Alþýðublaðið - 15.11.1955, Blaðsíða 5
r :
ÞriSjudagur 15. nóv. 1955.
, Rej'kjavík 13. nóv. 1955.
Kaeri vinur!
LANGT ER SÍÐAN ég hef
sent þér línu, og veldur því
margt, þó að hér skuli ekki
rakið, en í sumar talaðist
okkur svo til, að við skrif-
uðumst á í vetur. Það er víst
bezt ég byrji, svo að ekki
verði sagt, að staðið hafi á
mér.
Héðan er ekkert að frétta
nema það, sem blöðin prenta
og útvarpið flytur. Alþingi
er raunar tekið til starfa, og
auðvitað gerist þar sitthvað
að tjaldabaki, en opinberu
uraræðurnar einkennast af
óskiljanlegri þreytu stjórn-
mál af or ing j anna. — Enginn
skyldi þó ætla, að þeir hafi
oftekið sig við landsstiórn-
ina, því að hún er hrópleg
hörmung og hefur sennilega
aldrei verri verið síðan við
fenguipsjálfsákvörðun’arrétf
um inálefni okkar. En .um
slíkt þarf ekki að fjölyrða.
Sú sorgarsaga er alkunna í
bæjum og sveitum íslands.
Að þessu sinni langar mig
að minnast á málflutning
tveggja ungra manna, sem
hafa valdið mér nokkurri
undrun. Verður fyrst vikið
að blaðagrein eftir Stefán
Karlsson, sem kvað stunda
nám í Uppsölum, en síðan
minnzt nokkrum orðum á um
mæli eftir Indriða G. Þor-
steinsson blaðamann og rit-
höfund í samtali við Þjóð-
viljann.
Fulltrúi Dana.
Grein Stefáns Karlssonar
birtist í Frjálsri þjóð nú um
helgina og heitir Rykfallin
blöð. Tilgangur hennar virð-
ist sá að sætta lesendur við
það, að útlegð íslenzku hand
ritanna í Danmörku haldi
áfram. Stefán spyr þess af
nokkrum þjósti, hvers vegna
okkur sé þörf á að fá hand-
ritin heim, og segir síðan, að
búsundir handrita bíði rann-
sóknar í Landsbókasafninu
og hægðarleikur sé að fá
flest íslenzk handrit, sem er-
lendis eru, að láni til rann-
sókna. Er þannig engu lík-
ara en Stefán þessi sé full-
trúi Dana í íslenzkri þjóð-
varnarbaráttu og telji mál-
stað okkar og dýrgripum
bezt borgið úti við Eyrar-
sund. Slíkt er auðvitað sjón-
armið út af fyrir sig og Stef-
áni yissulega fr jálst áð
hugsa, tala og skrifa eins og
hann lystir. Hitt er ámælis- •
vert, að hann beitir furðu-
legum rangfærslum, • sem
kynnu að reynast hættulegar
þeim þætti íslenzkrar sjálf-
stæðisbaráttu, sem varðar
handritamálið. Þeirra vegna
faí ég ekki orða bundizt.
Menn, sem ég man.
Stefán Karlsson gefur í
skyn, að íslenzkir norrænu-
fræðingar séu verklausir
menn og reynir þannig að
hnekkja þeirri röksemd, að
handritin eigi að varðveitast
hér af því að ísland sé og
hljóti að verða miðstöð nor-
rænna fræða. Hann segir
orðrétt: „Útlendir fræði-
menn spyrja tíðum spurn-
inga eins og þessarar: Við
hvaða verkefni fást ungir
málfræðingar á Islandi
einkum? Koma ekki út vís-
indalegar útgáfur einhverra
handrita á íslandi á næst-
unni? íslendingi verður að
vonum svarafátt“. Sjálfur
kann Stefán engin tíðindi að
segja af íslandi, sem jafn-
gildi því, að út séu að koma
bæklingar eftir Danann Chr.
Westergaard-Nielsen og
Svisslendinginn Oskar
Bandle í safninu Bibliotheca
Arnamagnæana. En hvers
vegna að miða þetta við mál-
fræði og unga menn? Liggur
ekki í augum uppi, að Islend
ingar hafi haft og hafi enn
forustu um útgáfu fornsagn-
anna og rannsóknir á þeim?
Og koma ekki út árlega bæk-
ur, sem varpa nýju ljósi rann
sókna og vísinda á það tíma-
bil Islandssögunnar, sem.
