Alþýðublaðið - 14.06.1956, Page 7

Alþýðublaðið - 14.06.1956, Page 7
Fímmtudagur 14. júní 1956 AiþýðubSaðið 7 ÍFrh. af 8. sífta.) Þá leggur þingið til, að skip- aður verði sérstakur fulltrúi, er Iiafi með höndum teikningar nýrra skólahúsa, eftirlit með byggingum og úttekt þeirra. Reglugerð verði sett um, hvaða áhöid og kennslutæki skuli vera í hverjum skóla. Séð verði um að jafnan sé fyrir hendi hand- bók handa kennurum, þar sem skráðar séu starfsreglur þeirra ásarnt reglugerð um skipan skólamála. Kvikmynda- og skuggamyndasafn ríkisins verði aúkið og bætt og kapp lagt á að afla íslenzkra mynda, sérstök lög um safnið verðí sett á næsta alþingi og fjárbagur þess 'ggð ur. Þingið telur, að herða beri eftirlit með kvikmyndum, sem börnum eru bannaðar, og ítrek- ar fyrri fordæmingu kennara á útgáfu sorprita. Loks beinir þingið þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að hún vinni að því, að ísland gerist aðili að jnenningar- og' vísindastofnun SÞ. STJÖKNARKJÖR SÍB kaus í nefnd Ríkisútgáfu riárnsbóka Pálma Jósefsson skólastjóra og Gunnar Guð- mundsso nyfirkennara. Á þinginu var tilkynnt stjórn arkjör SÍB og er.stjórnin þann- ig skipuð: Gunnar Guðmunds- son formaður, Kristján J. Gunn arsson ritari, Þórður Kristjáns- son gjaldkeri, Frímann Jónas- son varaformaður og meðstjórn enrur Auður Eiríksdóttir, Ingi Kristinsson og Jón Kristgeirs- son. ■---------*---------- Sagan um hann ,, (Frh. af 5. síðu.) fóstri með hinum bezta árangri. Tilbáðu þeir fóstrar Stalín mjög. Nú kom að því, er Stalín hvarf til heljar. Komst þá norn í mikinn vanda með að velja eftirmann. Urðu nú smá slátr- anir, því að margir vildu völdin hreppa í Sovét. Nú vildi það til, að sagan end urtók sig með „Nýju fötin keis- arans‘!. Einhver hvíslaði: „Stal- ín var morðingi og glæpamað- ur“. Og alltaf hækkaði hvíslið unz allir hrópuðu: „Stalín var glæpamaður, Stalín var þjóð- morðingi!" Galdranor\ g'at ekki þaggað niður þennan talgný. Og nú setti hún upp blíða bros- ið sitt og sagði: „Já, Stalín var iriorðingi, ég réð ekkert við hann.“ Nú sendi hún þjóna sína ufn öll lönd til þess að boða frið og him lætur þá segja að Sovét muni minnka herafla sinn, nú sé óhætt að leggja aila heri nið- ur, Sovét muni aldrei blaka við svo mikið sem einu hári. Er fréttin um dauða Stalíns barst tii Garðarshólma, brustu þeir B-rynjólfur og Einar í grát mikinn, en Guðmann kærði sig kollóttan. Jóhannes úr Kötlum orti sorgþrungin erfiljóð og Þór- bergur skrifaði knúsandi eftir- mæli um elskuna sína. Gekk nú allt eins og í sögu hjá þeim fé- lögum um sinn. Þegar bergmál- ið af hrópunum: „Stalín var morðingi!" bart til Snælandsins, trúðu þeir félagar, Brynjólfur og Einar, ekki sínum eigin eyr- um og létu sem ekkert væri. En þegar allir hrópuðu í kringum þá, sáu þeir, að. ekki þýddi á móti að mæla. Nú væri um að gera að bregða fljótt við og gera .ráðstafanir, annars mundi allt vera tapað. Peningar bárust frá galdranorn og skipun um að láta reynsluna kenna sér. Nú kallar Brynjólfur Bjarna- son klíkuna á málæðisfund og segir: „Nú er að uppnefna Guð- mann sem snarast, því að ella töpum vér öllum völdum á þess um miðpunkti heims“. „Hvað skal kalla hann? Hvað skal kalla hann?“ segir klíkan svo hátt og með þeim klið sem öll fuglabjörg heirns væru komin í kjallarann til klíkunnar. Bryn jólfur stingur fingrum í eyrun, stekkur í loft upp svo hátt, að hann skellur í steinsteypt loftið svo af verður hvellur mikill. Áður Brynjólfur nær gólfi aft- ur æpir hann: „Köllum hann Óskar, köllum hann Óskar!