Alþýðublaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.06.1956, Blaðsíða 5
Fímmíudagur 14. júní 1956 AlþýSublaSiS Deilan um hvar þjóðarskúfan sé strönduS ALLIR eru á einu máli um, að þjóðarskúta okkar ís lendinga sé strönduð. Hins vegar reynast skiptar skoð- anir um, hvar hún hafi tek :: ið niðri. Umbótaflokkarnir færa rök að því, að strar.d- ■; staðurinn sé hættulegur, ■ ströndin urð og upplandið I eyðimörk, en íhaldið bykist : hafa aðra sögu að segja Ó1 í; afur Thors stígur hinn » hreyknasti upp á einn stein- : inn og talar til áhafnarinn- ;; ar: Er ekki fallegt hér? jj Finnst ykkur ekki, að hér « muni gott undir bú? Var ég : ekki slyngur að sigla :kip- * inu hingað? Og auðvitað er ■j til þess ætlazt, að söfnuður- « inn svari einum rómi og s.egi: Jú, jú, minn herra! ÓLAFUR OG MÓSES. Strandkapteinninn heldur sig þannig kominn með þjóð sína í Slæpingjaland, þar sem fiskarnir synda soðnir í ám og vötnum og steiktar gæsir vappa um grundir og velli með hnífa og gafíia i skrokknum og enginn þarf neitt fyrir lífinu að haía. ís lendingar eiga ekki við það að stríða að verzlunarjöfnuð urinn sé óhagstæður um eina milljón hviern virkan dag ársins, þegar Ólafur Thors er að útlista snilli sína sem landsföður. Nei, við höfum allt til alls og þurfum sann- arlega ekki að kvarta. Það er blekking og áróður, að all- ir framleiðsluatvinnuvegir berjist í bökkum og séu hjálpar þurfi. Danskersörm- en þarf ekki annað en rétta út höndina. og þá gerist kraftaverk eins og þegar Móses sló stafnum á klett- inn forðum og lindin spratt fram tær og svöl og slökkti þorsta og veitti endurnær- ingu. Gagnrýnin er athæfi vondra manna, sem óska þess að Ólafur Tryggvason hinn nýi væri danskur Jen- sen. BJÖRGUNARSTARFIÐ. Og kannski er ekki fjarri lagi, að Ólafur Thors sé í Slæpingjalandi með sér- gæðingana í Sjálfstæðis- flokknum sem hirð um sig. Hann vantar víst hvorki soð inn fisk né steiktar gæsir og þarf naumast mikið fynr gæðum lífsins að hafa. Mað- urinn hefur komizt upp á lag með að hugsa fyrst um sjálfan sig, þá flokkinn og loks þjóðina. En verka- menn og sjómenn, bændur og iðnaðarmenn njóta ekki þessa. Þeir eru ekki þegnar Slæpingjalands heldur vinnustéttir á hrjóstureyju norður í höfum, þar seui bar áttan er hörð og tvísýn og erfitt að lifa vegna óstjórn- arinnar, sem Ólafur Thors ber ábyrgð á í umboði í- haldsins. Þeim er ljóst, að þjóðarskútan er strönduð. Og þeir munu reyna að bjarga henni aftur á flot í kosningunum annan sunnu- dag. MAÐUR AÐ MEIRI. Ólafi Thors er ekki of gott að sitja „eftir í grjótinu og telja sér trú um, að hann flat magi sig í Slæpingjalandi, ef þjóðarskútan kemst á flot undir stjórn nýrra manna með ný úrræði. En sennilega sannfærist hann fljótlega um þann sannleik, að soðnu fiskarnir og steiktu gæsirnar eru ímj'ndun, þeg ar veruleikinn leysir blekk- inguna af hólmi. Þá verður hann að fara að renna færi í saltan og kaldan sjó og rækta kartöflur í grunnum og höi'ð um jarðvegi. En fólkio í landinu þarf síður en svo að vorkenna honum slíkt líiut- skipti. Danskersönnen er ekki of góður til þess að kynnast kjörum