Alþýðublaðið - 01.10.1955, Page 8
'Sjn »*»»»»■
miiiiiiaiiii
Þjóðviljans á Baldvin |
póiiíískí ofstæki |
ÞJOÐVILJINN birti í
gær árásargreih á Bafdvin
Jónsson hæstaréttaríög-
mann þar sem reynt er að
gefa í skyn, að hann sé við
riðinn okurlánastarfsemi.
Hins vegar ber greinin með
sér, að tilefni hennar muoi
vera pólitískt ofstæki, því að
höfundurinn missir sakar-
giftirnar í garð Baldvins úr
höndum sér, Tilefnið er
augsýnilega það eitt að
reyna að gera pólitískan and
stæðing tortryggilegan og
koma blett á Alþýðuflokk-
inn.
Alþýðublaðið hafði tal af
Baldvini Jónssyni í gær og
innti hann eftir málinu.
Kvaðst hann hafa sent Þjoð
viljanúm yfirlýsingu, þar
sem sannleikurinn væri rak
inn, og hefðu ritstjórar biaðs
ins lofað að birta hana. Taldi
Baldvin, að öllum myndi
ljóst af henni, að sakargift-
irnar væru úr lausu lofti
gripnar.
Alþýðublaðið mun bíða
þess, hvort ritstjórar Þjóð-
viljans bæta fyrir frum
hlaup sitt með því að birta
yfirlýsingu Baldvins og hafa
það heldur, er sannara reyn
ist. Bregðist sú von hins veg
ar, gefst tilefni þess að ræoa
málið ýtarlega og fletta of-
an af þessu siðlausa athæfi
kommúnistablaðsins.
ffir 100 skákmenn vildu fe
I
En ,aðeins4 52 komust aö, Pilnik vann
23, geröi 15 jafntefii og tapaöi 14
MIKIÐ FJÖLMENNI var í Skátaheimilinu í fyrrakvöld,
eir- fjöltefli Pilniks skyldi hefjast. Vildu yfir 100 skákmenu
tefia við meistarann en „aðeins 52“ komust að. Vann Pilnik 23
skákir, gerði 15 jafntefii en tapaði 14.
Er sýnt var hversu fjölmennt
yrði í Skátaheimilinu, var áf-
ráðið að Ingi R. Jóhannsson
cefldi líka fjöltefli við þá, sem
ekki kæmust að yið stórmeist-
arann. Ekki reyndist þó eins
mikill áhugi á að tefla við Inga.
Aðeins 20 gáfu sig fram. Vann
Ingi 17 skákir og gerði 3 jafn-
tefli, og má það teljast frábær
árangur.
amorgun
KN ATTSPÝRNU S AM -
BANDIÐ gengst fyrir kvik-
myndasýningu í Tripolibíói á
sunnudag kl. 1,30. Myndin er
dönsk og einkum ætluð knatt
spyrnudómurum og" leikmönn
um en öllum er heimill aðgang-
ur. Sýning myndarinnar tekur
eina og hálfa klukkustund.
lairl Kvaran hefur opnað
málverkaspinou
í GÆRKVELDI opnaði Karl
Kvaran listmálari málverkasýn
ingu í Listamannaskálanum.
Á sýningunni eru 40 olíu-
málverk og nokkrar klippmynd
ir. Karl er ungur og er þetía
önnur sjálfstæða sýning hans
og hann hefur átt myndir á
ýmsum samsýnmgum.
I.ANGT FJÖLTEFLI.
Fjölteflið hófst um kl. 8, en
var ekki lokið fyrr en kl. 4 um
nóttina. Lét Pilnik svo um mælt
| að fjölteflinu loknu, að hann
hefði mætt óvenju sterku liði í
fjölskák. Var líka margt um
' góða skákmenn þarna, mikið af
| meistaraflokksmönnum og 1.
flokks mönnum. Ber Pilnik
saman við fyrri erlenda skák-
meistara, er hingað hafa kom-
ið, að hér séu margir góðir skák
menn og breiddin mikil.
VANN GLÆSILEGA.
