Alþýðublaðið - 21.12.1955, Qupperneq 4
4
A l þ ýð u bIa$ iS
MiSvikudagur 21. des. 1 ftS5
Útgefandl: Alþýðuflok\uri*m.
Ritstjóri: Helgi Scemundsso*.
Fréttastjóri: Sigváldi Hjálmarsso*.
Btaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttir,
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusíml: 4900.
Álþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðt* 9—10.
'Asþriftarverð 15fi0 i múnuði. I lattsosðlu lfiO.
Bæku r og höfundar:
Óskað til hamingju
RÍKISÚTVARPIÐ hefur
um þessar mundir starfað í
aldarfjórðung og er þannig
komið af bernskuskeiði. Það
þótti ekki fyrirferðarmikið
barn í vöggu, en náði skjót-
um þroska. Nú er útvarpið
áhrifamesta tæki til fróðleiks
og skemmtunar, sem íslend-
ingar eiga kost á. Nær allir
landsmenn njóta þess dag
hvern og vilja ekki án þess
vera.
Oft hefur verið deilt um
dagskrá útvarpsins, og svo
er enn. Skoðanir munu til
dæmis skiptar um hátíðadag-
skrána. Gagnrýnin einkenn-
ist ekki aðeins af aðfinnsl-
um í blöðum heldur al-
mennri afstöðu fólksins í
bæjum og sveitum. Allir
gera miklar kröfur til út-
varpsins, og flestir verða fyr
ir vonbrigðum. Samt getur
útvarpið sæmilega við unað.
Enginn vill án þess vera, og
alltaf lifir vonin um betri og
skemmtilegri dagskrá. Hins
vegar liggur í augum uppi,
að forráðamönnum þess sé
ærinn vandi á höndum. ís-
lendingar láta ekki svo auð-
veldlega gera sér til hæfis.
Þeir eru fjölhæfir, víðlesnir
og fróðir og hafa mikið yndi
af bókmenntum og fögrum
listum. Jafnframt vilja þeir
gjarna gera sér dagamun
saklausrar skemmtunar. Út-
varpið á að sjá þeim fyrir
öllu þessu. Það er vissulega
enginn hægðarleikur, en
margt tekst vel, og allt stend
ur til bóta. Því má ekki
gleyma, að íslendingar eru
fámenn þjóð í stpru landi, og
útvarpið geldur þeirra að-
stæðna flestum stofnunum
fremur. Samt er full ástæða
til að óska afmælisbarninu
til hamingju og árna því
gæfu og gengis í framtíðinni.
Útvarpsstjórarnir hafa
verið tveir þessi 25 ár, Jónas
Þorbergsson og Vilhjálmur
Þ. Gíslason, en starfslið stofn
unarinnar hins vegar aukizt
ár frá ári með fleiri og stærri
verkefnum. Hlustendur
þekkja skiljanlega bezt þá,
sem annast dagskrána, en
sannarlega koma margir aðr-
ir við sögu, og kannski er
=kki síður ástæða til að
bakka þeim en sumum hin-
um. Ráðið til að. fullnægja
öllu réttlæti í tilefni afmæl-
isins myndi helzt það að
þakka öllum, sem unnið hafa
góð störf í þágu útvarpsins
og gert sitt til þess, að stofn-
unin yrði hlutverki sínu vax-
in. Árangurinn segir vissu-
lega til sín: Öll þjóðin tekur
þátt í gleði og vonbrigðum
útvarpsdagskrárinnar og vill,
að barnið, sem var fyrir 25
árum, komist enn til aukins
þroska.
Betri umferðarstjórn 1
HLUTAÐEIGANDI aðilar
hafa beitt sér fyrir stór-
bættri umferðarstjórn í
Reykjavík þessa dagana. Ár-
angurinn er ótrúlega mikill
á skömmum tíma. Ýmsir
óttuðust, að höfuðborgin
yrði einn risastór umferðar-
hnútur þessa dagana, en
þeim vandræðum hefur ver-
ið forðað af myndarskap,
sem vert er að þakka. Bæj-
arbúum er auðveldara að
kornast ferða sinna í jólaönn
unum heldur en verið hefur
langan tíma.
Reynslan, sem nú hefur
fengizt, bendir til þess, að
hægt muni að bæta umferð-
ina til mikilla muna með
auknu skipulagi. Skiptir
mestu í því sambandi, að
sérstakir lögregluþjónar séu
látnir einbeita sér að um-
ferðarstjórninni. — Þannig
fæst þjálfun og reynsla, sem
er nauðsynleg og Reykjavík
getur ekki án verið. Sjálf-
sagt kostar þetta fé, en í það
tjóar ekki að horfa eins og
komið er. Umferðarstjórnina
verður að skipuleggja.
