Alþýðublaðið - 13.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1956, Blaðsíða 4
■m . AlþýðubSafMH Sunimdagur 13. maí 1956 Útgefandi: Alþýðuflokkurinm. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson, Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglj'singastjóri: Emiiía Samúelsdóttir. Kitstjórnarsímar: 4961 og 4962. Auglýsingasími; 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 1§. Veizlan í London F’YRIR skömmu komu tveir forustumenn Sovétríkj anna, Bulganin og Krústjov, í heimsókn til Bretlands. Brezki Alþýðuf lokkuri n n hélt þeim veizlu, er lauk með sögulegum hætti og mjög hef ur borið á góma í umræðum og blaðaskrifum. Hugh Gait- skell bar fram þau tilmæli við gestina, að jafnaðarmönn unum í Rússlandi og lepp- ríkjunum yrði veitt frelsi. Gestirnir brugðust illa við, og Krústjov svaraði því til, að jafnaðarmenn væru ó- þekkt fyrirbrigði í Rússlandi. Yar þeim þá afhentur nauð- ugum listi yfir ncfn hlutað- eigandi manna. Urðu af þessu tilefni allsnörp orða- skipti eins og rakið hefur ver íð i fréttum. Hér skal engiirn dómur á það Iagður, hvort fram- koma brezku jafnaðarmann anna við Buíganin og Krús tjov hafi verið viðeigandi. Hitt er aiigSjósí mál, að deilan, sem spratí af um- ræðisnam œa érlög jaír.að- armannanna í dýflissunum og fangabúðuntim austan iárntjalds, er í senn tíma- bær og eðlileg. Valdhafar Rússlands hafa neyðzí til að iáta heima fyrir, að réít arfarið þar sé harla ámæl- isvert. Þeir reyna ekki leng ur að neita þeirri stað- reynd, að saklaust fólk hafi verið tekið af Iífi eða svipt frelsi. Og nú er spurning- in, hvort Rússum sé það al- vara að bæta fyrir þessa glæpi. Jafnaðarmenn ó Vest urlöitdum muntt nota sér- hvert tækifæri til að krefj- ast þess, að samherjar þeirra austan járntjalds endurheimti frelsi sitt og mannréttindi. Og það er ekki til neins fjrir komm- únista að gera sér minnstu von um samsiarf við jafn- aðarmenn fyrr en af þessu hefur orðið. Bulganín og Krústjov er hoilt að kynn- ast þeirri staðreynd. Veizl an í London hefur því leitt í Ijós, hvaða Iágmarkskröf- um Rússar verða að full- nægja áður ett jafnaðar- menn é Vesturlcndum geta talið þá samstarfshæfa. Og veizlan í L-ondon er einnig vel til þess fallin aS opna augu kommúnista á Vesturlöndum. Þeir látast vilja samstarf við jafnaðar- menn. En þeir eru naumast samstarfshæfir fyrr en úr því fæst skorið, hver er hin raunverulega afstaða þeirra til réttarglæpanna í Rúss- landi. Vilja þeir krefjast þess af einurð og festu, að saklausu fólki sé sleppt úr dýflissunum og fangabúðun- um? Fást þeir tíl að fordæma glæpi Stalíns og krefjast þess jafnframt, að núverandi valdhafar Rússlands og lepp ríkjanna hætti þeim vinnu- brögðum, sem einkenndu Krémlbóndann, meðan hann var og hét? Slíkt er grund- vallaratriði þess, hvort komfnúnistar Vesturlanda eru hæfir í samféiag xrjálsra manna. Nú er því yfir lýsí, að kommúnisfarnir. sem fallíð hafa í ónáð ausían járn- tjalás, geti átt von á upp- reisn æru, sumir dauðir, aðrir lifandi. Nýleg'a hafa 21000 fangar í Póllandi öðl- azt frelsi. Sömu sögu er að segja. úr öðrurn Iöndum austan járntjaWs. Þetta er gott og blessað. Það sýnir, að jafnaðarmenn hafa sagt satt og rétt um stjórnarfar kommúnismans. En þetía er ekki nóg. Komniúnisfa- ríkin verða að ganga enn lengra á þessari braut. And síæðingar kommúnista, sem sæít hafa rniskunnar- Iausum ofsóknum, eiga