Alþýðublaðið - 18.07.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.07.1956, Blaðsíða 7
MiSVikudagur 18. júlí 1956 A I þ ý S u b 1 a g 115 HAfNASFiRðf y y jKL- m &f /. ÓDY SSEIFVR ítölsk litkvikmynd. ByggS á frægustu sögu Vesturlanda. , Dýrasta kvikmynd, sem gerð hefur verið í Evrópu. Aðalhlutverk: SILVANA MANGANO, sem öllum er ógleymanleg úr kvikmyndínni Önnu. Kirk Douglas — Kossanna Fodesta Anthony Quinn — Franco Interlenghi Myndin hnekkti 10 ára gömlu aðsóknarmeti í New York. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Skáldritasamkeppni CFrh. af 5. síðu.j önnur útgáfurit á síðastliðnu ári. Nú er það vitað öllum, sem til þekkia, að brugðizt getur til beggja vona fyrir unga rithöf- unda að fá útgefnar bækur sín- ar. Oft munu þeir fá lítið 1 aðra hönd fyrir handrit sín, ogieins má gera ráð fyrir, að bækur þeirra verði lítið lesnar, þótf góðar séu. Eru mörg dæmi um það, að ungir höfundar hafa sjálfir orðið að ráðast í útgáfu bóka sinna, oft af rriiklum van- öfnum. Og ekki er heldur fyrir það að synja, að þessi háttur hefur stundum leitt til þess, að menn réðust í að gefa út rit- smíðar eftir sig, sem betur hefðu mátt kyrrar liggja. Þáð væri sannarlega ekki til of mikils mælzt, þótt sú krafa ýrði gerð til hinna stójru útgáfu- félaga, sem hér hafa verið nefnd, að þau gæfu a. m. k. eitt riýtt íslenzkt skáldrit á ári hverju. Öll telja þau sig vilja gegna því hlutverki að auka bók menningu þjóðarinnar, þroska bókmenntasmekk almennings og stuðla að reisn íslénzkra bók mennta. Það ætti bví að vera sjálfsagður hlutur, að þau gæfu út hið bezta, sem ritað er af ungum og vaxandi skáldum á landi hér. Ættu þau árlega að efria til samkeppni'um verðlaun fyrir eitt nýtt skáldverk og hafa vérðlaun og ritlaun samanlagt ekki óríflegri en sem svarar sfemilegum árslaunum embætt- ismanns. Mætti þá segja, að Klutverk þessarar áskriftarút- gáfu væri annað og meira en tfáfnið tómt. Góðar þýddar bæk ur og endurútgáfur á verkum kunnra og viðurkenndra höf- unda eru góðra gialdá verðar. Eiá það er engu'síðria menning- arstarf að hvetja unga og verð- andi höfunda til að leggja sig alla fram við sköpun nýrra skáldrita. Árleg samlteppni, þar sem hæf dómnefnd verðlaunaði frækilega og hlutdrægnislaust hið bezta, yrði hér áreiðanlega þyngst á metum. Að vísu verður naumast með réttu sagt, að útgáfufélögum eins og Almenna bókafélaginu og Máli og menningu beri bein- línis skylda til að inna þetta verkefni af höndum, nema þá helzt siðferðileg skylda. Ætti það þó sannarlega að vera í anda þessara félaga að gefatút ný skáldrit, ef marka má stefnu skrá þeirra og yfirlýsingu for- ystumannanna. En um Menn- ingarsjóð og Þjóðvinafélagið gegnir þó allt öðru máli. Því útgáfufélagi ber bókstaflega skylda til að efna árlega til skáldritasamkeppni. Er ekki vaíi á, að sumt af útgáfubókum þessa fyrirtækis mætti að skað- lausu víkja fyrir svo merkilegu vérkefni. Þjóðarútgáfa á að hafa þetta hlutverk með hönd- um og kalla þannig fram meiri og betri listaverk. Hefðu sumir þeirra höfunda, er gáfu út skáld rit á síðastliðnu ári, verið góðra verðlauna verðir, og vel hefðu þeir mátt njóta þess að geta helgað sig list sinni óskiptir eft- ir unnið afrek, þó ekki heíði verið nema um fárra mánaða skeið. \ ■ - Það getur varla talizt vanza- laust fyrir aðra eins bókmennta þjóð og íslendingar vilja kalla sig, að ekki skuli árlega efnt til skáldritasamkeppni í föstu formi eða á annan hátt verðlaun uð ríflega þau skaldverk, sem fram úr skara. Þótt öll sönn listaverk séu launa verð, .væri rétt að miða þessa samkeppni við þá höfunda, sem ekki eru taldir alveg komnir í fremstu röð. Yrði það