Alþýðublaðið - 07.06.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.06.1956, Blaðsíða 5
Fímmtudagur 7. júní 1956 AlþýgublaSiS Skáldgestir frá Noregi MEÐAL fulltrúanna á, nor- ! ræna leiklistarþinginu eru þrír merkir skáldgestir frá Noregi — Herman Wildenvey, Aslaug Vaa og Ragnvald Skrede. Slíkr- ar heimsóknar er skvlt að geta, þó að annir dagsins leyfi aðeins örstutt mál. Wildenvey þarf ekki að kynna íslendingum. Lárviðar- skáld Noregs kom hingað fyrir tveimur árum og las Ijóð sín í áheyrn fjölmennis. En Herman Whldenyey var löngu áður kom inn til íslands í andlegum skiln ingi. Ámis skáld okkar eiga honum margt og miltið að þakka, og ljóðelskir íslending- ar hafa lesið kvæði hans í fjöru- tíu ár sér til ríkrar gleði list- rænnar nautnar. Þess vegna er óþarft að segja deili á mannin- ttm og bókmenntastarfi hans. En sannarlega er ánægjulegt, að Herman Wildenvey skuli leggja leið sína hingað öðru sinni, og s%'0 er hann ungur, þótt sjötug- ur sé, að hann flutti við setn- ingu leiklistarþingsins nýtt kvæði til íslands, og mun hafa lokið því í flugvélinni á leið- Inni yfir hafið. Aslaug Vaa er í fremstu röð Jandsmálsskáldanna í Noregi. fagurkeri orðlistarinnar, sem íúlkar fíngerðar og persónuleg- ar tilfinningar í biæfögrum og hljómþýðum ljóðum. Hún fædd íst 1889 og kvaddi sér ekki hljóðs á norsku skáldaþingi fyrr en 1934, en kom brátt í verk Hiörgum stórsigrum hófseminn- ar og vandvirkninnar, Ennfrem lur hefur Aslaug Vaa þýtt á norsku leikrit annarra eins höf- unda og Lorca, O'Neills og Mo- liére og hinar unaðslegu smá- sögur eftir þýzka snillinginn Gottíried Keller. Hér er kvæðið Duva og dropen, en það telur Aslaug Vaa sjálf eitt af beztu Ijóðum sínum: Det kurra ei duve ved bekken Mahala í skuggen av palmur og drivkvite kala. No kurrar ei duve i fjelli her nord. Ben svævde nok dansande negrar ifjor. Det dogga ein drope av Mahala bekk, pá eldflugevengjer og kaffebuskhekk. Ein yrande várkveld i bjprkelid, eg kjende vel dropen mot panna mi. Ei duve . . . ein drope og andre dei ting slaer ltringom kloden ein levande ring. Hermaii Wildenvey Ja, duva og dropen forkynner mitt sinn at heile jorai er bustaden min. Ragnvald Skrede er yngstur þessara norsku gesta. Hann fæddist árið 1904 og er kennari að menntun, en var um árabil blaðamaður við Verdens Gang og hefur lengi undanfarið skrif að ritdóma fyrir Dagbladet í Os ló, getið sér frábæran orðstír í því starfi og þokazt í fvlkingar- brjóst norskra menningarfröm uða. — Jafnframt er Skrede mikilhæfur og viðurkenndur þýðandi og sérstætt og svipmik ið Ijóðskáld. Hann yrkir á lands máli og tók við forustunni af Tor heitnum Jonsson. Kunnur gagnrýnandi hefur komizt svo að orði, að Ragnvald Skrede sé arftaki Olavs Nygards sem túlk andi mannlífsins og örlaganna í norsku ljóði — og þvílík viður- kenning! Kvæðabækur hans eru þrjár talsins. Fvrst kom ,,Dst du ikkje veit“ 1949, þá ..I open bát pá havet“ 1952 og loks ,,Den kvite fuglen“ árið, sem leið. Af- köstin eru ekkert undrunarefni, en ærin saga af árangri skálds- ins. Undirritaður telur Ragn- vald Skrede tvímælalaust með- al snjöllustu fulltrúa yngri skáldakynslóðarinnar á Norður- löndum. Því til sönnunar skulu hér tilgreind tvö kvæði hans. Hið fyrra er Til ein falk: Stig pá harde veiiger mot morgonsky! No — medan her du baskar, blir verda ny. Kom deg ut or svarmen og stig, falk, stig! Framhald é ?. -iíPfcj lllCCdMKIMIIMIIMMIIIMMIMIMMlMIMIItMllllliMfMIIMMIIMKI til » = Frá kosnmganefnd: | Ml ■ í greiðsla stendur yflr | : í REYKJAVÍK er kosið hjá bæjarfógeta. liosið er ■ 5 hvern virkan tlag kl. 10—12 f. h. 0g 2—6 og 8—10 e. h. i » en á sunnutlögum kl. 2—6. Kjörstaður er MclafjSuiHnn 5 : (leikfimissalurinn). ■ Kjósendur, er dveljast erlendis geta kosið í skrif- > S stofum sendiráða, aðalræðismanna, ræðismanna og Vara- l » ræðismanna íslands erlendis. ÁRar