kröfurétt á uppreisn aeru, freSsi og mannréttindum ekki síður en þeir, sem trúðu á Marx og Lenin, en sætfu grimmd og ofríki Stalíns og lærisveina hans. Þá fyrst fæst úr því skor- ið, hvort nýja línan frá Moskvu táknar farsæl tíma mót eða er ein blekkíngin enn. Kommúnistar' Vesturlanda eiga þá sök á óheillaþróun- inni austan járntjalds að hafa varið og lofsungið öll óhæfuverkin þar undanfarna áratugi í stað þess að beita áhrifum sínum til þess að koma vitinu fvrir austrænu samherjana. Og nú býðst þeim það tækifæri að taka undir kröfú Gaítskells og Bevans og annarra jafnaðar- manna Vesturlanda. Þeír geta ekki látíð veizluna í London framhjá sér fara eíns og hún hafi aldrei átt sér stað. Heímurinn hlustar eftir orðum og afstöðu kom- múnistanna á Vesturlöndum, og þögnin er líka svar. UNGA fjölskyldan uppi a loftinu er farin að elta tízkuna í einu og öllu. Frúin, sem er kornung, keypti sér rafkr.úna kaffikvörn, sem hún taldi ekki nema sjálfsagt, þar sem hmn ungi eiginmaður hennar hafði keypt sér rafknúna rakvél. Og auk þess gerðu þau þetta bæði í og með til þess að sýna ög sanna, að Frakkland fvlgdist með framförunum, hvað sem hinir og þessir útlendingaskaf - arar segja. Um sjöleytið á hverjum morgni hefst nú lágvært suð hinnar rafknúnu kaffikvarr.ar í stað urrsins í þeirri hand- knúnu, sem nú er þögnuð fyr- ir fullt og allt. Svo er kaffið hitað á gassuðuvél, — ungu hjónin sjá nefnilega enga mis- sögn í því að mala kaffið me'ð rafmagni en hita það á gassuðu vél. Ef einhver færi að mínnasi á rafeldavél, mundu þau óðar hafa það svar á takteínum, að rafmagnið væri svo dýrc, að ekki tæki neinu tali að fara að eyða því í slíka fásinnu. - NORRÆNN ANDI. Það er Norðurlandastúlkan þarna uppi á lfotinu, sem hef- ur komið þessu öllu af stað. Norðurlandabúar eru fram- faraíólk. Það var til dæmis þetta nieð salernið. Það var með gamla laginu. Og ung hjón gátu ekki verið þekkt fyrir það. Eftir að hafa talað um þeita við Norðurlandastúlkuna, gerð- ist það einn góðan veðurdag, að ungi maðurinn kom rair.b- andi heim með allan útbúnað í vatnssalerni. Hafði keypt hann hjá fonrsala fyrir lítið verð, meira að segja, og bar hann meira að segja eins og sigur- herfang heim með sér. Og af hinni alkunnu frönsku gætni afréð hann að fá ekki neinn fagmann til að annast upþsetn- ingu þessara margbreyttu tækja. Þeir hefðu verið til með að eyðileggja allt saman. Eða það, sem var enn lakara, ■— ganga þannig frá því, að því yrði ekki breytt, hvernig ser.i það reynist. Nei, það var viss- ara að sjá fyrst hverja raun þessar framfarir gæfu. Þess vegna setti hann tækin upp sjálfur. En framfara-sígurhrós ungu hjónanna vað ekkí Iangvinnt. A hverjum morgni hej’rðu þau kynlegan vatnsnið inni í íbúð norrænu stúlkunnar. Steypi- bað. Skárri var það nú heita- vatnssóunin. Ekki þar fyrir, að bæði voru ungu hjónin hin hreinlegustu. Á hverju kvöldi þvoðu þau sig hátt og lágt upp úr vatnsbala. En steypibað . . . EKKI DÝRAKA EN EINN GRÁR. Norræna stúlkan sýndi of„ boð rólega fram á, að þcgar allt kæmi til alls, væri það ekki hótinu dýrara að taka sér heitt og kalt steypibað á hverjum morgni, en að fá sér einn „grá- an.