Tíminn - 05.02.1965, Síða 5
FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965
TÍMINN
17
Nýir lánaflokkar
Stofnlánadeildar
sjávarútvegsins
Klemenz Jónsson (t.h.) stjórnar atriðinu, þegar íbúarnir { Kardimommubæ færa Tobíasi gamla afmælisgjöfina.
Kardimommubærinn
kemur á svið á ný
S.l. sunnudag hófust sýningar
á hinu vinsæla leikriti Karde-
mommubærinn í Þjóðleikhúsinu.
Húsið var þétt skipað og undir-
tektir hinna ungu leikhúsgesta
mjög góðar. Hlutverkaskipan er
lítið breytt frá því, sem áður var.
En þeir, sem leika nú I fyrsta
skipti í Kardemommubænum
eru: leikararnir Árni Tryggvason
Arnar Jónsson og Valdema. Lár-
usson. Um 45 leikarar og auka-
leikarar koma fram í sýningunni
í ýmsum gervum. Leikstjóri er
Klemenz Jónsson, en Carl Billich
stjómar hljómsveitinni. Næsta
sýning verður miðvikudag kl. 6.
Kardemommubærinn var fyrst
sýndur í Þjóðleikhúsinu í janúar
1960 og eru því liðin fimm ár
frá því að leikurinn var frum-
sýndur hér. Leikurinn var sýnd-
ur 75 sinnum og var uppselt á
flestum sýningum. Ekkert bama
leikrit hefur náð jafnmiklum vin
sældum hér á landi.
NAMSKEIÐ I GRAFIK
Handíða og myndlistaskólinn
gengst fyrir námskeili í grafík
(Litógrafíu og tréristu) fyrir
myndlistarmenn. Námskeiðið
stendur yfir næstu þrjá mánuði
og verður tvisvar til þrisvar í
viku eftir samkomulagi. Myndlist
armenn, sem áhuga hafa á nám-
skeiðinu, em beðnir að mæta í
skólanum, miðvikudaginn 3. febr
úar klukkan 20 til viðræðna, eða
snúa sér til skrifstofu skólans
Skipholti 1 sími 1-98-21 milli kl.
sex og sjö hið allra fyrsta. Kenn
ari á námskeiðinu verður sem
fyrr Bragi Ásgeirsson, listmálari.
Félag blaðaljós-
myndara
stofnað
Stofnað hefur verið fé-
lag blaðaljósmyndara í
Reykjavík, og var stofn-
fundurinn, haldinn Iaugar-
daginn 16. janúar s. 1. Á
stofnfundinum vom mættir
átta starfandi blaðaljós-
myndarar við dagblöð og
vikublöð í Reykjavík. f
fyrstu stjóm vom kosnir:
Ingimundur Magnússon, for
maður, Guðjón Einarsson,
gjaldkeri, og Jóhann VII-
berg, ritari.
Tilgangur félagsins er að
standa vörð um hagsmuna-
mál félagsmanna og koma
áhugamálum þeirra á fram-
færi. Meðlimir geta orðið
allir þeir, sem starfa við
blaðaljósmyndun fyrir dag-
blöð og vikublöð í Reykja-
vík.
J
Ný bók um íslenzkar mállýzkur
Studia Islandica 23 flytur niður-
stöður af rannsóknum Björns heit
ins Guðfinnssonar á íslenzkum
framburði fyrir 20 árum.
Nýlega er komið út 23. hefti
af ritsafninu Studia Islandica, ís-
lenzk fræði, sem Heimspekideild
Háskóla íslands og Bókaútgáfa
Menningarsjóðs gefa út. Efni
þessa heftis eru niðurstöður af
rannsóknum Björns Guðfinnsson-
ar prófessors á íslenzkum fram-
burði, en honum entist ekki ald-
ur til að vinna úr öllum þeim
gögnum, sem hann safnaði. Fyrir
18 árum kom út doktorsritgerð
hans, Mállýzkur I, um íslenzkan
framburð almennt og niðurstöður
rannsókna hans á útbreiðslu mis-
munandi framburðar á p, t, k.
Þá taldi höfundur að eftir væri
efni í annað bindi svipaðrar stærð
ar, en sökum heilsubrests gat
hann ekki sinnt því verki. Hann
lézt haustið 1950.
