rétt annarra. Kristján var trúr í starfi, traust ur félagi, prúðmenni hið mesta og mannasættir. Þegar ég minn- ist hans, koma mér í hug orð Kolskeggs í Njálu, þegar hann kveður Gunnar bróður sinn og hlíðina fögru. „Eigi skal það, hvoki skal ég á þessu níðast og á engu öðru, því er mér er til trúað.“ Kristján kemur mér þá í hug, er ég heyri góðs manns getið. Kristján féll frá fyrir aldur fram. Skarð er fyrir skildi. Sveit ungar hans hafa misst góðan sam- ferðamann, farsælan og tillögu- góðan, en mestur er þó hanmur kveðinn þeim, sem næst honum stóðu: móður, eiginkonu, börnum og systkinum. Það býr í eigin brjósti, sem bezta huggun veitir, en einlæg hluttekning og vinar- þel veitir þeim styrk, sem harm ber í hjarta. Kristján er nú lagstur til hinztu hvílu í mjúkri mold æskustöðv- anna. Átthögum sínum unni hann, fjöllunum fögru, hlíðinni grænu og firðinum bláa. Áar og vinir eru á undan gengnir, aðrir koma seinna. Það er lífsins lögmál. En mestu skiptir, að minningin um hvern fallinn sé í sem beztri sam- hljóman við fegurð lífsins, hvar og hvenær sem hún birtist, í gró- anda vorsins, geislum sólar eða brjóstum lifenda. Minning um góðan dreng vakir og varir og er að verki með oss inn í framtíðina. Sk. Þ. Stundum er lífið svo fagurt, að manni finnst, að allt, er lífsanda dregur, hljóti að lifa eilíflega. Þá vill það gleymast, að hinn mikli sláttumaður hefur á hverju and- artaki lífs okkar sigðina reidda til höggs og slær, hvenær sem er og hvar sem er, án allrar misk- unnar. Á þrettándanum s.l., er jólin voru að kveðja, barst mér sú fregn, að einn af mínum ágæt- ustu kunningjum, Kristján Jóns- son hreppstjóri Stöðvarfirði, berð ist af karlmennsku og æðruleysi vonlausri baráttu við dauðarm uppi á Landspítala. Ég vildi ekki trúa þessu, en vissi þó innst inni með sjálfum mér, að betta mundi vera satt. Ég heimsótti hann fá- um dögum síðar, og þá virtist hann allhress eftir atvikum. En sunnudaginn 17 janúar var öllu lokið. Kristján Jónsson er fæddur að Heyklifi í Stöðvarfirði hinn 18. marz árið 1906 Á þriðia ári flutt- ist hann að Kirkjubóli í sömu TÍMINN 15 sveit, þar sem hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Jóni Björnssyni, hreppstjóra, og Jónínu Erlends- dóttur, konu hans. Þau Jón og Jónína eignuðust fjögur böm, er upp komust, og var Kristján elzt- ur þeirra. Hann lauk prófi frá búnaðarskólanum ,á Hvanneyri ár- ið 1929 og kom þá heim til átt- haganna aftur. Árið 1932 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Sigfinnsdóttur, sem ættuð er frá Seyðisfirði, en alin upp á Fljótsdalshéraði. Þau hjónin eign- uðust þrjú börn, sem öll eru upp- komin, einn dreng og tvær stúlk- ur. Þau Kristján og Sigríður bjuggu síðan lengstum á Kirkju- bóli nema nokkur ár milli 1933 og 1938, er þau dvöldust í Reykja- vík, þar sem Kristján fékkst við ýmis störf. Á Kirkjubóli stundaði Kristján bæði búskap og sjósókn. Auk þess voru honum falin ýmis trúnaðajstörf fyrir sveit sína. I Hreppstjóri var hann frá 1943 og | símstjóri síðustu átta ár ævi sinn- ar. Ölx sín störf rækti hann af stakri alúð og samvizkusemi. Sam- vizkusemi, sem því miður er allt of sjaldgæf í þjóðfélagi okkar nú í dag. Kristján er sprottinn