Alþýðublaðið - 07.06.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1956, Blaðsíða 4
AlþýðublaöiS Fimmtudagur 7. júní 1958 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundssoru Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Augiýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Afþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Útflutningsvaran ÍSLENZKIR ÍHALDS- MENN reyna að láta til sín taka erlendis um þessar mundir. Allir kannast við fréttaskeyti þeirra í sam- bandi við samþykkt alþingis um varnarmálin. Og nú láta þeir söguna endurtaka sig. íhaldsblöð á Norðurlöndum gera kærumálin í landskjör- stjórn að umræðuefni, og auðvitað er heimildin starfs- menn Morgunblaðsins og Vís 'is. Hér skal ekki rætt um þá persónudýrkun, að Danir komast svo að orði um Ólaf Thors, að „han skulde egent- lig hedde Jensen“. Norð- menn verða sennilega þeim fróðleik ríkari, að hann heit- ir í raun og sannleika Ólafur Tryggvason áður en danski hlutinn tekur við. Þetta er nánast aðhlátursefni. Hitt er athyglisvert, hvernig fréttin um kæruþ'væluna í landskjör stjóm er útbúin til útflutn- ings. Vinnubrögðin eru þau að gefa í skyn, að bandalag lunbótaflokkanna hafi stað- ið fyrir því, að landskjör- stjórnin fékk verk þetta að vinna! Ekkert sýnir betur, að í- haldið skammast sín fyrir fljótfærni sína og ofbeldis- hneigð. Útlendingar mega ekki vita sannleikann og eiga að einblína á rang- hverfu hans. En samt held- ur Morgunblaðið éfram að fullyrða, að kæruþvælan Skrytin afstaða KOMMÚMSTAR og þjóð- vamaimenn halda því fram, að samþykkt alþingis um vamarmálin hafi aðeins ver- iö sýndartillaga, sem lítið eða ekkert sé að marka. Sú aístaða mótast af þeirri stað- reynd, að þjóðin treystir Al- þýðuflokknum og Framsókn- arfiokknum til forustu um það málefni, sem sprengi- flokkamir vildu gjarna getað flíkað. 1 þessu sambandi er ekki úr vegí að spyrja, hvað komið hafi til þess, að kom múnistar og þjóðvamar- menn greiddu þingsálykt- unartillöguBni atkvæði á Oerlsi áskrlfeitciyr bla8sln& Úr rœðu Krústjovs hafi verið eðlileg og tíma- bær, og Þjóðviíjinn, Útsýn og Frjáls þjóð reyna hið sama. En ,,danskersönnen“ Ólafur Thors vill ekki Iáta fréttast um atferli sitt í Iand forfeðra sinna, og er þá aðeins átt við Dan- mörku, en maðurinn mun raunar eiga ættir sínar að rekja lengra suður og aust- ur á bóginn. Dönsku íhalds- blöðin mega ekki fá réttar upplýsingar um kæruþvæl • una. Hvers vegna ekki? Svarið er auðvitað það, að afstaða Ólafs Thors og Bjarna Benedikíssonar er hneyksli í augum allra sið- menntaðra manna. íhaldið ætti ekki að reyna til þess að láta vinnubrögð sín spyrjast til útlanda. Sann Ieikurinn er því til skammar, og lygin kemst upp fyrr en varir. Einangrun íslands er rofin. Við fylgjumst með því, sem gerist erlendis, og frétt- ir héðan fara ekki huldu höfði. Þetta ætti íhaldið að athuga framyegis og gæta hófs í þeirri viðleitni sinni að koma röngum upplýsing- um um íslenzk stjórnmál á framfæri í útlöndum. Hitt er ekki til að f jölyrða um, að dönsk íhaldsblöð reki skyldleikann við Ólaf Thors. En sannarlega væri vel far- ið, að hann væri þeirra en ekki okkar og héti Jensen í staðinn fyrir Ólafur Tryggva son. alþingi, ef þeim er það al- vara, að' hún muni aðeíns til þess ætluð að sýnast? Kjósendur eiga kröfurétt á að viía, hvort konunúnistar og