Tíminn - 05.02.1965, Qupperneq 7

Tíminn - 05.02.1965, Qupperneq 7
FÖSTCDAGUR 5. febrúar 1965 TÍMINN 19 EINAR Ö. BJÖRNSSON, MÝNESI: Er formaiur Alþýðufkkksins fákunnandi um ísi. iandhánui? í útvarpsumræðum frá Alþingi 21. þm. leyfði Emil Jónsson, fé- lagsmálaráðherra, sér að sneiða ódrengilega að landbúnaðinum í sambandi við hækkun á sölu- skatti, sem nú hefur verið lög- festur fyrir árið 1965. Hann hélt ] því fram að grípa hefði þurft til ] þessarar hækkunar vegna verð- hækkunar á landbúnaðarvörum. ] Ekki verði móti því mælt, að þær hafi hækkað, en það stafaði af hækkuðu kaupgjaldi hjá öðrum stéttum og dýrtíðaraukningu, eins og kunnugt er. Þess vegna getur ekki verið rétt að kenna þeim um, sem látnir eru bíða með leið- réttingu á meðan allir hinir hafa fengið hækkun, þar á meðal ráð herramir sjálfir. Einnig er furðu- legt, að ráðherrann skuli halda því fram, að niðurgreiðslur á land búnaðarverði séu meðgjöf með j landbúnaðinum fremur en þeim, sem kaupa vöruna. Þær eru ráð- stöfun, sem ríkisvaldið hefur tek ið að sér til að tryggja almenna neyzlu þjóðarinnar á þessum lífs- nauðsynlegu matvælum og því mál allra landsmanna. Svo er kveðið á í lögum, að bændur og neyt- endur skuli semja um verð land- búnaðarvaranna. Náist ekki sam- komulag skal yfirnefnd skera úr, og er hagstofustjórinn oddamað- ur. Þannig er tilkomið það verð sem landbúnaðarvörur eru seldar á. Ríkisstjómin grípur svo inn í þeirra samninga með ýmsu móti, þar á meðal hverjar skuli vera niðurgreiðslur varanna. Það er því furðulegt að telja niðurgreiðsl ur ölmusu til landbúnaðarins. Emil Jónssson félagsmálaráð- herra, getur því sparað sér að taka þau útgjöld sérstaklega út úr til að reyna með þeim hætti að skapa úlfúð á milli landbúnaðar- manna og neytenda, á meðan hann sjálfur situr við dýrtíðarrokkinn og spinnur á hann með hjálp rík- isvaldsins. Hvað skyldi alþýðufólk við sjávarsíðuna segja um slíkan málflutning alþýðuleiðtogans í Hafnarfirði? Hann ætti fremur að skipuleggja og hefja búskap í Krísuvík á ný og sanna að hægt sé að framleiða landbúnaðarvörur fyrir lægra verð, en nú er gert, þó ekki væri nema fyrir Hafnarfjörð. Þá gæti hann sýnt jafnaðarstefnuna sína í verki. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að reka búskap í Krísu vík, með því að reikna hverja mínútu á réttum taxta og greiða allt, sem viðkemur rekstrinum. Eg held það þyrfti að sýna meiri ráð- deild, en nú tíðkast hjá ríkinu og ýmsum öðrum stofnunum. Það er enginn vandi að standa með útrétta hönd rukkarans og taka með valdboði og ýmsum ððr- um hætti fé af fólki, eins og nú er gert, og koma svo sem vand- lætari og skamma þá stétt, sem fórnar sér enn í landbúnaði og gefur mikið af vinnu sinni. Þeir sem þá yrkju stunda teljast ekki til rnikilmenna. Ég get upplýst félagsmálaráð- herra um það, að fólkið í sveitun- um vinnur marga stund án þess að fá daglaun að kvöldi, og verð- ur oft að sætta sig við að verða fyrir margvíslegu tjóni, sem verk- ar sem mikil rýrnun á tekjum bú- anna. Já, „Það er valt völubeinið," meira að segja í „pólitík," hæst- virtur félagsmálaráðherra. Hér á Fljótsdalshéraði komu tvö mikil affallaár 1962 og 1963. Mátti segja að vorið kæmi aldrei eftir mikla frostavetur. Kal var mikið í tún- um og úthagi lélegur. Af bessu leiddi, að töðufengur var helmingi til einum þriðjungi minni, en á meðalári og sums staðar minni. Þetta skapaði bændum hér óhemju erfiðleika. Fækka burfti á fóðrum, fóðurbætiskaup voru mikil og áburðurinn nýttist illa. Kostnaðurinn af óáran þessari verður ekki með tölum talinn og ■ hvílir því með ægiþunga á fólkinu,; sem fyrir þessu varð. Kalið náði! vítt um landið og hefur ekki enn ! náð sér. Þetta var tilfinnanlegt tjón fyrir landbúnaðinn, sem sennilega skipti hundruðum millj ónum króna. Alþingi hefur ekki hreyft hönd eða fót til að létta landbúnaðinum þessar búsifjar, nema styrk á end urræktun túnanna vegna kalsins, en það var tillaga frá þingmanni úr Norðurlandskjördæmi eystra. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki boðizt til að leggja fram fé úr hinum digru sjóðum fjármálaráð- herrans. Hann ætti að geta látið eitthvað að mörkum, sem lýsti því yfir á fundi á Héraði fyrir síðustu kosningar, að viðreisnarráðstafan irnar og fjármálasnilli hans væri byggð á bjargi, eing og Fjallræða Krists, og Jónas Pétursson væri merkasti þingmaður bændastéttar innar á þessari öld. Nú leiðbein- ir Jónas á Klaustri í fjármálum í fjárhagsnéfnd á Alþingi. Bændur' þurfa því sennilega engu að kvíða. Þó hann hafi venjulega hríðskolf- ið, þegar milljón eða milljón ir hafa verið nefndar í hans áheym hér á Héraði. Fjármálaráðherra er sennilega að venja hann við upphæðirnar og reyna með því að taka úr hon um mesta hroliinn'. Ríkisútvarpið skýrði frá því í vetur, að ríkis- stjómin hefði geymt 10 milljónir af brezka láninu og skákað því á ’borðið hjá Iðngarði h/f c/o 'Sveinn Valfells og fl. Það er munur að vera maður. Samkvæmt fmmvarpi til fjárlaga fyrir árið 1965 er áætlað að skattur og toll- ar nemi 2754 milljónum. Þessi skattheimta er öll fengin af fram leiðslu, sem landsfólkið aflar með einum eða öðrum hætti. í meðför- um þingsins hækkar þessi skatt- heimta mikið og nálgast að vera 1/5 af þjóðartekjunum. Söluskatt ur af smásölu og þjónustu er stór hluti tekna ríkisins. Með þeim hætti er stuðlað að því, að rýja af fólki stórar upphæðir, sem alls kyns braskarar stinga síðan í sinn vasa. Landbúnaðurinn fer ekki var- hluta af þessari skattheimtu frem- ur en aðrir. Greiða þarf líka tolla af vélum, tækjum, fóðurbæti og öðrum efnum og rekstrarvörum, sem beinlínis þarf á að halda við matvælaöflun þjóðarinnar. Land- búnaðurinn verður svo að keppa við þessar aðstæður við hina miklu kraftblökk við sjávarsíð- una, og missa frá sér fólkið úr sveitunum vegn aþeirrar skamm- sýni sem kemur frá ráðandi öfl- um i Reykjavík, sem meðal ann- ars kom skýrt fram hjá félags- málaráðherra og viðskiptamála- ráðherra í síðustu útvarpsum- ræðum. Sá fyrrnefndi talaði um mikinn gróða og hátt verðlag landbúnaðarvara, sá síðar nefndi að nægilegt væri að fram leiða landbúnaðarvörur fyrir inn- lendan markað til að geta þann- ig haft landbúnaðinn í landi hér, og senda honum svo ónot, þegar það þykir henta. Eru þetta þá stefnumtö og hugsjónir Jafnaðar- manna á íslandi, að níðast á fólki, sem erfiðast á, en reynir samt að þrauka í sveitum þessa lands og framleiða þau matvæli, sem þjóð in þarfnast og miklu skiptir um líf hennar og heilsu, í von um að geta blekkt fólkið í þéttbýlinu til fylgis við sig með þeim Tiætti. Ég vil ráðleggja þeim Emil og Gylga að vera ekki að þreyta sig á að túlka þannig fyrir fólki. En athuga þá spillingu, sem grefur um sig í fjármálum, verzlun og alls konar „business“, sem þeir telja sennilega heiðarlegri at- vinnugrein en landbúnað. Það er þægilegt að sitja í höllum Reykjavíkur og láta ráðandi öfl þar soga til sín fjármagnið úr atvinnulífinu og koma svo fram é sviðið og nota að refsivendi þau forréttindi og völd, sem sú yrkja hefur feng- ið þeim í hendur. Þannig hugsar Emil