Alþýðublaðið - 08.09.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1956, Blaðsíða 4
4 Alfrýðublaðlð Laugardagur 8. sept. 1S5Í5. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmuudsson. Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsaon og Loftur Guðmimdsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. AJþýðuprentsmiðj an, Hvvrfisgotu 8—10. 1 $ S S $ $ s s s I s \ s s s § S' s s s s s s s s s s s s h s s s í s I I ! s Umslagið og buddan MORGUNBLAÐIÐ ræðir þessa dagana mikið um um- slagið, sem Iaunþegarnir fá kaupið sitt í. Hingað til hef- ur íhaldið þó haft öllu meiri áhuga á því, sem kemur upp úr buddu sömu aðila. En vissulegá er hvorttveggja girnilegt til fróðleiks. Tilefni umræðnanna er sú ráðstöfun ríkisstjórnarinnar að festa vísitöluna. Morgun- blaðið tilfærir muninn, sem sé á kaupi launþeganna og því, er þeir bæru úr býtum, ef vísitöluhækkunin hefði komið til framkvæmda. En í" þessu sambandi er fleira að athuga. Vísitöluhækkunin hefði hrökkvið skammt vegna aukinnar dýrtíðar. Og þess ber að minnast, að rík- isstjórnin lét ekki við það sitja að festa vísitöluna. Hún er jafnframt skuldbundin til að stöðva verðhækkanir. Til gangurinn er sá, að óbreytt ástand haldist í efnahagsmál- unum fram að áramótum, meðan verið er að undirbúa róttækar ráðstafanir í bar- áttunni gegn verðbólgunni og dýrtíðinni. Morgunblaðið lætur þessi atriði liggja í lág inni. Það spyr aðeins um um slagið. En raunverulega vill það örfáum krónum meira í buddu launþeganna til þess að íhaldið fái ástæðu til að hækka verðlagið eins og því sýnist. Sjónarmið launþegans eru allt önnur. Mann metur í þessu sambandi tekjur sín ar og gjöld. Honum liggur í augum uppi, að örfáar fleiri krónur í budduna eru lítils virði, ef verðlagið hækkar og sennilega mun meira en kauphækkuninni nemur. Jafnvel buddan er ekki öruggur mælikvarði í þessu efni. Innkaupataska húsmóðurinnar kemur einn ig við þessa sögu. Húsmóð- irin er engu hættari þó að hún fari út að morgni með nokkrum verðlitlum krón- um fleira í buddunni í sept ember en ágúst, ef hún kemur heim með léttari innkaupatösku. En þetta hefur verið að gerast und- anfarið. Sjálfstæðisflokk- urinn reyndi að blekkja launþegana með blessun þess, að fleiri krónur kæmu upp úr umslaginu á föstu- dögum og færu í budduna. En hann sá svo um, að vör- urnar í innkaupatösku hús móðurinnar hækkuðu í verði að sama skapi og vel það, eins og reynslan hefur sýnt og sannað. Og þetta sker úr um þá skaðræðis- stefnu, sem trúin á verð- bólguna og dýrtíðina hefur verið, er og verður. Nýja ríkisstjórnin vill stöðva þessa óheillaþróun. Hún lætur í umslagið sama krónufjölda í september og ágúst. En hún tryggir jafn framt, að vörurnar í inn- kaupatöskuna rýrni ekki. Þess vegna hafa launþegarn ir fallizt á þessar ráðstaf- anir. Og þess vegna er í- haldið á móti þessum ráð- stöfunum. Það vildi hitt: Fleiri krónur í budduna að nafninu til og léttari inn- kaupatösku. Reynslan mun skera úr um, hvort stefna nýju ríkis- stjórnarinnar er réttlátari og skynsamlegri en viðleitni í- haldsins að auka verðbólg- una og dýrtíðina. Krónurnar í umslagi launþegans á út- borgunardögum eru aðeins eitt lóð á vogarskálina. Morg unblaðið f jallar einvörðungu