Nokkru síðar tók Háskóli ís-
lands við þeim gögnum um rann-
sóknir Björns, sem eftir var að
vinna úr. Einn nánasti samstarfs-
maður hans við rannsóknimar,
Ólafur M. Ólafsson menntaskóla-
kennari, tókst á hendur fyrstn úr-
vinnslu þessara gagna, en Óskar
Halldórsson kennaraskólakennari
tók að sér að ganga frá hand-
ritinu til prentunar, en báðir
Iþróttahús á Seltjarnarnesi
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Undirbúningur er nú hafinn að
byggingu íþróttahúss á Seltjarnar
nesi, og verður það staðsett rétt
við Mýrarhúsaskólann. Á síðustu
fjárhagsáætlun hreppsins var
einni milljón varið til þessara
framkvæmda.
Hér er eingöngu um undirbún
ingsvinnu að ræða, og hefur verk-
fræðingur Seltjarnarneshrepps,
Hallgrímur Sandholt, málið með
höndum.
Ekkert íþróttahús er á Sel-
tjarnarnesi, og skapar það að
sjálfsögðu mikil vandræði í sam
bandi við alla leikfimi og íþrótta
kennslu. Verður nú að senda öll
böm til Reykjavíkur í leikfimi.
lögðu þeir saman síðustu hönd á
verkið.
Á rannsóknarferðum sínum um
landið, könnnðu Bjöm og sam-
starfsmenn hans framburð nær
tuttugasta hvers íslenzkumælandi
manns, og mun það einsdæmi í
sögu málvísindanna að kannaður
sé framburður svo mikils hluta
heillar þjóðar. Framburður hvers
einstaklings var skráður á sér-
stakt spjald, og úr því safni hef-
ur nú verið unnið. Þrem áram
áður en Björn andaðist hafði
hann birt nokkrar niðurstöður
um helztu mállýzkuflokkana í riti
sínu, Breytingum á framburði og
stafsetningu.
í þessu nýkomna hefti af Studia
Islandica em kaflar um rödduð
hljóð og órödduð á undan p, t, k
(framburðarmismun eins og norð-
lenzku og sunnlenzku stúlka),
hv og kv, framburðarmismun á
orðum eins og hringla, stjarna,
varla, vestfirzka framburðinn á
langur o. fl., mismunandi fram-
burð á hafði, og margt annað.
Þetta hefti er 214 bls., gefið
út í tvenns konar útgáfu, annars
vegar með aðaltitilinn „Um ís-
lenzkan framburð. Mállýzkur II“,
Framhald á 16. síSu.
| EJ-Reykjavík, fimmtudag.
Bankamálaráðherra hefur und-
í irritað reglugerð um nýja lána-
) flokka Stofnlánadeildar sjávarút-
! vegsins .og byggist húh á samn-
; ingi, sem gerður hefur verið milli
' Seðlabankans, Landsbankans og
■ tvegsbankans. I samningnum er
■ gert ráð fyrir, að fjármagn það
frá þessum bönkum, sem nú er
bundið í útlánum Stofnlánadeild-
arinnar, verði að verulegu leyti
látið ganga til nýrra lána í þess-
um lánaflokkum, eftir því sem
það losnar. Mun verða hægt að
lána um 40 millj. árlega úr þess-
um nýju flokkum.
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi fréttatilkynning frá Seðla-
banka íslands:
„Bankamálaráðherra hefur ný-
lega undirritað reglugerð um
nýja lánaflokka Stofnlánadeildar
sjávarútvegsins og verður hún
birt næstu daga. Reglugerðin
byggist á samningi, sem gerður
hefur verið um starfsemi hinna
nýju lánaflokka milli Seðlabanka
íslands, Landsbanka íslands og
Útvegsbanka fslands. í samningn
um er gert ráð fyrir því, að
fjármagn það frá þessum bönk-
um, sem nú er bundið í útlán-
um Stofnlánadeildarinnar, verði
að verulegu leyti látið ganga til
nýrra lána í þessum lánaflokk-
um, eftir því sem það losnar.
Af því heildarfjármagni, sem um
er að ræða, munu þessir bank-
ar leggja fram 100 millj. kr. sem
framlagsfé, en 235 millj, sem
lán til 25 ára. Með þessum hætti
verður unnt að lána úr hinum
nýju lánaflokkum Stofnlánadeild
arinnar um 40 millj. kr. á ári,
en sú upphæð mun eftir nokkur
ár hækka í um 50 millj. kr. ár-
lega. Auk þessa fasta fjármagns
mun verða athugað um frekari
lánsfjáröflun til starfsemi deild-
arinnar bæði frá þeim bönkum,
_sem aðilar eru að þessum samn-
' ingi, svo og öðrum aðilum.
J Stjóm og starfsemi þessara
‘ilánaflokka Stofnlánadeildarinnar
' iverður háttað sem h|er segir.