þjóðvarnarmenn telji sig hafa verið hlunnfarna eða ekki. Létu þeir hafa sig að fíflum eða var þeim það alvara, að þingsályktunar- tillagan gegndi því hlut- verki, sem látið var í veðri vaka? Afstaða nefndra flokka er skrýtin. Hún mótast af minni máttarkennd. Kommúnistar og þjóðvarnarmenn hafa misst hálmstráið úr hendi sér og æpa. svo í fallinu. Góða ferð! áI|fSu&lair WASHINGTON, mánudag. — Bandarí'ska utanríkismála- ráðuneytið birti síðastliðinn mánudag skjal mikið, sem sagt var að hefði inni að halda ræðu þá, er aðalritari rússneska konunúii- istaflokksins, Nikita Krustjov, flutti, er hann fordæmdi Stalin á flokksþinginu í febrúarmánuði síðastliðnum. Kvaðst utan- ríkismálaráðuneytið hafa fengiö skjalið um leynilegar leiðir, og geti það ekki ábyrgzt að það sé upprunalegt. Á skjal þcíta að hafa verið gert í því skyni að leiðtogar kommúnistaí'Iokka í öðrum löndum fengju það í hendur. Opinberir aðilar í Wash- ington láta að öðru leyti svo um mælt, að skjal þetta samii, að sakargiftir Krustjovs á hendur StaLin hafi verið smi svæsn- ari en áður hafi mátt ráða af fregnum vestrænna blaða. Samkvæmt plaggi þessu á Krústjov að hafa sagt, að Stal- in hafi gefið það í skyn á 19. flokksþinginu, að nokkrir af eldri flokksleiðtogunum hefðu brugðizt í ýmsum málum, og hafi ICrústjov talið ósennilegt að þeir félagar, Krústjov, Mi- koyan og Molotov, hefðu getað tekið til máls á þessu þingi, ef Stalin hefði mátt halda stjórn- artaumunum nokkrum mánuð- um lengur. Stalin hafi bersýni- lega haft í undirbúningi hreins- un varðandi gamla samstarfs- menn í æðstaráðinu, og hafi hann margsinnis sagt að hinum gömlu meðlimum ráðsins bæri að víkja fyrir öðrum yngri. „Okkur er óhætt að fullyrða að á bak við þessi orð hafi Iegið ákvörðunin um það að koma fram hreinsun, er losaði hann við gamla samstarfsmenn, svo að þeir væru ekki til frásagnar um öll hans axarsköft og níð- ingsverk,“ sagði Krústjov sam- kvæmt skjali þessu. lenin og GERVIG UÐDÓM URINN Krústjov sagði síðan, að eftir andlát Stalíns hafi miðstjórn rússneska kommúnistaflokksins reynt að sanna að það væri ó- samrýmanlegt stefnu Lenins, að nokkur einn maður sé hafinn til dýrkunar sem ofurmenni og tal inn gæddur yfirnáttúrlegum hæfileikum líkt og eins konar guð. Lenin hafi sízt skjótlast, er hann lýsti Stalin sem hinum ó- svífnasta náunga, sem ekki væri samstarfsmönnum sínum að neinu leyti tryggur, að hann væri duttlungafullur og mis- beitti valdi sínu. Þá á Krústjov einnig að hafa birt annað bréf, þar sem segir frá því að Lenin hafi ávítað Stalin sökum illrar framkomu hans við konu sína. Krústjov telur Stalin hafa fundið upp á því að beita hug- takinu „þjóðfjendur“ í átökun- um við Trotskisinna á árunum 1935—38. Beiting þessa hugtaks hafi gert faert að beita þeirri hræðilegustu kúgun, sem hafi verið þvert brot á öllum jafn- réttiskenningum byltingarinn- ar, og eingöngu beitt gegn þeim, er greindi á um skoðanir við Stalin; hafi hann látið myrða fjölda saklausra með þetta hug- tak að yfirskini, segir í skjal- inu, hneppt fjölda saklausra manna í varðhald eða dæmt tíl útlegðar og í fangabúðir. Hafi þeir skipt þúsundum, sem slík- um örlögum sættu án þess að nokkur dómur gengi um mál þeirra eða það væri löglega rannsakað, en með þessu hafi verið skapaður stöðugur ótti og óvissa með almenningi. notadi iinattlíkan Svo segir