Alþýðublaðið - 16.10.1955, Side 5

Alþýðublaðið - 16.10.1955, Side 5
(Sunnudagur 16. okíóber 1955 r t VI. EINS og að líkum lætur hef- ur Faulkner verið feikilega um- deildur rithöfundur og átt erf- itt uppdráttar. Sumir segja, að hann sé tyrfinn og torskilinn, og má það til sanns vegar færa. Stíll og frásagnarform hans hefur orðið efni í endalausar foollaleggingar og umræður. Sagt er, að gömul frænka hans, Sallie Murry Williams, hafi eitt sinn verið að ræða við hann um skáldskap hans, og á hún þá að 'hafa spurt: „Bill, þegar þú skrif ar þessar sögur, ertu þá að drekka?“ og hann svaraði: „Ekki alltaf.“ Þetta er kannski einhver bezta og jafnframt stytzta skilgreiningin á verk- um hans. Honum hefur verið borin á brýn óskammfeilni, ofsi, úr- kynjun, illgirni, óvild, jafnvel kynvilla, en hann hefur aldrei látið slíkt á sig fá, og árum sam an hefur hann’ ekki lesið rit- dóma um bækur sínar. Hann hefur ávallt haft óbilandi traust á sjálfum sér og ritað fyrir sig einan. „Mér er fjandans sama, þó að enginn lesi bækur mínar,“ var eitt sinn haft eftir honum. Faulkner hefur alltaf verið í nöp við gagnrýnendur og bók- menntafræðinga og þá, sem bafa viljað rökræða verk hans. Þetta olli því meðal annars, að hann átti enn erfiðara uppdrátt ar en ella, en fyrir bragðið birt Ist hann nú hinum stóra hóp að dáenda sinna sem einstaklega sjálfstæður og heillandi per- sónuleiki. Honum er meinilla við allt umstang og athafnir, einkum ef hann á sjálfur að taka þátt í þeim. Hann kunni að sjálfsögðu að meta þann heið ur og viðurkenningu, sem hon- um var veitt með Nóbelsverð- laununum, en það varð maður að ganga undir manns hönd til þess að fá hann til að fara til Stokkhólms, og loks, er honum hafði sjálfum dottið í hug, að dóttir hans, sem hann hefur miklar mætur á, þyrfti að sjá París og gæti farið með honum til Evrópu, lét hann til leiðast að fara til S'tokkhólms og taka þar sjálfur á móti verðlaunun- um og heiðrinum, sem þeim fylgja. VII. í upphafi ætlaði Faulkner sér að verða Ijóðskáld, og þegar á imglingsárunum var hann far- inn að setja saman stökur. í skóla var hann með afbrigðum Médrægur, hann hætti brátt að taka þátt í íþróttum og fékkst ekki til að lesa um það, sem hann hafði engan áhuga á. Af þessum sökum náði hann aldreí prófi upp úr menntaskólanum. Hann las mikið, lá yfir ljóðum sínum, ráfaði einförum úti í guðs grænni náttúrunni og var álitinn hálfgerður auðnuleys- Ingi. Það var um þessar mund- ir, er hann var seytján ára að aldri, að hann kynntist Philip Stone, sem þá var 21 árs gam- all, manninum, sem talinn er hafa haft mest áhrif á Faulkn- er. Stone var hinn mesti náms- hestur, lagði stund á laganám, ■og er hann hafði lokið prófi við háskólann í Missisippi, fór hann til Yale til framhaldsnáms. Það var þó frekar af hlýðni við föð- ur sinn en eftir eigin ósk, að Stone nam lög. Skáldskapur, og þá fyrst og fremst ljóðagerð, átti mest ítók í huga hans. Á unga aldri hafði hann átt við langvarandi veikindi að stríða og varð í langan tíma eftir það að fara mjög varlega með sig. Á þessum árum las hann feikn j in öll af Ijóðum og góðum bók- j menntum, en þó einkum um sögö og landnám Suðurríkj- anna. Er Stone frétti, að „Billy“ Faulkner fengist eitthvað við Ijóðagerð, fór hann til hans og bað hann að leyfa sér að sjá eitthvað af því, sem hann hafði komið á pappírinn. Honum fannst ljóðin ekki