Alþýðublaðið - 01.09.1956, Page 5

Alþýðublaðið - 01.09.1956, Page 5
Laugardagur 1. sept. 1956 AlþýgubgaðiS *■ Fréttabréf úr Árnessýsíir: Heyskap að Ijúka. Mikil mjólk til Flóa- búsins. Nýjar framkvæmdir hjá búinu. MiSnætursól við Bodö í Júní sl. Innan stundar huldist sólin þoku. ER BLAÐAMENN frá NATO -löndunum voru á ferð í Noregi í júní sl., bauS norska stjórnin þeim í ágæta ferð um Noreg og líefur áður verio skrifað nokk- uð hér í blaðiS frá férð þessari, sem var um Noreg og Dan- mörku’. Eftir tveggja daga dvöl í Osló var flogið með hernaðar- flugvél til flugvallarins í Bodö, sem er nokkurn vegin á sömu breiddargráðu og syðstu eyj- árnar í Lófóíeyja-klasanum. Var ætlunin með ferð þessari að sýna mönnum miðnætursól- ina í allri sinni dýrð. Tókst það stunclarkorn, áður en sólin huldist þoku. Fylgir þessari grein mynd tekin í Bodö af sólinni klukkan 12 á miðnætti. Á flugvellinum í Bodö er stórmerkilegur vegvísir, sem sýnir nokkurn veginn áttina og flugtímann til ýmissa helztu flugvalla í heiminum. Voru blaðamennirnir að sjálfsögðu myndaðir hjá þessum furðulega vegvísi. Til Bodö eru reglu- bundnar „miðnætursólferðir“ frá Osló og er svo stillt til, að menn komi þar rétt um mið- nættið til þess að geta notið dýrðarinnar alllengi fram eftir nóttu fyrir þá, sem koma í þeim erindum að skoða miðnætur- sólina. Hefur verið reistur all- hár útsýnisturn með kíki til þess að auka víðsýnið, en eins og kunnugt er, er mikið af trjám í Noregi, eiginlega of mikið, því að þau vilja þvælast fyrir útsýninu. Blaðamönnunum var boðið til ágætrar veizlu á meðan staðið var við í Bodö og var m.a. við- staddur yfirmaður norska flug- liersins í Norður-Noregi, sem jafnframt munu vera yfirmaður alls heraflans í þeim hluta landsins. Sumir blaðamann- anna, er þátt tóku í ferð þessari, höfðu miklpr áhyggiur af á- kvörðun Alþingis íslendinga um að biðja um endurskoðun varnarsamningsins frá 1951, og voru áhyggjur þessar einna mest áberandi hjá fulltrúum Hollendinga og Belga. Tóku þeir félagar nú að spyrja her- foringjana spjörunum úr um skoðun hans á því, hver áhrif það mundi hafa á varnir Nor- egs. ef herstöð legðist af á ís- landi. Var herforinginn ómyrk- ur í máli um það, eins og reynd- ar fleiri Norðmenn, er þessa voru spurðir, að Noregur mundi svo til óverjandi, ef svo færi. Var maðurinn þó hinn kurteis- asti og ræddi málið af mikilli skynsemi. Eins og áður er sagt, voru fleiri menn í Noregi spurð ir svipaðra spurninga. Virtist íyrrgreind skoðun mjög al- menn. Sumir vildu ekkert um málið segja, og ber þar að telja utanríkisráðherrann, Halvard Lange. Þá ber þess að geta, að herforingjar í AFNORTH (Alli- ed Forees Northern Command), en svo nefnist yfirstjórn her- afla NATO í Norður-Evrópu, er an þessi ferð var farin hafa heyrzt raddir frá Noregi, sem lýsa fullum skilningi á aðstöðu íslendinga og hafa fréttir fvrr- greindra fréttaritara því ekki megnað að villa mönnum sýn til lengdar. Ber að fagna því. Blaðamenn frá ýmsum þjóðum Atlantshafsbandalagsins við Ieiðarvísinn í Bodö. SELFOSSI, 25. ágúst. NÚ ERU