Endurminningar Trygve Lie
Trygve Lie: Sjö ár í þjón-
ustu friðarins. Loftur Guff.--
mundsson íslenzkaði. Bóka-
útgáfan Hrímfell.
Á ÁR.UNUM 1946—53 var
hinn kunni norski stjórnmála-
maður Trygve Lie aðalritari
Sameinuðu þjóðanna. í fvrra
var gefin út ofannefnd bók eft-
ir hann um starf hans í þjón-
ustu Sameinuðu þjóðanna. Kom
bókin út í Noregi og Ameríku
samtímis og hefur þegar verið
gefin út á 14 tungumálum. Bók
þessi hefur að vonum vakið
mikla athygli, þar sem höfund-
ur hennar hafði allra manna
bezta möguleika til að fylgjast
með gangi heimsmálanna og
komast að raun um margt, sem
jafnan er hulið almenningi,
enda stóð hann oft í nánu sam-
bandi við voldugustu menn ver-
aldar. Eins og vonlegt er fjall-
ar bókin aðeins um nokkur
hinna mýmörgu deilumála og
annarra vandamála, sem Sam-
einuðu þjóðirnar höfðu til með-
ferðar. Þar eru t.d. kaflar um
Palestínumálið, kínversku um-
boðsdeilan og Kóreumálið, en
ekkert um Kashmírdeiluna eða
Indónesíumálið. Bókin er því
eiginlega þættir um nokkur
helztu mál, sem Sameinuðu
þjóðirnar hafa fengizt við að
leysa. En þeir eru auðvitað allt
of stuttir til þess að vera ræki-
leg greinargerð fyrir gangi
Trygve Lie.
deilumálanna, en rekja þau þó
í aðalatriðum og hafa verulegt
heimildargildi vegna þekking-
ar höfundar á málunum og
mönnum, er við þau voru riðn-
ir. Ýmsar upplýsingar eru þar,
sem ekki •voru alkunnar áður,
en þó virðast þær vera færri
en við hefði mátt búast. En mik
ilvægast er í því sambandi að
þau lýsa viðhorfum og sjónar-
miðum aðalritarans. Frásögn
hans gefur viða góða innsýn í
hráskinnaleik stórveldanna,
eigingirni þeirra, tortryggni og
tillitsleysí við smáþjóðirnar.
Það leikur enginn vafi á því
að Trygve Lie var mikill sæmd-
armaður. velviljaður og sam-
vizkusamur, gerði sitt ýtrasta
til að draga úr ofsa hinna vold-
ugu ríkja. halda uppi jöfnuði
rneðal þjóðanna að svo miklu
leyti sem honum var unnt og
vernda heimsfriðinn. Bókin er
í heild sinni vel og skýrlega rit-
uð. Gerir höfundur skilmerki-
lega grein fyrir gángi mála og
lýsir mönnum vel.
Hins vegar er fullvíst .að
margir hafa ýmislegt við. frá-
sagnir hans að athuga, einkum
um þau mál, er deilt er unr af
kappi, eíns og t.d. um upphaf
Kóreustyrjaldarinnar. En í því
máli stendur ennþá hver stað-
hæfingin þvert á móti annarri
og klögumálin ganga á víxl.
Þýðing bókarinnar virðist
hafa tekizt vel, enda er þýðand-
inn kunnur að rithæfni.
Frágangur bókarinnar er góð
ur og margar myndir prýða
hana. Skúli Þórðarson.
Hugarsýn um lönd og álfur
Gerlst áskrifendur btaðslns.
Alþýðublaðið
i
Kristmann Guðmundsson:
Heimsbókmenntasaga. —
Fyrra bindi. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs. Alþýðu-
prentsmiðjan. Reykjavík
1955.
ÞETTA er alþýðleg bók-
menntasaga, sem flytur ævi-
ágrip skálda og höfunda og
helztu upplýsingar um rit
þeirra, stefnur og áhrif. Slíka
bók hefur vantað svo lengi hér
á landi, að naumast er vanza-
laust. Menningarsjóður bætir
því úr brýnni þörf, og Krist-
mann Guðmundsson þorir, þeg
ar aðrir hika.
Undirritaöur getur engan
heildardóm fellt um bókina
fyrr en í fyrsta lagi, þegar síð-
ara bindi hennar liggur fyrir.