sérlega góð, en hin einstaka næmi hans fyr- ir sérstæori fegurð og dul skynj aði þegar, að Faulkner var mikl um. hæfileikum búinn. Tókst með þeim vinátta, sem enn stendur íöstum fótum. Ræddu þeir mikið saman og fóru göngu ferðir um skóglendið í ná- 1 grenninu. Er lítill vafi á því að um þær mundir og gegnum sam ræður sínar við Stone hafi Faullmer fengið margar hug- myndir, er hann síðar notaði til grundvallar sögum sínum. Stone hvatti hann ákaft til þess að halda áfram ljóðagerð sinni, en impraði jafnframt á því við hann, að hann setti einnig að spreyta sig á að rita óbundið mál. Skömmu síðar fór Stone til Yale, en Faulkner varð eftir í Oxford og reyndi að fá inn- göngu í flugherinn. Vegna þess hve hann. er lágvaxinn, fékk hann ekki inngöngu. Hann hafði hins vegar frétt frá Stone, að* flugherinn í Kanada sæktist eftir sjálfboðaliðum, og fór hann þá þangað og hóf flugæf- ingar. Aidrei komst hann til Evrópu, því að stríðinu lauk áður en hann hafði lokið flug- námi, en alla tíð upp frá því hefur hann haft mikinn áhuga fyrir flugi og flugvélum. Þrátt fyrir það. að hann komst ekki til vígvallanna og tók ekki þátt í neinum orustum, gætir mjög áhrifa frá veru hans í hernum I ýmsum verkum hans. Faulkner hélt aftur til Ox- ford, hitti vin sinn Stone á nýj- an Ieik og tók til við að skrífa. Stone reyndi hvað hann gat að koma ljóðunum og sögunum — því nú var Faulkner farinn að rita í óbundnu máli — á fram- færi við útgefendur. en ekkert gekk, og handritin söfnuðust saman í skúffum hjá Stone. Kom honum þá til Jhugar, að Faulkner þyrfti að sjá heiminn og ætti að fara til Parísar. Lán- aði hann hinum unga rithöf- undi 200 dollara til fararinnar, og hélt hann nú reifur til New Orleans. Þar leizt honum vel á sig og komst brátt í kynni við aðra unga, stríðandi rithöfunda, og var Sherwood Anderson þeirra fremstur. Litu þeir á hann sem eins konar leiðtoga og fyrirsvarsmann sinn. Carl Sandburg var einn þar á með- al. Tókst góð vinátta með þeim Anderson og Faulkner um nokk urt skeið, og* hefur Faulkner rit að afar fróðiega og skemmtilega grein í tímaritið Atlantie um vináttu og samskipti þeirra Sherwood Andersons. Hann hjálpaði Faulkner til þess að selja tvær smásögur, sem birt- ust í dagblaðinu Times-Pica- yune í New Orleans, og kom honúrn einnig í samband við útgéfanda sinn, sem samþykkti að gefa. út fyrstu skáldsögu hanS, Soldier’s Pay — máli her- mannsins. Faulkner varð him- inlifandi yfir þessu og settist nú að í listamannahverfi borg- arinnar, og í stað þess að halda til Parísar dvaldi hann þarna i tvö ár. Sá varð þó endirinn á, að þeir Sherwood Anderson og hann urðu ósáttir. Faulkner hafði kynnzt arkitekt einum, Sprat- ling að nafni, er hafði gert skop teikningar af þeim félögum.Tók Faulkner að sér að rita skýring ar við þær, sem voru samdar í stíl Andersons, og varð úr hin mesta paródía. Þetta var vel meint, en Anderson þoldi ekki skensið, og eftir þetta sáust þeir ekki fyrr en mörgum árum síð- ar í veizlu í New York, en töl- uðust þá lítt við. Segir frá þessu í fyrrnefndri grein, sem er gott dæmi um rithátt Faulkners. Svo virðist sem frásagan sé öll í sundurlausum brotum, en er lestrinum lýkur, er sem þau falli öll saman og skapi eina heild og samstillta mynd af efn inu og atburðunum. VIII. Á miðju ári 1925 fór Faulkn- er loks til Frakklands, bjó um skeið í París- og lét sér vaxa