Alþýðublaðið - 21.12.1955, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.12.1955, Qupperneq 3
Miðvikuclagur 21, des, 1955 AlþýSublaStg 3 • • LEIKSYIÐSTOFRÁR LEIFÉLAG REYKJAVÍKUR hefur nokkrum sinnum í vetur sýnt leikrit Agnars Þórðarson- ar: „Kjarnorka og kvenhylli“. Sá, er þessar línur ritar, átti þess kost að sjá leikrit þetta í Iðnó, er það var síðast sýnt þar. Margt er vel um leikritið og ýmsar ádeilur þess hitta vil í mark. Flestir leikendur skiluðu hlutverkum sínum mjög sóma- samlega. Aðalhlutverkin' léku Þorsteinn Ö. Stephensen, Guð- hjörg Þorbjarnardóttir, Bryn- jólfur Jóhannesson og Árni Tryggvason. Þorsteini tókst vel að sýna heldur rislágan stjórn- málamann, sem í raun og veru er listamaður, en blekkir bæði sjálfan sig og aðra á ýmsa vegu. Guðbjörg leikur prýðilega konu þessa- mann, sálarlitla daður- drós, sem leitar ekki annars í lífinu en hégómlegra skemmt- ana, mannvirðinga og nautna. Leikkona þessi reynist vaxin hverju því hlutverki, er hún tekur að sér, og er hún tvfmæla laust í hópi allra snjöllustu leik k%ænna vorra. Mjög fögur rödd, góður skilningur og tilgerðar- laus framkoma eiga sinn þátt í leiktöfrum hennar. Brvnjólf- ur leikur í leikriti þessu góðan °g' gegnan bónda af ,,gamla skólanum", dálítið frumstæðan en heilsteyptan sómakarl, og tekst frábærlega vel að leiða slíka manngerð í ljós. Er það ekki í fyrsta sinn að honUm „tekst upp“ á leiksviði. Þessi galdramaður meðal íslenzkra leikara hefur nú árum saman skapað þar hverja minnisstæðu . manngerðina (,,týpna“) á fætur i J annarri og virðist jafnvígur á 1 allt. Mætti eiginlega segja, að hann geti brugðið sér ,,í allra' 1 kvikinda líki“! Hann er leikari , „af guðs náð“. — Árni Trvggva ' son leikur „vísindarónánn“, { uppskafning, sem notar „vísfnd in“ sem skálkaskjól, og er sú j manngerð til, jafnvel í voru litla þjóðfélagi. — Leikur Árna er góður og minnisstæður. Ér gott til þess að vita, að til i (Frh. á 7.. síðu.) Ulvarp vikuna Sunnudagur. NÚ HEFUR Helgi J. Halldórs son Iokið erindaflokki sínum um nýjungar í íslenzkri Ijóðagerð og virtist mér svo sem honum dapraðist flugið, þegar á leið. Upplestrar úr nýjum bókum gerast nú nærgöngulli við hlust- endur en nokkru sinni fyrr, og er stundum hörmulegt á að hlýða. Það kemur jafnvel fyrir, að upplesararnir séu drukknir, og er það að vissu leyti afsakan- legt. Góðir og allrar virðingar verðir voru þó kaflarnir úr ævi- sögu Thors gamla Jensens og Suðureyjabók Hermanns Páls- sonar, en að öðru leyti finnst mér þetta vera orðið nokkuð grátt gaman. Mánudagur. Sjálfur jólasveinninn talaði um daginn og veginn og kallaði sig Guðmund Jósafatsson frá Austurhlíð. Hann valdi sér að umtalsefni fépynd og Ijóðagerð og virtist dável heima í báðum þessum listgreinum. Margir höfðu af þessu hina mestu skemmtan og vonandi lætur hann til sín heyra öðru sinni, ef hann má því við koma. Það er mikið lán fýrir útvarp- ið að hafa slíkt tromp á hendi sem Björn Th. lisífræðingur er. Sannast að segja eru myndlist- arþættir hans með meiri menn- ingarbrag en flest annað innlent efni dagskrárinnar, og svo hefur lengi verið. Þó mun þetta síð- asta erindi. hans um Guðmund heitinn Thorsteinsson eitt hið bezta, sem ég hefi frá höiium heyrt. Þriðjudagur. Smásaga frú Elínborgar Lárus dóttur var ekki ólagleg, þó jmyndi ég, ef mér væri sjálfrátt, telja þetta hálfgert léttmeti. j Vökulestur er það kallað, þeg- ar Helgi Hjörvar eða dr. Broddi Jóhannesson þylja yfir okkur kafla úr gömlum bókum og ann að sjálfvalið efni, eftir hátta- I tíma. Báðir eru þeir merkis- ■ menn, og oft er gaman að þessu.