upp úr jarðvegi fámenns, afskekkts byggðarlags. Þótt hann kynntist glæsileik höfuðstaðarins um skeið. undi hann þar ekki til langframa. Hann var tengdur órofa böndum því byggðarlagi, er ól hann, og því helgaði hann krafta sína. Þökk sé honum fyrir það. Kristján var glaðlyndur og hrók ur alls fagnaðar í hópi vina og kunningja. Öllum, sem með hon- um voru, varð ósjálfrátt létt í geði. Fyrstu kynni mín af Krist- jáni eru frá árinu 1931. Hann vann þá við heyskap í Stöð í Stöðvarfirði. Þótt ég þá kynni ekki skyn þess, hvort menn ræktu störf sín af atorku og samvizku- semi, minnist ég þeirra orða föð- ur míns, að hann hefði vart getað kosið sér betri samstarfsmann við heyskapinn. Síðan hafa kynni okk ar Kristjáns haldizt, þótt stundum liðu ár milli þess, að við sæjumst. Kristjáni var eðlislægur sá eigin- ieiki, er jafnan hefur verið snar þáttur í eðli hvers sanns íslend ings, gestrisnin, og voru þau hjón in samhent í því efni, sem öðru. Ég vil þakka þeim Kristjáni og Sigríði allar þær ógleymanlegu ánægjustundir, er ég hef átt á heimili þeirra um langan tíma. Hinn 30. janúar fór Kristján í hinztu ferðina heima í átthög um sínum. Ég votta ástvinum hans, er svo mikils hafa misst, dýpstu samúð mína. Eiginkonu hans, sem annaðist hann af ást- ríki og einstakri umhyggju í veik- indum hans, börnum, systkinum og aldraðri móður, er áður hefur mátt sjá eftir syni á bezta aldri. Minningin um góðan dreng mun sefa sárasta harminn. Flosi Sigurbjörnsson. Halldór ísfeldsson Kálfaströnd Þriðjudaginn 24. nóvember 1964, var til moldar borinn á Skútustöð um í Mývatnssveit, Halldór ísfelds son á Kálfaströnd, bóndi og fjöl- hæfur starfsmaður í sínu sveitar félagi. Vinsæll maður og velmet- inn, enda var jarðarförin svo fjöl menn að engra var saknað af sveitarmönnum, þeirra, sem með nokkru móti áttu heimangengt. Flestir sem flutt hafa héðan úr sveit seinasta aldarfjórðunginn, og ekki farið lengra en í Eyjafjarð ar- og Skjálfandabyggðirnar, voru hér viðstaddir. Spegilísinn á Mývatni endurkast aði geisluum hinnar lágengu nóv- embersólar, og varjxaði ýmsum litum á léttskýjaðan himin. Töfr- andi fagur vetrardagur, sem minnti á frið og ró. Haldór ísfeldsson var fæddur 1. apríl 1910 á Kálfaströnd við Mývatn. Foreldrar hans voru ísfeld Einarsson frá Reykjahlíð og kona hans Elín Helga Halldórs- dóttir þá búandi hjón á 1/3 af Kálfaströnd. Eftir móðuharðindin keýpti Jón Tómasson frá Landa- móti Kálfaströnd og hafa niðjar hans búið þar síðan og búa enn. Niðjatalið er: Jón, Tómas, Sigurð ur, Halldór, Elín og Halldór. Hólm fríður Þorsteinsdóttir, kona Hall- dórs Sigurðssonar var komin aust- an af Langanesströndum og var hún 3 ættliður frá Þorsteini ríka á Bakka, sem oft er getið og ættir eru raktar frá. Einar Friðriksson faðir ísfelds Eiriarssonar var af Hraunkotsætt í föðurætt, en móð urættin er rakin til Þorsteins Finnbogasonar sýslumanns í Reykjahlíð og er sú ætt oft kölluð Reykjahlíðarættin eldri. Halldór ólst hjá foreldrum shi um, sem bjuggu á Kálfaströnd alla ævi á hálfri jörðinni. Elín lézt 2.1. 1936 en ísfeld 26.6. 