al- skegg. Ferðaðist hann einnig um öll þau svæði, sem mest hafði verið barizt á í heims- stvrjöldinni. Er hann kom heim aftur, tók hann til við að rita um Suður- ríkin og sækja efni í sögu þeirra og þó einkum byggðarlags síns, Mississippi. Árið 1927 birtist bókin Sartoris, og tveimur ár- um síðar The Sound and the Fury, og sama ár kvæntist hann Estelle Oldham. Ekki gátu þau samt lifað af tekjum þeim, sem hann fékk fyrir bækur sín ar, og vann hann ýmis önnur störf sér og henni til framdrátt- ar. Næstu tíu árin voru á ýms- an hátt hörð og erfið, en smám saman fóru þó gagnrýnendur og aðrir, sem gáfu sig að bók- menntum, að taka eftir þessum sérkennilega Suðurríkjamanni. Hann hélt stöðugt áfram að skrifa, og bók hans Sanctuary — Griðastaður, sem kom út ár- ið 1937. seldist í risastóru upp- lagi. Nú fóru tímaritin og blöð- in að heimta af honum sögur, og Hollywood vildi fá að gera kvikmyndir eftir þeim. Pen- ingarnir streymdu að, og árið 1939-hafði hagur hans vænkazt svo, að hann keypti sér jörð rétt fyrir utan Oxford, þar sem hann býr enn og rekur mynd- arbu. Þeir Stone og Faúlkner þóttust nú hafa borið sigur af hólmi, drógu gömlu handritin upp úr skjalaskuffum Stones, hristu af þeim rykið og sendu þau til ýmissa blaða og tíma- rita, sem gleyptu nú við þeim. Svo var komið árið 1945, er Vik ing útgáfufélagið ákvað að gefa j út safn af ritum Faulkners, að ómögulegt reyndist að fá keypt heilsteypt safn af bókum hans, jafnvel ekki hjá fornbóksölum. t Sjálfur átti Faulkner ekki all- ar bækur sínar, svo að ritstjóri safnsins varð að leita til kunn- ingja og ýmissa annarra til þess að kornast yfir safn, sem ekkert vantaði í. ; Til þess að afla sér frekari tekna, er lækka tók í pyngj- unni, því að Faulkner hafði kostað miklu til þess að endur- bæta jörð sína og híbýli og auk þess keypt sér flugvél og jafn- vel fleiri en eina, „neyddist I hann til þess að taka tilboðum frá Hollywood“, þótt honum , væri það að mestu þvert um geð. Hann fól því frænda sín- um John að sjá um bú og bæ, J fékk; að láni hjá honum 500 doll ! ara — hann hafði notað síðustu 5 dollarana til þess að senda skeyti til kvikmyndafélagsins — og hélt til Kaliforníu. ÖUum þeim, sem áttu að vinna með honum, líkaði mjög vel við hann og þótti prýðisgott að starfa með honum. Reyndist honum mjög áuðvelt að skrifa kvikmyndahandrit og búa sög- ur sínar í þann búning, sem hæfði kvikmyndinni. En ekki þótti honum vistin í Hollywood sérstaklega góð og eru sagðar rnargar spaugilegar sögur af því. Eitt sinn, út úr einskærum leiðindum, keypti hann sér meri og sá sjálfur um að fóðra hana og hirða, en einn góðan veðurdag komst hann að raun um, að hún var með folaldi. og fór þá málið að vandast. Segir Síephen Longstreet, kunnur höfundur kvikmyndahandrita, svo frá, að hann hafi nokkrum dögum seinna séð Faulkner í bíl sínum vera að aka frá kvik- myndaverinu, og afían í bílnum var stór kerra. „Og hvert á að halda?“ sagði Longstreet. ,.Ég er að fara heirn til Oxford,“ svaraði Faulkner, „mér er ó- mögulegt að hugsa til þess að láta rnerina mína kasta hér í HolIywQod,“ og með það fór hann heim á leið. Þá er sögð saga af því, að hann hafi verið orðinn dauð- þreyttur á að fara á hverjum morgni niður í skrifstofukrílið, sem honum hafði verið ætlað, og spurði yfirboðara sína, hvort þeim væri ekki sama, þó að hann ynni við skriftir sínar „heima hjá sér“. Hann fékk skjótt leyfi til þess, en eiganda kvikmyndafélagsins brá heldur verður haldinn í Naustinu klukkan 14 laug'árdag- inn 22. október 1955. Fundarefni: 1. XJppsögn sammnga. 