Alþýðublaðið - 05.10.1955, Page 5

Alþýðublaðið - 05.10.1955, Page 5
Eíiðvikudagur 5. október 1855 A t þ ý g u b [ a S I § e Ólafur Þ. Krisfjénsson: a ÞAÐ kann að þykja undar- legt, að Alþýðuflokksfélag hafi ekki verið stofnað í Hafnarfirði fyrr en 5. okt. 1930, ekki sízt foegar þess er gætt, að Alþýðu- flokkurinn þar var orðinn svo öflugur í janúar 1926, að hann vann hreinan meirihluta í bæj- arstjórnarkosningum, er þá fóru fram. Getur það verið, j mættu menn spyr ja. að flokk- , 'ur hafi getað náð slíku fylgi án jþess að hafa nokkur félagssam- tök til þess að treysta á? En þróun þessara mála hafði Verið hin sama í Hafnarfirði og víða annars staðar á landinu. ■Verkalýðshreyfingin hafði skap að Alþýðuflokkinn, hin faglega og pólitíska starfsemi var svo samslungin, að ekki varð á milli greint. Stjórnmálaforingj- arnir voru jafnframt meðal fremstu baráttumanna í sam- tökum stéttarfélaganna. Á f-und um verkalýðsfélaganna voru Helgi Sigurðssort núverandi formaður. Valdimar Long stofnandi félagsins. baráttumálin rædd, fólk hvatt til starfa og hert til átaka. Hver sigurinn af öðrum var unninn. Árið 1914, tveim árum áður en Alþýðuflokkur íslands var stofnaður, hafði verkamannafé- lagið Hl'íf í Hafnarfirði beitt sér fyrir því, að þáverandi formað- ur félagsins náði kosningu sem bæjarfulltrúi. Síðan hafði Hlíf haft sérstakan lista í kjöri við hverjar bæjarstjórnarkosning- ar, og að sjálfsögðu var hann jafnan skipaður Alþýðuflokks- mönnum, enda fvlgdu alíir for- ystumenn félagsins þeim flokki og langsamlega flestir félags- menn. Það er ekki fyrr en 1931, að Sjálfstæðismönnum fjölgar í Hlíf, þegar þau ákvæði voru sett í samninga félagsins við at- vinnurekendur, að Hlífarmenn gengju fyrir allri vinnu á félags svæðinu. Þá var vitanlega loku fyrir það skotið, að Hlíf gæti framvegis verið sá pólitíski fé- lagsvettvangur Alþýðuflokks- ins sem hún hafði verið áður. En þá hafði Jafnaðarmannafé- lagið í Hafnarfirði — eins og Alþj'ðuflokksfélagið hét þá — verið stofnað haustið áður. og tók það að nokkru leyti við flokkslegu hlutverki Hlífar- fundanna. Jafnskjótt og Alþýðuflokkur Islands var stofnaður, hneigð- ' ust til fylgis við hann ýmsir menn, sem ekki voru verka- menn og ekki áttu beinlínis heima í sarhtökum þeirra, þótt víða um landið skipuðu þeir sér í félag með verkamönnum og bæru meira að segja sums stað- !ar félagsstarfsemina uppi. All- 'margt manna, sem fylgdu Al- j þýðuflokknum að málum, stóðu þó utan verkalýðsfélaganna og tóku ekki þátt í neinni félags- starfsemi innan flokksins þar, i sem ekki voru til starfandi jafn aðarmannafélög. Þetta var ein aðalorsökin til þess, að Jafnað- I armannafélagið í Hafnarfirði var stofnað. Því var ætlað að i ná til þessara manna, en að sjálf jsögðu gerðust, forystumenn úr verkalýðshreyfingunni einnig félagsmenn í hinu nýja félagi. Það ýtti einnig undir stofnun félagsins, að ungir Alþýðu- ( flokksmenn í Hafnarfirði höfðu jstofnað með sér félag, F.U.J. fyrir hálfu öðru ári, og starfaði það með miklu fjöri. j Nokkrir menn höfðu undir- búið stofnun Jafnaðarmanna- 1 félagsins, og var Valdimar Long kaupmaður formaður þeirrar nefndar. Átti hann einnig mik- inn þátt í að undirbúa fyrstu lög félagsins. En fyrsti formað- ur félagsins var Gunnlaugur ' (Frh. á 7. síðu.) Patreksfirði, 14. september. j MERKISATBURÐUR skeði j hér í gærkvöldi, þriðjudaginn j 13. sept., er þrír þjóðkunnir j hljómlistarmenn héldu tónleika j í kirkjunni og fluttu fögur tón- iverk eftir innlenda og erlenda höfunda af frábærri sniili. Listamenn þessir voru: Dr. Páll ísólfsson, Björn Ólafsson og Guðmundur Jónsson. Þarf j ekki að kynna þá frekar. Allir 1 þekkja þá í gegnum útvarpið. En það var einmitt Ríkisút- varpið, er