Alþýðublaðið - 17.11.1955, Page 5
í'immtudagur 17. nóv. 1955.
AlþýSublagjg
Stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins:
Sfefnamörku
FUNDUR í FLOKKSST J ÓRN ALÞÝÐU-
FLOKKSINS, haldinn í nóvember 1955, telur, að
atvinnu- og efnahagsmál þjóðarinnar séu nú kom-
in í algert öngþveiti og að stefna sú, sem núverandi
stjórnarflokkar tóku upp 1950, hafi beðið fullkom-
ið skipbrot. Vill fundurinn í því sambandi minna
á þessar staðreyndir:
1) Höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar er nú haidið
uppi með beinum styrjum af opinberu fé, upp-
bótum og niðurgreiðslum og með gífurlegu álagi
á almennar neyzluvörur.
2) Þrátt fyrir vaxandi framleiðslu, greiða sölu út-
flutningsafurða og miklar gjaldeyristekjur vegna
varnarliðsframkvæmda safnar þjóðin nii hrað-
vaxandi stórskuldum eriendis.
3) Gjaldeyrisástandið er nú orðið svo ískyggilegt,
að hið svokallaða verzlunarfrelsi er ekki nema
nafnið tómt.
4) Húsnæðis- og byggingamál almennings eru í
hinu mesta ófremdarástandi. Fjöldi fólks býr
við óhæft húsnæði og okurleigu. Fjáröflun sú,
sem ríkisstjórnin lofaði til íbúðabygginga og að
vísu var ófullnægjandi fyrir allan almenning,
hefur að mestu brugðizt, og gróðrabrall með ný-
byggingar og húsnæði almennt sem og verðbréf
er komið í algleyming.
5) Verðlag hefur hækkað um 72% síðan 1959 og
fer enn hækkandi. Kauphækkanir eru að litlu
eða engu gerðar með verðlagshækkunum, svo
að hagur launþega fer sízt batnandi, en milliliðir
og margskonar braskarar safna of fjár í skjóli
hins sjúka fjárhagskerfis.
®) Síðan skráningu krónunnar var breytt 1950
hefur gengi hennar raunverulega verið lækkað
stórkostlega, og ólögleg gjaldeyrisverzlun við ok-
urverði farið í vöxt. Er nú svo komið að einstak-
ir hagsmunahópar ákveða sjálfir verð á erlend-
um gjaldeyri, gegn mótmælum ríkisstjórnarinn-
ar og án afskipta Alþingis.
íhaldið víki
Flokksstjórnarfundurinn telur, að ekki verði
ráðin bót á núverandi öngþveiti, nauðsynlegum
endurbótum í framleiðslu og viðskiptum komið
fram né lífskjör almennings tryggð og bætt nema
með gerbreyttri stjórnarstefnu.
Stefna sú, sem fylgt hefur verið síðan 1950,
hefir fyrst og fremst verið miðuð við hagsmuni
auðstéttanna og gróðamanna, en ekki alls almenn-
ings. Hún hefur verið ómenguð íhaldsstefnn, sem
vakið hefur óánægju meðal kjósenda annars stjórn
arflokksins, Framsóknarflokksins, og sætt gagn-
rýni af hans hálfu.
Frumskilyrði þess, að upp verði tekin ný
stefna með hagsmuni almennings fyrir augum, er
því, að höfuðvígi íhaldsaflanna í landinu, Sjálf-
stæðisflokkurinn, verði útilokaður frá áhrifum á
. stjórn landsins. Lýðræðissinnaðir andstæðingar
lians hafa hins vegar ekki meiri hluta á Alþingi
nú. Þar sem Sósíalistaflókkurinn heldur fast við
. Itommúnistiska einræðishyggju og fylgir austræn-
• um sjónarmiðum í utanríkismálum og meðan ein-
stakir þingmenn hans yfirgefa ekki flokkinn og
stefnu' hans, verður honum eða þeim ekki treyst
. til að standa að myndun heilsteypts meirihluta í-
haldsandstæðinga. Sömu skoðun hefur Framsókn
arflokkurinn einnig lýst yfir.
