Alþýðublaðið - 24.01.1956, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.01.1956, Síða 4
Aiþýðublaðið ÞriSjuilagur 24. janúar 1 f>. Útgefandi: Alþýðuflok/(UftM». Ritstjórí: Helgi Sœmundssom. Fréttastjórí: Sigvaldi HjálmarssoM. Blaðamenn: Björgvm Guðmundssou ng Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastjórí: Emilía Samúelsiótlk. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, HverfisgðUt 8—10. Ásþríftarverð 15,00 á mánuði. í laustssðht lfiO. F ramlengingarvíxMinn LOKSINS hefur ríkis- stjórnin komið því í verk að leysa reksturshnút útgerðar- innar, en bersýnilega eru úr ræði hennar aðeins bráða- birgðalausn. Hún mótar enga nýja stefnu. Ofstjómin og óstjórnin gerir henni óhægt um vik, þó að vilji væri fyr- ir hendi, sem þó er ærin á- stæða að draga í efa. íslend- ingar^verða enn að súpa seyðið af því, að Sjálfstæðis flokkurinn deilir og drottn- ar. Ásjóna Ólafs Thors lýs- ir yfir vandræðaástandið, sem einkennir þjóðarbúskap okkar og efnahag. Ábyrgum mönnum hlýt- ur að liggja í augum uppi, að þetta getur ekki svo til gengið um langan tíma. Við verðum að forða þeim ósóma, að stórvirkustu framleiðslutæki þjóðarinn- ar stöðvist um sérhver ára mót og að höfuðatvinnu- vegir Iandsmanna rambi á gjaldþrotsbarmi. En þessu verður ekki breytt til far- sældar með vinnubrögðum núverandi ríkisstjórnar. Deyfilyfin lina þjáningarn ar um stund, en lækna ekki meinin. Ólafur Thors gefur út ávísanir á deyfi- lyf, en skurðlæknir er hann enginn. Isienzka þjóð félagið þarf hins vegar á slíkri læknishjálp að halda. Kák eins og niðurgreiðslur úr ríkissjóði á hluta a£ þeim fjárupphæðum, sem „einstaklingsframtakið" og gróðafélögin hirða af arði sjávarútvegsins, er vissu- lega engra meina bót, þó að það hrökkvi til þess ár- angurs að koma fiskiskipa flotanum á veiðar einu sinni enn. Ollum mun og ljóst, að vandræðin, sem nú rikja, ógna framtíð þjóðarinnar og fjárhags- legu sjálfstæði hennar. Eitt er nauðsynlegt TÍMINN spyr þess á sunnu dag í ágætri grein hvern- ig rafvæðingaráætlanirnar verði bezt tryggðar. Hér er vikið að stórmáli, sem varð- ar alla þjóðina. Svarið við spurningunni gæti því orðið margþætt, en eitt er nauð- synlegt: Stjómarvöldin verða að standa við loforðin, sem þau hafa gefið lands- mönnum. Þjóðleikhúsið: Framlengingarvíxill bjarg- ar okkur ekki, en hann er tákn stjórnvizku og fram- takssemi Ólafs Thors. íslendingar draga þrjá fiska úr sjó, þegar aðrár þjóðir innbyrða einn. Sjó- mannastétt okkar er mikil- virk og stórhuga. Fiskiskipin eru mörg og góð og aðstaða til að fullvinna hráefni sjáv- arafurðanna margfalt betri en áður var. Samt berst sjáv arútvegurinn í bökkum. Þó er kenningin um gjaldþrot atvinnuveganna fávísleg blekking. Afrakstur þeirra er grundvöllur tilveru okk- ar. Vandræðin stafa hins vegar af ofstjórn og óstjórn og sívaxandi spillingu. Út- gerðarmaðurinn sýnir tóm- an vasa til að sanna fátækt sína og er ekki einu sinni spurður þess, hvað sé í hin- um vasanum. >ó er augljóst mál, að fátæktin muni ekki eins ömurleg og látið er í veðri vaka. Bláfátækir út- gerðarmenn hafa efni á því að búa í skrauthýsum, aka um í lúxusbílum og bregða sér til hressingar og heilsu- bótar alla leið austur á Ind- land. þegar útþráin knýr á dyr hjartans og ævintýra- löngunin