Alþýðublaðið - 01.11.1955, Page 5

Alþýðublaðið - 01.11.1955, Page 5
PiiÖjlidagur 1. nóvember l í'o.í • Af þ ý S u-bl a g^S 5 Ragnar Jóhannesson. Sæll aftur, kunningi: í ÞETTA SKIPTI ætla ég að biðja þig að skreppa með mér vestur í sjálfa Chicago-borg, á bökkum vatnanna miklu. Ég ætla að segja þér frá veizlu, sem ég var í í gærkvöldi. — „Veizlu? Ekkí, hann er að!‘‘ , munt þú andvarpa. Já, ég hefi verið í mörgum skemmtilegum samkvæmum um dagana . . . . og nokkrum leiðinlegum ■— en eitt hið skemmtilegasta var þetta í gær kveldi. Hér starfar góð stofn- un, sem kallast: Institute of Int ernational Education. Hún hélt þetta samkvæmi, með mat og hanastéli, í húsakynnum sín- um, á 14. hæð, við Michigan Avenue, út við vötnin blá. Sam kvæmið sátu h.u.b. 60 manns, frá um 20 þjóðum. — Sann- arlega mislitur söfnuður: hvitt og svart, brúnt og gult fólk. Samt var samkvæmið allt svo glátt og frjálst sem þar væri ein þjóð, og líklega miklu frem ur. Þarna kynntist ég á rúmum 4 klukkustundum mörgu af- bragðsfólki. Fyrst batt ég ævi- langa tryggð við aldinn skóla- stjóra frá Vestur-Berlín. Hann kvartaði undan því, að eftir stríðið virtist svo sem erlend- ír ferðamenn sneiddu hjá Ber- lín. „Samt sem áður, og eftir sem áður er Berlín mesta borg Þýzkalands“, sagði hann. Hann bauð mér að búa í húsi sínu, ef ég kæmi til Berlínar. Þar mun ekki í kot vísað. Einn af starfsmönnum stofn unarinnar kom til mín, og kvað hér staddan Indverja, sem væri gagnfræðaskólastjóri eiris og ég, og væri rétt að við töluð- umst við, þar eð við værum í sömu erindagerðum. Maðurinn reyndist vera kaþólskur prest- ur, lágur vexti, dökkur í aug- um, hnellinn. En þegar við fór- um að ræðast við, kom í ljós, að við áttum ekki ýkja margt sameiginlegt í skólastarfi og kennslu. Klerkur spurði mig fyrst, hversu marga nemendur ég hefði í skóla. Þegar ég nefndi 150, brosti hann og kvaðst hafa á þriðja þúsund, eða nokkru færri en íbúar eru á Akranesi. Þeir kenna þrjú tungumál eins og við: Indversku (móðurmálið), ensku og eitt- h'vert Asíutungumál, sem ég kánn nú ekki lengur að nefna. Ég hitti tvo indæla pilta frá Indonesíu. Ákaflega held ég, að þar sé viðfelldið fólk. Ég sá allmikið af Indonesíumönnum í Hollandi fyrir nokkrum árum og varð strax hrifinn af því, hve laglegir og snyrtilegir menn þar væru á ferð. Sú skoð un hefir styrkzt við fleiri og nánari kynni. Hér var finnskur stúdent, hávaxinn og ljóshærður, og hafði mikla kvenhylli hjá ann- arra þjóða meyjum. Það var ekki laust við, að við eldri menn írnir öfunduðum hann. Og svo var þýzka konan, sem er að skrifa bók um þjóðlög. Ég benti henni á dr. Hallgrím okk- ar Helgason, og þangað mun hún snúa sér, ef hún kemst nokkurn tíma að íslenzkum þjóðlögum. Já, þetta var lærdómsríkt samkvæmi, og það er meira en hægt er að segja um flestar fveislur. ......___________*,j Ameríkubréf: tðgjaldahækkun. Sökum verulegrar hækkunar á daggjöldum í sjúkra- húsum, aukins sjúkrahúsrýmis og mikillar hækkunar á flestum öðrum útgjaldaliðum Sjúkrasamlags Reykjavík- ur, verður ekki hjá því komizt að hækka iðgjöld sam- lagsmanna. Hafa iðgjöldin verið ákveðin kr. 38,00 á mánuði frá 1. nóv. 1955 að telja. Jafnframt tekur stjórn samlags- ins fram, að því miður er ekki útlit fyrir að þessi hækk- un nægí til langframa og verður iðgjalda-ákvörðunin endurskoðuð fyrri hluta næsta árs. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Buckingham gosbrunnurinn í Great Park í Chicago. I GRAND PARK — MIKLAGARÐI Skýjakljúfar eru hvimleið hús, ef maður stendur rétt hjá ljóssins lítt, svo há eru húsin báðum megin. og víða eru járn- brautir yfir götunum. En þarna niðri virðast mennirnir ekki þeim. Þeir byrgja fyrir sól og hafa þörf fyrir sólina. Þeir bæta varna mönnum að horfa upp í sér sólskinsleysið upp með Ijós- himinblámann. Ólafi Kárasyni um og marglitum ljósaauglýs- Ljósvíkingi hefði geðjazt illa ingum. Það var nokkuð smell- að slíkum kumböldum. j ið, sem vinkona mín, íslenzk En þeir eru ekki sem verstir, hjúkrunarkona í Chicago, sagði: ef horft er á þá úr nokkrum 1 „Chicago er alltaf eins og upp- fjarska. Ég vil því ráðleggja lýst jólatré". þér það, þegar þú kemur til! Ég var áðan í The Art Insti- Chicago, — ekki sízt, ef þér tute of Chicago, listasafninu kynni að leiðast einhvern dag- milda, sem. jafnframt er lista- inn, — að labba niður að vatni, , háskóli með nær 7000 nemend- niður í Grand Park — Mikla um, stærsti listskóli í heimi. Það garð -—, og niður á Lake Shore ' er talið bezta safn, sem hægt er Drive — eina fegurstu strand- | að sjá, af frönskum 19. og 20. götu í heimi. Þar muntu hafa aldar málverkum, japönskum hið mikla vatn á aðra hönd, en prentmyndum og kínverskri á hina fagran garð, og ofan við bronzlist. Ég hef komið þarna hann — í nokkurri fjarlægð , á hverjum degi. Núna gaf ég skýjakljúfa Chicago-borgar. Og ’ mig aðallega að ætimyndum þá munt þú komast að raun um, ' eftir Edvard Munch, Picasso að þessar furðulegu byggingar o.fl., o.fl. eiga vissa fegurð í fórum sín- | Þegar ég yfirgaf þessa fögru um, ef þær kæfa ekki hver list, kom ég út í sólskinið á Tilkynning. Vegna sívaxandi erfiðleika og kostnaðar við inn- heimtu sjá undirritaðir bifreiðainnflytjendur og vara- hlutaverzlanir sig tilneydda að taka upp síaðgreiðshi á varahlutasölu. Reykjavík, 31. okt. 1955. FÉLAG BIFREIDAINNFLYTJENDA. aðra í þrerigslum og landleysi. Á sólblikandi vatni skríða skútur með fannhvítum segl- um, og þarna uppi í skrúðgarð- inurn, rétt hjá þér, er eitt mesta listaverk sinnar tegundar, Buck ingham-gosbrunnurinn. Þar er svo miklu vatni þeytt upp úr jörðinni, að líkja má við hveri og geysi, 60 metra í loft upp, eða meira. Sjálfur er brunn- urinn umfangsmikið listaverk úr hvítum marmara. Þarna, — við hinn fagra brunn, á bökkum vatnanna miklu, með skýjakljúfa heims- borgarinnar í baksýn — í hæfi- legri fjarlægð-------þarna er gott að dveljast stundarkorn . . . „með sól sinni sjálfri11. Við augum blasir sérstæð fegurð, sem íslendingnum er sjaldgæf. — Labbaðu þarna niður að vötn unum, kunningi, þegar þú verð ur leiður á hávaðanum, sólar- leysinu, bílaþvarginu og ofan- jarðarjárnbrautunum í the Loop — miðhverfi C.hicago- borgar. Og þú munt koma það- an hressari á sál og líkama, haf andi gert nokkra hressilega ís- lenzka ferskeytlubotna þarna niðri við vötnin blá. BORG ANDSTÆÐNANNA. Chicago er furðuleg borg, enda fjórða stærsta borg í heimi. Þar blandast ljótt og fag urt undarlega saman. í mið- bænum — the Loop — eru fremur þröngar götur — krökk ar af fólki af ýmsum litum, bíl- um og lögreglu. Niðri á botni gatnanna sumra nýtur sólar- bökkum Michiganvatns. En CFrh. á 2. síðu.) Bílabúð SÍS. H.f. Egill