Alþýðublaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 4
 Alþý^ublagjg Laugardagur 1. sept. 1956 ■> S $ s s s N s S s s s $ s s s s s s $ s s s s s $ s * s $ s \ s V s s I I s i s Útgefandi: Alþýðuflokkuriiin. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmtmdsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsíngastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðj an, Hxerfisgötu 8—10. Tvísöngurinn MORGUNBLAÐIÐ heldur tvísöngnum áfram. í fyrra- dag komst það svo að orði, að sú ráðstöfun nýju rikis- stjórnarinnar að stöðva verðlag og kaupgjald minnti helzt á stjórnarfarið í Rúss- landi. í gær er aftur á móti komið dálítið annað hljóð í strokkinn. Þá er þetta sama viðleitnin og hér hefur ver ið reynd allt síðan 1941 og ekki sízt að frumkvæði Sjálfstæðismanna! Sannleikur þessa er sá, að ráðstafanir nýju ríkis- stjórnarinnar eru mjög með líkum hætti og tilraunin, sem gerð var af ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar 1947—1949. Það er einnig rétt, að mörgum hefur ver- ið Ijós nauðsyn þess að stöðva dýrtíðína og verð- bólguna. Hingað til hefur það ekki tekizt. Orsökin er sú hversu erfitt hefur reynzt að láta kaupgjald og verðlag fylgjast að. Þar hef ur verið um að ræða linnu- laust kapphlaup, en ekki samræmdar stöðvunarráð- stafanir. Vinnustéttunum til sjávar og sveita er Iöngum kennt um hækkun kaupgjaldsins og þær sak- aðar um ábj-rgðarleysi. Jafnframt hefur óspart ver ið reynt að etja bændun- um gegn launastéttum bæj anna og launastéttum bæj- anna gegn bændunum, svo að ekki hefur tekizt eðli- Iegt og nauðsynlegt sam- starf þessara aðila þjóðfé- lagsins. En staðreyndin er sú, að kaupgjaldið hefur á- vallt hækkað sem gagnráð stöfun vinnandi stétta við hækkuðu verðlagi og hækk aðri þjónustu. Dýrtíðin hef- ur ráðið úrslitum óheilla- þróunarinnar. Og hverjum er hún svo að kenna? Þeim aðilum, sem eru máttar- stólpar Sjálfstæðisflokksins og ráða að tjaldabaki störf um hans og stefnu og hafa því á hendi leikstjórn sjón arspilsins, þar sem Ólafur Thors og Bjarni Benedikts son fara með aðalhlutverk- ið frammi fyrir áhorfend- um og áheyrendum. Nýja ríkisstjórnin áttar sig á þessunt staðreyndum og reynir því að stöðvS sam- tímis verðlagið og kaup- gjaldíð, meðan verið er að finna framtíðaríausn vand- ans. Aðrir hafa viljað slíkt hið sarna, en það hefur því miður ekki tekizt vegna þess að Sjálfstæðisflokkur inn var of áhrifaríkur Um íandsstjórnina og mótfall- inn því að reisa rönd við hækkuðu verðlagi. Dýrtíð- arbraskararnir, spákaup- mennirnir og Ieikstjórar blekkingarinnar máttu sín of rnikils. Morgunblaðið óttast, að til raun ríkisstjórnarinnar tak- ist. Þess vegna beitir það öll um brögðum í baráttunni við þær ráðstafanir, sem marka tímamót í stjórnmálasögu samtíðarinnar. Það neitar meira að segja staðreyndum og ber á móti því, að samtök verkalýðsins hafi verið með í ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú, að um málið var fjallað af miðstjórn Alþýðu- sambands íslands, stjórnum fj ór ðungssambandanna og fundi stjórna verkalýðsfé- laganna í Reykjavík. Af- greiðsla stéttasamtaka bænda mun einnig ’fiafa ver- ið með þeim hætti, sem tíðk ast undir sömu eða svipuö- um kringumstæðum. Morg- unblaðið segir því alrangt frá. Og til viðbótar hrópar það út yfir landsbyggðina, að kommúnistar séu svo ó- merkilegir og ósvífnir að ger ast ábyrgur aðili að við- leitni ríkisstjórnarinnar að bæta fyrir mistök og óstjórn Sj álf stæðisf lokksins. Hitt er rétt hjá Morgun blaðinu, að milliliðirnar eiga allt annað eftir en að verða að sætta sig við stöðv un verðlagsins. Það hefur Sjálfstæðisflokknum hing- að til þótt of niikið, en nú finnst Morgunblaðinu slíkt smáræði. Hér er því að byrjunin er til alls fyrst. Heildsalarnir, gróðafélög- in, dýrtíðarbraskararnir skulu fá sínar tilkynning- ar innan skamms. Vonandi hugsa þeir hlýtt