Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 10
22 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 TÍMINN MINNING Þórir Jónsson Fæddur 11. apríl 1923. Dáinn 11. oktáber 1964. Þótt fjarlægist nú þær haust- nætur, sem grönduðu tveim bát- um og 7 mannslífum frá litla þorpinu við Önundarfjörð, langar mig til að minnast horfins kunn- ingja og vinar, sem var einn af þeim, e’r þar lótu lífið. Það er ekki ætlunin að ræða um hin miklu vatnaskil, er skilja að líf og dauða, ekki heldur að skrifa ævisögu. En það er svo mikil heiðríkja yfir þeim dögum ævi uiinnar, er leiðir okkar Þóris lágu oft um sama veginn, að mér finnst falla stór skuggi á þann heiða himin minninganna, þegar ég veit, að við eigum aldrei framar eftir að hittast, aldrei að geta rifjað upp hve oft var gama að lifa, hve oft var hlegið og gert að gamni sínu, allt var fjör og gaman. Helkuldi dimmra haustnótta var óralangt í burtu. Nú eru leiðir allar skildar. Móð- ir, sonur, unnusta, systkini og vinir hafa háð baráttu við sorg- ina. En tímans milda hönd breið- ir lín yfir sársaukann. Hinar vinnandi hendur, sem ekki hafa ennþá verið burtu kallaðar, taka fastar á, svo að brotsjóar flæði ekki inn um þau skörð, sem höggvin voru svo ósegjanlega víða í frændgarð Önfirðinga þessa óveð ursdaga. Mér er hugþekkt að minnast Þóris. Hann var ljúfmenni. Hann var einn af þeim mörgii, sem heilluðust af afli bílsins, og naut þeirra unaðssemda að stjórna honum. Með bílinn man ég hann einkum. Hann spurði þá ekki um tíma eða borgun, ef vinur eða kunningi þurfti fyrirgreiðslu. Að vinna var hans aðalsmerki. Hann fór sturidum greitt um veginn, kannski var það veikleiki hans, en fram úr sínum eiginn góða dreng sá ég hann aldrei aka. Við mættumst eitt sinn sem oft- ar sitt á hvorum bílnum. Við tókum tal saman og mér þótti hann fara tæpt á vegkantinum og hafði orð á því. „Heldurðu, að við þurfum út fyrir veginn til að deyja?“ sagði hann. Nú hafði hann lagt bílnum sín- um og hafið lífsbaráttu sína á hinu breiða hafi. En með dauða sínum sannaði hann þá lífsskoðun, að Durtfarar- stundin er ekki miðuð við þenn- an heim. Á miðri ævi í fullu starfi var hann burtu tekinn. Eftir á finnst mér, að þannig — einmitt þannig hlyti hann að deyja. Han var svo þrunginn af vinnugleði, svo spurri | ingalaus um orsakir og afleiðing- ar, að ekkert raskaði ró hans. Ég held, að hann hafði alltaf verið | ferðbúinn. 1 Ég veit, að brosið í augum -,ans,! sem í rauninni sagði .meira um hann en orð eða gjörðir, það hef- ur ekki slokknað fyrr en bau luktust aftur í hinsta sinn. Þannig man ég hann, góðan og glaðan með innilegt bros i aug- um. Ég er þakklát fyrir ánægjustund ir þær, sem við áttum saman. Ég þakka líka alla vinsemd, hlýhug, hjálp og greiðvikni, sem hann sýndi foreldrum mínum. „Það eru lög, að skuggar fylgi skini.