Samt virðist augljóst, að hér sé
mikinn og gagnlegan fróðleik
að finna. — Jafnframt reynist
bókin skemmtileg aflestrar, því
að höfundurinn er hugkvæmur
og ófeiminn að setja fram skoð
anir sínar, auk þess sem hann
skrifar fjörlega og segir oft
mikið í stuttu máli. Dálítið
gætir þess, að Kristmann hafi
meiri mætur á einni bókmennta
stefnu en annarri og láti suma
meistarana gjalda slíkrar
flokkaskiptingar, sem alltaf er
hæpin. Annarlegrar hlutdrægni
verður hins vegar hvergi vart,
nema hvað Karl heitinn Marx.
hefur gleymzt, sem hlýtur að
teljast ámælisvert, svo mjög
sem skoðanir hans kennast í
heimsbókmenntunum til góðs
eða ills. Bezt tekst Kristmanni
að öllum jafnaði að gera grein
fyrir ljóðskáldunum, og af og
til þýðir hann sýnishorn kvæða
þeirra, en það mun ekki einu
| sinni Francis Bull hafa fundizt
! á valdi sínu. Telja verður galla,
! að höfundurinn tilgreinir ekki
nema stundum þær bækur, sem
þýddar hafa verið á íslenzku.
Höfundatal og nafnaskrá bíða
síðara bindis eins og sjálfsagt
er, svo og upptalning heimild-
arrita, sem einhver skapmikill
ritdómari vildi fá strax. Það
mun þó til of mikils mælzt, þar
eð þeirri greinargerð verður
varla við komið að hálfnuðu
verki, enda nægur tími til
stefnu, ef lesendur geta þrauk-
að fram á næsta ár, sem ætti
S að vera flestum vorkunnar-
. "5 ’>
Kristmann Guðmundsson.
laust. Hún verður naumast
skemmtilestur, en hins vegar
bráðnauðsynleg þeim, sem vilja
gera samanburð og athuga,
hvað rnuni þýtt og frumsamið,
þó að vonándi sprengi sig eng-
inn á þvílikri iðju.
Heyrzt hefur, að bókmennta
sagan geti ekki talizt frumleg
eíns og skáldsögur Halldórs
Kiljans Laxness eða ljóð Jó-
hannesar úr Kötlum. Gefur að
skilja. Heimsbókmenntirnar
hefur víst enginn maður lesið
í heild enn sem komið er, og
staðreyndatalið um skáldin og
rithöfundana verður að þýða,
því að ekki hlýða dauðir kalli,
þó að á þá sé hrópað. Þetta ætti
enginn að gera að æsingamáli
og því síður pólitísku ágrein-
íngsefni, enda af nógu að taka
1 samt. Fyrirrennarar Krist-
! manns Guðmundssonar hafa
ekki allir þótt frómir, en haldið
heiðri og mannréttindum að
minnsta kostí á Vesturlöndum.
Hér ber að gæta hófs og sann-
girni. Verkefnið er að „stela“
frá sem flestum, meta upplýs-
ingar og skoðanir margra
manna og búa til bók við al-
þýðu hæfi, sem henti íslenzk-
um lesendum. Þetta á ekki að
vera fræðirit, heldur almenn
bókmenntasaga. Hins vegar
væri óneitanlega mikill íengur
að því, ef íslendingur tæki sér
fyrir hendur að semja fræðí-
lega heimsbókmenntasögu og
verja til doktorsnafnbótar við
háskólann, en sennilega verð-
um við að bíða þess stórviðburð
ar enn um sinn, þó að einhverj
ir fengjust til að verða andmæl
endur úr hópi áheyrenda. Krist
mann Guðmundsson hefur eng-
an slíkan frama í huga —•. og
minna má gagn gera. Hann.
tekst á hendur að rita bók, sem
þjóni tilgangi fróðleiks og
skemmtunar um helztu skáld
og rithöfunda veraldarinnar.
Honum er þröngur stakkur
skorinn, því að heimsbókmennt
unum verða ekki gerð skil á
600 blaðsíðum fremur en æví
og kenningum Marx eða Lenins
í Þjóðviljadálki. Hvort tveggja
er þó reynt í trausti þess, að
lítið sé skárra en ekkert. Únd-
irritaður fær ekki varizt því, að
sú ály'ktun eigi ærinn rétt á sér.
Fyrir nokkrum árum var
samið og gefið út rit um ís-
lenzkar nútímabókmenntir. —
Skoðanir um það urðu harla
skiptar. Höfundurinn átti samt
viðurkenningu skilið. Kristinn
E. Andrésson leysti eins og
hann var maður til verkefni,
sem öðrum óx í augum, og
.þeim, sem eru honum ósam-
'mála, ætti að vera hæg heima-
tökin að gera betur. Svipað
gildir um bókmenntasögu Krist
manns Guðmundssonar. Hún
þykir áreiðanlega ekki einhKt,
,þó að bæði bíndi hennar verði
I ____ . (Frh, á 7. síðu.) ,