hundadagar Iiðnfr og höfuðdagurinn er þann 29., en úr því hefur löngum verið talið allra veðra von. Þetta sumar verður að teljast með beztu heyskaparsúmrum hér í Árnessýslu, hafa skipzt á væt- ur og þurrkar, svo öll gras- spretta varð góð og svo raktir þurrkar á milli svo hirðingar gengu vel. Lengsti óþurrk#kaflinn var um og upp úr miðjum júlí. Þoru þá hey farin að hrekjast og tún að verða yfir sig sprott- in. Um þann 26. júlí gerði á- gætis þurrkatíð sem bjargaði. FLESTIR HÆTTIR HEY- SKAP. Sannast að segja voru marg- ir orðnir kvíðandi, að þetta sumar yrði eins og sumarið í fyrra. Svo gengu hér um spár, sem sagt var að væru frá flug- vallar-setuliðinu um enn verra sumar en í fyrra. Þetta ætti að kenna Árnesingum að treysta fremur á sjálfa sig. Nú eru sumir bændur hætt- ir heyskap, aðrir eru með há- arheyskap, aðallega í vothey. Til eru bændur, sem þurfa að vera við heyskap fram undir réttir, vegna lítils mannafla. Þeir segja að aldrei hafi geng ið eins illa að fá fólk og í sum ar. Þegar þurrkurinn kom í júlí lögðu bændur saman nótt og dag við heyskapinn. Slógu á nóttinni en þurrkuðu og hirtu á daginn. MISSKILNINGUR FERÐA- MANNA. Sumir ferðamenn hafa undr ast að sjá ekki alls staðar hópa af fólki í heyvinnu kl. 9 að morgni. Hafa kennt um slóða- skap og slæmri fótaferð. Þeir gleyma því að einmitt um það leyti dags er víða verið að mjólka kýr, en fólk er svo fátt á bæjum að það er ekki til tví- skiptanna. Ég efast ekki um að vel hafi verið unnið í síldinni. fyrir norðan í sumar, enda var það básúnað út _á sama tíma og hnýtt var í sveitafólk fyrii’ þess vinnubrögð. Samt vil ég segja að bæði eldra og yngra fólk hafi unnið við heyskapinn en í síldinni, unnið langan dag, eftir því sem krafarnir leyfðu, því kunnugt er að á sumum bæjum er ekki annað fólk við heyskap en aldrað fólk og börn. Unga fólkið er farið burt, og hvar er það? MIKIL M.JÓLK Mikil mjólk hefur borist til Mjólkurbús Flóamanna í sum- ar. Seinni partinn í júní og fvrstu dagana í júlí bárust til bú;sins um 90 þús. litra á dag. [ Mest 91 þús. litr. þann 16. júní. í sumar var móttaka mjólkur flutt úr gömlu byggingunni í þá nýju. Voru vélar og áhöld hlutt að næturlagi svo móttaka mjólkur stöðvaðist ekki einn einasta dag. Er það vel að ver- ið. Ennþá er eftir að byggja að al vélahúsið, svo aftur þarf að flytja innvigtunarvélar og á- höld, þegar það er tilbúið. Þannig hjálpast nýju og gömlu byggingarnar að til að halda öllu gangandi. Virðist rétt hafa verið ráðið. „ Gamla byggingin er brotin ■ niður jafnóðum og þær nýju rísa upp, enda hennar hlut- verki lokið. Endurbyggingu mjólkurbús- ins er hraðað eftir því sem hægt er, því nú má búast við að mikil mjólkuraukning verði á næsta ári eftir svona gott sum ar. Er það gott. Því það verður að teljast slæm tilhögun á fram leiðslu þjóðarinnar, að skammta þurfi nýmjólkina. En til þess kemur ekki, ef mjólk- urframleiðendur fá það sem þeim ber fyrir sitt ábyrgðar- mikla, bindandi og vandasama starf. K. aðsetur hefur í Osló vildu alls ekki um málið æða. Kváðu þeir ísland ekki vera á sínu