Þess vegna telur fundurinn, að gefa eigi þjóð-
inni kost á því að knýja fram nýja stjórnarsteínu
með því að efnt verði til kosninga sem fyrst.
Fundurinn bendir á, að áhrif auðstéttarinnar og
gróðamanna eru allsráðandi í Sjálfstæðisflokknum,
en kjósendur Alþýðuflokks, og meginþorri kjós-
enda Framsóknarflokks og Þjóðvarnarflokks er
fólk, sem aðhyllist svipaðar skoðanir í þjóðfélags-
málum og er andstætt hvoru tveggja, íhaldi og
kommúnistum.
í því skjrni, að kosningar leiði til myndunar lýð-
ræðissinnaðrar umbótastjórnar, er miði stefnu
sína við hagsmuni alþj'ðustéttanna, telur fundur-
inn því, að kjósendur þessara þriggja flokka, ættu
að efna til bandalags í kosningunum og fá tii
fjdgis við sig aðra þá kjósendur, er sömu hagsmuna
hafa að gæta, með það fjrrit augum að ná hreinum
meirihluta á alþingi.
Drög að stefnuskrá
Höfuðatriðin í stefnu flokkanna í kosningunum
og þá um leið í stefnu þeirrar ríkisstjórnar, er þeir
mynduðu eftir kosningar, telur fundurinn, að eigi
verða þessi:
1) Gert verði samfellt átak til þess að trj-ggja
aukna tækni og bæta skipulagshætti í útgerð, land
búnaði, iðnaði og við vörudreifingu, jafnframt því
sem unnið verði að öflun nýrra framleiðslutækja,
einkum til þeirra staða, þar sem atvinnuskilyrði
hafa verið rýr. Rafvæðingu Iandsins verði hraðað
og stofnað til nýrra iðngreina, svo sem sements-
framleiðslu, saltvinnslu og annarrar stóriðju, sem
skilj'rði eru fyrir hér á landi.
2) Sett verði löggjöf til þess að stuðla að því, að
fyrirtæki þau, sem vinna úr sjávarafla lands-
manna, verði rekin af bæjarfélögum eða samvinnu
félögum sjómanna og eigenda fiskibáta, og lögð
áherzla á að tryggja sjómönnum fullt andvirði afl-
ans. Bæjarútgerðir verði efldar og komið á fót rík
isútgerð togara til atvinnujöfnunar. Bátagjaldeyr-
iskerfið verði afnumið, en meðan afkoma báta-
flotans er slík að ekki verði komizt hjá að styrkja
hann, verði með innflutningsgjaldi aflað fjár í
sjóð í því skyni, en aðstoðin háð því skilyrði, að um
hagkvæmt skipulag og hagkvæman rekstur sé að
ræða. Togaraútgerðinni verði sköpuð skilyrði til
hagkvæmari reksturs með því að henni verði feng-
in í hendur tæki til að fullvinna aflann í landi,
og möguleikar til að kaupa rekstursvörur sínar
beint. Vextir og tryggingargjöld verði lækkuð.
3) Útflutningsverzlunin verði endurskipulögð í
því skyni, að markaðsskilyrði öll hagnýtist sem
bezt og það sé tryggt, að sannvirði aflans falli í
skaut sjómanna og eigenda fiskiskipanna.
4) Tekið verði upp eftirlit með öllu verðlagi í
landinu, og að því stefnt að ekki þurfi að beita
innflutningshöftum. Innkaupastofnun ríkisins
verði endurskipulögð og efld. Ríkið taki í sínar
hendur innflutning á olíum og benzíni, helztu teg-
undum byggingarefnis (sementi, timbrí, stevpu-
styrktarjárn) og lyfjum. Samvinnuhreyfingin s6'
studd, enda verði tryggt, að hún heyi harða sam-
keppni á viðskiptasviðinu til þess að þrýsta verð-
lagi niður á við.
5) Höfð verði náin samviima við hagsmunasam-
tök launþega og bænda, og unnið að því, að ínlt-
írúar þessara aðila, bænda og atvinnurekenda á-
samt fulltrúum ríkisstjórnarinnar nái samkonru-
lagi um grundvallaratriði í launamálum og verrj’-
lagsmálum.