Ákvarðanir um lánveitingar
iverða í höndum sérstakrar stjórn
larnefndar, sem skipuð verður full
'trúum bankastjórna Seðlabank-
'ans, Landsbankans og Útvegs-
'bankans. Gert er ráð fyrir því,
'að umsóknir um lán verði lagð-
Qr fyrir viðskiptabanka viðkom-
iandi fyrirtækis, annað hvort
Landsbankann eða Útvegsbank-
ann, sem munu athuga fjárhag
umsækjenda og leggja umsókn-
imar síðan fyrir fyrrgreinda
stjómarnefnd. Að öðru leyti er
umsjón og starfsemi lánafiokk-
anna í höndum Stofnlánadeildar
sjávarútvegsins, sem er deild í
Seðlabankanum.
Tilgangur hinna nýju lána-
flokka Stofnlánadeildarinnar er
að stuðla að aukinni framleiðslu
og framleiðni í fiskiðnaði og
skyldri starfsemi. Er með þess-
ari nýju lánastarfsemi reynt að
bæta úr brýnni þörf fyrir aukin
lán til fiskiðnaðar og fiksvinnslu.
Er það einnig ætlun þeirra
þriggja banka, sem að lánaflokk-
unum standa, að vinna að betri
undirbúningi og samræmingu út-
lána til fiskiðnaðarins í heild, og
munu þeir um það leita sam-
vinnu við aðra aðila, er stunda
lánastarfsemi á sama sviði, svo
sem Framkvæmdabanka fslands,
Atvinnuleysistryggingasjóð og
Fiskveiðasjóð íslands. Nánar
mun verða sagt frá starfsemi
Stofnlánadeildarinnar, þegar hin
nýja stjórnarnefnd hefur tekið
til starfa og mörkuð hefur ver-
ið útlánastefna deildarinnar, og
tilkynnt um fyrirkomulag láns-
umsókna og fleira."
Afengis-
neyzlan
EJ.-Reykjavík, miðvikudag.
Áfengizneyzla landsmanna hef
ur farið vaxandi með ári hverju
undanfarið, og var á síðasta ári
drukkið 1.97 lítrar af 100%
áfengi á hvern íbúa landsins.
Áfengissalan 1964 jókst um 41.6
milljónir króna frá 1963, eða
um ca. 15%.
Samkvæmt upplýsingum Áfeng
isvamarráðs var heildarsalan
á áfengi 1964 kr. 319.2 milljón-
ir. Árið 1963 var heildarsalan
277.6 milljónir, — 1962 235.8 millj
ónir og 1961 199.4 milljónir.
Áfengissalan 1964 var ca. 15%
meiri en árið áður, en það skal
tekið fram, að nokkur hækkun
varð á áfengi í október 1964.
Áfengisneyzla íslendinga hefur
aukizt með ári hverju. Árið 1961
var áfengisneyzlan 1.61 lítri á
hvern íbúa miðað við 100%
áfengi, 1962 1.82 lítrar, 1963 1.93
1., og 1964 1.97 lítrar.
Á tímabilinu frá október til
31. desember 1964 var heildar-
sala áfengis 89.635.278 krónur, en
Framhald á 16. t(Su.
Komdu nú að kveðast á
Ríkisútgáfa námsbóka hefur
gefið út hefti með 25 íslenzkum
þjóðlögum, sem Jón Þórarinsson
tónskáld hefur valið og útsett
fyrir samkynja raddir, tví- og
þríradda. Safn þetta er fyrst og
fremst ætlað barnakórum, og er
vonazt til, að það bæti nokkuð
úr brýnni þörf þeirra á hentug-
um þjóðlagaútsetningum.
Flest lögin eru tekin úr þjóð-
lagasafni séra Bjarna Þorsteins-
sonar, en nokkur skrifaði Jón
Þórarinsson upp á Akureyri sum
arið 1936 eftir Konráð Vilhjálms
syni kennara og rithöfundi og
börnum hans, og hafa þau lög
aldrei verið prentuð áður.
Aftast í heftinu er gerð grein
fyrir uppruna laganna, eftir því
sem um hann er vitað og ætti
sú greinargerð að geta orðið til
skemmtunar og fróðleiks öllum,
sem bókina nota.
Safn þetta ber heitið „Komdu
nú að kveðast á.“ f því eru alls
10 tvírödduð lög, en 15 þrírödd-
uð. Káputeikningu og mynd-
skreytingu hefur Halldór Péturs-
son gert, Hannes Flosason teikn-
aði nóturnar, en setning og prent
un er unnin í Alþýðuprentsmiðj-
unni h.f. og Litbrá h.f.