upplýsingar cru veitt- • » ar í skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu við Hverf- ■ S isgötu, símar 5020 og 6724. I Gerið skrifstofunni upplýsingar um þá kjósendur, \ “ er dveljast að heiman, hvort heldur er hér eða erlendis, ; : Greiðið atkvæði sem fj’rst. ■ s " kosninganefnd. : ....................................... niimim„imnm KOSNINGABARÁTTAN virðist ætla að verða óvanalega hörð að þessu sinni, enda ekki að undra, þar- sem nú berjast tveir aðilar líkir að styrkleika, þótt ólík séu málefnin. Annars vegar er Sjálfstæðisflokkurinn, sem berst fyrir völdum og hagsmunum fámennrar klíku, en hins vegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, sem að þessu sinni hafa sameinazt um þróttmikla umbótastefunskrá, sem ætla má að geti að nokkru breytt hag alþjóðar til batn- aðar. Upjjhaf kosningabaráttunnar er með þeim endemum, að slíkt hefur aklrei fyrr þekkzt hér á landi, og mun einnig einsdæmi meðal sið- menntaðra þjóða. En þar er átt við hina ósvífnu kæru Sjálfstæðisílokksins vfir landslistum and- stæðinganna. Ekki fer hiá því. að óhug hafi slegið á alla hugsandi menn í landinu, þegar kunnugt varð um kæruna. Hvarvetna um land allt spurðu menn sjálfa sig: Er það mögulegt að stærsti stjórnmálaflokkur landsins. eða öllu heldur for- sprakkar hans, séu sokknir í svo djúpt fen of- stækis og siðleysis, að þeir ætli að reyna að vinna kosningarnar með hreinu ofbeldisverki? Og því miður urðu menn að svara spurningunní játandi. Þó er enn vafasamt. hvort menn al- mennt hafa gert sér fyllilega ljóst, hvað er hér á seyði, og hvers vænta má af þeim sömu herr- -um, sem að kærunni stóðu, ef þeir ná valdaað- stöðu í landinu. Það er vitað. að Sjálfstæðisflokkurinn er mál- efnalaus flokkur. Hin eina hugsjón hans er hagsmunir dálítillar auðmannaklíku í Reykja- vík, og þá fyrst og fremst Thorsarafjölskyld- unnar, svo að hún fái enn um skeið velt sér í auði og völdum á kostnað alþjóðar. ITinu hefðu menn ekki viliað trúa fvrr en í síðustu lög, að foringjar flokksins með dóm'smálaráðherra og forsætisráðherra þjóðarinnar í fararbroddi, væru orðnir s\ro gjörsnej'ddir allri siðferðis- kennd, að þeir gætu gripið til beínna ofbeldis- aðgerða og lögleysu til þess að sigrast á and- stæðingunum. enda þótt alkunnugt væri. að þeir væru gripnir æði örvæntingar og haturs. En öll þeirra viðbrögð, síðan kunnugt var, að umbótaöflin í landinu hygöust taka höndum saman til að sigrast á sameiginlegum óvini, hafa sýnt meiri hræðslu og meira ráðleysi en dæmi eru til fyrr í íslenzkri stjórnmálabaráttu. Hver heiðarlegur maður og stjórnmálaflokk- ur hefði vitanlega tekið uop baráttuna með venjulegum voþnum lýðræðisins, þ. e. frjálsum umræðum á opinberum vettvangi blaða og mannfunda. En slíkt var fjarri foringjum í- haldsins íslenzka. í stað röksemda í umræðum er notað persónulegt níð um andstæðingana. og þegar sýnt var. að bað mundi ekki lengur duga, því að allur landslýður hefur nú fyllzt viðbjóði á þeirri baráttuaðferð Morgúriblaðsins og fylgi- bleðla þess, þá skyldi nú gripið til kraftmeiri, vopna. í staðinn fyrir eiturgas mannníðs og rógs, skyldi nú nota vetnissprengjur ofbeldis og lögleýsis. Af þeim toga var spunnin kæran yfir landslistunum. Engum manni dettur það í hug í alvöru, ao íhaldsbroddunum með sjálfan dómsmálaráð- herrann sín á meðal hafi ekki verið ljóst, ao kærah hafði enga stoð í lögum, og ef hún hefoi verið tekin til greina, þá var framið skýlaust lagabrot. En hvers vegna var þá kært? Það er auðsætt. Einn af meðíimum landskjörstjórnar er löngu þjóðkunnur að því að hafa sérstaka löngun til að gera sprell, þegar færi gefst. Hann hafði þegar látið hafa eftir sér. að hann teldi kosningabandalag Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins ólöglegt. og mundi ekki viður- kenna landslista flokkanna. er þeir kæmu fram. Slík tútneskia var íhaldinu