um það atriði. Vegna hvers? Það fæst ekki til að ræða mál ið í heild af því að það óttast niðurstöðu þeirrar athugun- ar. Því er fyrir lagt að hafa í frammi blekkingar og túlka þannig á huldumáli óskir og vilja dýrtíðarbraskaranna, sem ráða stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins. Og svo þykist Morgunblaðið hafa hugann allan við umslag launþegans! Hver trúir slíku og þvílíku? Allir vita, að í- haldið hugsar fyrst og fremst um að tæma buddur verka- mannsins, sjómannsins, bónd ans, iðnaðarmannsins og skrifstofumannsins og láta sem minnst af mörkum í innkaupatöskur húsmæðr- anna. Sjúkrahúsaskorturinn SJÚKRAHÚSASKORTUR INN í Reykjavík er orðinn dagskrármál einu sinni enn. Tveir sjúklingar af hverjum þremur komast aldrei á spít- ala. Og þó lofar íhaldið við sérhverjar bæjarstjórnar- kosningar að leysa þennan vanda. Það flíkar meira að segja teikningum og kostn- aðaráætlunum og nefnir milljónirnar, sem runnið hafi í uppgröftinn. En biðin sftir spítölunum og sjukra- rúmunum heldur áfram. Ætli ráðið væri ekki að ieysa íhaldið frá sviknu lof- orðunum með því að fela öðr um mönnum framkvæmd- ina? Og þess eiga Reykvík- ingar kost áður en langt um iíður. S 5 S s 5 s s s s N N S S s s $ s s s s s s s s £ s S s s s s s s s s s s s 5 * s s s s s s s s s s s s s \ i s s s s s s s s s S s s s s S s s s i S S 5 s s s S s Meistardmóí Reykjavíkur: MEISTARAMÓT REYKJA- VÍKUR í frjálsum íþróttum hélt áfram sl. þriðjudag og mið vikudag með keppni í 4X100 m., 4X400 m., 3000 m. hindrun- arhlaupi og fimmtarþraut. Á- gætt veður var bæði kvöldin, logn og sæmilega hlýtt, enda var árangur góður. MET í FIMMTARÞRAUT Keppnin í fimmtarþrautinni var mjög skemmtileg. Pétur Rögnvaldsson náði forustunni strax í fyrstu grein, langstökk- inu, og hélt henni til síðustu greinar, 1500 m. hlaupsins. Áð- ur en sú grein hófst var séð, að miklir möguleikar voru á, að Pétri tækist að setja met, en til þess þurfti hann að hlaupa á 4:48,2. Pétur tók strax forust- una og hélt henni þar til tæpir tvö hundruð metrar voru eftir, að Daníel fór fram úr og skömmu síðar Trausti. Daníel fékk tímann 4:40,0, Trausti 4:42,0 og Pétur 4:42,6 og var því árangur hans nýtt glæsilegt met, 2919 stig. Gamla metið átti Finnbjörn, 2872 stig. Pétur Rögnvaldsson. BOÐHLAUP OG HINDRANAHLAUP Ármann sigraði í báðum boð- hlaupunum og var tíminn góð- ur. Keppnin í hindranahlaupi var milli Sigurðar Guðnasonar og Kristjáns Jóhannssonar. Kristján tók forustuna í upp- hafi, en þegar hlaupnir höfðu verið 400 m. tók Sigurður við og var í fararbroddi það sem eftir var, og náði sínum lang- bezta tíma. ÍR ÖRUGGT UM SIGUR Stigakeppnin er ekki lengur tvísýn, ÍR hefur hlotið 95 stig og er öruggt um sigur, KR 76 og Ármann 42, eftir er að keppa í 10 km. hlaupi og tugþraut. ÚRSLIT 4X100 m.: Sveit Ármanns 43,5 (Dagbjartur, Guðm., Þórir, Hilmar.) Sveit KR 43,9 Sveit ÍR 44,8. Sveit ÍR (b) 48,8 4X400 m.: Sveit Ármanns 3:20,4 Sveit KR 3:31,8 Sveit ÍR 3:33,4 3000 m. hindranahlaup: Sigurður Guðanson, ÍR 9:51,2 Kristján Jóhannss., ÍR 10:12,2 Fimmtarþraut: Pétur Rögnvaldsson, KR 2919 (nýtt met — 6,81 — 52,62 — 23,6 — 37,45 — 4:42,6) Daníel Halldórsson, ÍR 2691 Björgvin Hólm, ÍR 2601 Einar Frímannsson, KR 2467 