Alþýðublaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. janúar 1955. A ! þ ý g u b 1 a 5 I S Það er nú horfið, en þar höfðu fjárhættuspilarar vændiskonur og annar svipaður lýður aðsetur sitt. RAUÐU ljósin eru gersam- lega horíin úr Basinstræti. I þann tíð er herðaskiltkjan var skrautfat karlmanna var Basin street miðdepillinn í bæjar- hverfi þar sem karlmenn, sem heiðarlegir vildu kallast, létu yfirleitt ekki sjá sig. Að rriinnsta kosti fóru ungir menn þangað ekki með stúlkunum sínum. Strætið var kallað ýms- um miður fallegum nöfnum, —- meðal annars „Útibú Satans í New OrIeans“. Nú hefur Basinstræti breytt um svip. Gatan hefur verið breikkuð til muna, malborin og gangstéttirnar steyptar. Þar hafa. verið settir upp nýtízku Ijósastaurar og bifreiðarnar geta ekið eins hratt og lög leyfa. Gatan getur að vísu ekki talizt falleg enn, — en ljót er hún . ekki lengur. Hún er heldur ekki jafn ævintýraleg og áður, ekkert, sem athygli vekur, — ekki einu sinni óhreinindin. TVÖ ÞÚSUND VÆNDISKONUR 1910 En gatan hefur ekki alltaf verið svona hversdagsleg og þokkaleg. Árið 1897 fékk einn af borgárráðsherrunum sam- þykkta þá tillögu, að leyfilegt væri að halda dagstofum í hús- ' um hreinum með því að sópa ruslinu inn í önnur herbergi. Samkvæmt þessari hugmynd var það, að ýmis konar rusli og ólánsfólki þjóðfélagsins var leyfí að hafast við á einhverj- um afviknum stað, eða með öðr um orðum — innan takmarka 24. strætis. New Orleans var þá heiðarlegur og hreinn bær, --- að einni miður hreinlegri götu undanskilínni. Og í þessari slæmu götu höfðu fjárhættuspil ' arar og vændiskonur aðsetur sitt og brennivínsknæpurnar þurftu ekki að kvarta yfir skorti á viðskiptavinum. Hér var jazzinn og upprunninn í því formi, sem hann hóf sigurför sína meðal hvítra manna. Árið 1910 voru þarna 200 vændishús starfrækt og tala vændiskvenna áætluð yfir tvær þúsundir. Allt var þetta látið afskiptalaus unz síðari heimsstyrjöldin hófst. Þá t var sú ákvörðun tekin fyrir at- beina flotamálaráðuneytisins, sem ekki taldi heppilegt að ung ir sjóliðar ættu kost viðskipta þarna í strætinu, að öllum ' ,,skemmtistöðum“ þar. yrðí lok- að. ' Það var hræðilegt er lögregl- ! an kastaði á dyr öllu þessu at- I hvarfslausa fólki, sem eytt ihafði þarna öllum sínum taeztu | árum, segir Louis Armstrang í • endurminningum sínum. Ég hef aldrei orðið vitni að slíkum harmi. SUMT ER ÞÓ UM KYRRT .Maður getur fljótt komizt að raun um, hvað það lét eftir sig.1 Á einum stað við götuna hef- : ]ur symföníuhljómsveit borgar-' ' innar sölu á gömlum bókum fyr ] ir lágt verð. Áður gat. maður I valið þar úr bókum fyrir enn ! lægra verð. Timburkofarnir hafa verið rifnir, látnir rýma fyrir nýtízku stórhýsum, sem | þar á að reisa. En íbúar gamla; kirkj ugarðsins halda þó kyrru fyrir. Lögreglan gerði jazzinn j meira að segja útlægan úr hverfinu. Áður höfðu trompet- ar og básúnur og saxófónar | glumið liðlangan daginn og nótt ina að auki í vændishúsunum, fæðingarstaðnum, þar. sem hann sleit barnsskónum. Nú hefur Beethoven hafið innreið sína í ríki hans. Eiginmaður minn VILHJÁLMUR ÁRNASON húsasmíðameistari Lindargötu 11 andaðist í sjúkrahúsi Hvita- bandsins laugardaginn 7. þ. m. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna Þórey Jónsdóttir. ■IL^iL&iiMI ANNES ÁHORNIN UHÚH VETTVANGUR DAGSINS pmTi[t!Tijnninnni[r Óvenjulega raunsæ mynd frá Bandaríkjunum —- Ótrúlegt þjóðfélagslegt fyrirbrigði -— Faiitarnir og verkalýðshreyfingin — Lærdómar — Ósiður Börn og Itvikmyndir A EYRINNNI er tvímælalaust ein merkasta og áhrifarikasta kvikmynd, sem hingað hefur borizt frá Bandaríkjunum, en hún lýsir óhugnanlegu þjóðfé- ] íagsástandi, er ótíndir fantar og glæpamenn ná yfirráðum yfir verkalýðsfélögum og vinnuráðn Ingum umkomulausra alþýðu- maniia og nota aðstöðuna tií þess að rýja þá inn að skyrt- unn, sjúga þá eins og sníkjudýr. ÐÆMI ERU TII. ÞESSA við stórhafnir bandarískra borga, en samt kemur manni þetta svo undarlega fyrir sjónir, að maður getur varla trúað því, Sérstak- lega kemur það manni á óvart, að"’ verkamannafjöldinn skuli þola slíkt ofbeldi við þá sjálfa og félagsskap þeirra, en samt sem áður tala staðreýndirnar — : og þetta er svo sem ekkert verra . en í einræðisríkjunum þar sem . verkalýðshreyfingin er gerð að t.