Alþýðublaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 5
MiSvikudagor 16. ttéfv. -4S5S-- A1þ ý &ubIaSlg • . * 3 í UPPHAFI er rétt að taka það fram, að sú þjóð, sem við í daglegu tali köllum Bandaríki Norður-Ameríku, og nú teljast til um 160 milljónir manna, er síðan skipt í 48 ríki, sem hafa undravert sjálfstæði innan sam bandsríkisins sjálfs, um setning laga og reglna hvert á sínu um- ráðasvæði. Af þessu leiðir, að þegar rætt er um hver séu ákvæði þessara eða hinna laga, þá er engin . regla algild, þar fara fylkis- þingin sínar eigin götur fyrst og fremst miðaðar við aðstæð- ur og atvinnuhætti þess ríkis, sem í hlut á hverju sinni. Það er þannig fullljóst, að í stuttri ræðu verður ekki komizt yfir annað en þá hluti, sem eru al- menns eðlis. Uppbvgging þjóðarinnar hef- ur verið mjög hröð, og má með . sanni .segja að í landinu hafi gerzt svo undraverð þróun, að hafi einhver spáð henni fyrir, þá hafi sá hinn sami ekki verið álitinn með fullu viti. Fyrir rúmum tveim öldum, eða nánar tiltekið árið 1750 voru .íbúar landsins taldir 1 milljón og' 750 þúsundir, en í dag eru þeir rúmlega 160 milljónir. Á árun- um 1870 til 1920 náðu fólks- . flutningar til landsins hámarki , <og sem dæmi fluttust um 4V2 milljón manna frá Tékkóslóva- kíu og 4 milljónir frá Póllandi og við íslendingar minnumst blóðtöku íslenzku þjóðarinnar . frá þessum árum, þegar tugir <og hundruð ungra karla og kvenna fluttist brott til þess að freista gæfunnar í þessu frjó- sama landi. SAMEINING OG SAMSTARF. Erfiðleikar frumbyggjanna Siafa að sjálfsögðu verið marg- víslegir, en erfiðast hefur þó að sjálfsögðu verið að samræma sjónarmið svo marglits hóps og er það e. t. v. ein meginstoð þess að svona mörg ríki eru í ríkinu. Það liggur í augum uppi að erfiðleikarnir við að koma jþjóð þannig samansettri undir eina heildarstjórn hafa verið gífurlegir. Þegar tekið er tillit til þess að frumbyggjarnir voru velflestir merin, sem orðið Siöfðu fyrir höggum fátæktar iog jafnvel skoðanakúgana í heimalandi sínu, stjórnmála- <og trúarlegra, og aldir upp við gerólík lífsskilyrði, en brutust undan okinu og leituðu frelsis í faðmi hinna miklu náttúru- auðæfa Norður-Ameríku. Þessi furðulega samsetning ríkjasamsteypunnar hefur svo . aftur leitt af sér hvert furðu- •verkið. og afrekin af öðru, sem enga hliðstæðu eiga nema æy- antýrin, sem við lásum á barns- aldri. Eg mun nú reyna eins og ég áðari sagði að bregða upp myndum úr lífi þessarar þjóð- ar og auðveldast held ég sé að setja spjaldið upp í formi-þess, gsem vinir og kunningjar hafa gpurt mig eftir heimkomuna. HVERNIG ERU KJÖR AMERÍSKRA VERKA- MANNA OG KVENNA? I Árið 1939, þegar þjóðin var áð ná sér eftir hin erfiðu kreppuár, var verkakaup verkamanns í verksmiðjuiðnað inum 23,86 dollarar eða 393,76 &r. miðað við skráð gengi ísl. iírónunnar, en þá mátti fá með- algóð föt fyrir um 25 dollara. Það vantaði með öðrum orðum íim 20 kr. ísl. til þess að viku- kaupið dygði fyrir sparifötum. Árið 1954 hafði verkamaður í gömu starfsgrein 71,86 dollara á viku eða um 1186 ki'. ísl., en Siú má fá ágætis föt fyrir um 50 dollara, 825 kr. íslenzkar. 