2. Önnur mál. Mætíð stundvíslega. Stjéirmm. í brún, er. Jiann fékk póstkorfc frá Faulkner nokkrum vikum síðar, sem var ástimplað „Ojc- ford,..Mississippi“ — en það var sá staður, sem hann átti við. Og slíkar sögur eru ótalmarg ar, sumar auðvitað tilbúningur einn, eins og geta má nærri, exx þær bera samt vitni um þá frægð og aðdáun, er William Faulkner sjálfur nýtur um þess ar mundir sem sérstæður per- sónuleiki og rithöfundur. IX. Þá er ekki enn farið að minn- ast á siðásta og stærsta skáld- verk Faulkners, sem hann hef- ur nefnt A Fable — Dæmisaga. Það tók Faulkner tæp tíu ár að Ijúka við þetta mikla verk, sem er meir en 700 þéttprentaðar blaðsíður að stærð. Hann lagði verkið að vísu frá sér um hríð og skrifaði tvær aðrar skáíd- sögur á þessu tímabili, en þó mun hugur hans hafa snúizt að mestu um þétta verk, og segir hann sjálfur svo frá þeirri bar- áttu: „Það var eins og að rita fað- irvorið á títuprjónshaus að koma þessari bók saman. Mað- ur reynir að lýsa einhverju í stuttu máli, lífsviðhorfinu, í stórum og fáum dráttum, og fær aðeins sextiu ár til að ljúka verkinu. Með örfáum undan- tekningum, þá er þetta það eina, sem nokkur maður fær yfir að ráða: of stuttur tími.“ Saga sú. sem bókin segir, ejr í bæsta máta flókin og erfitt að skýra frá henni í örstuttu máli. Franskur liðþjálfi, sem reyndar er upprunninn úr einu og ó- nefndu Miðausturlandanna, tek ur að kenna andstöðu gegn stríði meðal félaganna í liðs- sveit sinni, sem allir fallast mjög skjótt á kenningar hans, og með aðstoð þeirra breiðist þessi friðarhreyfing óðfluga út um allar vígstöðvarnar. Afleið- ingarnar verða þær, að dag nokkurn árið 1917 neiíar heil frönsk herdeild að hlýða fyrir- skipun um að hefja áhlaup. Hún er þegar flutt í fangabúðir á bak við víglínuna, en þá kem ur brátt í ljós, að kenningar lið- þjálfans hafa eínnig náð fót- festu í liði óvinanna, og hafa fangaðir hermenn úr liði banda manna borið þær með sér. Hers höfðingjar beggja aðila lenda í stökustu vandræðum og koma sér saman um þriggja daga vopnahlé til þess að ráða fram úr vandanum og koma hernum á nýjan ieik undir tilhlýöilegan aga og stjórn. Yfirhershöfðingi bandamanna, franskur mar- skálkur, sem á yngri árurn dvaldist í Miðausturlöndum, kemur nú til skjalanna. Það kernur smám saman í ljós, að marskálkurinn, sem hér leikur hlutverk Fontíusar Pílatusar, er faðir liðþjálfans, en hann er aftur á móti enginn annar en Jesús Kristur. Það fellur nú i hlut marskálksins að dæma son sinn, en jafnframt sér hann til- gangsleysi þess. Hann fer með hann upp á fjallstind og hvetur hann til þess að flýja, en lið- þjálfinn hafnar því auðvitað. Þá býðst marskálkufinn til þess að gangast við faðerni hans, segja af sér stöou og metorðum, vit- andi að liðþjálfinn sonur hans hlýtur einnig að hafna því. Þannig heldur höfundurinn líkingunni áfram og það í ein~' stökum smáatriðum: svikræði Júdasar, afneiíun Péturs, jafn- vel gaddavírskórónan, sem lögð hefur verið um höfuð liðþjálf- ans, er hann fellur fyrir aftöku sveitinni, allt kemur þarna fram. i' Þegar styrjöldinni er lokið, er liðssveit send frá París til virk- Framihald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.