Tíminn - 13.03.1965, Side 3
LAUGARDAGUR 13. marz 1965
TÍMINN
ED
Skemmta
a
bændaviku
Hin árlega bændavika Bún-
aðarfélags íslands og Sléttar-
sambands bænda í Ríkisútvarp-
inu, er dagana 15—19 þ.m. Eft-
ir hádegi þessa daga hafa þessi
félagssamtök 1 klst. til afnota
í útvarpinu..
Mánudaginn 15. marz setur
búnaðarmálastjóri dr. Halldór
Pálsson, bændavikuna með
stuttu ávarpi, síðan mun Agnar
Tryggvason flytja erindi um
markaðsmál, Gunnar Guðbjarts
son ræðir um verðlagsmálin og
að síðustu mun Páll A. Páls-
son, yfirdýralæknir, ræða um
nokkra búfjársjúkdóma.
Þriðjudaginn 16. marz er
þáttur helgaður Sölusamtökum
bænda, þá munu þeir Óli Valur
Hansson og Kristján Karlsson
ræða við forstjóra Sölufélags
Garðyrkjumanna, Sláturfélags
Suðurlands, Osta- og Smjörsöl-
unnar og Grænmetisverzlunar
landbúnaðarins.
Miðvikudagiron 17. marz.
Kristinn Jónsson flytur erindi
um beitirækt og beititilraunir.
lafsteinn Kristinsson, cnjólk-
urfræðiráðunautur, ræðir við
Margrétu Júníusdóttur, fyrrv.
rjómabústýru og Agnar Guðna-
son fer í stutta heimsókn með
segulbandstækið í Mjólkur-
samsöluna. Um kvöldið er svo
kvöldvaka bændavikunnar er
hún að þessu sinni helguð
Dalasýslu. Hér á síðunni eru
myndir af þeim, sem koma
fram, en auk þeirra mun Þor-
steinn Sigurðsson, form. Búnf.
ísl., flytja nokkur lokaorð.
Fimmtudaginn 18. marz. Þá
koma tilraunastjórarnir á jarð-
ræktartilraunastöðvunum,
Pálmi Einarsson skýrir frá
skipulagi tilraunamála á jarð-
ræktarsviðinu Matthías Egg-
ertsson, tilraunastjóri á Skriðu-
klaustri, segir frá tilraunum
með sauðfé, og síðan ræðir
Agnar Guðnason við tilrauna-
stjórana um einstakar tilrauna-
niðurstöður.
Föstudaginn 19. marz. Þá er
þáttur í umsjá Óla Vals Hans-
sonar, um þá starfsemi, sem
unnin er á vegum Búnaðar-
deildar Atvinnudeildar Háskól-
ans.
Hallgrímur
skógum, les
Jónsson
frumort
ljóð. Holti, Saurbæ, segir frá gamla
timanum og Torfa í Ólafsdal.
„Af sögunnar spjöldum". Samfelldur þáttur, sem tekinn er saman af Einari Kristjánssyni, skólastjóra á
Laugum. Séra Ásgeir Ingibergsson, Hvamml, Frú Janet Ingibergsson Hvammi, séra Ingibergur Hann-
esson, Holti, Einar Kristjánsson, Laugum og frú Kristín Tómasdóttir, Laugum.
Agnar Guðnason ræðir .við Guðmund Kristjánsson og
tengdadóttur hans, Ragnhíldi Hafliðadóttur á Hörðubóli.
Oli Valur Hansson ræðir við frú Ingigerði Guðjónsdóttur, skólastjóra á
Staða rfelli.