kærkomin, þessum manni mundi mega treysta. Síðan hafa forkóli- arnir í blindni sinni haldið, að siðleysl í stjórn- málum væri svo rótgróið meðal flokksmanna sinna, að flokksmenn þeirra í landskjörstiórn- inni mvndu meta meira hagsmuni Ólafs Thors og f iölskyldu hans en lög þjóð"”tnnar. Slík ó- st'ífni er því furðulegri þar sem um var að ræða einn dómara hæstaréttar. En von forkólí- anna brást. Þótt dómsmálaráðherrann hefc* verið fús að samþykkja lögleysuna, brást'hæsta- réttardómarinn ekki skylau sinni. En mál þetta bregður skýru ljósi yfir eðli og innræti Sjálfstæðisflokksins, eða öllu heldur foringia hans. Það sýnir einnig, hvers vænta má. ef þessir menn fá meirihlutaaðstöðu í stjórn landsins. Það er í stuttu máli þetta: Lög lands- ins verða virt að vettugi til þess að flokksfor- ingjarnir fái haldið valdaaðstöðu sinni. Inn- leitt verður einræði í líkingu við nazismann þýzka. Til þess að tryggja völd þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar verða stofnaö- ar stormsveitir af Heimdellingum, þessum, sero. fóru til Vestmannaeyja. Andstæðingar valdhai'- anna verða ofsóttir og fangelsaðir. Þess vérður vandlega gætt, að dómarar landsins dæmi ekkí nema stjórninni í vil. eins og þeir herrar ætl- uoust til að landskjörstjórn gerði. Þetta má lesa út úr kæru Sjálfstæðisflokksms út af lands- kjörslistunum. Við næstu kosningar verður því fyrst og fremst kosið um. hvor^framvegis eigi að drottna lýðræði qg réttur í landi voru eða þjóð vor eigi að verða siðlausu einræði að bráð. Fvrstu árás einræðísins var hrundið. 111 yar hin fyrsta ganga Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingabaráttunni. Það er nú á valdi yðar, kjós- endur góðir, að láta þar margar illar eftir fara’ og versta hina síðustu af þeim öllum verða gönguna á kjördegi 24. júfií 1956. Örvar-Ocldur. ÓSAMKOMULAGIÐ með franska forsætisráðherran.um Mollet og aðstoðarforsætisráð- herranum fyrrverandi Mendés- France vegna Alsírdeilunnar hefur í raun réttri staðið síðan ráðuneytið var myndað undir forystu Mollets, eða nánar til- tekið frá því í febrúar síðaslliðn um, þegar Mollet lét tindan síga fyrir mótmælahreyfing- unni í Alsír og fórnaði Catroux, sínum fyrsta ráðherra í Alsir. Varla er það þó eingöngu fyr ir þetta ósamkomulag, sem Mendés-France gengur úr ríkis stjórninni. Mun honum og hafa þótt sér heldur naumt skarnmt að olnbogarúm í stjórn, sem að meirihluta er skipuð jafnaðar- mönnum og fundist sem hann væri þar fjötraður á höndum og fótum. Þeir Mollet og Mendés- France kjósa báðir að halda föstum tengslum við Frakk- land og Alsír, og báðir gera þeir sér ljóst, að til þess að slíkt megi verða, hlýtur að verða að koma á róttækum umbótum í Alsír, bæði félagslegum, póli- tískum og efnahagslegum. Ó- samkomulagið er fyrst og Guy Mollet fremst um leiðir en ekki tak- mark og hvað eigi að meta mest í þessu sambandi. Mollet hefur lagt fram frum varp um frjálsar kosningar í Alsír, sem ekki er þó ráðgert aö fari fram fyrr en kyrrð er kom in á í landinu. Þess vegna hef- ur hann sent liðsauka til Alsív og um leið skorað á uppreisn- arseggina að leggja niður vopn, en þeirri áskorun hefur v.í.tan- lega ekki verið sinnt. Enda þótt uppreisnarmenn vantreysti ekki loforðum Mollets, eiga þeir eins víst að stjórn íhaíds- manna komist aftur á í Frakk- landi þegar minnst varir og hafi öll loforð fráfarandi stjórnar að engu. Ráðuneyti Mollets hefur ekki öruggan meirihluta í þinginu, og það hefur hvað eftir ar.naö komið í ljós hve miklu Frakk- ar, búsettir í Alsír, ráða um stefnu stjórnarinnar í Alsírmál unum. Frönsku landnemarnii’ þar eru nefnilega algerlega mót fallnir öllum jöfnuði gagnvart Aröbum. Kröfurnar um vopna hlé eru því að verulegu leyti ó raunhæfar, en hins vegar ekki á neinn hátt öruggt, að takazt | megi sð koma á friði í landinu Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.