“ Við sem ennþá sjáum þau ljós, sem eru þessa heims, ættum að til- einka okkur glampa þeirra, pá getur endurskinið eytt skuggun- im þegar þeir falla. Það er gæfa manns að eignast góða samferðamenn, 'sama hvort tíminn er stuttur eða langur. Þór- ir Jónsson — Bóbó — kveð ég og nafni hans fylgja ekki skuggar frá minum sjónarhól. Öll kynni mín af fjölskyldu hans eru góð. Á heimili því, sem hann var fædd- ur og uppalinn, þeirra hjóna Guð- rúnar Arnbjarnardóttur og Jóns Eyjólfssonar kaupmanns á Flat- eyri, hefi ég að vísu aðeins dvalið sem gestur, en þar mátti sjá, að virðing fyrir því góða og höfðing- legt yfirbragð og fas var og er þess aðalsmerki. Reisn sinni hef- ur frú Guðrún haldið þrátt fyrir það að hafa misst mann sinn fyrir árum síðan. Ég veit, að hún hef- ur einnig nú borið harm sinn af þroska og skilningi þeirra, sem lengi hafa lifað og lagt rækt við skaphöfn sína. Davíð Stefánsson endar kvæði sitt, Skiptapar þannig: „Sjö eru spjót í brjósti blíðrar móður þó blessar hún sitt líf, sinn höggna gróður, sem áður skreytti skógarlönd. í hverri byggð er bleikt og opið rjóður og brotið skip við hverja strönd. Eg veit, að hin, önnur heimili vina minna, frænda og kunnugra við Önundarfjörð, sem misstu sína á bátunum tveim bera harm sinn með stöðuglyndi því, sem hörð lífsbarátta hefur alið þeim í brjósti mann fram af manni. ! Þeir fylla ekki aftur hin „opnu rjóður." En ég veit, að umhyggj- an fyrir þeim viðum, sem enn prýða skóginn, veitir beim hugg- un harmi gegn. Þannig eru kynni mín af því fólki. Ég sakna Þóris. En kannski á enginn harmur heima við minn- ingu hans. Ég sé hann í anda á víðfeðmu himinsins landa, þar sem enginn vegur fær sett hon- um takmörk, engin alda hrifið hann frá hugðarefnum sínum. Þar sem hann er frjáls. Inn í þann himin sendi ég kveðju mína. J.J. AFRÍKA Framhald at 13. síðu. erfiðustu viðfangs fyrir banda- menn, aðalvirkið er nú safn. Á ferð og flugi um Afríku. Það hefur verið mjög fróð- legt að kynnast löndum og j þjóðum hér hjá hvíta fólkinu i í Afríku. Þetta eru einu lönd- i in sem eftir eru, að meðt. Ang ola og Mosambik. þar sem hvít ir eru nógu fjölmennir til að halda uppi vestrænni menningu og síðum. Um 33 ný Araba og svertingjaríki hafa verið stofnuð að undan förnu í Afríku og hafa Rúss- ar og Kínverjar flutt inn þar sem Bretar og Frakkar fluttu út. Frelsið í þessum ríkjum hefur farið í handaskolum og i eina frelsið sem svertingjarn- ir hafa er að svelta og allt er í niðurníðslu t.d. i Kenya. Það er því engin furða þótt hvítir ráðamenn hér séu treg- ir til að afhenda svertingjum þau glæsilegu þjóðfélög sem hvítir menn hafa byggt hér upp með erfiði og fyrirhyggju. það sést þegar söfn eru skoð- uð, hve undraverð afrek hafa verið unnin hér. Þar eð ég hef verið sendur á vegum fyr- irtækisins víða um þessi lönd hefur mér gefizt kostur á að meta og gera samanburð á því sem fyrir augu ber og hitta að máli merka menn sem eru leið andi öfl í þessum löndum og kynnzt sjónarmiðum þeirra. Víst er, að sjá má málefni Afríku frá öðrum hliðum, ef ekki er stuðzt við þekkingu á málefnum. Hvíta fólkið og svertingjarnir. Það má skrifa mikið um sam búð hvítra og svartra á þess- um slóðum. Upplýsingaskrif- stofur landanna hafa verið mjög hjálpsamar við að kynna mér þessi mál. Þegar svert- ingjarnir hópast í milljónatali til borga hvita mannsins skap- ast vandamál, sem eiga sér enga hliðstæðu: Steinaldar- menn ætla að taka þátt í atóm- öldinni. Þetta fólk hefur sína siði, tungumál og venjur og á nær ekkert sameiginlegt með hvíta fólkinu. Það hefur t.d. byggt yfir um 6—700 þús. heimilislausra svertingja í Jo- hannesarborg, sem áður lágu í skúmaskotum og sköpuðu