Alþýðublaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 4
4 Alþýgublagjg Laugardagur 12. nóv. 10,15 Útgefandi: Alþýðuflokjiufinm. Ritstjóri: Helgi Scetnundsscm. Tréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilia Samáelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 49Q1 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfísgötu 8—10. Ás\rtftarverð 15,00 í mánuðl. í lausasölu 1/)Q. l i > \ i i i i „Einn dimmur skuggi^ EFTIRFARANDI orð gat að lesa í forustugrein eins af stjórnmálablöðum bæjarins í gær, þegar greinarhöfund- ur kemst loksins að kjarna málsins eftir miklar og að ýmsu leyti spaugilegar vangaveltur: „En eins er hér þó að gæta. Einn dimman skugga ber á íslenzkt þjóðlíf í dag. Islenzkt fólk er í dag tor- tryggnara hvert gagnvart öðru en nokkru sinni fyrr. Þessi tortryggni mótar alla þjóðfélagsstarfsemina í stöðugt ríkari mæli. Hún birtist í síauknum átökum milli stétta og starfshópa, þungum ásökunum, kald- yrðum, rógi og illmælum hinna ýmsu hagsmunahópa í Iandinu.“ Hver mælir á.þessa leið: Svo mun margur spyrja, Er Þjóðviljinn að reyna að etja saman þjóðfélagsstéttunum? Hefur Tíminn misst stiórn á sér vegna sambúðar Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæð isflokksins? Kom Frjáls þjóð kannski út degi á und- an áætlun til að flytja þenn- an boðskap? Nei, allar slíkar ágizkanir eru út í loftið. Þessi ömurlega raunatala stóð í forustugrein Morgun- blaðsins í gær. „Flokkur allra stétta“ er að krókna í kulda almenningsálitsins. Og Morgunblaðið heldur áfram þulunni svofelldum orðum: „Við skulum gera okkur það ljóst, að í þessu felst djúptæk vantrú á fólkið, einstaklinginn og heildina. Og við getum ekki gengið framhjá þeirri staðreynd, að þessi vantrú á fólkið', góðvild þess, heilbtigða skynsemi og þroska, er hættulegasta meinsemd hins íslcnzka þjóðfélags í dag. Það lýsir ómælanlegri vantrú á manngildi ís- lenzks fólks, að sú skoðun skuli eiga sér djúpar ræt- ur, að til sé fólk, heilir hópar manna, jafnvel heil ar stéttir, sem vilja eyði- lcggja lífshamingju og bjargræðismöguleika ann- arra stétta og starfshópa, sem vinna þjóðnýt og nauð synleg störf.“ Þetta er um sumt satt og rétt, en Morgunblaðið víkur ekki einu orði að því, hver muni skýringin á fyrirbær- inu. Hún liggur eigi að síð- ur í augum uppi. Hér er um að ræða afleiðingar stjórn- arstefnunnar, sem íhaldið ber ábyrgð á. Þjóð, sem býr við hrynjandi atvinnuvegi, verðlausán gjaldmiðil og yf- irvofandi ríkisgjaldþrot, en horfir samtímis upp á það, að spilling, spákaupmennska og ófyrirleitni færir bröskurum og ævintýramönnum óheyri- legan okurgróða — hún verð ur tortryggin og hörð í skapi. En þetta er ekki fjandskapur milli stéttanna í landinu eins og Morgunblaðið gefur í skyn. Þessi andúð bitnar á ríkisstjórninni og skjólstæð- ingum hennar, enda er sök- in þeirra. Morgunblaðið í- myndar sér hins vegar, að þessir aðilar séu fólkið í landinu. Það virðist vera farið að trúa því, að íhaldið sé flokkur allra stétta. Öðr- um dettur auðvitað ekki ann að í hug en skilgreina fyrir- bærið, og þá reynist skýring in fljótfundin. íhaldinu líð- ur illa. Þjóðin er ekkert hýr í bragði yfir gengislækkun- inni, sem ákveðin var á ’undi tíu útvegsmanna fyrir nokkrum dögúm. Hún bros- ir ekki við þeim aðilum, sem sprengja upp verðlagið dag frá degi. Hún breiðir ekki faðminn móti dýrtíðaröld- unni, sem skellur yfir land- i ðeins og brotsjór. Þjóðin er köld í fasi og framkomu, og Morgunblaðið verður vart við þetta. Þó þarf enn að kólna kringum ríkisstjórnina og skjólstæðinga hennar, og kuldinn ætti að vera mátu- lega undir frostmarki í næstu alþingiskosningum. Skugginn dimmi þarf að víkja fyrir kaldri íslenzkri heiðríkju. Og íhaldinu er ekki of gott að skjálfa í því veðri. Danska tóbakið BB í lausri vikt. Sölufurninn