Stefán heldur að sé svört og
draumlaus nótt? Kann grein
arhöfundur ekki skil á starfi
manna eins og Sigurðar Nor-
dals, Barða Guðmundssonar,
Einars Ól. Sveinssonar,
Björns Sigfússonar, Finns
Sigmundssonar, Jóns Helga-
sonar, Guðna Jónssonar, Al-
exanders Jóhannessonar,
Þorkels Jóhannessonar, Jak-
obs Benediktssonar og Ólafs
Lárussonar? Hafa ekki þeir
og fyrirrennarar þeirra lagt
fram drjúgan skerf að bók-
menntasögu, málssögu, menn
ingarsögu og atvinnusögu?
Og ætli íslendingar eigi ekki
á að skipa ungum mennta-
mönnum á borð við Chr.
Westergaard-Nielsen og Osk
ar Bandle að þeim ólöstuð-
um? •— Þekkir ekki Stefán
Karlsson til manna eins og
Jóns Jóhannessonar, Hall-
dórs Halldórssonar, Stein-
gríms J. Þorsteinssonar,
Bjarna Vilhjálmssonar, Krist
jáns Eldjárns, Sverris Krist-
jánssonar, Björns Þorsteins-
sonar og Björns Th. Björns-
sonar, svo að eitthvað sé
nefnt af ungum menntamönn
um okkar? Og væri nokkur
goðgá að láta þess getið, að
stuttskólagengnir menn eins
og Arnór Sigurjónsson, I.úð-
vík Kristjánsson og Gils Guð
mundsson hafi unnið íslenzk
um fræðum nokkurt gagn?
Reiðiverð móðgun.
Með þessum orðum er þeg-
ar hnekkt þSirri fullyrðingu
Stefáns Karlssonar, að ung-
ir menntaðir fræðimenn hafi
enga möguleika að kalla til
þess að verja tíma til vísinda
legra rannsókna af því að
kennslan bíði þeirra flestra
og í kommuvitleysu islenzku
kennslu okkar daga gefist
fáar tómstundir og auk þess
séu ekki allir svo í sveit sett-
ir, að þeir geti sinnt rann-
sóknum. Vissulega er lífs-
barátta norrænufræðinga
okkar hörð eins og annarra
íslendinga, sem vinna fyrir
sér, en þó hafa þeir aldrei
komið meira í verk. en nú,
enda eru starfsskilyrðin ó-
líkt skárri en í gamla daga.
Og það er vægast sagt reiði-
verð móðgun, þegar Stefán
Karlsson leggur til, að hald-
in verði nokkurra vikna nám
skeið í útgáfuaðferðum fyrir
stúdenta og kandidata. Veit
ekki pilturinn, að til sé stofn
un, sem heitir norrænudeild
Háskóla íslands? Við þurf-
um að stofna svona námskeið
fyrir útlendinga og afíslenzk
aða menntamenn en ekki þá,
sem læra og starfa hér
heima.
Ekki tómir kofar.
Indriði G. Þorsteinsson er
nýkominn austan úr Kina,
en hafði áður dvalizt eina
eða tvær vikur í Danmörku
til að kynna sér danskar bók
menntir. Þjóðviljinn hafði
tal af Indriða heimkomnum
og innti hann frétta. Þar var
nú ekki komið að tómum kof
unum. Indriði útskýrði kín-
versku byltinguna og þróun
málanna þar í landi síðustu
árin eins og léttkveðna skag
firzka ferskeytlu. Allt kann
það að vera satt og rétt, en
auðvitað undrast maður hví-
lík hamhleypa Indriði er við
að kynna sér málefni fram-
andi þjóðar á skömmum
tírna. En ég ætlaði ekki að
rökræoa við hann um Kína
lieldur láta í Ijós undrun yfir
þeirri fullyrðingu hans, að
danskar nútímabókmenntir
séu ekki til eftir að Martin
Andersen Nexö og Martin
A. Ilansen leið. Þá álvktun
hefði hann þurft að íhuga
betur í Kína eða annars stað
Den lille Hans.
Vissulega var mikið skarð
fyrir skildi á dönsku skálda-
þingi, þegar Martin Ander-
sen Nexö og Martin A. Han-
sen hurfu af sjónarsviðinu
og ekki sízt vegna þess, að
áður voru snillingar eins og
Johannes V. Jensen og Nis
Pet'ersen fallnir í valinn.
Samt er þar margt afburða-
manna, sem Indriði G. Þor-
steinsson gæti ýmislegt lært
af, þó að efnilegur sé. Næst
þegar hann fer til Danmerk-
ur ætti hann að verða sér úti
um bækur eftir nútímahöf-
unda eins og Johannes Jörg-
ensen, Jakob Paludan, Tom
Kristensen, Otto Gelsted,
Karen Blixen, Hans Kirk, H.