glæpatímabil í borginni. Þeir búa nú í einbýlishúsum utar í borginni en hvíta fólkið í sínu hverfi. Vegna óþrifá, há- vaða og undarlegra hátta geta þeir ekki búið í fjölbýlishúsi því þeir kveikja sér bál, þegar þeim dettur í hug, hvort held- ur inni eða uppi á þaki. Það er ekkert kynþáttaliatur, því var útrýmt með kommúnism- anum, sem var að byrja að læð ast hér. um. Margir svertingj- anna eru bezta fólk, en aðrir kunna sér ekkert hóf í lög- brotum, ef einn í fjölskyld- unni hefur vinnu, slæpast kannski nánustu ættingjarnir, ef þeir vilja eignast Buick eða transistortæki vinna þeir sér fyrir því, stundum í félagi. „Geturðu útvegað mér vinnu,“ sp, rði næturvörður (svartur) á hóteli í Rhodesiu. „Ég vil hafa meiri laun.“ Ég benti hon- um á, að það vantaði menn í lögregluna og járnbrautirn- ar, þar sem hann fengi sömu laun og hvítir. „Þá borga þeir ekki fæði, húsnæði o.fl,“ sagði sá svarti. Þar sá ég vinnuflokk svertingja vera vikum saman að brjóta niður lítið íbúðarhús, sem heima hefði verið molað STJAKAÐ VIÐ Framhald af 14 síðu brigðu, fullþroska fólki ljóst, að enginn er sá gæðamatur né holl fæða til, að ekki sé auðgert lyst- ugum lýð að neyta til óhófs, er venjulega leiðir til heilsutjóns og oft til bráðadauða. Svo er raunar um ýms mannlífsgæði, að nota má eða misnota, svo að til óheilla horfir lífsgleði og lífshamingju. Ekki man ég betur, en að hafa á prenti séð þá fullyrðingu fram- setta af heilsufræðingum og lækna viti, að hæsta dánartala mannfólks ins um hinn svokallaða menntaða heim, þá frá eru talin stríðsdráp og náttúruhamfara misþyrmingar og dauði, stafi af ofáti. Hér rekum við okkur einmitt á veigamikla ástæðu til hinna skæðu hjarta- sjúkdóma, það er ofneyzla ýmissa í eðli sínu hollra fæðutegunda. Önnur athyglisverð reynsla sýnir, að kyrrsetur og líkamlegt áreynsluleysi á sína sök til þessa sjúkdóms. Hún mun enn vera í nokkru gildi hin gamla aðvörun: „í svita þíns andlits skaltu þíns brauðs neyta." Það verður að telj- ast eðlileg ósk hvers einstaklings, að fá notið þeirrar hamingju, er líkamshreysti og góð heilsa fær skapað, en þá má enginn vitandi þverbrjóta þær undirstöðureglur, sem heilbrigðina skapa. Veit ég, að í nútíma þjóðfélagi okkar hafa skapazt þannig at- vinnuskilyrði allmörgu fólki í borg og þéttbýli að sitja allan tilsettan vinnutíma dag hvern í mjúkstól- um við ýmislega skrifvinnu, án allrar líkamsáreynslu, en mögu- leika í lófa lagða til nokkurrar líkamlegrar áreynslu hefur þetta kyrrsetufólk með gönguáreynslu, sem áreiðanlega er ein hollasta líkamsáreynsla, sem mannslíkam- inn yzt sem innst fær notið. Doktorinn drap á það, hvað ég og raunar flestir vissu, að dreif- býlislýðurinn, bændafólkið ís- lenzka, hefur mjög lítið af hjarta- sjúkdóma faraldri að segja, en á hitt minntist doktorinn ekki, hvað valda mundi, en þeirri spurningu er auðsvarað — það er hófsemi í neyzlu og dagleg og daglöng líkamleg áreynslustörf. Þó bver- á klukkustund. Með góðri að- stoð tekur það um 50 ár að koma þessu fólki á menningar stig hvítra, sagði erl. embætt- ismaður. Og þeim er hjálpað til að koma upp skólum, verzl- un og iðnaði í heimalöndum ættflokksins undir stjórn sér- menntaðra svertingja. Víst er að góð samvinna er með stjórn um hvítra og leiðtogum