Jónsson sér jafnaðarstefn- una nú til dags. Já, „það er hart að heita Jón, en vera kallaður Árni,“ sagði karl einn forðum. Svipað má segja um Emil Jóns- son félagsmálaráðherra og flokk- inn hans. Ég vil spyrja ráðherr- ann: Finnst þér flokkurinn standa undir nafni? Það er nauðsynlegt að félagsmálaráð- herrann athugi vel sínn gang ekki síður en aðrir og reyni að átta sig á því, að það má engum haldast það uppi að taka sér forréttindi og völd, sem bein línis troða þá undir, sem fást til að vinna hin algengu störf til sjós og lands og afla þeirra verðmæta, sem öll önnur starfssemi bygg- ist á. Það þarf að eyða togstreitu á milli stétta og starfshópa og um fram allt að sjá svo um, að at- vinnustéttir þjóðarinnar séu vel haldnar og vel metnar í starfi sínu og ráði meiru um gang þjóðmál- anna. Það er því nauðsynlegt, að lands byggðin sé vel á verði um þá óheillastefnu, sem við blasir og reýni að ná sterkara tangar- haldi á málefnum sínum. Þá mun félagsmálaráðherra ekki haldast það uppi; að ræða málefni land- búnaðarins á þann veg, sem Emil Jónsson gerði í útvarpsumræðun- um. Ég vil minnast á, að 80 þúsund hektarar eru ræktaðir á íslandi, en um 2 milljónir hektarar rækt- anlegt land fyrir framtíðina. Þessi fjársjóður er dýrmætur fyrir framvindu landbúnaðarins og sjá- anlegt að þangað er að leita, til að tryggja búsetu og velmegun bjóð arinnar í framtíðinni, til að tryggja henni næg matvæli og flytja út landbúnaðarvörur í stór- um stíl. Sýnt er, að nautgriparækt til kjötframleiðslu getur verið arð- vænleg, en til þess þarf að flytja inn holdanautastofn af góðum kynjum, fljótvaxin, sem hægt væri að slátra 1 1/2 árs til tveggja ára gömul. Fallþungi slíkra gripa gæti verið 200—250 kg. eða meiri, og fyrir þá fengist 10—15 þúsund krónur. Segjum, að næstu 10—15 árin yrðu notuð til að koma upp slíkri framleiðslu. Og landbúnaðurinn framleiddi 100 þúsund slíka igripi, sem er um 20 gripir á býli Framhald á 22. síðu. Þórir Bjarnason bílstjóri, isafiröi ! í Fæddur 10. jan. 1909. Dáinn 12. des. 1964. Við þau leiðarlok, sem hér eru orðin, þegar Þórir Bjarnason er dáinn, leita á huga minn liðnir dagar. Ein lítil grein í blaði getur að vísu ekki orðið fullgjör bauta- steinn. En mig langar til að votta minningu þessa látna manns vin- semd mína og virðingu með því að festa fáein orð á pappírinn. Þegar ég var barn þekkti ég enga veröld aðra en þá, sem smala göturnar í dalnum heima lágu um. Sjóndeildarhringurinn var ekki stór. En amma mín kunni mikið af ævintýrum og hún þreyttist aldrei á að segja þau. Ég man, að sagan um prikið, sem hægt var að svífa á yfir fjöll og dali átti hug minn allan. Ég var rétt búin að hlaupa af mér barnsskóna þegar sagan um ævin- týraprikið varð að veruleika. Vest- firzku fjöllin voru sigruð. Bíll og bílvegur var kominn að hlaðinu heima. Það opnaðist ævintýraheim ur. Enginn nema sá, sem hefur ver- ið smali, getur fundið það ævin- týri gerast að setjast upp í bíl og svífa í honum hina sömu leið og litlir, kannski sárir og kaldir fætur báru hann áður. Það er ljómi þessara ára, sem leikur um nafn Þóris í huga mínum. Hann hóf sérleyfisferðir milli fsafjarðar og Dýrafjarðar strax og aðstæð- ur leyfðu.. Hann hlaut óskiptar vinsældir allra. Það var uppi fótur og fit. Hann leysti allra vanda, var boðinn og búinn hverja stund. Það var óteljandi, sem hann var beðinn að gera fyrir utan hinn raunverulega verka- hring. Hann gerði allt með þeirri Ijúfmennsku sem var hans aðals- merki. Hann var daglegur gestur á sumrin heima hjá