Alþýðublaðið - 17.11.1955, Side 1

Alþýðublaðið - 17.11.1955, Side 1
Afrek Uhre frosk- s s s s s manns er blekking ' ^ — sjá síðu. ^ S s s Stjórnmálasam- þykkt flokkksstjórn arfundarins á 5. s. XXXVI. árgangur Fimmtudagur 17. nóv. 1955. 244. rbl. Bærinn byggi 492 nýjar íbúð- ir í Rvík næstu þrjú árin Titiögu um auknar íbúðabyggingar baeiarins tagðar fyrir fund í bæjarstjórn. BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur -kemur saman til fundar í dag. Liggja fyrir fundinum tillögur um íbúðabyggingar á veg- um bæjarins og eru þær fluttar af bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. Hefur Alþýðuflokkurinn og hinir minnihlutaflokk- ar bæjarstjórnarinnar hvað eftir annað flutt tillögur um sama efni á undanförnum árum, en bæjarstjórnaríhaldið hefur ætið vísað þeim frá. Samkvæmt tillögum bæjar-' fulltrúa Sjálfstæðisflokksins skulu byggðar 492 íbúðir á næstu 2—3 árum, í viðbót við þær 108 íbúðir, sem nú eru í byggingu við Bústaðaveg. Vérði tillögur þessar framkvæmdar verða hinar nýju íbúðir því 600 talsins. TIL ÚTRÝMINGAR BRÖGGUM Tillögurnar fara hér á eftir: Bæjarstjórn Reykjavíkur ger ir eftirfarandi áætlun um bygg ingu íbúðarhúsa í þeim til- gangi, að útrýmt verði herskála íbúðum á næstu 4—5 árum og að öðru leyti bætt úr húsnæðis- þörf þeirra, sem verst eru sett- ir. 170 ÍBÚÐIR í RAÐHÚSUM 1. Haldið verði áfram bygg- ingu raðhúsa við Bústaða- veg til viðbótar 108 íbúðum, sem þar eru í byggingu. Verði byggðar þar alls 170 ( íbúðir, allar af sömu gerð, 4 herbergi, eldhús og bað, 86 ferm. hver íbúð á tveim hæðum. I Stefnt sé að því að hef ja i byggingu 36 íbúða til við- bótar í apríl 1956 og 26 í- búða í apríl 1957. íbúðirnar verði seldar fokheldar — með tvöföldu gleri í glugg- um, útihurðum og hitalögn og húsin máluð að utan (eða fullgerðar, eftir nánari á- kvörðun bæjarráðs). Aætl- að kostnaðarverð íbúðar „fokheldrar“ er rúmar 120 þúsund kr., en fullgerðrar kringum 220 þúsund kr. 1 200 í SAMBYGGÐUM I SMÁHÚSUM 2. Byggðar verði 200 íbúðir í sambyggðum smáhúsum, einnar hæðar, fyrir austan Skipasund. Stærð íbúðar 59 t ferm., tvö herbergi, bað og geymsla. Bæjarráð ákveði nánar um skipulag, stað- setningu og gerð íbúðanna. Stefnt sé að því að byggja þessi hús á mjög skömmum tíma, enda ráðgert, að þau verði að nokkru leyti fram- leidd á verkstæði. 1 100 íbúðir verði byggðar á árinu 1956 og 100 íbúðir á árinu 1957. | íbúðunum verði ráðstaf- að fullgerðum. Áætlaður kostnaður 105 þúsund kr. á íbúð. 230 f FJÖLBÝLISHÚSUM 3. Byggðar verði 230 íbúðir í fjögurra hæða fjölbýlishús- um í Hálogalandshverfi, 72 tveggja herbergja íbúðir 61,5 ferm. og 158 þriggja herbergja íbúðir 72,5 ferm.,| ásamt eldhúsi, baði og geymslu. Bæjarráð ákveði (Frh. á 7. síðu.) j Aðalfundur LÍÚ hefst í dag. AÐALFUNDUR Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna hefst í dag. Verður fundurinn haldinn í Tjarnarcafé og hefst kl. 2 e. h. Fulltrúar víðs vegar að af landinu verða mættir á fund- inum. Dagskrá fundarins hefst með því, að formaður LÍÚ, Sverrir Júlíusson, setur furidinn. Síðan fer fam kosning fastra starfs- manna og nefnda og enn frem- ur verður flutt skýrsla sam- bandsstjónar fyrir umliðið starfsár. Nánari fregnir af fundinum birtast í blaðinu síðar. Meðan hlé varð á fundum utanríkisráðherranna í Genf, skrapp Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í heimsókn til Títós, marskálks í Búlgaríu — og er myndin þá tekin. Þingmenn sammála um örari útgáfu þingtíðinda Deilt á þingfréttir blaðanna á alþingi. í GÆR kom til umræðu í sameinuðu þingi tillaga Gylfa Þ. Gíslasonar um útgáfu Alþingistíðinda og þingfréttir. Er í til- lögunni lagt til, að þingtíðindi verði prentuð og gefin út hálfs- mánaðarlega um þingtímann og höfð til sölu á bókamarkaði. Enn fremur að gerður verði stuttur útdráttur úr umræðum og hann birtur í þingfréttum útvarpsins og auk þess sendur blöðum. Gylfi Þ. Gíslason mælti fyr- of oft biandað þar saman frá- ir tillögunni og kvað unnt að . sögnum af staðreyndum og gefa þingtíðindin út svo að stjórnmálalegri túlkun þeirra. segja jafnóðum, eftir að farið Hins vegar taldi hann ófram- var að taka ræður þingmanna , kvæmanlegt að gera stuttan út- á segulband. Kostnaður myndi' drátt úr umræðum, án þess að lítið aukast, en sala þeirra á