þeim, sem íslendingar hafa lifað við í þessu landi ár og aldir. Von- andi yrði hann maðu" að meiri, ef hann neyddist til að vinna fvrir sér í stað þess að flatmaga í ímynduðu Slæp- ingjalandi. IIERJÓLFUR. lutluau han UMBOÐSMENN braskar- anna, heilar Morgunblaðsins, foírta nú daglega dármyndir í ..pressu“ sinni, frá herbúðum hræðslubandalagsins, kríta lið- ugt og mála svart á vegginn. Síðastliðinn sunnudag bar að líta framhlið á framtíðar við- skipta- og verzlunarhúsi hræðslubandalagsmanna. Mannþyrpingin bíður þar við dyr vefnaðarvöruverzlunarinn- ar, það hafði kvisazt, að 20 hand klæði yrðu þar á boðstólum, þann daginn, en konurnar biðu við dyr nýlenduvöruverzlunar- innar. Reyndar var auglýst í glugganum, að sykur fengist enginn þann daginn, en þær biðu nú samt. FORSJÁ ALLSNÆGTA- MANNANNA. Smátt verður nú skammtað, foræður góðir, ef þessir hræddu og hræðilegu ættu nú eftir að taka við skútunni! ' Öðruvísi hefur það verið og öðruvísi verður það, ef við alls- nægtamennirnir fáum meiri- hlutavaldið og fáum að ráða ínnflutnings- og gjaldeyrismál- unum áfram eins og verið hef- ur. Alltaf eru nú reyndar sjálf- stæðishetjurnar góðu samar við sig. — Þær vita, hvað þær mega fojóða sínu fólki. Hinir auðtrúa kjósendur í- haldsins þekkja ekki annað en ,,að allt sé til á Ljósavatni“, svo hafi það ávallt verið og svo hljóti það ævinlega að vera, að- eins ef húsbændurnir þar séu ,,sjálfstætt fólk“, og hafi vit á að láta Thorsarafjölskyldumeð- lim sjá um innkaupin og afurða sölumálin. BLEKKIN G ALEIKURINN TEKUR EN#A. Blessaðir verið þið. Haldið þið bara áfram að blekkja ■— blekkja sjálfa ykkur, börn ykk- ar og skyldulið, en lengur þurf- ið þið ekki að halda, að ykkur takist að slá ryki í augu grand- varrar og greindrar alþýðu til sjávar og sveita. Alþýðumaðurinn veit, að þeg- ar hann vantar sykur eða hand- klæði handa sér og skylduliði sínu þá getur hann fengið þess- ar vörur, ef allt er með feldu. — Alþýðumaðurinn veit að hann hefur sjálfur aflað útflutn ingsverðmæta, til greiðslu á þessum vörum, og á siðferðis- legan og þegnlegan rétt til þeirra. En hann veit líka, að það get- ur brugðizt til beggja vona, ef braskara- og afætustéttunum er látið haldast uppi að bruðla með gjaldeyrinn, og fara með þau mál af óforsjálni og stráks- skap. ORÐ OG GERÐIR. Enda þótt nú sé keppzt við að mála svart á vegginn, eymd og úrræðaleysi hræðslubanda- lagsmanna, veit íslenzk alþýða ofur vel að „sjálfstæðishetjurn- ar“ eru sjálfir sóðamálarar og spor þeirra hræða, enda þótt þeir máli undir kjörorðinu: Gjör rétt, þol eigi órétt. Því þeirra raunverulega breytni, þratt fyrir það, er háð reglunni: Við fyrst — þið svo. Við forréttindin að bönkun- um og gjaldeyrinum. Þið al- þýðufólkið, getið svo fengið það sem eftir verður, e£ það þá er eitthvað. HINGAÐ OG EKKI LENGRA. Nei, þið blekkið ekki vinn- andi stéttirnar lengur. Þessi sannindi eru alþýðu þessa lands ljósari nú en nokkru sinni fyrr. Nei, starfsstéttir þjóðarinnar, hvort heldur þær starfa með ströndum fram, á hafi úti eða inn til dala, vita það ofur. vel, að þeirra réttur er fyrsti