C. Branner, Harald Herdal,
Halfdan Rasmussen, Johann
es Wulff, Hans Scherfig,
Erik Knudsen, Frank Jæger,
Aage Dons og Hilmar Wulff,
svo að einhverjir séu nefnd-
ir. Jörgensen, Gelsted og
Rasmussen eru meðal snjöll-
ustu ljóðskálda Norðurlanda,
og áreiðanlega gæti Indriði
orðið fyrir heillavænlegum
áhrifum af öðrum eins sagna
skáldum og Kirk, Kristensen
og Scherfig. Mestu máli
skiptir þó, að hann hagi sér
ekki öðru sinni heimkominn
eins og den lille Hans som
havde været undenlands.
Með beztu kveðju og árn-
aðaróskum til þín og þinna.
Helgi Siemumísson.
REIÐHJOL
Höfum til sölu dömu- og herra-reiðhjól með
ljósaútbúúnaði og bögglabera —
sem seljast ódýrt.
Ný sending H
þýzkar I
regnkápur C
í ótrúlega fjölbreyttu úrvali.
Markaðurinn
Hafnarstræti 5.
Nóbelsverðlaunataki í lífefnafræi
Farlama prófessor, sem er kunnur tónlistarmaður.
SÆNSKI lífefnafræðingurlnn
prófessor Hugo Theorell, sem
Karolinska Institutet í Stökk-
hólmi hefur -veitt Nóbelsvérð-’
launin, er löngu heimsfrægur
vísindamaður og kunnur mað-
ur í Svíþjóð. Vart verður því
þó haldið fram, að alþýða
manna þar kunni að meta vís-
Indaleg afrek hans, en því
kunnari er hann þar fyrir
dugnað sinn, dirfsku og fiðiu-
leik. Fræðigrein hans er flók-
in, og ekki á færi annárra en
vísindamanna að meta það
starf hans til hlítar. Hefur
hann og unnið að rannsókn á
mörgum þáttum lífefnafræð-
innar. Árið 1930 var honum
dæmd doktorsnafnbót í lyfja-
fræði fyrir ritgerð um feiti-
efni í blóðinu, fékkst síðan
lengi við blóðvökvarannsóknir
hlaut styrk Rockefellerstofn-
unarinnar óg vann með hinum
fræga þýzka lífefnafræðingi,
Otto Warburg, að rannsókn á
öndun frumanna. Einnig stund
aði hann rannsóknir á málm-
próteinum blóðsins, til dæmis
blóðrauðanum, hemoglobin-
inu, og litarefni vöðvanna, my-
oglobininu. Fyrir skömmu
hefur hann, ásamt austurríska
vísindamanninum dr. Tuppy,
en hann hefur unnið sér frægð
ar að Solna, forstöðu, hlýtur
þessi verðlaun. Solnastofnun-
in hefur lengi verið heimsmið
stöð enzymrannsókna, og þao
er einkum fyrir hinar víðtæku
rannsókn hans, að mönnura
hafa orðið kunn þessi íurðu-
efni, sem hafa hin margvíslég-
; ustu áhrif á líf frumanna og
ritgerðir hans um enzymrann -
sóknir skipta hundruðum. Þéss
utan hefur hann að undan-
förnu gefið út fjölda rannsókna
um antibiotisk - efni, svo sem
|| penicillin og streptomycin. Þá
. hafa rannsóknir hans varðandi
eðli og áhrif ýmissa fjöreina,
einkum B-flokks fjörefna bcrið
hin merkilegasta árangur.
Snjall fiðluleikari.
Theorell prófessor er sonun
gefið herlæknis, fæddur 1903. Sem
mikilsverða fræðiritgerð barn sýktist hann af mænu-
um hvernig tengja skuli málm Veiki og lamaðist illa á báðum
Hugo Theorell.
byggingu
fyrir rannsóknir á
insulinmolekylsins,
slungnar kjarnaheildir og
eggjahvítuefni málmprotein-
anna. Er það sennilega fyrir
fótum. Þegar sem barn varð
hann kunnur fyrir vísirfdú--
áhuga sinn og vísindalegar at-
þessar rannsóknir, sem hann huganir, og enn eru afköst
hefur hlotið Nóbelsverðlaun-j hans og furðuleg hæfni til a£
in. lafhjúpa leyndardóma viðfarig'5
Að öllum líkindum er þetta efna sinna, samtíðarvísinda-
í fyrsta skiptið, að sænskur mönnum hans með öllu óskilj-
vísindamaður, sem sjálfur veit anleg. Fyrir hin míkilvægu af-
ir, eða hefur veitt, lyf jarann-(rek sín og fjölda vísindalegra,"
sóknadeild Nóbelsstofnunarínn _....... (Frh. á 7. síðu,}