ljær huganum vængi. Þetta sýnir, að hér muni ekki allt með felldu, og þessi atriði verður að rannsaka og íhuga, ef finna á framtíðarlausn á vanda at- vinnulífsins. En Sjálfstæðis- flokkurinn rækir aldrei þá skyldu. Hann beitir fram- lengingarvíxlinum til að forða hinu. Sagan endurtek- ur sig. Ástand Kveldúlfs frá því fyrir stríð er orðið á landsmælikvarða. Þess vegna á Sjálfstæðis- flokkurinn að víkja og nýir menn með ný úrræðí að taka við stýrinu. Leikritsbúningur Emii Thoroddsen; leikstj,- Indriði Waage. UNGUR LAS ég skáldsögur Jóns Thoroddsens, ,,Piltur og súlka“ og „Maður og kona“, og það oftar en einu sinni og síð- an hef ég lesið þær nokkrum. sinnum. Við lestur og endur- lestur slíkra skáldsagna fer varla hjá því að lesandinn geri sér, sjálfrátt og ósjálfrátt, hug- myndir af sögupersónunum, og hljóta þær myndir vitanlega'að fara að verulegu leyti eftir skap gerð lesandans, og því harla ó- líklegt að nokkrir tveir lesend- ur sjái sögupersónurnar að öllu leyti eins fyrir hugskotssjón- um sínum, jafnvel þótt lýsing skáldsins á þeim sé Ijós og lif- andi. Getur því slík hugmynd eins lesanda aldrei orðið neinn endanlegur dómsúrskurður um það að svona eigi tiltekin sögu- persóna að líta út og haga sér og ekki á annan hátt. Þegar um túlkun leikrits — hvort sem það er frumsamið sem leikrit eða gert eftir skáld- sögu — er að ræða, hafa leik- stjóri og leikendur því sama grundvöll á að byggja og les- andinn og njóta um leið sama frjálsræðis varðandi persónu mótun. Það er því mjög eðli- legt að maður, sem áður hefur lesið verkið og ef til vill „um- gengizt“ sögupersónurnar lengi í huga sér, hitti fyrir allfrá- brugðnar persónur, þegar verk- ið er flutt á leiksviði. Væri því með öllu rangt ef hann dæmdi afrek einstaks leikanda eftir því hve miklu eða litlu leyti túlkun hans samrýmdíst þeirri j hugmynd, sem viðkomandi sjálf !ur hefði áður gert sér af sögu- persónunni. Hins vegar er ljóst að leik- endunum lejúist ekki að fara langt út fyrir takmörk þess grundvallar, sem höfundur skáldverksins setur bæði beim Framkvæmd rafvæðingar- innar þarf að verða með allt öðrum og betri hætti en svik in við Vestfirðinga og Aust- firðinga. Þetta er vissulega ærið umhugsunarefni fyrir Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn og blöð þeirra. Rafmangsmálið er hentug auglýsing, en fram- kvæmdin á að verða áhrifa- mikil og farsæll veruleiki. Séra Sigvalili — Haraldur Björnsson. Þura og Þórdís í Hlíð — Nína Sveinsdóttir, Anna Guðmundsd. J og lesandanum. Þeir og leik- stjórinn hljóta að taka fyllsta tillit til persónulýsíngar skálds- ins í umsögn og beinni ræðu, atburðarásarinnar og viðbragða persónanna gagnvart þeim, svo og tímaskeiðs skáldverksins. Vanræki leikstjóri og leikend- ur það rjúfa þeir allt samræmi skáldverksins — jafnvel þótt það séu ekki nema einn eða ttveir leikendur, sem þar eru í i sök — og orð þau, sem skáldið leggur persónum sínum í munn samkvæmt skapgerð þeirra, þroska, uppeldi og umhverfi eru þá lögð í munn öðrum per- sónum. Og í öðru lagi — og það sem mest á ríður — leikendun- um verður að takast að gæða persónumyndir sínar lífi og sennileika verksins, gera þær mannlegar í brestum sínum og breyskleika, viðhorfi og við- brögðum, annars verður allt þeirra eríiði til einskis. Til