stóð að þessum hljóm : leikum, sem eru þeir fyrstu af þessu tagi í hljómleikaför ■■ þeirra félaga um Vestfirðina 1 alla, og .jafnframt þeir fyrstu af þessu tagi, sem haldnir eru á íslandi. Það var Guðmundur Jónsson, þessi alþýðlegi en framúrskar- andi listamaður, sem fyrstur manna kom með þessa uppá- stungu, að útvarpið stæði fyrir svona hljómleikaför um landið allt. Tilgangur fararinnar er, eins og dr. Páll sagði í stuttu ávarpi á undan hljómleikun- um, að komast í nánari tengsl við landsfólkið og gefa því kost á að njóta lifandi tónlistar, en um slíkt gæti ekki verið að ræða í gegnum útvarpið. Það, sem auðkenndi þessa tónleika, var að mínum dómi einkum það, hversu efnisskrá- in var fjölbreytt. Eða allt frá fúgum Bachs til íslenzkra sálmalaga og norsks alþýðu- lags eftir Ole Bull, en hámarki sínu náðu tónleikarnir í leik Björns Ólafssonar á fiðluna, er þeir fluttu saman dr. Páll og hann Corelli-tilbrigðin eftir Tartini. Eg segi af ásettu ráði hámarki. Því við eðlilegar kringumstæður hefðu þessir tónleikar náð hámarki, er dr. Páll flutti hina alkunnu Tocc- agaíönpannn DANS EINN rumbuættar, er aiefnist mambo, hefur orðið mjög vinsæll hér á landi undan- farið, að minnsta kosti lög þau, er hingað hafa borizt og eiga skylt við nefndan mambo. Eitt fyrsta lagið, sem hingað foarst, var „Papa loves mambo“, sungið af ameríska dægurlaga- söngvaranum Perry Como. Á sínum yngri árum, er Perry ólst upp í námuborg í Pennsylvaníu, átti hann enga <ósk heitari en verða rakari. Fað ár hans sá honum fyrir námi, og rétt fyrir tvítugt var hann farinn að vinna sjálfstætt og græddi um 40 dollara á viku. — Láttu þér þetta nú nægja bg vertu þakklátur fyrir, sagði faðir hans. Skoðun hans var sú, að nóg hefði sá, sér nægia léti, og þannig varð það fram eftir árunum, að Perry undi glaður við sitt á rakarastofunni. En svo gripu örlögin í taumana, og áður en fólk væri fyllilega búið að átta sig, var Perry Como orðinn frægur söngvari og .græddi fé á tá og fingri. Og það má með sanni segja, að hinar síauknu vinsældir rakarans frá Pensilvaníu hafa ekki breytt honum hið minnsta. Hann er ávallt undir það búinn að vakna af draumnum einn góðan veð- urdag við það að verða að fara Perry Como. á rakarastofuna og klippa hér frá morgni til kvölds. GAGNKVÆM VIRÐÍNG. Þegar hann hóf feril sinn sem söngvari, hópaðist um hann ungt fólk, eins og flsstar upp- rennandi stjörnur. Sumt af þessu unga fólki lét öllum ill- um látum af hrifningu, og stúlk urnar létu líða yfir sig. Með fáum hnyttnum athugasemdum sagði Perry þeim, að hann kærði sig ekkert um hrifningu þeirra, ef hún væri ekki túlkuð á annan hátt, og síðan má segja, að gagnkvæm virðing hafi ríkt milli hans og áheyrenda, sem er rneira en hægt er að segja um allar stjörnur skemmtana- lífsins. Þegar hann svo ræðir við æskufólkið eftir söng- skemmtanir eða á förnum vegi, hikar hann ekkert við að segja því meiningu sína á leti, óvand virkni, sóðaskap og yfileitt mannasiðum þeim, sem honum firnnst of mikið af. Stúlka ein, sem nagaði miög neglur sínar, bað hann eitt sinn um rithandarsýnishorn, en er hann sá neglur hennar, leit hann þannig til hennar, að hún hætti þessum leiða ósið. ER ENGUM LÍKUR. — Það er ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um Perry, ef maður einu sinni hef- ur kynnzt honum, segir einn vina hans, og félagar hans með al skemmtikraftanna segja: — Þegar Guð skapaði Perry þá j sá hann að nú haíði honum tek 'izt ao skapa hinn fullkoxnna mann og honum varð svo mikið uiii þetta, að honum gleymdist að setja í hann gallana, enda segja vinir Perrys, að hann sé engum líkur. Hann sé hinn við- felldnasti og umburðarlyndasti í þeirra hópi. BEZTI FÉLAGINN. Roselle kona hans, er