1957 Börn þeirra voru 4. Elzt þeirra er Hólmfríður gift Jónasi Sigurgeirs- syni bónda á Helluvaði. Hin þrjú Halldór, Auður og Einar bjuggu með föður sínum, og svo sameigin legu félagsbúi eftir hans. dag. Þau höfðu lokið því að byggja upp öll hús í fullkomnasta stíl, og rækta meginhluta þess lands sem rækt anlegt er á heimajörðinni, án þess að hafa nokkra krónu tekið til láns, til þeirra framkvæmda, og mest af þessum byggingum er unnið að öllu leyti af þeim bræðr um sjálfum, er voru gefnir fyrir smíðar og byggingar og snyrti- menni mikil. TILKYNNING FRÁ PÓST- OG SÍMAMÁLASTJORNINNI Vegna sjálfvirka símasambandsins við Akureyri, vill póst- og símamálastjórnin vekja athygli síma- notenda á því, að öllum símanúmerum á Akur- eyri var fyrir nokkru breytt í 5-tölustafa númer, þannig að tölustafurinn 1 bættist framan við sírria- númerin, sem eru í símaskránni 1964. Dæmi: Númer 1005 í símaskránni varð eftir breytinguna 11005, og símanotandi utan Akureyrar verður þá að velja 7-tölustafa númer eða 96-11005, þar eð svæðisnúmer Akureyrar er 96. Reykjavík, 4. febrúarl965. Halldór fór í Laugaskóla á þriðja starfsári skólans og útskrif aðist þaðan eftir tveggja vetra i nám. Hann varð strax formaður Ung- mennafélags hér eftir heimkomu jsína úr skólanum, og var það oft, I því það var lengi venja að skipta oft um stjórnir, og gafst vel því | með því fundu fleiri til ábyrgðar jfélagsins en þar sem sömu menn Istjórna áratugum saman. Eftir þetta vann hann svo ötullega að öllum félagsmáium hér, og hlaut fjölmörg trúnaðarstörf í sínu sveit arfélagi og naut trausts samferða- manna sinna til dauðadags. Hann átti sæti í hreppsnefnd um tuttugu ára skeið og var deildarstjóri Mývetningadeildar Kaupfélags Þingeyinga er hann féll frá. Hann var fulltrúi sýslumanns í skatta- nefnd frá 1951 til þess er skatta nefndir voru lagðar niður. Hann var um skeið formaður Einkasíma- félags Mývetninga og Lestrar- félags Mývetninga. Þá tók hann þátt í félags'skap um ræktun sil- ungs í Mývatni og gæzlu hags- muna sveitarmanna gagnvart virkj unum og breytingum á vatninu. Hann unni mjög hinum fjöl- breyttu eðlisgæðum Kálfastrand ar, hafði mikinn áhuga fyrir fugla friðun og verna. og honum féll illa, þegar raskað var ró fuglanna með háværum mótorskellum og umferð nærri varplöndum þeirra. Hann reyndi að ala hér upp æðar fugl en þeir virðast ekki hafa | komið aftur. Hann annaðist að Imiklu leyti um viðhald vega hér í sveit um tíu ára skeið og sótti á því tímabili námskeið verkstjóra í Reykjavík. Hann var léttur á fæti og vaskur fjallgöngumaður á yngri árum og tók þátt í hlaupum og sundi á íþróttamótum. Um 1950 fór hann að kenna vanheilsu. Var það brjóskeyðing í mjaðmarlið. Gekk hann tvisvar undir miklar skurðaðgerðir vegna þess. Var hann því mjög fatlaður seinasta hlutann af starfsævi sinni Kom það sér þá vel að heyvinn an var orðin vélavinna, því með dráttarvélum vann hann mikið. Nokkra vetur fór hann til Reykjavíkur og vann þar á skatt stofunni. Og þar var hann þegar hann kenndi þess sjúkdóms. sem lagði hann í rúmið um miðjan september s.l. naust. Hann dvaldi á einn mánuð a fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, en kom svo heim og þar andaðist hann 16. nóv 1964. ókvæntur og barnlaus. Pétur Jónssoti

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.