Sá, sem vann Pilnik fyrstur,
var Ólafur Magnússon. Vann
hann mjög glæsilega. Fórnaði
fyrst 2 peðum fyrir betri stöðu,
síðan hrók og skipti það engum
togum, að Pilnik var mát. Var
' óspart klappað í salnum fyrir
'sigri Ólafs. Hinir, er unnu Pil-
nik voru þessir: Marinó Jóns-
son, Hannes Hall, Gísli Marin-
ósson, Kristján Theódórsson,
Róbert Sigmundsson, Matthías
(Helgason, Pétur Halldórsson,
[Jón Guðmundsson, Ingimar
Jónsson, Guðjón Sigurðsson,
Kristinn Jónsson og Jón Böðv-
arsson. — í kvöld verður fjöl-
teflið endurtekið í Sltátaheim-
ilinu kl. 8.
PILNIK, argentínski skák-
meistarinn, tefldi fjöltefli á 35
borðum í Skátaheimilinu í gær
kvöldi. Um miðnætti hafði hann
unnið 18 skákir, tapað 2 og 2
orðið jafntefli. Þeir sem unnu
Pilnik voru Gretar Sigurðsson
og Ragnar Kristjánsson. Voru
sigurlíkur Pilniks taldar miklar
í þeim 13 skákum, sem þá voru
eftir.
Krisláns Hallssonar
SINFÖNÍUHLJÓMSVEIT
jlN hélt tónleika í Þjóðleikhús-
i inu í gærkvöldi undir stjórn
Dr. Urbancic. Hófust þeir á
' gamanforleik eftir hljómsveitar
I stjórann og vakti hann mikla at
Jhygli. Þá söng Kristinn Halls-
son einsöngva úr óratóríum og
' óperuaríur. Var það í fyrsta
sinn,' sem Kristinn söng með
hljómsveitinni og var söngur
hans hinn glæsilegasti. Að síð
ustu lék hljómsveitin dans eft
ir Bofodin.
Kvikmyndimarum nofkun
kjarnorku sýndar aflur
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA
Bandaríkjanna í Reykjavík
sýndi fyrir skömmu síðan þrjár
kvikmyndir, er fjalla um notk
un kjarnorkunnar í friðsamleg
um tilgangi. Aðsókn að þessum
sýningum var svo mikil, að
margir urðu frá að hverfa og
hafa því komið fram óskir um
að sýning á myndunum væri
endurtekin.
Það hefur því orðið að ráði
að kvikmyndir þessar verði
sýndar aftur fyrir almenning
laugardaginn 1. október kl. 3,
30 e. h. í Tjarnarbíó. Kvikmynd
irnar eru þrjár og allar með ís
lenzku tali. Aðgangur er ókeyp
is og öllum heimill.
Karlmannahattabúðin
Laugardagur 1. okt. 1955
Síðasti áfanginn að Reykjalundi í
Unnl verður að ganga undir
þaki milii allra aðalhúsanna
Berklavarnadagurinn á morgun. Morriá
bifreið meðal vinninga í merkja- j
happdrættinu [
BERKLAVARNADAGURINN er á morgun, og er þetta íjáff
söfnunardagur Sambands íslenzkra berklasjúklinga tii heilu*
hælisins að Reykjalundi. Blað sambandsins, Rej'kjalunduip
kemur þá út og er vel til þess vandað og merki verða seld. Meric
in verða um leið happdrættismiðar og getur kaupandinn þegajf
séð, hvort hann hefur hlotið vinning. Vinningar eru 301 og md|
al þeirra 4 manna Morrisbifreið. .*(
Upplag blaðsins Reykjalund- jallt vinnuhælið, er þær verðá
ur verður stærra en nokkru fullgerðar. Bráðlega verður
sinni áður eða 13.500. j5^6 f Þrið^a, yiimuskálan-
jum, en hann er lokaafangmn i
að byggja upp staðinn. j
STORHYSI ENN I SMIÐUM
Blaðamönnum var í gær boð-
ið að sjá heimilið og þær fram-
kvæmdir, sem þar eru. Nú er
verið að reisa tveggj a hæða hús
lengju, 60 m á lengd. í. henni
VÖRUSALA RÚMAR 1
3 MILLJÓNIR.
Á Reykjalundi starfar á vet«
urna iðnskóli fyrir um 20 nem*
endur. Geta þeir lokið þar 3
verða 20 einbýlisherbergi fyr-jfyrstu bekkjunum og trésmiðiff
ir starfsfólk, þvottahús, verzl- j öllu náminu. En framleiðslu-
un, saumastofa, bókasafn og ! grein, sem vekur mesta athygli,
fleira. Þá. hefur verið grafið er plastverksmiðjan. Von er á
fyrir grunni annarrar stórbygg
ingar, en í henni verða einkum
vörugeymslur, en einnig skrif-
nýrri stórri vél þangað og eyk*
ur hún framleiðslumöguleikana
mikið. Til dæmis hefst þá nylom
stofa og samkomusalur fyrir jgerð. 41 tegund leikfanga era
250 manns í sæti. Byggingar gerðar úr plasti, m.a. nýtt’leile
þessar eru milli aðalhússins og
vinnuskálanna og verður unnt
að ganga undir þaki um nær
fang, kubbar til að búa til hús
úr, svo og slöngur, rör, balaS.