“ Þetta er samþykkt með gargi miklu og klíkufundi slitið. Nú gengur Óskar um með hendur í vösum og bros á brá og segir: „Ég heiti Óskar, ef þið viljið fylgja mér, þá skuluð þið fá allar ykkar óskir uppfylltar. Þið skuluð fá nóga peninga, þið skuluð enga skatta þurfa að borga. Bankarnir eru fullir af peningum, sem þeir hafa grætt á ykkur. Ríkissjóður hefur haft nær 100 milljónir í tekjuafgang á hverju ári, sem út úr ykkur hefur verið pínt með rangind- um. Alla þessa peninga megið þið eiga“. Kiósandi góður. Þegar þú kemur að kjörborðinu 24. júní í vor, þá skalt þú gjalda var- huga við loforðunum hans Ósk- ars, sem einu sinni hét Kommi. Kjósandi. I TILEFNI af blaðaskrifum um ástand og horfur í iðnað- inum, vill stjórn Félags ísl, iðnrekenda taka fram eftir- farandi: Þegar er kvartanir tóku að berast til FÍI um erfiðleika á yfirfærslum vegna hráefna- kaupa iðnaðarfyrirtækja, snéri félagsstjórnin sér til viðskipta- málaráðuneytisins með tilrþisp-l- um um, að ráðuneytið hlufaö- ist til um að rekstur fyrirtækj anna þyrfti ekki að truflast vegna skorts á hráefnum. — Ráðuneytið tók málinu vel og hefur félagsstjórnin síðan stað ið í sambandi við ráðuneytið um lausn þessara mála. Um síðustu helgi tjáði viðskipta- málaráðherra félagsstjórninni, að hann mundi béita sér fyrir því, að bankarnir veittu auk- inn gjaldeyri vegna hráefiia- kaupa iðnfyrirtækja, til þéss að framleiðsla iðnaðarins d)þeg ist eigi saman vegna skorts á hráefnum. Er oss eigi kuar.þgt um annað en staðið hafi véjrið við þau fyrirheit. Það er því eigi rétt í um- ræddum blaðaskrifum, að fé- lagsstjórn FÍI hafi tilkynnt á almennum félagsfundi, að vi.ð: leitni hennar til þess að tryggja auknar yfirfærslur „hefðu engan árangur borið, og á- standið í þessum efnum alítaf farið versnandi.11 Þvert á móti skýrði félagsstjórnin frá því, sem gert hefði fferið til úr- bóta í þessum málum. Oss er eigi kunnugt um, að fullyrðingar um „að hráéfna- skortur kreppi nú svo mjög að iðnaði landsmanna, að hann sé nú mjög lamaður“ og að „hráefnaskortur sé að stöðva og hafi stöðvað ýmsar iðn- greinar", hafi við rök að Styðj- ast, því samkvæmt upplýsing- um frá þeim fyrirtækjum. sem helzt voru aðþrengd végna tregðu á yfirfærslum, hefur nú verið bætt úr brýnum,;..þörf- um þeirra, (þ. á. m. málninga- verksmiðjanna). ■■ö'fir'dr******'*** ft.'ft * ALÞÝÐUBLAÐIÐ! ÚTBEEmiÐ í*****'fif'aft****'>!r*si um skoðun bifreiða í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með, að síðari hluti aðalskoður.ar bifreiða fer fram frá 18. júní til 27. júlí næstk. að báðum dögurn meðtöldum, svo sem hér segir: Mánudaginn 18. júní R— -4501 til R— -4650' Þriðjudaginn 19. ; júní R— -4651 til R— -48130 Miðvikudaginn 20. júní R— -4801 til R— -4950 Fimmtudaginn 21. júní R— -4951 til R— -5100 Föstudaginn 22. júní R— -5101 til R- -5250 Mánudaginn 25. júní R- -5251 til E- -5400 Þriðjudaginn 26. júní R- -5401 til R- -5500 Miðvikudaginn 27. júní R— -5501 til R- -5650 Fimmtudaginn 28. júní R- -5651 til R- -5800 Föstudaginn 29. júní R— -5801' til R—5950 Mánudaginn 2. júlí R- -5951 til R- -6100 Þriðjudaginn 3. júlí R- -6101 til R- -6250 Miðvikudaginn 4. júlí R- -6251 til R—6400 Fimmtudaginn 5. júlí R- -6401 til R- -6550 Föstudaginn 6. júlí R- -6551 til R—6700 Mánudaginn 9. júlí R- -6701 til R- -6850 Þriðjudaginn 10. júlí R- -6851 til R- -7000 Miðvikudaginn 11. júní R- -7001 til R- -7150 Fimmtudaginn 12. júlí R- -7151 til R- -7300 Föstudaginn 13. júlí R- -7301 til R- -7450 Mánudaginn 16. júlí R- -7451 - til R- -7600 Þriðjudaginn 17. júlí R- -7601 til R- -7750 Miðvikudaginn 18. júlí R- -7751 til R- -7900 Fimmtudaginn 19. júlí R- -7901 til R- -8050) Föstudaginn 20. júh R- -8051 til R- -820® Mánudaginn 23. júlí R- -8201 til R- -8350 Þriðjudaginn 24. júlí R- -8351 til R- -8500 Miðvikudaginn 25. júlí R- -8501 til R- -8650 Fimmtudaginn 26. júlí R- -8651 til R—8800 Föstudaginn 27 • júlí R- -8801 til R- —9000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif reiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar daglega kl. 9—12 og 13—16,30, nema föstudaga til kl. 18,30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðask attur og vátrygggingariðgjald ökumanna fyr- ir árið 1955 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í giidi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver a'ð koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt bifreiðalögum og lögum um bifreiðaskatt o? bifrciðin tekin úr umferð, livar sem til liennar næst. ' Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. 1 LÖGREGLUSTJÓRINN f REYKJAVÍK, 13. júní 1956,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.