Námsmeyjar á Húsmæðraskólanum á Staðarfelli syngja nokkur lög. Þær eru: Melkorka Benediktsdóttir,
Saurum, Bára Sigurjónsdóttir, Sveinsstöðum, Auður Baldursdóttir, Ormsstöðum, allar í Dalasýslu. Krist-
ín Kristjánsdóttir, Grafarnesl, Árný Helgadóttir, Vogum, og Laufey Nerimiasdóttir, Grafarnesi.
frá Ljár- Guðmundur Theódórsson, Stór- Bjarni Finnbogason, ráðunautur,
ræðir um samgöngur, verzlun,
framleiðslu og ýmislegt annað.
3
Á VÍÐAVANGI
Sjö nýir héraðsskólar
Dagur ræðir nýlega í forystu-
grein um frv. Ingvars Gíslason-
ar o.fl. um nýja héraðsskóla.
Dagur segir:
„Mikið er nú að vonum rætt
og ritað um skólamál dreif-
býlisins og mun á aðstöðu til
menntunar eftir búsetu. Nú í
vetur birtist hér í blaðinu löng
og ítarleg greinargerð um
þessi mál eftir Björn Haralds-
son, bónda í Austurgörðum, og
fleiri hafa um það ritað. Nú
flytja sex Framsóknarmenn á
Alþingi frumvarp til Iaga um
sjö nýja héraðsskóla. Þeir gera
ráð fyrir, að hinir nýju héraðs-
skólar verði í Eyjafjarðarsýslu,
Norður-Þingeyjarsýslu, Barða-
strandarsýslu, Austur-Skafta-
fellssýslu, Dalasýslu og Snæ-
fellsnessýslu. Ingvar Gíslason
er framsögumaður þess máls,
en hann hefur oft gert mennta-
mál að umræðuefni á Alþingi.
I frumv. er vso fyrir mælt
að hinir nýju héraðsskólar verði
byggðir á einum áratug ,1966—
1975.”
Ríkisskólar
Dagur segir ennfremur:
„ I frumvarpinu er gert ráð
fyrir, að þessir nýju héraðs
skólar, eins og flestir hinna
gömlu héraðsskóla, verði ríkis
skólar og að ríkið beri kostnað
að byggingu þeirra og rekstri,
og hlutaðeigandi sýslur leggi
þeim til ókeypis land. Mennta
málaráðherra er ætlað að á-
kveða nánar um staðsetningu
hvers skóla að fengnum tillög-
um fræðslumálastjóra og hlut-
aðeigandi sýslunefndar. Lagt
er til, að við hvern skóla sé
fimm manna stjórnamefnd og
séu þrír tilnefndir af hlutaðeig
andi sýslu eða sýslum, en tveir
af menntamálaráðherra.”
Jöfn menntunar-
aðstaða
Loks segir Dagur:
„f þessu héraði er talið, að
héraðsskóla vanti fyrir allt að
300 nemendur. Hlnn mikli að-
stöðumunur til menntunar á
m.a. þátt í flótta fólks úr strjál-
býli, og er með öllu óviðunandi.
Kvenfélög hafa þegar lagt fram
fé í byggingarsjóð nýs skóla
í Eyjafjarðarsýslu og sýnir
gjöfin ákveðinn vilja eyfirzkra
kvenna þótt fjárhæðin hrökkvl
skammt. Gömlu héraðsskólarn
ir í landinu hafa, þrátt fyrir
ýmiss konar erfiðleika í stjóm
og rekstri, gefizt svo vel, að
ekki verður í fljótu bragði séð,
að aðrir skólar þjóni hlutverki
sínu betur. En af reynslunni
af rekstri þeirra á að vera til
dýrmæt þekking, sem eflaust
má nota til grundvallar á fyr-
irkomulagi nýrra héraðsskóla í
landinu með nýju sniði. En það
mál þarf að undirbúa jafnframt
framkvæmdum, þegar til kem-
ur. Dreifbýlisfólkið getur ekki
unað því öllu lengur að börn
þess njóti ekki sömu menntun-
ar og böm þéttbýlisins, og það
er sanngjörn krafa til þjóðfé-
lagsins, að úr því verði bætt og
aðstaðan jöfnuð.”