æki í höndum valdhafanna til þess að halda vérkarriönrium í kreppu. ÞESSI BANDARÍSKA kvik- mjmd er raunsæ, raunsærri en flestar kvikiriyndir frá Banda- ríkjunum. Það er óvenjulegt að sjá fólk koma til dyranna eins og það er klætt, ekki skrýft og ekki strokið. Það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi lært af viðtökum þessarar kvikmyndar, að Evrópumenn eru orðnir leið- ir á glysinu í myndum þeirra. SAMT SEM ÁÐUR þurftu þeir endilega aö stílla upp prúð- búnu kjöttrölli í lok myndárinn ar, sem beið verkamannahóps- ins og leiddi þá til verka. Eins kemur það okkur mjög spanskt fyrir sjónir, að verkamennirnir eru ekki látnir rísa upp fyrr en einum þeirra hefur tekizt að berja bófann sjálfan til óbóta. Orðræður prestsins í myndinni eða réttlætis- og manndómstil- finning verkamannanna höfðii ekkert að segja. Það var ékki fyrr en hnefarnir komu til sög- unnar, sem verkamennirnir þorðu að rísa upp. EF TIL VILL er mannskepn- an svona. Og við höfum jafnvel séð svona lagað hér í okkar verkalýðshreyfingu — og gæti ég nefnt ákveðin dæmi, en ég vil eliki trúa því að hægt sé að setja þennan stimpil á verkalýð- inn í heild. Annárs er'þeSsi kvik myrid í Stjörubíói mjög góð og gott að sem flestnir sjái hana. OG FYRST ÉG ER fárinn að minnast á kvikmyndir, er rétt að drépa á það, sem rriér virðist alltaf fara vaxandi og er rnjög miður. Það kemur þráfaldlega fyrir — og átti sér sannarlega stað á sunnudaginn í Stjörnu- bíói, að fólki er hleypt inn lengi eftir að sýning er byrjuð. Þetta er alveg óþolandi. Það á að loka dyrum um leið og sýning hefst, alveg eins og gert er í Þjóðleik- húsinu. Þeir, sém ekki koma fyrr en sýning er byrjuð eiga að standa utan dyra. Kvikmynda- húsið er í fullum rétti, en gest- urinn ekki. ÞÁ VIL ÉG benda á það, að ckki er fylgt reglunum um börn á kvikmyndasýningar, sem bannaðar eru fyrir þau. Börnum er bannaður aðgangur að þess- ari kvikmynd, enda alls ekki við þeírra hæfi. En á 5-sýning- unni í Stjörnubíói á sunnudag- inn voru börn, þar á meðal 11 —12 ára gömul stulka með þrjú börn á aldrinum þriggja til fimm ára. Ilannes á horninu. / 2 3 V □ I- Y i m 7 s <? □ IJ li “ r /J /v IS -mitt n n L □ KRÖSSGÁTA. Nr. 954. Lárétt: 1 skelfileg, 5 elska, 8 karta, 9 einkennisstafir, 10 á , fingri, 13 tónn, 15 lurkur, 16 ó- slétta, 18 hehnabrugg. Lóðrétt: 1 fjöldi, 2 meltingar- færi, 3 tóm, 4 til þessa, 6 bíta, 7 j aldin, 11 korn, 12 geð„ 14 styrk, i 17 uttékið. Lausn á krossgátu nr. 953. Lárótt: 1 ráekarl, 5 ói’ær, 8 kurl, 9ðe, 10 raus, 13 tu, 15 ugla, 16 urða, 18 tálga. Lóðrétt: 1 rakstur, 2 æður, 3 kór, 4 ræð, 6 flug, 7 rekan, 11 auð, 12.slög, 14 urt, 17 al. V/Ð APNATiHÓL s S j S j s | h s ‘ s jí s s s s Útbreiðið Aiþýðublaðið Skrifsfofuslú óskast í framtíðarstarf, sem er fjölþætt. Eiginhandarum- sókn sendist afgreiðslu blaðsins fvrir 15. þ. m. merkt ,,skrifstofustúlka“ og skal þar tilgreina menntun og fyrri störf. Við höfum fluflf FATAVERZLU okkar í 11 ir" h.f. FATÁDEILDiW AðaSstræti 2 vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Kleppsholti Smáíbúðahvcrfi Lönguhlíð Talið við afgreiðsluna - Sími 49 HEIMSMERKIÐ er gerir allt hár silkimjúkt og fagurt. Heildsölubirgðir: Sími 1S77.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.