Vilhjálmsson. Garðar Gíslason. Gísli Jónsson h.f. Bifreiðar- og landbúnaðar- vélar h.f. P. Stefánsson h.f. Jón Loftsson h.f. Bílavörubúðin Fjöðrin. Þ. Jónsson & Co. Rofi. H. Jónsson & Co. Kristinn Guðnason. Vélaverkstæðið Kistufell. Bílabúðin h.f. Sveinn Egilsson h.f. Bifreiðavöruverzlun Friðriks Bertelsen. Kr. Kristjánsson h.f. Ræsir h.f. ísarn h.f. Orka h.f. Columbus h.f. Sveinn Björnsson & Ás- geirsson. Jónas Jónsson frá Hriflu: Eiga bílarnir eða börnin MERKASTA FRÉTT í blöð- um Reykjavíkur: Um helgina voru 26 bílaárekstrar, 7 ára drengur missti lífið. Annar lít- ill dréngur slasaðist um leið. Fyrir vestan féll 5 ára drengur út af bryggju þar sem hann var að leika sér og drukknaði. I Reykjavík eru óhemju- margir bílar og þeim fjölgar, svo að segja daglega. Þúsundir barna eru að leikum á götunni seint á kvöldin. Brátt kemur skammdegið. Þá vex slysahætt an alveg óviðráðanlega. Þegar 26 árekstrar verða í bænum um eina eina helgi er auðséð, hve lítið vald bílstjórarnir hafa á tækjum sínum í þeirri erfiðu aðstöðu, sem þeir búa við. Báðir aðilar eru brotlegir. Mörg börn eru körg, og biðja ’ næstum um slysin. Margir bíl- stjórar eru kærulausir, aka allt of hart og eru undir áhrifum áfengis. Börn og bílar mynda j skipulagslausa hringiðu á göt- um fjölmennustu íbúðarhverf- anna. Foreldrar eru oft mjög hirðulaus um börn sín, svo sem 1 með því að láta þau slóra úti á ' síðkvöldum í stað þess að ganga á réttum tíma til hvíldar. j Öngþveiti Reykjavíkur í þess um efnum er alveg fordæma- laust. í erlendum stórbæjum eru börnin aldrei á götunni nema með fullorðnum. Þeim er | haldið í húsagörðum foreldra á almennum leikvöllum og inni í heimilunum, ef ekki er ann- ars kostur. Hér verður að fara sömu leið. Börnin verða að hætta að nota götuna sem leik- völl nema ef foreldrarnir í bæn um viljja eiga slysa- og dauða- hættuna svífandi yfir höfðum afkvæma sinna alla daga árs- ins. Bílstjórarnir verða að eiga götuna en ekki með alveldi. , Gangandi og hjólandi fólk þarf líka að lifa. Það verður að heimta mjög hægan akstur af öllum bílstjórum í þéttbýli eins og Réykjavík og Hafnarfirði og á veginum milli bæjanna. Bíl- 1 stjórar komast nógu fljótt í gröf ina eins og aðrir þó að þeir reyni ekki að fljúga eftir þétt- . býlisvegum. Börnin verða að hverfa af götunni í Reykjavík eins og í öðrum stórborgum. Ef börnsýna ruddaskap á götunni sökum ó- fullkomins uppeldis á að sekta foreldrana fyrir yfirsjónir barna sinna þar á meðal fyrir að vera úti eftir háttatíma. I skólum þurfa kennarar ag lög- regluþjónar að kenna börnum umferðarreglur og mannasiði. Bílstjórarnir þurfa að læra a3 aka hægt í þéttbýli. Ef þeir meiða fólk á götum eða þjóð- vegum eiga þeir skilið að tapa ökuleyfi um lengri eða skemmri tíma eftir málavöxtum auk aim arar hegningar fyrir dauðaslys. Það væri þakkarverð fram- kvæmd, ef ríkisstjórnin og beej arstjórn Reykjavíkur gerðu út nefnd manna í rannsóknarför til næstu landa til að kynna sér hvernig fólk fer að í stórborg- um að bjarga börnum og göngu mönnum frá bráðum bana í skiptum við þá, sem aka bií - reiðunum. Reykvíkingar mundu hlýða betur óhjákvæmi legu aðhaldi, ef þeir vissu, &8 þeir eru nú á lægsta stigi að því er snertir umfefðarmenningu í þéttbýli. ' Jónas Jónssou r fráHnfltt.J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.