Alþýðublaðið - 02.06.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1956, Blaðsíða 5
JLaugardagur 2. júuí 1956. AlþýSubíaSiS 5' í NÝKQMINNI ÚTSÝN er aokkuð rætt um stjórnmálavlð- Jiorfið, og þá hreyfingu, sem nú liafi myndast. Þessi hreyfing er .aðallega þökkuð Alþýðubanda- iaginu svokallaða. Staðreynö er, að nú sé óvanaleg hreyfing í íslenzku stjórnmálalífi. Af itverju sú hreyfing stafi er svo annað mál. Það er vitað, að írá Sjálfstæðisflokknum er engra nýrra þjóðhollra strauma að "vænta. Þar er loddaraskapur- inn og fjárgræðgin í algleym- ingi. Þar er einskis svifizt til þess að viðhalda og eíla þá að stöðu. sem þeim, er þar eru ríkj andi, hefur tekizt að afla sér. Þessi aðstaða er að miklu leyti íbyggð á því hversu forkólfum Sjálfstæðisflokksins hefur tek- .izt áð yiíla um fyrir alþýðu snanna. Kemur þetta m. a. fram í því, að allmikið af verka fóíki hefur fram að þessu fylkt liði við kosningar Sjálfstæðis- flokknum til styrktar. Er það í sjálfu sér furðulegt fyrirbæri, að til skulu vera verkamenn, sem kjósa þann flokk. BIÐ RÉTTA ANDLIT. Sjálfstæðisflokkurinn heíur aú að nokkru misst af sér grím 'ana og sýnir að einhverju leyti sitt rétta andlit. Fyrir honum vakir fyrst og fremst að halda í hernámsgróðann, og virðast leíðandi menn þar láta sig litlu skipta, þótt fullveldi og siálfs ákvörðunarrétti þjóðarinnar verði fórnað á því altari Að ©llu eðlilegu ættu því fvlgið að hrynja af Sjálfstæðisflokkn- mm í næstu kosningum, því að enda þótt margir af frambjóð- endum flokksins séu án efa jnætir menn, þá er stefna flokks iins í varnarmálunum slík, að ■iiún ætti að vekja viðurstvggð allra sannra sjálfstæðismanna á því eínkennilega flokksfyrir- brigði sem kallar sig Sjálfstæð ísflokk. Stefnuleysi og hrir.gl Kortráð Þorsteinsson: flokksins í landhelgismálinu og efnahagsmálum landsins er einnig alþekkt. Ætti þsttr þrennt að nægja til þess, að eng inn maður. sem er vandu - að virðingu sinni. léti hafa sig til framboðs fyrir slíkan flokk Tæplega er hægt að tala um mikla hreyfingu í sambandi við Þjóðvarnarflokkinn. Urn hann virðist vera ákaflega hljótt, enda mjög útbreidd sú skoSun, að sá flokkur komi erigúm manni að í Reykjavík, og eru þá þar með ónýtt öll þau at- kvæði, sem sá flokkur kann að reyta sarnan úti um landiÓ. Eftirtektarvert er það. að Þ j óðvarnarf lokkurinn hætti við framboðið, sem helzt var talið hættulegt fyrir Sjálfstæð isflökkinn. Hvernig sem kosn- ingarnar fara þá'virðist enginn grundvöllur fvrir því. að Þjóð varnarflokkurinn verði nokkru sinni annað en smáflokkur. sem litlu fái áorkað. öðru en því að verka sem sundrungarafl meo- al íhaldsandstæðinga. Þá eru eftir þær tvær fylk- ingar, sem teljast vínstri sinn aoar, þ. e. kosningabandalag Albvðuflokksins or? Framsókn- arflokksins og Alþýðubandaiag ið svo kallaða. SORAMARK BRYNJÓLFS. Það virðist koma æ betur í Ijós, að línukommúnistar hafi fullkomið kverkatak á bessu bandalagi. Allir rnenn, sem þar virðast geta komið til mála með að komast á þing, eru yfirlýst- ir fylgismenn Sósíalistaflokks- ins að undanskildum Hannibal og Alfreð. Hvort Alfreð kemst á þing er sjálfsagt líka vafa- mál. Vitað er, að veruleg átök hafa átt sér stað áður en á- kveðið var að Alfreð yrði í þriðja sæti í Reykjavík. M. a. kostaði það Hannibal að afsaia sér efsta sætinu. Var þetta stór I sigur fyrir Brj'njólf, sem nú hefur soramarkað sér hreyfing una, svo ekki verður um viilzt. Þegar haft er í huga það siðferð isvottorð, sem Hannibal Valdi marsson hefur áður gefíð Sósía- listum á prenti, þar sem hann hefur lýst. því yfir, að menn úr öðrum