veð- réttur. Þeim er fullljóst. að fram- leiðsla neyzluvara er nægjan- Framhald á 3. síðu. ÁRIÐ 1930 fæddist drengur á íslandi, serti var kallaður Kommi. Drengur þessi fæddist að tilhlutan galdranornar einn- ar. Galdranorn þessi hafði sínar höfuðstöðvar austan svo kallaðs járntjalds. Hún hafði ákveðið að ná yfirráðum yfir öllum þjóð um, helzt með undirferli og klókindum, annars þá með vopn um og ofbeldi þar sem það væri hagkvæmt. Hugðist hún ein- völd verða á jörðu. Sá, sem kjör inn var til þess að ráða algjör- lega fyrirkomulagi á uppeldi Komma litla, var maður, sem heitir Brynjólfur Bjarnason. Næstur Brynjólfi að völdum í þessu starfi var Einar nokkur Olgeirsson. Lagði nornin svo fyrir að ekkert skyldi sparað til þess að Konni tæki sem skjótastri fram- för, svo að hann gæti tekið sem fvrst að sér það starf, sem hún ætlaði honum að vinna á ís- landi. En hún sá af kænsku sinni, að mikilsvert mundi vera að hafa sem magnaðastan boð- bera á íslandi, þar sem Fjall- drottningin væri svo til mið: depill frjálsra þjóða. Svo áttu íslendingar Alþingi, þúsund ára gamla stofnun frægrar Hðræð- ís- og menningarþjóf | . Þessu Alþingi skyldi nú kollvarpað, en Kommi taka að sér öll völd á Fróni. Lét hún svo Brynjólf fá nægtir peninga. Tók nú Kommi hinum skjót- ustu framförum, svo að undr- um sætti, en innrætið var ósvíf- ið og falskt. Vildi hann ekkert gott læra, en stundaði hin ótrú- legustu strákapör. Árið 1938, þegar Kommi var orðinn 8 ára, var hann svo stór sem efnilegir drengir um ferm- ingu. Var hann þá orðinn svo baldinn, að til vandræða horfði fvrir þá fóstra, Brynjólf og Ein- ar. Forðuðust allir að koma ná- lægt svíninu, en þá mundi upp- eldið algerlega hafa orðið nei- kvætt um of. Sendi þá Brynjólfur skötu- menni eitt til galdranornarinn- ar til þess að tjá henni, hvernig komið væri. Sagði þá. nornin, að því kyldi stráknum, dusta hann til og flengja. hafa Konna í svelti og sýna honum í tvo heimana þangað til hann vrði viðráðanlegri og skildi það hlut- verk, sem honum væri ætlað að vinna: Vero'a einvaldi íslands undir kommandó galdranornar. Ennfremur skyldi fá honum nýtt nafn. Dœmisaga um „frjálsu verzlunimi^ Þrír gerviánamai kosfa 25 krónur HER ER eitt Htið en tóknrænt (læmi um „frjáísti verzlunina“ hans Ingólfs Jónssonar viðskipf&málaróðbcrra fyrir neðan allar hellur: Inn eru fluttir gerviánamaðkar, og seljast þrir í hverju bréfi. Laxamatur þessi er búinn til úr plasti, svo að fram- leiðslan ætti ekki að vera tiltakanlega dýr, en veiðimönn- unum finnst til nokkurs ætlast, þegar þeim er gerí áð taka upp budíluna og borga. Hvert bréf með gerviánamöðkun- um þremur kostar 25 krónur takk. Hvað ætli lifandi ánamaðkar megi kosta fyrsí þrír laxamatar úr plasti eru metnir á 25 krónur eftir að þeír, sem nota „frjálsu verzlunarinnar“ hans Ingólfs viðskipta- málaráðherra hafa fengið „sití“? Væri þetta ekki skemmti legt rannsóknarefni fyrir annan eins vísindamann og þann, sem skrifar hina nýju Bandamannasögu í Morgunbiaðið? Cpurningunni ætti að svara undir fyrirsögninni: Verðgildi lifandi og dauðra ánamaðka undir öruggri stjónr Sjálf- stæðisfloklcsins á viðskiptamálum þjóðarinnar. 