föður mínum og móður. Það var oft hellt upp á könnuna og skipzt á fréttum og gamni. Glaðværð og prúð- mennska einkenndi hann. Mér er mjög minnisstætt, hve gleði hans var djúp og innileg, þegar hann í byrjun september 1937 kom í eldhúsdyrnar heima og sagði um leið og hann rétti fram báðar hendur: „Takið í hend urnar á mér, ég hef eignazt son.” Þessi sonur hans óx og dafnaði, varð hvers manns hugljúfi, ekki síður en faðir hans. Eg hef aldrei séð föður strjúka höfuð sonar síns af meiri ástúð, stolti og gleði en Þóri, þegar hann seinna fór að koma með hann með sér yfir heið arnar. Ég veit, að þannig hefur hann unnað heimili sínu og börn- um og eiginkonu allt til dauða. Þessi drengur brást heldur ekki föður sínum. Til ástríkis var hann borinn og hann hóf nám sitt snemma, lauk því og hóf lífs- starfið við miklar og almennar vinsældir. En það var í septem- ber,1960, að ég rétti Þóri höndina í síðasta sinn. Þá stóð hann með konu sinni við dyr Dómkirkjunnar í Reykjavík. Við hlið þeirra stóð líkvagninn, hann var að renna af stað með arð- neskar leifar hins hugljúfa sonar þeirra. Og nú, rúmum fjórum ár- um síðar féll hið grimma sverð dauðans aftur og faðirinn var borinn hina sömu leið. Þannig er lífið. Það kemur og fer. Sársaukanum virðast engin tak mörk sett. En þeir, sem hér bera harm í brjósti, eiga dýrmætan sjóð. Fölskvalaus æviferill hmna horfnu feðga léttir byrðina. I fimmtán ár heyrði ég á tal manna og kynntist sjálf Þóri Bjarnasyni. Ég umgekkst vini hans, viðskiptafólk og nágranna. Ég heyrði aldrei falla um hann eða á styggðaryrði. Ég hef heldur ekki síðar haft spurnir af neinu því, er rýrt gæti persónu hans. Yfir landamæri lífs og dauða flyt ég honum innilegar þakkir. Hann átti mikinn og góðan skiln- ing á, hversu ævintýrið að aka í bíl var stórfenglegt fyrir sveita- börn, sem ekkert þekktu af um- heiminum. Við systkinin nutum þess í ríkum mæli. Ég er viss um það, .-:ð allt um- stang þessara liðnu daga, begar fjarlægðirnar voru aði hverfa og fólkið streymdi svo að segja næt- ur og daga inn og út um litla bæinn iheima. Það var alltaf snurðulaust vegna þess, að maður inn, sem átti mestan þátt I að flytja fólkið frá og til, Þórir, var vammlaus í sínu starfi. Það var aldrei óánægja og aldrei árekstrar. Ég man ekki eft- ir orði eða athöfn, sem féll á annan veg. Þórir gat gert öllum til hæfis, hann spurði aldrei um, hvað hann fengi fyrir, heldur hvað hann gæti gert. Hann hafði valið sér þjónustustarf, og hann fram- kvæmdi það með sæmd. Nú er hann horfinn. Ailtof snemma að okkar dómi, sem sá- um að vegferð hans var öll þann- ig, að gott eitt bjó honum í huga, að gott gerði hann í verki, hann var í því samkvæmur sjálfum sér. Nú þegar aldarfjórðungur eða rúmlega það er liðinn frá þeim dögum, þegar ævintýrið um að komast yfir fjöllin án erfiðis varð að veruleika á æskuslóðum mín- um, sé ég að þeir dagar hefðu getað farið á annan veg en þeir gerðu, hefði forsjónin ekki valið mannkostamann sem miðdepil þeirra mannflutninga, sem þá áttu sér stað. Þórir valdi góða menn með sér, og útkoman varð bví sú, að í dag sé ég bjarma mikinn stíga frá nafni hans. Geisl ar frá þeim bjarma vona ég að skíni inn í myrkur harms og trega ástvina hans. Það er áreiðanlega mörgum efst í huga. sem þekktu Þóri, að hann hafi með góðmennsku sinni gert samferðina bjarta og heiða. Hans er innilega saknað, sú staðreynd, að „orðstír deyr aldrei hvem sér góðan getur" mun fylgja honum yfir landamærin miklu. J.J.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.