viS Annrh&L Byggingarefni úr asbesf-sementi \ Ódýrt S Sterkt > Öruggt gegn eldi S S s s s s s s s s Veggplötur Þilplötur Báruplötur á þök Þakhellur Þrýstivatnspípur Frárennslispípur og Tengistykki CZECHOSLOVAK CERAMICS P R A G . U m b o ð : 'T~^■■'WHf rg|§p | MARS TRADING C0. Klapparstíg 20 — Sími 7373 S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ■s s s Sænskur verkamaður safnar fiðrildum SÆNSKUR byggingaverka- maður, Malte Carlson að nafni, gegndi herþjónustu í Verma- landi árið 1940. í herbókasafn- inu fékk hann að láni bók eina, sem fjallaði um fiðrildi. Við lestur hennar vaknaði sá áhugi með honum fyrir þeirri fræði- grein, sem honum hefur enzt síðan. Nú er hann mikils met- inn meðlimur í Etnologiska fé- laginu í Stokkhólmi, og hefur safnað þrettán hundruð tegund um fiðrilda, sem hann hefur gengið frá til varðveizlu sam- kvæmt vísindalegum aðferð- um. Carlson býr í einu af út- hverfum Stokkhólmsborgar, og hefur safnað flestum þessum tegundum í nágrenninu, meðal þeirra er mjög sjaldgæft eintak af einni stærstu sænsku fiðrilda , tegundinni, — Catocola fraxini. Á þessum fimmtán árum hef ur tómstundastarf Carlsonar breytzt í vísindalegar rann- sóknastarfsemi. í bókasafni hans er að finna öll helztu vís- indarit í þeirri grein, bæði á ensku, þýzku og frönsku, og má sjá, að hann stundar fræði- grein sína af fyllstu alvöru. BYRJAÐI Á ÞVÍ AÐ SAFNA JÁRNSMIÐUM Carlson byrjaði á því að safna járnsmiðum og öðrum bjöllum, þar eð auðveldast var að ganga frá þeim til varð- veizlu. Þegar honum hafði tek- izt það til fullnustu, tók hann að safna fiðrildum og hefur gert það síðan. Meðal annars fann hann eintak, sem ekki hafði fundizt þá um hálfrar ald ar skeið í Svíþjóð, Pseudophan- tera macularia. Síðan hefur hann fundið margar sjaldgæfar tegundir. Á stundum getur það tekið langan tíma að ákveða tegundina, og verður að rann- saka eintakið gaumgæfilega með smásjá. Og Carlson hefur orðið sér úti um smásjá af fullkomnustu gerð. Leikmenn í þessum fræð- um fá vart séð nokkurn ytri mun á tegundunum, á stundum •sjá jafn þaulreyndir menn og Carlson hann ekki heldur, og einmitt í þessu er fólginn töfra- máttur þessarar fræðigreinar. Rannsóknin tekur langan tíma varðandi hverja tegund, og allt af er von um að gera nýjar upp götvanir. Á stundum verður að gera litningaákvörðun til að skera úr um tegundina. GLUGGATJÖLDIN FYRSTA VEIÐITÆKIÐ Carlson hefur nú safnað um 650 tegundum stórra fiðrilda og um það bil jafn mörgum smá- fiðrildum. Carlson er einkum hrifinn og stoltur af einu hinna stóru fiðrilda, og er það nýtt afbrigði Depressaria emeritella, sem ekki hefur áður fundizt í Svíþjóð. Carlson fann það þarna í nágrenninu. Fiðrildaveiðarnar sjálfar eru ekki óskemmtilegasti þátturinn í þessum rannsóknum. Nota má hár til veiðanna, en aðrar aðferð ir eru líka notandi. En fiðrilda- háfar eru dýrir, og þess vegna kom það fyrir fyrst í stað, að Carlson gerði sér slíkt áhald úr gluggatöldum, — segir kona hans, Þá er hægt að lokka fiðr- ildin að með gerjuðu ávaxta- mauki, þar eð þau virðast ótrú- lega þefnæm. Carlson hefur einnig notað þá aðferð að safna lirfum og púpum og ala upp, unz úr verður fullvaxta fiðrildi. Þá hafa þau hjónin farið í langa söfnunarleiðangra, ekki aðeins um nágrenni Stokk- hólmsborgar, heldur og til Ey- lands og Gautlands, þar sem þau hafa fundið margar sjald- gæfar tegundir. Og enda þótt safnið, sem Carlson hefur heima hjá sér, sé orðið mikið að vöxtum og dýrmætt, hefur hann látið mikið af hendi við ýmis söfn víðs vegar í Svíþjóð og jafnvel erlendis, MiimmiiiiiimiiiuiiimiMiii m m • • ■ ■ ■ jÚllar- og grillon ■ ’ ■ ■ ■ ihosur á börn ■ ■ : Verð frá kr. 14.50 : I Háir sokkar ■ ■ Verð frá 4,75. ■ ' m m ■ íToledo I ■ ■ • Fischersundi. • ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.