6) Gert verði stórfellt átak tii lausnar húsnæð-
-ismálum kaupstaða og kauptúna með byggintyv
verkamannabústaða, bæjar- og samvinnubyggingay
og með því að beina því fé, sem fáanlegt er, t’nV
byggingar íbúða við almenningshæfi.
7) Almannatryggingarnar verði efldar, og þátc-
taka rikissjóðs í kostnaði við þær aukin. Atvinrn*
stofnun ríkisins verði komið á fót og henni faliíf
að annast skráningu vinnuaflsins, vinnumiðlun m-
a. til unglinga og örykja, úthlutun atvinnubóta ■
fjár, og að gera tillögur um ráðstöfun þess f jár, sémr
hið opinbera leggur fram til atvinnuaukningar.
8 Skatta- og tollalöggjöf verði hagað svo, aé»
skattabyrgðin hvíli ekki lengur með mestmrv
þunga á launamönnum.
9) Ríkisbúskapurinn verði hafður hallalaust og
komið á sparnaði í opinberum rekstri. Skipulog
bankanna verði endurskoðað og stefna þeirra miif-
uð við það að fullnægja á heilbrigðan hátt láns-
fjárþörf útvegsins, Iandbúnaðaríns, iðnaðarins og
verzlunarinnar.
Stefnt verði að því, að stöðva vöxt dlýrtíðariwn-
ar cg trjggja stöðugt gengi krénunnar.
10) Stefna í utanríkismálum verði við það mið
uð að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins, að ís-
land eigi samstöðu með nágrannaþjóðum sínum. m
báðum megin Atlantshafs og standi við skuldbind
ingar þær, sem leiða af aðild þess að Atlantshaís-
bandalaginu.
Herinn og varnarmálin
Með hliðsjón af breyttum viðhorfum síðan varrv-
irsamningurinn frá 1951 var gerður, verði nú þeg-
ar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá vat-
upp tekin, með það fyrir augum að fá fram þær
óreytingar á varnarsamningnum, sem í þingsálykí
unartillögu Alþýðuflokksins greinir, og að haSgfc
verði með stuttum fyrirvara að láta varnarlið þáð,-
sem nú dvelst i landinu, hverfa héðan. Fáist ekkt
samkomulag um þessi atriði verði málinu fyJgt
eftir með uppsögn samkvæmt 7. gr. samningsins.
Jafnframt verði þegar hafizt handda um ráðstaf
anir til að tryggja þeim mönnum atvinnu, sem m*
vinna að framkvæmdum varnarliðsins þegar þeirn.
lýkur.
Flokksstjórnarfundurinn lýsir yfir því, að Ak»
þýðuflokkurinn er reiðubúinn til kosningasarn-
vinnu við Framsóknarflokkinn og Þjóðvairnar-
flokkinn ef þessir flokkar vilja fallast á meginat-
riði þessarar stefnu og samkomulag mæst um iiú
högun, og til stjórnarmyndunar að kosningtm*
loknum, ef þær leiða i Ijós, að hún nýtur trawstt*
kjósenda.
Þriggja flokka samstarf
í Ráðningarskrifstofa
| Félags íslenzkra
1 hljóðfæraleikara
i
getur útvegað jhljóðfæraleikara í alls konar)
samkvæmi. —Isími 8-25-70.
Opið frá kl. l|—12 og 3—-5 e. h. % !
Snjóbuxur
á telpur og drengi.
Verð frá kr. 55,00.
Toledo
Fischersundi.
. .(SfSj
Ný, vökvaknúin véískófla fæst leigð til vinnu
Skóflustærð vélarinnar er 1/2—% kúbik yard. — i
* . -
SKóflan er vel fallin til hvers konar moksíurs og ■
< .
auk þess sérstaklega útbúin til að moka grjóti. |
4 ' '" r ' r ■ ' V.
AHar upplýsingar í síma 3450.
,.il
§
*
. JÓN HJÁLMARSSON.
ll