efalaust drjúg lyftistöng góðum afrekum í bókmenntum. Og þótt margir efnilegir höfundar séu nú starf- andi með þjóðinni, má þó enn segja með skáldinu: Strjáll er enn vor stóri skógur, stendur hann engum fyrir sól. (Frh. af 5. síðu.) barna og unglinga, heldur einn ig meðal fullorðins fólks. Það var ekki fyrir ýkjalöngu uppi fótur og fit hér í bæ er lítil módelflugvél sást svífa alllengi vfir bænum og lenda að lokum í porti Landssmiðjunnar. Þetta varð sögufrægur atburður á sviði módelflugvéla og varð blaðamatur. Þarna verður að telja að hápunkti ánægjunnar af módelsmíðinni sé náð, þegar flugan reynist svo fullkomin, að hún hefur sig til flugs og svífur um loftin blá eins óg hver önn- ur stór og stæðileg flugvél suð- ur á velli. En ekki tekst öllum svona vel, sumir verða að láta sér nægja að stilla vélinni að- eins upp inni í stofunni eða leik herberginu, eða á vinnustof- unni, hún flýgur aldrei. Það er kannske eitthvað í ólagi með þyngdarpunkta eða önnur mis- tök hafa átt sér stað í smíði gripsins, en því þá að gefast upp? Til þess eru vítin að var- ast þau og mistökin að læra af þeim. Byrjið á nýjan leik og látið reynsluna, sem fengin er, vera leiðarljós. Það tekst alltaf betur í annarri tilraun. Hér í bæ er hægt að fá nokkr ar gerðir vélflugumódela keypt ar og þó nokkrar tegundir svif- flugumódela. Hefur þarft fyrir- tæki tekið upp framleiðslu þess ara módela hér og nefnist það FLUGMÓ, en aðalútsalan er í tómstundabúðinni í húsi And- résar Andréssonar klæðskera við Laugaveginn. Það er bæði holl og sérlega skemmtileg tómstundavinna, að smíða módelflugur, en það tek- ur stundum á þolinmæðina, en slíkt er fyllilega þess virði að standa í gegnurn eldraunina. Og gefist ekki upp, þótt mistakist í fyrsta skipti, reynið á ný og sjáið hvort ekki tekst þá betur. landslið í Hðfn (Frh. af 8. síðu.) landskeppni í frjálsum íþrótt- um. Hin fyrsta fór fram í Rvík 1950, sú næsta í Ósló 1951 og báru íslendingar sigur af hólmi í þeim báðum. FRÁ HÖFN TIL AMSTERD. Frá Höfn halda íslendingarn- ir til Amsterdam í Hollandi. Hefst landskeppnin við Hollend inga 22. júlí og fer fyrri hlutinn fram í smáborginni Vlardingen skammt frá Amsterdam. Síðari hlutinn fer fram í Rotterdam 24. júlí. 3 DAGA í LONDON. Frá Hollandi halda íþrótta- mennirnir til Lundúna og dvelj ast þar í 3 daga. Síðan halda þeir heimleiðis. Nrr barnaskóli (Frh. af 8. síðu.) flötur 360 fermetrar. íþróttahús verður einnig byggt við skóla- húsið. Verður það 1900 rúm- metrar að stærð með 304 fer- metra gólffleti. KOMIÐ UPP HAUSTIÐ 1957. Ekki er búizt við að ljúka nema grunni hússins og undir- stöðum í sumar. En áætlunin er sú, að húsið verði algerlega komið upp annað haust. Eru miklar vonir bundnar við hið nýja skólahús og búizt við að unnt verði að útskrifa gagnfræð inga í því einnig. NÝR ÍÞRÓTTAVÖLLUR. Þá hefur einnig verið unnið að byggingu íþróttavallar á Pat Lokai vegna sumarleyfa frá 21. júlí til 7. ágúst. Efnalaugin Gyllir Langholtsvegx 14. reksfirði í sumar. Er þegar búið að ryðja landið og nú unnið að því að slétta völlinn. Verður völlurinn hvort tveggja í senn, knattspyrnu- og handknattleiks völlur. Einnig stendur til að hafa hlaupabrautir á honum. LYFTISTÖNG UNDIR ÍÞRÓTTALÍF STAÐARINS. Íþróttalíf hefur verið heldur dauft undanfarið á Patreksfirði, en talið er víst að hinn nýi íþróttavöllur verði mikil lyfti- stöng undir íþróttalíf staðarins. Stendur til að halda íþróttamót á hinum nýja velli í haust. ENDURBÆTUR Á HÖFNINNI. Ráðgerðar eru talsverðar framkvæmdir við höfnina í sum ar. Höfnin, sem grafin er inn í landið, þykir og þröng og of grunn og hafa skipafélögin af þeim orsökum verið treg