3Eaup verkamannsins hafði jþannig þrefaldazt á sama tíma Eggert 6. Þorsteinsson aiþingismaður. greiri: og verðlagið á fötunum hafði hækkað um helming. Það skal tekið fram að vinnuvikan er hér reiknuð með 40 vinnustund um, frá 1938, sem er svo að segja algild regla, og undan- tekning aðeins í tveim starfs- greinum þar sem ennþá er 43 og 44 stunda vinnuvika. Mat- væli eru yfirleitt ódýrari en við ' : höfum nokkurn tíma kynnzt og ' mataræði mjög á annan veg, t. d. er fiskur og fiskmeti heldur ■ sjaidgæft á borðum og hjá öll- um þorra fólks er hans neytt aðeins einn dag vikunnar, á föstudögum, jafnvel í fiskibæj- um eins og Boston, annars allt- af kjötmeti og þá mest nauta- kjöt. Um verðlag einstakra mat vörutegunda er erfitt að segja a. m. k. í stórborgunum, því þar virtist geta verið mörg verð á sams konar matvælum, eftir því hvar í borginni verzlunin var. Áætlað er að 1—3 vinnu- stundir þurfi til matarkaupa meðalfjölskyldu á dag og í meðalf jölskyldu er reiknað með 5 manns. ÖNNUR HLUNNINDI. í sambandi við kjör verka- manna kom mér þó mest á óvart hve mikill fjöldi verkamanna ók í eigin bílum. Fyrir framan hvern einasta vinnustað mátti líta heilar breiður bifreiða á þar til gerðum bílastæðum, sem okkur var tjáð að alltaf væru of lítil vegna síaukins fjölda bifreiða í eigu verka- manna. Að verkamenn eiga svona almennt sínar eigin bif- reiðir er ekki vegna þess að þeir geti lagt fram á borðið kostnaðarverð bifreiðarinnar, heldur hitt hve afborgunarskil málarnir eru vægir, og geta menn valið á milli vikulegra og mánaðarlegra afborgana. Velflestar bifreiðar þessar eru að sjálfsögðu ekki módel 1955 eða 56. Heldur er hér um 1, 2 og 3 ára gamlar bifreiðir að ræða, en verð þeirra fellur j mjög ört á hverju ári, sem líð- ur, vegna hinnar geysilegu framleiðslu. j Langalmennasta kaup verka manns í Bandaríkjunum-nú er j 1,89 dollarar á klst. eða 31,30 kr. í ísl. gengi, og hækkar eftir sömu reglum og hjá okkur úm eftir- og næturvinnu. Rétt er og að taka það fram, að þetta kaup gildir einnig fyrir kven- fólk, sem vinnur sömu störf. Þar er reglan sömu laun fyrir sömu vinnu í fullum heiðri höíð. Ekki hafa konur þar sín eigin verkalýðsfélög, nema að enginn karlmaður sé í starfs- greininni, heldur eru þær í fé- lögum með karlmönnum og 'gegna þar trúnaðarstörfum til ijafns við þá. SJÖ EKRUR LANDS. í San Francisco á vestur- strönd Baridaríkjanna komum við m. a. í verksmiðju, sem framleiðir einungis skrár og læsingar og heitir Schlage. I þessari verksmiðju vinna um 1400 manns, karlar og konur, og yfirtrúnaðarmaðurinn var þar kóna, sem leysti greiðlega úr öllum okkar spurningum. Meðalkaup fólksins í þessari EGGERT G. ÞORSTEINS SON alþingismaður er ný- lega kominn heim úr ferða- lagi um Bandaríkin ásamt nokkrum forustumönnum verkalýðsfélaga öðrum. — Kynnti hann.sér í þeirri för sérstaklega verkalýðsmál og kjarabaráttu amerískrar al- þýðn, Eftir heimkomuna hef ur Eggert flutt erintli um þessi mál í verkalýðs- og flokksfélögum. Birtast hér þættir úr erindum hans. þessi hefur 7 ekrur lands undir þaki og er langstærst sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þarna gat og að líta vélar, sem framleiddu í einu höggi frá 6 og upp í 66 hluti. Öryggisút- búnaður fólksins var þarna mjög fullkominn og að sögn er nú í undirbúningi að breyta