frá sama þorpi og hann, og þegar hann hóf að syngja til hennar mansöngva sína, uppgötvaði hún strax, hvað í honum bjó og hvatti hann til frekari dáða á sviði söngsins. Þau giftust í júlí 1933, en þá var hann 21. árs. Það var þannig kona hans, sem uppgötvaði hann og hefur verið bezti félagi hans í blíðu jog stríðu. Oft var Perry ragur við að sækja um vinnu sem söngvari, en þá sagði hún að- ' eins: — Því þá ekki að revna, 1 ef þetta mistekst getur þú allt- j af snúið þér að rakarastofunni aftur. VÖGGUSTOFA í BÍL. 1935 bairt) Ted Weern honum að syngja með hljómsveit sinni, 1 en Perry ætlaði að afþakka boð ! ið sökum þess, að honum fannst það rangt gert gagnvart hljóm- sveitinni, sem hann söng með. Þessu lauk þó með því, að hann réði sig hjá Ted, .sem gat greitt (Frh. á 7. síðu.) ötu og fúgu í d-moll eftir Bach. Og þannig mun það sennilega fara á ísafirði, sem er eini stað- urinn á öllum Vestfjörðum, sem hefur yfir að ráða sæmi- legu kirkjuorgeli. Hér á Pat- reksfirði er orgelið ekki nbt- hæft og hefur ekki verið það um árabil, enda margsinnis beðið um nýtt orgel af organ- ista kirkjunnar, sem verið hef- ur hinn sami undanfarin fimmt- án ár, en er nú hættur m. a. sökum þess, að enginn, sem ber snefil af virðingu fyrir tónlist- inni, getur verið þekktur fyrir að nota slík hljóðfæri nema i ýtrustu vandræðum. Dr. Páll varð því að leika hin göfugu Bach-verk á lítið stofu-har- mónium, sóknarnefnd og söfn- uði Patreksfjarðarkirkju til ævarandi niðurlægingar, er ekkert getur bætt fyrir annað en hispurslaus ákvörðun um að fá nýtt og vandað orgel í kirkjuna, sem ekki er svo stórt átak fyrir jafnstóran söfnuð. (Hygg ég, að þessi orð geti gilt fyrir fleiri staði en Patreks- fjörð). Hljómleikarnir stóðu í hálfan annan klukkutíma, og' stóð dr,- Páll ekki upp frá hljóðfærinu allan tímann, þai' sem hann lék einnig undir fyr- ir Guðmund Jónsson. Söngur Guðmundar var tvímælalaust sá hluti hljómleikanna, sem snart hjarta almennings einna mest. Hann söng þarna hvert lagið öðru falllegra af djúpri tilfinningu og næmum skiln- ingi á lagi og texta. Einna á- hrifamest þeirra Iaga, er Guð- mundur söng, fannst mér vera Faðir vor eftir Malotte. ís- lenzku sálmalögin voru einnig mjög falleg og framburður söngvarans sérlega vandaður. Já, það má segja, að þarna hafi verið eitthvað fyrir al3a og langt um meira af alþýðlegri tónlist, en maður á að venjast í útvarpinu sjálfu, þegar um ,,klassíska“ tónlist er að ræða. Margir sögðu við mig, að þeir hefðu ekkert þarna að gera, þeir skildu ekkert í þessari symfóníu-músik. Þetta er satt og rétt. Útvarpið er búið að hrinda miklum hluta hlustenda frá viðtækjum sínum þegar þeir vita, að ,,klassisk“ músik er í útvarpinu. Vegna þess, að þessi „klassiska" músik hefur alla tíð verið alltof þung fyrir meginhluta hlustenda, hún nef- ur verið þeim framandi frá upphafi, af eðlilegum ástæð- um, eins framandi og rímurnar okkar almenningi í Þýzka- landi. Með þessu háttalagi hafa forráðamenn tónlistarinn- ar í útvarpinu unnið tónmenn- ingu landsins óbætanlegt tjón. Fólkinu leiðist þessi tónlist, hún snertir það ekki nokkurn hlut hversu vel sem hún er flutt. Og til þess að hæna fólk- ið aftur að „klassisku“ tónlist- inni, þarf nú helmingi meira átak heldur en þurft hefði, ef rétt leið hefði verið valin í upphafi. En nú ætlar útvarpið að bæta fyrir þessi mistök, og ég held, að það hafi valið réttu leiðina. Fara út á meðal fóllts- : ins og túlka hina fögru list, 1 ekki í sinni stórbrotnustu ! mynd, heldur fyrst og fremst iþað einfalda, alþýðlega og jafn í framt íegursta. Því það er stað 1 reynd, hvort sem um er að 'ræða Baethoven, Michael Ang- I FramfoaH á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.