til Morg- unblaðsins, þegar þeim verður gert að leggja sinn skerf af mörkum til end- urreisnarstarfsins, sem kem ur í staðinn fyrir óstjórn og ofstjórn íhaldsins. En hvað ætli Morgunblaðið setur. Gerlst iskrlfendur blaSslns. Alþýðublaðið Frakkar á krossgötum í Alsírmáiinu Þelr ráða nú sjáfflr li¥aS við teknr og nú er tíml kominn fyrir umbætnrnar, sem lofaS hefur veri^. EFTIR fjögurra mánaða frið- arstarf 400 þúsunda franskra hermanna í Alsír er sú stund loks upp runnin er segja má að stjórnin hafi tögl og hagld- irnar suður þar. En það var hún einmitt ekki þann 6. febr. þega Mollet forsætisráðherra va rtekið með ópum og aðkasti af æstum Evrópumönnum þar í landi. Það má afrek heita hverjp Frökkum hefur tekizt að koma til leiðar þar undan- farna mánuði þrátt fyrir al- menna gagnrýni umheimsins, og vafa og hik þjóðarinnar sjálfrar, um leið og Frakkar hafa haldið hreinni og beinni frjálslyndisstefnu í Marokko og Túnis. Evrópskir Alsírbúar hafa nú komizt að raun um að það er alls ekki fyrirætlun frönsku stjórnarinnar að láta þá lönd o gleið til að stilla til friðar. Einmitt þetta hefur orðið til að auðvelda lausn vandamáls- ins. Æsing hinna evrópsku íbúa er mjög í rénun, og fyrir bragð- ið verður hernum auðveidara að kæfa mótspyrnu og hermda- verkastarfsemi niður harðri hendi. Það mun og reynast klevft að fá evrópsku íbúana til að viðurkenna nauðsynleg- ar stjórnarbætur. Hins vegar liggur ijóst fyrir að það hefði ekki tekizt nema að hafa öfl- ugan her að bakhjarli. STEFNA FRAKKA EKKI LENGUR ÞOKU HULIN Uppreisnarmennirnir eru heldur ekki í vafa um að Frakk- ar ætli sér að halda tökunum á Alsír. Þetta getur einnig orð- ið til að auðvelda lausnina. Að minnsta kosti gerir það stefn- una mun Ijósari. Það e'r auk þess margt annað í þessu sam- bandi sem verið hefur þoku hulið undanfarin ár og er nú með öllu ljóst, varðandi pólitík Frakka í Norður-Afríku. Þar til má nefna franska her- inn sem se.ndur hefur verið til Alsír. Hann er að mestu leyti skipaður ungum Frökkum sem ekki hafa á neinn hátt borið svip nýlendukúgara sem lands- búar hafa jafnan gert sér í hug- arlund að einkenndi franska herinn. Enda þótt stríðið í Al- sír hafi einkennst af sömu grimmd og stvrjaldi einkennast yfirleitt af, hafa þessir ungu hermenn nefnilega tekið alvar- lega það hlutverk sitt að stilla til friðar en alls ekki komið fram sem landvinningaher. Og það hefur orðið til þess að hovrki Evrópumenn. í Alsír né Arabar eru framar í vafa um tilgang Frakka. Þar að auki hafa Frakkar sannað að frjálslynd nýlendu- pólitíð er þeim alvara er þeir hafa sótt um upptöku Morokkó og Túnis í bandalag Sameinuðu þjóðanna. ER STJÓRNIN GRIPIN VAFA? Sem sé — stundin er komin að frönsku stjórninni sé ger- legt að framkvæma stjórnar- stefnu sína í Alsír og er því ekki of mikið sagt að framtíð landsins muni ákveðin á næst- unni. En nú snýst öll hugsun franskra stjórnmálamanna um Zuesdeiluna. Gott ef þeir at- burðir hafa ekki orðið til þess að þeir fari að endurmeta stefnu sína í Alsírmálunum. Það er eins og þeir séu í vafa um hvort sú stefna muni dugar þegar allt kemur til alls. Og hægrimenn- irnir, sem til þessa hafa veitt stjórninni stuðning varðandi hernaðaraðgerðirnar í Alsír hefja nú ramakvein þegar stjórnin hyggst neyta þeirrar aðstöðu sem þær hafa aflað henni, og segja a.ð það sé með öllu ógerlegt að framkvæma neinar sjtórnarbætur í Alsír eins og málum sé nú háttað. Það mundi verða mikil ó- gæfa, ekki aðeins fyrir Frakka og Alsírbúa heldur og alla Ev- rópu varðandi afstöðu hennar til Abaralandanna ef Frakkar hikuðu nú. Það er einmitt hið eina nauðsynlega í samskiptun- um við Araba að auðsýna þeiro í senn frjálslyndi og festu. Hörmulegt væri því ef Frakkar hikuðu einmitt þegar þeir eru að ná takmarkinu. Og ákvörð- unin verður tekin næstu dag- ana. Frakkar eiga aðeins um tvennt að velja -— að koma á stjórnarbótunum' eða eiga í ei- lífri styrjöld sem mergsýgur landið og gerir sambúð Evrópu og Arabaríkjanna að öllu leyti óþolandi. ær Irotzki uppreisn hjá Rússum? 