“ Og þar sem sjálf stjórnin hafði meira að segja tekið upp markvísa baráttu gegn áfeng- Isnautninni, þá hafði þetta sín áhrif. Ungu hjónin fóu að reikna og reikna. Jú, þetta var rétt hjá þeirri norrænu. Nokkr- um dögum síðar kom ungi hús- bóndinn heim með verðlista frá ríkisviðurkenndum raftækja- verzlunum og raflagnínga- mönnum. Síðla kvölds vav svo hin mkila ikvörðun tekin. Það var fastákveðið að koma sér. upp steypibaði. En hvað? Það var ekki um nema tvo staði að velja. Ann- að hvort salernið, eða litla skotið. þar sem unga frúin safn- aði saman blöðum og pappa • kössum, sem hún seldi síðan að vísu ekki fyrir stóran pen- ing, — en það dró sig saman. Nei, hún mátti ekki með neinu móti missa það skot. Og nor- ræna stúlkan var spurð ráða Hvar í ósköpunum, spurði hún og rak upp stór augu. Svor.a eru Norðurlandabúar, ■— þeir eru svo rniklu húsrými var.ir, að þeim þykir alls staðar þröngt um sig. FRÖNSK HAGSÝNI. Nú kom það sér vel að hafa ekki gengið nema lauslega frá vatnssalernistækjunum, fyrir bragðið var einmitt hægi að breyta skotinu, þar sem þau höfðu verið sett upp til bvaða- byrgða í sallafínt steypvbað. | Eða hvað, •— það þurfti ekki 1 að breyta neinu. Það þúrfti ! ekki annars við en setja lausan ; hlera ofan á sætið, þar gat rnao ! ur svo staðið undir steypunni. | Frakkar eu hagsýnir menn. Það tók unga manninn viku að ganga frá öllu. Síðan vígðu ungu hjónin steypibaðið með hátíðlegri viðhöfn. Þvíh'kur munur.......Já, framfarirnar. Og nokkrum dögum síðar, ! þegar unga norræna stúlkna | fékk sér einn ,,lítinn“ með þeim hjónum, — því að enda þótt ; miðað sé við einn „lítinn'1. — hvað sparnað snertir, þá er maður ekki skuldbundinn ti? að afneita honum fyrir fullt og allt, — Ijóstaði hún upp við þau helgustu leyndardómum steypibaðsins. Að hver maour fengi engilrödd til söngs und- ; ir steypibaði. .. Síðan syngja ! þau bæði í baðinu á hverjúm morgni. Já, framfarirnar........ 50 ára i ilaúi Sæmundur Bjarnason Á MORGUN, mánudag, verð ur fimmtugur Sæmundur Bjarnason pípulagningameist- ari. Fagradal við Kringluniýrar veg. Hann fæddist í Snæbýli í Skaftártungu þann dag árið 1905, en foreldrar hans eru: Ingibjörg Brynjólfsdóttir og Bjarni Sverrisson. Standa að Sæmundi skaftfellskar ættir, sterkar og miklar, en þar eystra hefur löngum verið mikið jkjarnafólk. Þau Bjarni og Ingi- 'björg fluttu hingað til Reykja- vikur árið 1903, en þá var Sæ- mundur á þriðja ári. — Þegar hann var 15 ára garnall réðist hann til Gasstöðvarinnar og hiá henni starfaði hann í 23 ár, eða til ársins 1943, að hann réðist tii ILitaveitu Reykjavíkur. Þá hafði hann lært pípulagningar. Hjá hitaveitu.nni hefur hann unnið síðan sem verkstjóri, en auk þess hefur hann unnið að pípulagningum. Særnundur Bjarnason hefur alltaf verið mjög félagslyndur og er hann var ungur stofnaði hann ásamt nokkruni ungum mönnum lúðrasveitina Svan og starfaði í henni í mörg ár. Árið 1930 kvæntist hann Kristínu Grímsdóttur og eiga þau fjögur börn, þar af þrjú gift, tvær dæt- ur og einn son, en yngsta barn- ið er 7 ára gamall drengur. Sæmundur Bjarnason er af- burða dugnaðarmaður, stór og föngulegur, brosrnildur og glað- ur, enda vinsæíl með afbrígð- um, góður stjórnari og þó nær- gætinn og hjápsamur þegar jþess þarf með. Hann nýtur ó- , skoraðs trausts allra þeirra, ,sem koxnast í snertingu við | hann, enda velvirkur og traust- I ur hvar sem á hann er litið. j Hinir mörgu vinir og kunn- I ingjar Sæmundar Bjarnasonar j hvlla hann og heimili hans á i þessum merkisdegi. 1 Vinur.' að AlþýðublaSimi fá frá byrjun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.