- ; Hinu skal ég ekki leyna, að mér finnst dr. Broddi öllu skemmti- legri og uppbyggilegri, sem slík ur, enda mun hann allt í senn i hugkvæmari, gáfaðri og um fram allt miklu menntaðri mað- ur. MiSvikudagur. j Nú er fátt að frétta. Gamlar sveitalííslýsingar úr ýmsum átt- um voru fluttar í nokkurs kon- ar leikritsformi. Þetta var svó sem nógu gott, en mestur leik- arinn var dr. Björn Sigfússon eins og við mátti búast. • Fimmtudagur. Um náttúrlega hluti og aðra slíka fræðsluþætti útvarpsins ------------1--- * - i , gott eitt að segja, enda eru þeir í umsjá færustu manna, en nokk j juð leiðigjarn verður mér þ.ó J hinn endalausi upplestur hól- ; bréfanna frá hlustendum til þeirra sjálfra. Föstudagur. Efni kvöldvökunnar var all fjölskrúðugt að þessu sinni. Er- indí Jóns bónda Sigurðssonar á Reynistað var að vísu framúr- skarandi leiðinlegt, en aftur á móti var söngur verkalýðssam- takanna éða hvað það nú heitir nokkuð góður. Þættir Þórólfs Smiðs úr æviminningum Geirs Sigurðssonar voru einnig sæmi- legir, þótt litla hugmynd gefi þeir okkur um persónulega töfra hinnar munnlegu frásagnar þess ALLT Áskurður: Hangikjöt Rúllupylsa Steik Skinke Malakoff Tungupylsa Tepylsa Hamborgarpvlsa Hamborgarhryggur Kindakæfa Lifrakæfa Mjólkurostur Mysingur Gráðostur Reyktur lax Salöt: Ávaxta Ítaískt Franskt Rækju Humar Laxa Síldar Aspargus Alikálfakjöt: Steikur Vienersnitzel Beinlausir fuglar Fuglar: Kjúklingar Rjúpur Gæsir Svið Hangikjöt: Læri Frampartur Svínakjöt: Steikur Kótelettur Hamborgarhrj-ggir Dilkakjöt: Læri Kótelettur Heilir hryggir Súpukjöt Léttsaltað Hamborarhryggir Hamborgarlæri Nautakjöt: Buff Gullach Steik Nýtt grpenmeti: Hvítkál Rauðkál Gulrófur Niðursoðið grænmeti: Grænar baunir Blandað grænmeti Rauðrófur Sýrðar agúrkur Nýir ávextir: Epli Appelsínur Sítrónur Niðursoðnir ávextir: margar tegundir Þurrkaðir ávextir: margar tegundir Sulta: Jarðarberja sulta Blönduð ávaxtasulta Súpur: Blá band Knórr Honig Tex Ton Búðingar: Erlendir og innlendir Blá band, kaldir búðingar Avaxtahlaup, Jell—O Kjötkraftur í glösum Súputeningar Alatarlím o. fl. o. fl. skemmtilega gamalmennis, sem þeir eru kenndir við. Það er eitthvað mjög geðslegt við kvæði Þorgeirs Sveinbjarn- arsonar, þó held ég ekki að þau séu svo góð sem þeir Helgi Sæm undsson og Vilmundur Jónsson vilja vera láta. Auk.þess voru þau hálfleiðinlega flutt. Laugardagur. Og enn lesa þeir. Að þessu sinni var lesið úr fimm nýjum íslenzkum bókum. Vitanlega var Hagalín beztur. Ennfremur virð ist skáldsaga Jóns Björnssonar allspennandi. Hinar þrjár lízt mér ekkert á. A.K. Jarðarför SÆMl’XÐAE G.UÐMUNDSSONAR fyrrverandi ljósmyndara fer fram írá Fossvogskapellu fimmíu- daginn 22. þessa mánaðar kl. 1.30 eftir hádegi. Fyrir hönd sýstkyna og annafra ættingja Agúst Sæmundsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.