svæði. Mönnum kann að finnast það nokkuð eigingirni blandið af þeim Norðmönnum, er um get- ur hér að ofan, að óska þess í hjarta sínu, að svo miklu leyti, sem þeir ekki sögðu það ber- um orðum, að íslendingar leyfi her í landi sínu á friðartímum, einkum þar eð það er vitað mál, að Norðmenn hafa sjálfir neit- að að leyfa erlendan her í landi sínu, Þeir hafa að vísu sinn eig- in her, en þeir viðurkenna þó, að hann mundi ekki geta varið landið einn, þó að hann gæti ef til vill varizt þar til hjálp berst. Þess er þó að geta, að Norðmenn leggja á sig ægileg- ar álögur til þess að standa við skuldbindingar sínar við NATO, svo að þeim er nokkur vorkunn að óska eftir sterkri herstöð á íslandi. En hins ber einnig að geta, að menn virt- ust ekki hafa ge'rt sér fullkomna grein fyrir aðstöðu Islands, né skilyrðum þeim, sem innganga þess í NATO hafði verið bund- in. Er ekki örgrannt um, að furðuíregnir erlendra blaða, hafðar eftir enn furðulegri fréttariturum hér heima, hafi villt mönnum nokkuð sýn. Síð- KVIKMYNÐAÞATTUR STJÖRNUBIÓ, sýnir um þessar murnlir myndina „Hell below zero“, ég leyfi mér að nota hér hið enska nafn myndarinnar, því að ís lenzka þýðingin nær því hvergi nærri, og ég er einn af þessum skrítnu náungum, sem er ekkert uin rangar nafnaþýðingar gefið, jafnvel ekki á kvikmyndum. Að vísu er þarna um ástir í mann- raunum að ræða, en suður- íshafið er þarna gert að hel víti fyrir neðan frostamark. Ekki veit ég hvort yfirleitt er um að kenna pró- fragmmaþýðendum eða þeim er eiga kvikmyndahúsin hvaða nöfn eru valin á mynd ir, en hver sem í sökipni er, þá er þarna um sök að ræða, því að ef að ekki væru aug- Iýst hin upprunalegu heiti myndanna ásamt hinum ís- Ienzku, myndi enginn vita um hvaða mynd er að ræða. En hvað um það, þarna er um ógætismynd á ferðum þó ástir í mannraunum gerist í helvíti fyrir neðan frost- mark. Allan Ladd er ákaft aug- lýstur sem stjarna myndar- innar, en fyrir mitt íeyti finnst mér Ieikur Staníey Baker og Niall McGinnis taka Ladd Iangt frþm að ekki sé talað um Joan Tetz- el og Jill Bennett. Myndin gerist á suðprís- hafinu við hvalveiðar og er inn í hvalveiðarnar fléttað morði og ástarævintýrum, eða hvalveiðunum inn í þau. Hvort sem er, þá er mynd in hörkuspennandi eins og sagt er, og vel þess virði fyr ir hvern og einn að sjá hana. * ik * Auk myndar þeirrar er að ofan er getið hefur Tjarnar- S V s s V s s S s V V s s * * V * s s V l' $ I s \ bíó sýnt undanfarið aðra, ekki mi;|na spennandi, mynd ( og með réttu nafni)., Brýrn ar á Toko-Ri. Auk þessarar myndar var svo einnig í síð- ustu viku sýnd myndin Glugginn á bakhliðinni, sem aldrei verður oflofuð, enda aðallistaverk Hitchocks gamla. Við bíðum í spenningi eft ir „Tattóveruðu rósinni11 Friðfinnur. Og svo er Hafnarbíó farið að sýna góða mynd. „Sex bridges to cross“ er ein úr- valsmynd, sem hlotið hefur nafnið Glötuð ævi á íslenzk unni. Okkur finnst nú alveg nóg að glata heilli helgi. En hvað um það myndin er prýðileg og ég ráðlegg öll um að sjá hana.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.