öllum vinnuvélum þannig, að báðar hendur starfsmanhsins séu ávallt uppteknar, þannig á slysahættan að minnka, því í . ir hálfu húsinq til % hlutn. i 90% af þeim slysum, er þarna Verð þessara húsa var frá 15 hafa átt sér stað, voru vegna • til 22 þúsund dollarar eða 247 Jstyrjöldina og með bættuia efnahag heíur fólksstraumur- inn verið út fyrir skarkala stó.r borganna og hafa í þessu sky:ni verið ruddir víðfeðmir skógar til bvgginga á íbúðarhúsum. Kunnugir töldu þessa þróunj einn Ijósasta vottinn um bætt- an efnahag hve almenningur sækist nú eftir að búa í eigin húsum með alla hluti aðskilda. Sögumaður mirin sagði: Þegar kreppan var mest og afleiðing- ar hennar geisuðu harðast vor - um við nauðbeygðir til að byggja stóru fjölbýlishúsin og fólkið sætti sig við það, en þeg- ar efnahagurinn batnar, ger.ir fólkið stærri kröfur, sem fyrst og fremst koma fram í auknu og bættu húsnæði Við skoðuðum hús í tveim slíkum einbýlishúsahverfúm. húsin voru frá 80 til 120 m*: og flest 1 hæð með kjallara urid lausu handarinnar. Voru okkar sýndar.nýjar vélar þannig út- búnar. Þetta eru að vísu ekki atriði, sem snerta launakjör, en ég taldi rétt að láta þetta þó koma fram. Vinna hefst allsstaðar þar sem ekki er unnið á vöktum kl. 8 á morgnana og lýkur kl. 4.15 e. m. Matartíminn er Vz klst. M. 12 miðdegis og 10 mínútur kaffihlé um 10-leytið á morgn- ana. Á öllum stærri vinnustöð- um eru matsölustaðir í bygg- ’ingunni þar sem starfsfólki er gefinn kostur á að kaupa sér miðdegisverð. Máltíðir á slík- Eggert G. Þorsteinsson. þúsund til 360 þús. ísl. kr., sem mun vera svipað verð og hér heima. En hlunnindin, sem þessi ameríski húseigandi hef- ur umfram þann íslenzka, ér: 1. Hann fær lán fyrir allt að 60—70% af- kostnaoarverðinu til 20 ára með 4V2—6% vöxt • um. 2. Húsinu fylgir fullbúin lóð og fullbúið eldhús með ísskáp og þvottavél í þvottahúsi. 3. Launin eru 30—35% meiri. Þessir kostir eru að sjá'if- sögðu mikils virði og myndu vera taldir forréttindi hér. Húsaleigu var mjög erfitt að átta sig á. I gömlum fjölbýlis- um stöðum kostuðu frá 60—80 húsum var hún mjög lág, en cent eða 8—12 kr. í slíkri mál- j hlutfallið milli launa og leigu tíð er súpa, einn heitur réttur virtist lakara eftir því sem hús og eftirmatur (desert) og kaffi. jn voru nýrri. Til voru íbúðar- ná- húsahverfi, t. d. í Boston, þar um in er metin eftir því hve vanda samt starfið er og er frá 1,80 til 2,90 dollarar. Til gamans skal ég geta þess að verksmiðja' Önnur spurning, sem tengd er spurningunni kjaramálin er um húsnæðismál in. UT UR SKARKALANUM. Á árunum eftir síðari heims- sem leigan fór eftir tekjum og hækkaði samkvæmt þeim, þannig að launahár maður gat ekki búið þar. En væri utrv (Frh. á 7. síðo..) Tito er ekki á vérksmiðju er 2,05 dollarar eða um 34 kr. ísl. Kaupupphæð SÆTTIR virðast komnar á í kalda stríðinu með sovétleið- togunum og stjórn Titos í Júgó- slavíu, og hafi þær sættir verið verið staðfestar með „friðar- leiðangri“ þeirra þremenning- anna Khrushchevs, Bulganins og Mikojans til Belgrad í vor, og síðan þann 11. september með 600 milljóna króna lán- veitingu Rússa til Júgóslava. Þessi viðhorfsbreyting hefur orðið til þess að maTgir hafa tekið að álíta að Tító sigldi nú