flokkum, sem standi víð hlið sósíalista í verkfallabar- áttu, megi jafnan á eftir búast við rýtíngsstungu frá þeim í bakið, þá er ekki furða, þó að menn eigi á ýmsu von frá þeim. GAGNKVÆM VANDRÆÐI. Það má segja um sósíalista, að á skammri stundu skípast veður í lofti. Ekki er ýrkjalangt síðan Hannibal Valdímarsson var að þeirra dómi svívirðileg ur verkalýðssvikari, - sem ekki mátti koma nærri neinni samn ingagerð. Nú er þessi sami Hanníbal orðinn hinn áldósan legasti verkalýðsleiðtogi. Ekki er þó vitað um neina stefnu- brejúingu hjá Hannibal í verka lýðsmálum. Mér virðist sú lýs- ing, sem Áki Jakobsson hefur gefið á tilkomu Alþýðubanda- lagsins, vera sú bezta. sem ég hefi séð á prenti. Gagnkzæm vandræði ýttu þessum annars svo ólíku mönnum saman í það furðulega - fyrirbrigði, sem nefnist Alþýðubandalag. Verð- ur nú með hverjum degir.um ljósara, að Alþýðubandalagið saman stendur af kommúnist- um og svo einhverjum smávegis slæðingi, sem narrast til íylg- is við þá. ÞAÐ, SEM ÞARF AÐ SKE. Það er eftirtektarvert hversu mikla áherzlu Alþýðubanclalag ið leggur á að hindra það, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn nái meirihiuta í næstu kosningum. Þetta er þó vel skiljanlegt. Framámenn A1 þýðubandalagsins gera sér án efa Ijóst. að hreinn meirihluti Framhaid á 7. síðu. ' Á YFIRBORÐIINU virðist sem Dag Hammerskjöld, aðal- ritará Sameinuðu þjóðanna hafi tekíst a ðfá átökunum í íssael slegið á frest. Hinsvegar liggur Ijóst fyrir, að ekkert af þeim ■vandamálum, sem átökunum valda. hafa í rauninni verið ver- ið leyst. Ekki er ósennilegt að Hamm- erskjöid hafi fýst að arabisku leiðtogana, — og þá fyrst og fremst forsætisráðherra Egipta, Gamal Abdel Nasser, til að við- mrkenna stjórnmálalegan til- verurétt ísraels. Svo er sagt að Nasser hafi við annað tækifæri látið í Ijós nokkra viðurkenn- ingu á því máli, en eins og stendur er ofstæki Araba gegn Israel svo magnað, að Nasser gæíi látið nein orð falla í þá átt, án þess að veikja til muna aðstöðu sína. Átökin. austur þar eru ekki aðeins deila um ein- r.vern hluta af landi Palestínu. ■— ekki einu sinni um þá milljón Araha. sem lifa nú landflótta sökum þess að ísraelskir land- aámsmenn lögðu undir sig jarð- næði þeirra, — heldur er fyrst og femst tíl deilunnar stofnað í því skyni að byggja upp og efla eíningu og samheldni með ©rabiskum þjóðum og Múham- Nasser eóstrúarmönnum yfirleitt. í þeim leik hefur Nasser forust- una á hendi. Hann er forsætis- ráðherra Egiptalands; í raun réttri sá, er ræður í landinu; hann er 38 ára að aldri, son- ur aðstoðarpóststjóra í Alex- andríu. Frá seytján ára aldri hefur hann tekið virkan þátt í öllum þsim óeirðum, uppriesn- um og átökum, sem hann hefur áít kost á. I Hann barðist gegn Bretum og hann barðist gegn hinu spillta koriungsvaldi í Egipta-' landi. Hann hóf laganám, en hætti því til að gerast liðsfor- ingi, og var útnefndur foringi 1940. Hann barðist í Sudan og tók þátt í Jgyrjöldmm gegn ísra- el. Skptfærahneyksliö svo- nefnda varð til þess að taka af skarið varðandi. allt hik hans og efasemdir, hann gerðist forystu- maður hinna bvltingasinnuðu foringja ogski pulagði og und- irbjó byltinguna, sem 400 ung- ir liðsforingjar stóðu að. Þann 23. júlí 1952 létu þeir til skarar skríða, og fyrir einbeitni þeirra og samstöðu hrundi hið fúna og spillta konungsveldi Faruks í rúst eins og spilaborg. Nasser stjórnaði öllum aðgerðum að tjaldabaki en lét lítið á sér bera. Naguib hershöfðingi var hafð- ur á oddinum, — en brátt kom á daginn, að hinir ungu liðsfor- ingjar höfðu fyrst og fremst valið hann til að afla