20 ár lít&in, síðan þeir Kaenév og Sinoév very clæmd- ir og drepnir. ÞANN 14. ágúst 1936 sendi rússneska fréttastofan Tass frá tilkynningu sem vakti alheims- athygli. „Þjóðstjórnardeild inn- anríkismála hefur komizt að raun um að allmargir hermda- verkaflokkar Trotskis og Sin- ovjevs hafa að undanförnu und- irbúið samsæri gagnvart leið- togum kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, samkvæmt beinum fyrirskipunum Trotskis...... Samsærisundirbúningur þessi hófst árið 1932 samkvæmt skip- un þeirra Trotskis og Sinovjevs .... Þá er og sannað að hið níðingslega morð Kirovs þann 1. desember 1934 var framið af hermdarverkaklíku í Leningrad samkvæmt skipun frá þeim Trotski og Sinovjev....“ Þannig hljóðar tilkynningin, undanfari hinna fyrstu réttar- halda í Moskvu. Foringi Rauða hersins og fyrrverandi aðalrit- ari heimssambands kommún- ista, Trotski og Sinovjev, voru auk Kamenevs ákærðir um morð og undirbúning að sam- særum og morðum. Ennfremur var frá því skýrt að öll skjöl og sönnunargögn í málinu hefðu verið send til æðsta herráðsins þar sem það skyldi tekið til meðferðar samkvæmt ákvörðun framkvæmdaráðs kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Samtals voru 16 persónur ákærðar auk Trotskis og af tilkynningunni mátti ráða að þeir ákærðu væru þegar dæmdir. Nokkrum dög- um síðar viðurkenndu þeir all- ar sakir, sem á þá voru bornar — allir nema Trotski. Hann var nefnilega víðsvegar fjarri. Þegar hann var öllum þessum sökum borinn naut hann sumarleyfis síns í ró og næði úti á hólma einum í norska skerjagarðinum. Frá þessum friðsæla stað sendi hann mót- mæli sín og lýsti vfir því að 511 ákæran og réttarhöldin væru hin mesta sögulega fölsun sem stjórnmálasagan kynni frá að greina. Hann stakk upp á því að norsk nefnd, stjórnskipuð, skyldi sett til að rannsaka á- kærurnar og alþjóðleg samtök verkamanna sendu nefnd til Moskvu er rannsakaði allan málatilbúnað. Þann 23. ágúst lét hinn opin- beri ákærandi, Vishinski, svo um mælt: „Ég geri það að til-i lögu minni að þessir óðu hundar verði allir skotnir“. Var svo frá skýrt að allir í réttarsaln- um hafi tekið þeirri tillögu með lófataki og fagnaðarhrópum. Daginn eftir var tilkynnt að dómnum hefði verið fullnægt. Réttarhöldin og dauðadóm- arnir í Moskvu vöktu heims- athygli. Blöð norsku verkalýðs- hreyfingarinnar kölluðu það réttarmorð. Borgarablöð um víða veröld fögnuðu af mein- fýsi. Verkalýðsflokkurinn norski sætti miklu álasi fyrir að veita Trotski skjól og nokkr- ir Kvislingastrákar gerðu árás á bústað hans í Hönefors, — en borgarablöðin létu sér vel líka. Síðan kom til nýrra réttar- halda, bæði í Sovét og leppríkj- unum. Eftir andlát Stalíns hafa sovétleiðtogarnir lýst yfir því að Stalín einn hefði borið á- byrgð á þessum réttarmorðum. Hinir sakfelldu hefðu verið sak- lausir. Formlega hafa þeir Trotski, Sinovjev og Kamenev ekki hlotið uppreisn af hálfu rúss- neskra yfirvalda. En það verð- ur væntanlega innan skamms. .Sjálfir trúa rússnesku komm- únistarnir ekki lengur á sakar- giftirnar 1936, _ _______ ión Ásgjörnsson forseti Hæslarétiar FRÁ ÞVÍ er skýrt i síðasta lögbirtingablaði, að Jón Ás- björnsson, hæstaréttardómari, hafi verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 1956 til 1. september 1957. WASHINGTON, föstudag. Eisenhower forseti sagði á blaðamannafundi sínum í dag, að hann vildi ekki ræða gerðir annarra stjórna, er hann var spurður um skoðun sína á liðs- flutningum Frakka til Kýpur. Hann lagði áherzlu á, að Banda ríkjamenn mundu nota hvert tækifæri sem gæfist til að finna friðsamlega lausn á deilunni og væri stjórnin viss um, að slík lausn mundi íinnast. 4 i.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.