og ætt arhöfðingjum svartra, til að hindra þær ófarir sem orðið hafa i Kongo og öðrum svert- ingjaríkjum, endurtaki sig hér og leggi þessi glæsilegu þjóð- félög í rúst. Viggo Oddson. Gamalt, þýzkt fallbyssustæði í Pretoríu brýtiir þetta fólk (bændafólkið) doktorsboðorðin, það neytir mik- illar nýmjólkur, borðar smjör og etur feitt kjöt, nýtt reykt og salt- að. Vissulega á þetta fólk líkams hreysti sína, vinnuþol og dáð alla, að verulegu leyti að þakka hinu nefnda hollfræði ásamt fleiri lífs hollustuháttum þess. Þær staðreyndir, er ég hér að framan hefi á bent, koma flestar þvert við doktorsprédikununum og geta menn nú gjört upp við sig hverjar skoðanirnar séu líklegri til sanns, doktorsfullyrðingar eða lífsreynslurökin. Ekki er nú þar með allt búið, því að til viðbótar doktorsfræðun- um eða öllu heldur í framhaldi af þeim, gerist það að fram á ritvöll stígur í búnaðarblaði og er sporadrjúgur í fylgd með doktornum einn úr ráðunauta- hópi ísl. bændastéttar (að vísu ekki matarfræðingur, heldur ullar- fræðingur). Hann vill láta íslenzka bændur þverbeygja frá þeirri við- leitni um undanfarin ár að fram- leiða sem feitasta og bætiefnarík- asta nýmjólk. Hann virðist einn- ig vilja láta gjörbreyta dilkakjöts framleiðslunni í fáum orðum sagt, hann virðist vilja horkjöts og hor- mjólkurframleiðslu að ráðum doktorsins. Já, ekki er nú öll vitleysan eins, þó er hún alltaf söm við sig. Þorbjörn Björnsson frá Geitaskarði. er formaður .... Framihald af bls. 19. tárlega. Það mundi þá gera 1000 itil 1200 milljónir. ; Þetta er eitt af mörgu, sem sýnir gífurlega möguleika land- búnaðarins. Almannavaldið þarf að vinna með bændastéttinni til að þetta megi takast. Á meðan við erum að ná upp holdanauta- stofninum, sem tekur nokk- urn tíma, verðum við að efla uxa- rækt af blendingi frá Gunnars- holti og því bezta af íslenzka stofn inum. Sama er að segja um sauð- fjárræktina. Hana þarf að efla og gera aðstöðu við hana bærilegri. Margt fleira kemur til mála, sem ekki verður rakið hér að sinni. Þetta vil ég benda félagsmálaráð- herranum á og mætti líka vera til skilningsauka fyrir viðskipta- málaráðherrann. Það þarf að vinda bráðan bug að því hjá þeim þjóðum, sem lík- legar væru til að kaupa af okkur landbúnaðarvörur, að kynna bær og reyna að afla lánsfjár til upp- byggingar landbúnaðinum. Eg hef einkum snúið geiri mín- um að forystu Alþýðuflokksins um þessi mál, vegna þeirra um- mæla, sem þeir sem ráðherrar við hafa um landbúnaðinn. Því fer þó fjarri, að þeir séu einir um það. Ýmsir liggja í leyni og láta sér vel líka þeirra tal. Er því þeirra hlutur sízt betri. Ég er þeirrar skoðunar, að mikilla umbóta sé þörf í landbúnaðinum og prófa þurfi nýjar leiðir. Það þarf því að hefja sókn og gera samgöngur greiðar, koma á rafmagni á öll býli í landinu til að tryggja bú- setuna. Hið góða land, sem bíður starf- andi handa, ætti að vera sú gull- trygging, sem dygði til að hrinda því í framkvæmd. Ég er reiðubúinn að ræða þessi mál við formann Alþýðuflokksins, hvenær sem er og skýra honum nánar frá mínum skoðunum í þessu. Og í von um að svo megi verða, lýk ég máli mínu að þessu sinni. Skrifað á Þorláksdag 1964, IEinar Ö. Björnsson, Mýnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.