byltinga- stjórninni virðingar. Þann 18. júní 1953 tók Nasser að láta á sér bera; hann tók embætti aðstoðar-forsætisráðherra og um skeið var hann æðsti mað- ur innanríkisráðuneytisins. Eft- ir hörð innbyrðis átök var hann orðinn óvefengjaníegur leið- togi byltingarflokksins. (Frh. á 7. síðu.) FYRIR NOKKRUM DÖGUM kom þjóðléikhússtjóri Svía, dr. Karl Ragnar Gierow, heim úr Bandaríkjaferð, og hafði þá með ferðis enn eitt leikrit eftir Nób- élsverðlaunahöfundinn, Eugen O’Neill, sem hvergi hefur ver- ið sýnt enn, en ákveðið hefur verið að það verði frumsýnt í Dramatern í Stokkhólmi á vetri komanda. Verður það þá þriðja leikrit þessa látna höfundar, seni fyrst er sýnt í Stokkhólmi. Það vakti undrun um öll Vest urlönd, er Dramatern, þjóðleik- húsíð í Stokkhólmi, fékk tvo sjónleiki eftir O’Neill til heims frumsýningar síðastliðinn vet- ur, — ..Long Days Journey into Night“ og einþáttunginn „Hug- hie“, Ekki mun þetta vekja minni athygli, — og ekki er þarna heldur um neína hend- ingu að ræða. MINNINGARSJÚÐUR Hinn látni höfundur hafði alltaf mesta dálæti á Dramat- ern, bæði vegna þess að þar höfðu mörg af leíkritum hans hlotið hina beztu meðferð, og íyrir það að Svíar veittu hon- um Nobelsverðlaunin. Ekkja hans, Carlotta O'Neill, hefur haldið sömu tryggð við leikhús- ið. og það er fyrst og fremst henni að þakka. að þannig hef- ur orðið. Ekki krefur hún Dram atern heldur um néin höfund- arlaun, heldur skal ágóðinn af sýningum varið til að stofna sjóð, er beri nafn eiginmanns hennar, en vöxtum hans skal varið til styrks kunnura, sænsk um leikurum og fénu úthlutað á fæðingardegi skáldsins. Verð- ur úthlutað úr þeim sjóði þegar í haust. EYÐILAGÐI ÁTTA — EITT EFTIR Ekkert þessara þriggja leik- rita er þó skrifað skömmu fjrrir lát höfundar, þar eð hann hafði ekkert getað skrifað vegna heilasjúkdóms, er hann þjáðist af síðustu tíu eða tólf ár ævinn- ar. Hins vegar hafði hann unn- ið af rnlklu kappi árin áður en hann veiktist, og eru mörg kunnustu leikrit hans einmitt Eugene O’Neill. ■frá því tímabili. Hvað þetta síö- asta leikrit hans snertir, ,.A Touch Of The Poét“, minntist dr. Gierow þess að hafa heyrt jeikarann Lars Hánsson ein- hverntíma minnast á það, aö hin gam.la kvikmyndastjarna, Lilian Gish, hefði einhverntíma getið um þetta leikrit við. hann, sagt að hinn kunni gagnrýnanci George Jean Nathan hefði lesið leikritið að beiðni höfundar, og kveðið upp þann dóm, að þaS væri hans bezta verk. Spurn- iiigm var nú hvort þetta leikríí fyrirfinndist, því að vitað var að höfundurinn hafði eyðilagt mörg af leikritum sínum. Þegar dr. Gierow trar á ferð vestu:: þar Á fvrra. uppgötvaðist að eitt handrit var til af leikritinu, og við nánari athugun á minnis- greinum höfundar komst dr. Gierow að raun um að þetta Ieikx.it var eitt eftir af flokki níu leikrita, sem höfundur hafði að öðru leyti eyðilagt, en flokkur þessi fjallaði um sögu- leg atriði frá fundi Vesturheims til vorra daga. Að hann eyði- lagði ekki þetta leikrit líka þyk ir benda til þess að hann hafi álitið það of gott til þess. Ekki hefur neitt vbrið látið uppi um efni leikritsins, en .á- kveðið er að Lars Hansson leiki aðalhlutverkið, Leikritið verð- ur ekki gefið út, hvorkí á erisku né sænsku, fyrr en eftir frum- sýnínguna. I ð n ó I ð n ó Damleikur í Iðnó í kvöld kl. 9. 5 manna hljómsveit Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 3. Sími 3191. ; verður í kvöld, 2. júní. Mörg góð skemmtiatriði. Matur framreiddur kl. V—9. Borðpantanír í síma 3552. Félagsskírteinin gilda- áfram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.