Pulitzerverðlaunin fyrir 1956 KÓLUMBÍUHÁSKÓLINN í New York tilkynnti fyrir nokkru hvaða amerísk verk hefðu hlotið Pulitzer verðlaun ársins 1956 í bókmenntum, blaðamennsku, tónlist og mál- aralist. Skáldsagnaverðlaunin hlaut MacKinlay Kantor fyrir bókina „Andersonville“. Bezta leikritið var kjörið „The Diary of Anne Frank“ eftir Frances Goodrich og Albert Hackett. Af sagnaritun hlaut Richard Hof- stadter verðluanin fyrir bókina „The Age of Reform: From Bryan to FDR“. Talbot Hamlin hlaut ævisagnaverðlaun Pulitz- ers fyrir ritið „Benjamin Hen- ry Latrobe“. Elizabeth Bishop var kjörin Pulitzer-ljóðskáld ársins. Hún hefur nýlega gefið út ljóðasafn, sem nefnist: „Po- ems: North and South — A Cold Spring“. Tónlistarverð- laun Pulitzers hlaut Ernest Toch fyrir tónverkið Sinfónía nr. 3. Stórblaðið New York Times segir um skáldsögu MacKinlay Kantors, „Andersonville“, að hún sé „frábær skáldsaga um frábært efni“. Hún gerist í fangabúðum sambandsríkjanna í Georgíufylki, þar sem 50 000 menn úr norðurhernum voru fangelsaðir í borgarastríðinu fyrir hér um bil 100 árum síð- an. Blaðið The Christian Science Monitor, sem gefið er út í Bost- on, komst m. a. svo að orði um verðlaunaleikritið „The Diary of Anne Frank“ í ritstjórnar- grein: „Með því að velja ,The Diary of Anne Fr,ank‘ bezta ameríska leikrit ársins gerði Pulitzer verðlaunanefndin meira en að velja ágætt og áhrifamikið verk úr óvenjulega miklu úr- vali leikrita, sem birzt höfðu það leikár. Nefndin heiðraði líka dramatíska túlkun á mann legum raunum, sem einkennist af óbifanlegri trúarsannfær- ingu. Mesta afrek þeirra Fran- ces Goodrich og Alberts Hack- etts í þessu sameiginlega verki er, hversu vel þeim tekst ekki aðeins að byggja upp í leikrits- formi persónu sérstæðrar ungr ar stúlku, heldur ag að ná tök- um á og' túlka hug hennar. ... Anne Frank skrifaði dagbók, sem hefur haft djúpstæð áhrif á óteljandi lesendur um allan heim. ... Trúarsannfæring hennar kemur greinilega í ljós í lok leikritsins, þegar hún er að tala við Peter van Ðaan. Anne segir, að þegar hún sé ör- væntingarfull og henni finnist hún vera yfirgefin, þá Iiugsi hún um alla fegurðina utan þak herbergisins, þar sem þau urðu að hýrast. Hún segir: ,Ég hugsa um .. . tré nog blómin og máv- ana. Eg hugsa um það, hve mér þykir vænt um þig, Peter. ... Og ég hugsa um, hve gott allt fólkið er, sem við þekkjum, ... á hverjum degi hættir það lífi sínu fyrir okkur. Ég hugsa um allt þetta, sem er gott . .. og ótti minn hverfur ... og ég finn sjálfa mig . . . og guð.‘ Með dagbók sinni og með leikritinu, sem byggt er á benni, hefur Anne Frank gefið heiminum skýlausan og óhikandi vitnis- burð æskunnar um það, að jafnvél svívirðilegustu ofsóknir geta ekki yfirbugað menn.“ Byggingarfélagið Brú h.f. óskar eftir að ráða til sín byggingarverkfræðing. Skriflegar umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf sendist á skrifstofu félagsins Defensor við Borgartún fyrir 1. okt. n.k. Ufboð. Seltjarnarneshreppur óskar tilboðs í lögn holræsis (ea. 1000 m.) — Útboðslýsinga og uppdrátta má vitja í skrifstofu oddvita, Tjörn, Seltjarnarnesi, gegn kr. 200,00 skilatryggingu. ODDVITI SELTJARNARNESSHREPPS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.