til þess að senda skip sín inn í hana. Er nú ætlunin að láta Gretti koma til Patreksfjarðar um mánaðar- mótin næstu og dýpka hana all- verulega og' grafa meira út úr henni. Mun Grettir grafa fyrir 800 þús. kr. Þegar hafa verið látnar 8 milljónir í hafnarfram kvæmdirnar á Patreksfirði. NÆG VINNA. Næg vinna er nú á Patreks- firði. Hefur verið mikil vinna í frystihúsunum báðum, Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar og Kaldbak. Togararnir hafa lagt þar upp afla og nokkrir bátar einnig. Nýr bátur er væntan- legur til Patreksfjarðar í haust. Verður það 70 tonna stálbátur, eign Gísla Snæbjörnssonar og fleiri. Islenzkur fiskiðnað- ur r r «d ■/ FISKIÐNAÐARSÝNINGIN í Ancona á Ítalíu var opnuð fyrir helgi. Á sýningu þessari sýna íslenzk fyrirtæki nú í fyrsta sinn framleiðslu sína. Fiskiðnaðarsýningin í Anco- na er stór sýning á heimsmæli- kvarða og sækja hana árlega um ein milljón manna, þ.á.m. kaupendur frá öllum Miðjarðar hafslöndunum, en sýningin hef ur nú verið haldin samfleytt í 16 ár. Er sýningin einkar vel staðsett í einu helzta fiskveiða- og landbúnaðarhéraði Ítalíu. Tildrögin að þátttöku íslands í sýningu þessari eru þau, að einn af forráðamönnum sýningarinn ar, var í heimsókn á fiskiðnað- arsýningunni í Kaupmannahöfn nú í maí. Fannst honum svo mikið til um íslenzku deildina á þeirri sýningu, að hann þauð Vörusýninganefndinni ókeypis flutning á öllu sýningarefni og sýningarsvæði á Ancona sýn- ingunni, ef ísiendingar vildu setja sýninguna upp þar. Vöru- sýningarnefndin, sem hafði for- göngu um þátttöku í sýning- unni í Kaupmannahöfn, tók þessu höfðinglega boði og hefur Már Elíasson hagfræðingur, er var framkvæmdastjóri nefndar innar á Kaupmannahafnarsýn- ingunni, unnið að því undan- farið að setja íslandsdeildina upp með svipuðu sniði og í Kaupmannahöfn. Framhald af 1. síðu. Hefur verið líf og fjör á unum og fjöldi fólks hér ofaju úr sveitum. T.d. munu hafa vdri ið hér um 50 manns ofan sfi: Héraði. G.B. Ólafsfirði í gær. Hér hefur verið saltað látlaust í langáa tíma. í dag komu hingað eftif- talin skip: Stígandi með 2&Ö tunnur, Hrönn S.H. 400, Gunn- ólfur 650, Einar Þveræingxlr 800, Sævaldur 800 og Kristjám 1100 tunnur. Bátarnir eru allir að fara út aftur og búizt er víð áframhaldandi veiði. Raufarhöfn í gær. Hér er sami síldarmoksturinn úr sjónum, ágæt veiði var í dag og bátarnir koma inn hver á eftir öðrum ög allir sneisafullir. Við erum hætt ir að fylgjast með því nákvæm- lega, hvað hver bátur er með mikið, því að þeir gera varla boð á undan sér, en fylla bát- ana og demba því í bræðslu, fara síðan óðar út og sækja meira. Hér er saltað stanzlaust, sérhver maður stendur eins lengi og hann þolir og stúlk- urnar salta eins og þær treysta sér. Svona hefur þetta gengið frá því á sunnudag. Nú er að verða tunnulaust, en von er á Tungufossi með tunnur ein- hvern tíma næsta sólarhring. Nú eru komin um 45 þúsimd mál í bræðslu og söltunin nem. ur milli 40 og 50 þús. tunnum. Margir bátar eru nú austan við Langanes. Sauðárkróki í gær. Hingað komu tveir bátar fyrir nokkr- um dögum, ai.nars kemur eng- in síld hingað. Þoka hefur ver- ið á miðunum undanfarna daga. Ægir er á leið til Akureyrar til viðgerðar, hann sá síld 76 sjó- mílur norðvestur af Kolbeins- ey í dag. Dettifoss tilkynnti að hann hefði séð síld út af Haga- nesvík, en þegar til kom reynd- ist þetta vera ufsi. Hallgrímskirkju kvenfélags- konur eru minntar á skemntti- ferð félagsins n.k. föstudag. — Upplýsingar í áður auglýstum. símum. ALÞYÐUBLABINU. AUGLÝSIÐ 1 H\úta er komið - r Asg. G. Gunn- laugsson & Co. Austurstræti 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.