þess að slíkt megi takast verður við- komendur ekki aðeins ag hafa hæfileika og kunnáttu til tján- ingar, heldur verða þeir og að hafa kynnt sér skáldverkið og allar persónur þess, tímabil, hugsunarhátt og menningu svo vel, að hver þeirra um sig þekki ekki einungis eins vel og frek- ast er unnt þá persónu, sem hann á að túlka, heldur og um- hverfi hennar, samtíð og sam- ferðamenn. Það er ekki nóg að leikandinn klæðist sams konar búningi og viðkomandi persóna bar og gangi um svið búið hús- gögnum frá tímabili hennar, — slíkt er í sjálfu sér aukaatriðí samanborið við það að leikand- inn gerþekki persónuna. Því tek ég þetta sérstaklega fram, að mér þykir sem leik- stjóri sá og Ieikendur geri sér sumt af því ekki nægilega ljóst, er nú flytja sjónleikinn „Mann og konu“ í þjóðleikhúsinu. Á það þó ekki jafnt við alla leik- endur. Það eitthvað bogið við meðferð og túlkun þessa verks þegar maður, sem áður hefur kynnt sér verkið sæmilega og auk þess er uppalinn — að vísu | allmörgum áratugum síðar — í sama umhverfi eða svipuðu og sagan er látin gerast í og kynnt ist ungur þeirri kynslóð, sem var tengiliður nútímans og .þeirra tíma, er sagan gerist á, kannast ekki við nema sárafáar af sögupersónunum í túlkun leikaranna. Er það ef til viLL orsökin að hinir yngri af leik- endunum séu svo fjarlægir kyn- slóð iiöinnar aldar, að þeir geti ekki lifað sig inn í hugsunar- hátt hennar og viðhorf? Að ‘þeir skilji hana ekki? Sú skýr- ing virðist. ekki fráleit, einkum þegar þess er gætt, að það eru einkum eldri leikendurnir, sem virðast ná þeim tökum á hlut- verkum sínum, er samrýmast skáldverki höfundarins. Sé svo, þá er menntunarskorti hinna yngri leikara varðandi menn- ingarsögu og erfðír sinnar eig- in þjóðar um að kenna, enda þótt þeir geti verið — og séu — prýðilega menntaðir að öðru leyti. Eg dreg til dæmis ekki í efa, að yngri stúlkurnar, sem þarna leika, kunni vel að túlka framkomu erlendra glæsimeyja, enda þótt þær kunni ekki að ganga á sauðskinnsskóm og tifi á tábergi um pallinn eins og kínverskar dansmeyjar, þegar þær eiga að leika íslenzkar vinnukonur frá fyrri hluta nítj- ándu aldar. Og að sá leikari, sem ekki getur leikið urakomu- laust olnbogabarn þeirra tíma án þess að gera úr honum óper- ettufífl, sem öðru hvoru rekur UPP gjallandi tenórhlátur kunni vel að túlka brezkan lávarð og bandarískan bissnissmann. En sé svo, þá er hér um þverbrest að ræða, sem orðið getur ís- lenzkri leiklist örlagaríkur. Hér getur engin leiklist þróast nema íslenzk sé, og íslenzk get- ur leiklist okkar því aðeins orð- ið, að hinir yngri leikendur læri ekki aðeins að þekkja sam- tíð sína og samtíðarmenn, held- ur og fortíð þjóðarinnar og liðn ar kynslóðir. Það ér að vísu nauðsynlegt að leikendur kunni skil á menningu og fólki ann- arra þjóða, en lífsnauðsyn list þeirra, að þeir gerþekki sína eigin þjóð, örlög hennar og lífs- baráttu. Því aðeins getur hin unga list orðið sterkur menn- ingarmeiður að hún skjóti traustum rótum í frjómold for- tíðarinnar —■ að öðrum kosti verður hún aðeins blaðfögur vermireitsgróður rétt til augna yndis og ekki meir. Þessi þekkingarskortur, eða tengslrof- yngri kynslóðarinnar við fortíðina kemur enn skýrar Framhald á 7. síðu-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.