í skjalinu, að ó- kyrrð hafi orðið í þingsalnum, er Krústjov upplýsti að Stalin hefði aðeins notast við hnatt- líkan, er hann undirbjó hernað- araðgerðir í síðustu heimsstyrj- öld. ,,Já, félagar, hann notaðist í rauninni við hnattlíkan, þar sem hann rissaði upp víglínuha með. sírikum,“ á hann að hafa sagt. I fvrri stvrjöldinni var allt vald fengið í hendur einum manni, Stalin, og það hafði hin- ar alvarlegustu afleiöingar, sagði hann enn. Stalin laug þeg ar hann afsakaði ósigra rúss- neska hersins með því að árás Þjóðverja hefði komið á óvart. Sönnunin var sú, ao hann sveikzt um að styrjaldarbúa her inn í tíma, og fyrir bragðið galt herinn mun meira afhroð en ó- hjákvæmilegt var, — hermönn- unurn hafði ekki einu sinni ver ið séð fyrir byssu á mann. Þá tók Staíin ekki heldur tillit til aðvörunar frá þýzkum borgara, sem skýrði nákvæmlega frá dag og stund, er Þjóðverjar myndu hefja árásina, segir enn fremur. Þá segir og að Stalin hafi ver íð búinn að láta drepa svo marga af æðstu og færustu hers þess að vita hið minnsta um hina raunverulegu vígstöðu, og haí'i slíkt oft orðið til þess, að hersveitir voru stráfelld- ar. Eitt sinn hafi Stalin til dærnis gefið fyrirskipun um að Kharkov skvldi umkringd, enda þótt bæði Krústjov og háttsettir hershöfðingjar reyndu. árangurslaust að koma honum í skilning um að þar væru f jandmennirnir að um- kringja hersveitir Rússa. Ar- angurinn hafi líka orðið enn hörmulegri en búizt var við. Þjóðver.ium tókst að um- kringja fjölmennar rússnesk- ar hersveitir, sem síðan voru strúfelldar. „Þeíta var nú ölí hernaðarsnilli Stalins, og þetta var gjaldið, sem við urð um að greiða fyrir hana,“ sagði Krústjov. „Þær sögu- legu styrjaldarkvikmyndir og sumar af þeim bókum, sem síðan voru samdar, valda mér klígju. Enda voru þær ein- göngu samdar í því skyni að vera áróður fyrir þeirri föls- un, að Stalin hefði verið hinn. mesti hersnillingur,“ á hann að hafa sagt. í „LÆKNASAMSÆRIГ Þá á Krústjov að hafa borið St.alin þeim sökum, að hann hafi sett hið svonefnda ..læknasam- særi“ á svið. Þar hafi í raun- inni ekki verið um annað en það að ræða, að kvenlæknir nokkur að nafni Timosjuk, sem Mynd þessi birtist nýlega í bandarísku blaði. Hún þarfnast ekki skýringa. höíðingjum Rússa, að skipulag hersins hafi allt komizt í óreíðu. Þá væri og ekki rétt að láta það liggja í láginni, að við hina al- varlegu ósigra í byrjun styrj- aldarinnar hafi 'Stalin gersam- lega bilað kjarkur og álitið að allt væri tapað, á Krústjov að hafa sagt, og að Stalin hafi þá komizt svo að orði í ræðu, er hann flutti, að allt það, er Len- in hafði íekizt að byggja upp, væri nú að eilífu faliið í rústir. Hafi Stalin sýnt, að hann væri hæði taugaóstyrkur og móður- sjúkur, hann hafi þráfaldlega bland- að sér í hernaðaraðgerðir án í rauninni vann á vegum Ieyni- þjönustunnar, hafi í bréfi til Stalins ásakað nokkra lækna um óleyfilegar lækningaaðferð ir. Þessi órannsakaða ásökun h'afi hins vegar nægt Stalín ti! þess að álykía tafarlaust að um víðtækt samsæri af hálfu læknanna væri að ræða. Hami iyrirskipaði að nokkrir a£ kunnustu læknum skyldu þeg ar handteknir, einnig skipaði hann að einn þeirra skyldi um svifalaust lagður í fjöfra og annar laminn, og fyrrverancii öryggismálaráðherra, Igna- Framliald á 7. cií&u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.