leggja um leið mat á mikilvægi hinn bóginn vafalaust mikið, raka og ummæla. Bezt væri því, þar eð marga myndi án efa fýsa að almenningur fengi sem fyrst Bæjarráð samþykkir að láta Gasslöðina hætta að starfa Gasstöðvarstjóra og rafmagnsstjóra. falin framkvæmd matsins. BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum s.l. þiðjudag að fela gasstöðvarstjóra og raf- magnsstjóra að vinna að því að gasstöðin verði látin hætta störfum hið bráðasta. VIÐHALDSKOSTNAÐUR MIKILL Hefur mikið verið um það rætt undanfarin ár að leggja niður gasstöðina, þar eð við- haldskostnaður á gasleiðslum og hættan af skemmdum á þeirn er orðin mjög mikil. Ekki hefur þó enn orðið úr þessu, einkum vegna þess að gasnotendur eru enn allmarg ir í bæuum. 3 aukaferðir Loftleiða fil Hew York í VEGNA mikilla eftirspurna á flugförum héðan til New York hafa Loftleiðir ákveðið að fara þrjár aukaferðir til New ork í desembermánuði. Flugvélarnar verða fullsetnar héðan vestur um haf, en þaðan verður svo farið til baka 3., 12. og 17. des- ember, og má gera ráð fyrir að margir kaupsýslumenn vilji nota þessi tækifæri til að koma jólavörunum heim, en vöru- flutningar eru nú sívaxandi milli landa með flugvélum. að fylgjast með því, sem gerðist á alþingi, jafnóðum. EKKERT SAGT FRÁ UMRÆÐUM Þá taldi Gylfi óeðlilegt, að aldrei væri skýrt frá neinum umræðum í þingfréttum Ríkis útvai'psins. Sagði hann, að frá- sagnir af umræðum væru að- alatriði í þingfréttum útvarps- stöðva í nálægum löndum. Kvað hann eðlilegast að þingið sjálft hefði forgöngu um, að gerður yrði stuttur útdráttur úr umræðunum. Þingið greiddi nú fréttamanni Ríkisútvarpsins og væri því ekki óeðlilegt, að útvarpið kostaði annan mann, en þeir gætu annað þessu starfi. Enn fremur ræddi Gylfi þing fréttir blaðanna, kvað þeim mjög ábótavant og nefndi um það dæmi. Bæri nauðsyn tii að halda skýrt aðgreindum frétt- um, þ. e. frásögn af þingmálum og ræðum, og túlkun þeirra eða dómum um þær. BJARNI BEN. TEKUR UNDIR Bjarni Benediktsson tók ein- dregið undir það, að þingtíðindi væru gefin út viku- eða hálfs- mánaðarlega og kvaðst enn fremur sammáia frummælanda um, að þingfréttum blaðanna VEeri mjög ábótavant, enda allt (Frh. á 2. síðu.) Norræna félagið heiðrar Kiljan. NORRÆNA félagið hélt í fyrrakvöld heiðurssamsæti í Sjálfstæðishúsinu fyrir Nóbels- verðlaunaskáldið Halldór Kilj- an Laxness. Sótti margt manna samsæti þetta. Formaður Nor- ræna félagsins, Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri flutti ræðu og þakkaði Laxness fyrir þá sæmd og þann hróður, sem hann hefði fært íslenzku þjóð- inni, en Laxness þakkaði og las síðan kafla úr verkum sínum — Ólafi Kárasyni Ljósvíking'i og Gerplu. Frú Þuríður Pálsdóttir söng nokkur lög við texta eftir skáldið með undirleik Jórunnar Viðar. ---------■»-- Veðrið í dag Minnkandi SV átt; skýjað Loftleiðir opna nýja skrifsfofu í miðbænum I Hamborg Mikil hátíðahöíd við opnun hennar. LOFTLEIÐIR opnuðu nýja skrifstofu í Hamborg föstudag- inn 11. nóvember. Hefur félagið til þessa eingöngu haft skrif- stofu á flugvellinum í Hamborg, en nú hefur félagið sem sagt fengið skrifstofuhúsnæði inni í miðbæ. í tilkynningu frá Loftleiðum segir m. a. svo: Að undanförnu hefur það háð mjög hinni vaxandi starf- semi Loftleiða í Hamborg, að félagið hefur einungis haft skrif stofur úti á Fuhlsbúttel flug- velli. Forráðamenn félagsins hafa fyrir löngu viljað bæta úr þessu, en þar sem miklir erfið- leikar hafa verið á útvegun hentugs húsnæðis í miðbænum hefur orðið lengri dráttur en skyldi á því að félagið gæti leyst þennan vanda. Fyrir nokkru tókust svo samningar um það að félagið fengi leigt stórt og veglegt skrifstofuhúsnæði við Rathaus- marht 4, en það er í hjarta borgarinnar, skammt frá ráð- húsinu. Ljósaauglýsingar ofan skrifstofunnar eru mjög áber- andi og öll salarkynni hin vist- legustu. i' Hin nýja skrifstofa Loftleiða var opnuð föstudaginn 11. þ. m. og hafði félagið í því tilefni boð inni. LÚÐRAR ÞEYTTIR Athöfnin hófst með því kl. 10 að lúðrar voru þeyttir, og tóku svo boðsgestir að streyma | inn. Setið var við góðar veit- ingar þangað til kl. 3 e. h. Með- al gesta voru yfirmenn flug- mála og margir aðrir kunnir fyrirmenn Hamborgar, auk (Frh. á 2. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.