og einangrarar. j|
opnar a ný
KARLMANNAHATTA-
BÚÐIN hefur nú opnað á ný
eftir gagngerar endurbætur.
Hefur búðin verið lokuð síðan
sl. sumar. Verzlunin er enn í
sama húsi, Hafnarstræti 18 en
á öðrum stað í húsinu þ. e. úti
í Thomsenssundi fast við hlið
ina á Útvegsbankanum.
Brefar ælla að reyna mála
miðlun á Genfarráðsfefnunn
Þar verður reynt að stíga nýtt skref i j
friðarátt segir MacMillan |
HAROLD MACMILLAN, utanríkismálaráðherra Breta,
flutti ræðu á fundi allsherjarþingsins í gær og boðaði, að Brsfi
ar myndu leggja sig fram urn að miðla málum milli austurs og
vesturs varðandi framtíð Þýzkalands á ráðstefnunni í Genfe
Kvaðst hann vongóður um, að hægt yrði að sameina Þýzkalanil
og tryggja Rússum jafnframt, að þeim starfi ekki í framtíS*
inni hætta af Þjóðverjum. s
af hendir írúnaðarbréf
HERRA lason Urban, sendi-
lierra Tékkóslóvakíu, afhenti
föstudaginn 30 september for-
seta íslands trúnaðarbréf sitt
víð hátíðlega athöfn að Bessa-
stöðum, að viðstöddum Ey-
steini Jónssyni fjármálaráðh.,
er gegnir störfum utanríkisráð-
Jierra.
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur afhent Flugbjörgunar-
sveitinni tvo yfirbyggða snjóbíla að gjöf. Myndin er frá af-
hendingunni.
Macmillan viðurkenndi, að
tortryggni Rússa í garð Þjóð-
verja væri ekki að ástæðulausu,
þegar litið væri á atburði for-
tíðarinnar, og Rússum þess
vegna ekki láandi, þó að þeir
krefðust öryggis í þessu efni.
Það yrði að tryggja um leið og
Þýzkaland yrði sameinað og tek
ið í samfélag þjóðanna. Boðaði
Macmillan, að Bretar myndu
gera allt, sem í þeirra valdi
stæði, til þess að sá árangur
næðist í Genf.
ANDINN FRÁ GENF
MEIRA EN ORÐIN TÓM.
Afvopnunarmálin taldi Mac-
millan mun auðveldari viður-
eignar en sameiningu Þýzka-
lands. Hann lauk máli sínu með
þeim orðum, að andinn frá
Genf væri annað og meira en
orðin tóm og nú beindist at-
hygli heimsins að næstu ráð-
stefnu þar. Raunar væri þess
ekki að vænta, að þar yrði fund
in lausn á öllum vandamálum,1
en hins vegar ástæða til þess að j
ætla, að nýja Genfarráðstefn-1
an yrði spor í áttina til friða^
og bættrar sambúðar þjóðanna0
Ræða Macmillans er skilim
svo, að Bretar ætli að beita sét
fvrir sáttasemjarastarfi á ráð«
stefnunni í Genf og láta til síhfc
taka í enn ríkari mæli vegnaí
sjúkdóms Eisenhowers Banda*.
ríkjaforseta. j
Dansleikur í Alþýðu- |
húsinu Hafnarfirði
DANSLEIKUR verður í Ai*
þýðuhúsinu við Strandgötu í
Hafnaríirði um helgina. í kvöldl
kl. 9 verða gömlu dansarnrr.
Hjalti Auðunsson er dansstjóth
Hljómsveit Rúts Hannessonai?
leikur. Annað kvöld verða nýja
dansarnir. Kynntir verða 3
nýir hafnfirzkir dægurlaga*
söngvarar: Halldóra Guðjóns*
dóttir og Hjalti Auðunsson. —•
Aðgöngumiðar seldir frá M. 3
bæði kvöldin. ,