hraðbvi'i í austur. Að undan- förnu hafa hins vegar gerzt ýmsir atburðir austur þar, sem virðast sanna hið gagn- stæða. Júgóslavar telja sér ekki lengur beinlínis ógnað af hálfu Rússa, það er allt og sumt, og hafa því talið sér ó- hætt að slaka nokkuð á tengsl- unum við Vesturveldin, eink- um þó hernaðartengslunum. En júgóslavnesku kommúnistun- um er það enn sem fyrr fjarri skapi að gerast á nokkurn hátt háðir þeim rússnesku. Þann 15. september síðastlið inn var tilkynnt að Robert Murphy, einn af fulltrúum bandaríska utanríkismálaráðu- neytisins, mundi heimsækja Tító undir lok mánaðarains og ræða við hann ýmis mál, þar eð slegizt hefði upp á sambúð- ina með honum og Bandaríkja- mönnum, einkum varðandi heimild Bandaríkjamanna til eftirlits með því hvernig Júgó- slavar hagnýttu sér þau her- gögn, er Bandaríkjamenn láta þeim í té. Væri því hætta á, að Júgóslavar fengju ekki meiri hergögn frá Bandaríkjunum, og yrðu um leið sviptir fjár- hagslegri aðstoð. Tilgangurinn með för Murphys væri að freista að leysa deilu þessa. Degi síðar, eða þann 16. sept. var tilkynnt í Moskvu að rússneski varaforsætisráðherr- ann Mikojan ætlaði að ferðast til Júgóslavíu sér til „hvíldar og hressingar", og tiltekið hér- aðið, þar sem hann hugðist dveljast, en svo „hittist á“, að Tító var þá einmitt staddur þar í veiðiferð. Þeir í Belgrad voru þó vantrúaðir á að um hend- ingu væri að ræða. Þar var tal ið víst að Mikojan kæmi þeirra erinda að reyna að hindra end urnýjað samkomulag með Jú- góslövum og Bandaríkjamönn- um, með því að bjóða rússneska hergagnaaðstoð. En Mikojan átti einnig önn- ur erindi, sem ekki fóru jafn dult. Vandamál höfðu komið í ljós í sambandi við fjármála- samninga Júgóslava og Ung- verjalands. Tító vildi ekki taka sáttum við leppríki sovéts, nema þau bættu fyrir árásir sínar á Júgóslavíu eftir 1948. Ungverjar höfðu ekki greitt Júgóslövum nema lítinn hluta ákveðinna stríðsskaðabóta, auk þess sem Ungverjar stóðu í verzlunarskuldum við Júgó- slava, þegar leppríkin hófu yið skiptaeinangrun gagnvart J úgó slövum. Mikojan hugðist xiú koma á samkomulagi varðandi skuldagreiðsluna, en það mis- tókst. Þann 23. september sleit Tító samningaviðræðum og blöðin í Belgrad hófu svæsnar árásir á Ungverja. Þá vildi Mikojan einnig :tá Júgóslava til að viðurkenna Austur-Þýzkaiand. Það mis- tókst einnig. Þar með hefur Tító lýst yfir því, að hann kæri sig ekki um að taka upp stjórnmálasamband við þá Ul- bricht og Grotewohl. Tító bauð Murphy þeim bandaríska á veiðar með sér, - - en ekki Mikojan. Og Murp.hy náði fullu samkomulagi vi5 Tító um lausn vandamálanna. Tító fær framvegis hergögn írá Bandaríkjunum, auk þess sera þeir selja honum 600 000 smá- lestir hveitis með góðum kjör- um. Mikojan kom við í Búkarest á heimleiðinni og reyndi árang urslaust að koma á samko.trm- lagi með rúmenskum og júgó- slavneskum fulltrúum um skuldagreiðslur. Júgóslavnr slitu samningatilraunum, cr Rúmenar vildu ekki verða við þeim kröfum . þeirra, að láta lausa úr nauðungarvinnu fleiri þúsundir Serba, sem tilheyrðu þjóðemisminnihlutanum pg Rúmenar fluttu í þvingunar- vinnubúðir á sléttunum vestaa Dónár, — fyrir Títóisma.____

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.