5 Gerðu þeir Brynjólfur og Ein- ar með sínum hjálparkokkum allt, sem nornin hafði fyrir þá lagt. En Komma nefndu þeir upp og kölluðu Guðmann. Fannst þeirn það nafn bezt til þess fallið að breiða yfir inn- rætið. Við þetta allt saman haföi Kommi tekið hinum ótrúlegustu breytingum. Var hann fljótt á litið hinn prúðasti unglingur og nafnið einstaklega aðlaðandi. Fóru nú ýmsir að gsfa sig að Guðmanni, enda hafði hann full ar hendur fjár. en vinir pen- inga vilja flestir vera. Nú fó.r G.uðmann að ganga um með samskotalista til kirkjubygg- ingar; s\'o gekk hann í kirkju kórinn. En við nánari kyrmingu við Guðmann fann fólk, að inn- rætið var eitthvað öðruvísi en virtist í fliótu bragði. Flýttu sumir sér til baka í dauðans of- boði. Nokkrir vesluðust upp og dóu. En einstaka manni náðl hann tökum á og gat notað hann sínu málefni til framdráttar. Liðu nú árin frarn yfir venju- legan fermingaraldur. Ferming- una framkvæmdu þeir Brynjób' ur og Einar þannig. að BrynjóK ur fermdi en Einar söng, en nokkrir útvaldir hlustuðu á. Dafnaði nú Guðmann ákai: lega, og varð hann þeim fóstr- um mjög til sóma. Hafði mál- efni galdranornar mjög festræt ur hjá sonum Fjallkonunnar. Var nornin hin ánægðasta og færðist mjög i aukana. Á sömu árum. er íóstursonur Brynjólfs og Einars óx upp, hafði galdranornin komið ti.l valcla í Sovét mannveru, er Stalín var kallaður. Var hún mjög ánægð með það afkvæmi. sitt og taldi hann mestann sinn- ar tegundar i heimi. En sam- tímis Stalín var uppi manndýr eitt, er Hitler hét. Hafði Satan. uppfóstrað hann til sinna erinda og taldi hann mestan sinnar teg undar og meiri Stalín. Deildu nornin og Satan oft um það, hvor þeirra Stalín eða Hitler væri meiri þjóðmorðingi, en það skyldu þeir verða og vera gagn- stætt við kristnar þjóðir, sem eiga sér þjóðhöfðingja. í fyrstu virtist sem þeir Hitl- er og Stalin ætluðu að verða samherjar. Hefði svo orðið myndi jörð 511 og mannkyn hafa komizt á vald myrkraafla. En sundrungarpúkinn í eðli þeirra var svo sterkur, að þeim lenti fljótlega saman með ógurlegum gný, en allt mann- kyn stóð á öndinni af ótta. Vai' Hitler afkvæmi .Satans enn her skárri en Stalín afkvæmi norn- ar og hugðist þegar ieggja undir sig heim allan. Stofnuðu þá Goðsmenn bændaríki og réðust á Hitler með Stalín og endaði sú viðureign á þann veg, að Hitl er var gjörsigraður, og allt lians ríki fór í mola. En Hitler stakk sér til undirdjúpa Satans eftir mislukkaða för til mannheima. í þessum aðgangi notaði norn alla sína slægð til þess að færa út ríki 'sitt, meðan Guðsmenn hjálpuðu Stalín af alhug og í fullu trausti. Hafði hún mjög fært út ríki sitt, er styrjöld lauk og friður var saminn. Og nú þóttist hún frið vilja. Ríkti nú Stalín í Sovét og' eyddi mannfólki sem flugur væri og sínum samherjum koll af kolli. Var heimur skelfingu lostinn í annað sinn. Nornin „dreifði nú gulli um jörð alla og útbreiddi sína ein- ræðisstefnu undir alls konar ! nöfnum og yfirskini. Á íslandi ! starfaði Guðmann Brynjólfs- I (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.