Alþýðublaðið - 15.09.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.09.1956, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. sept. 195S A\\sýXub Iaðí3 7 MAFíJABFfRÐI 9 r Ungar sfúlkur í ævintýraleif Finnsk metsölumynd. — Djörf og raunsæ mynd úr lífi stórborganna. Myndin hefur ekki verið sýnd á'ður hér á landi. Danskur skýringartexti. Bönnuð börnum. Sýnd ki. 9. Aðaihlutverk: Leslie Howard — Merlo Obcron. Danskur skýringar texti. Sýnd kl. 7- DESTRY Amerísk litmynd. — Sýnd kl. 5. Þeir, sem hafa í hyggju að stunda nám í 3. og 4. óskk, (almenn gagnfræðadeild), á komandi vetri en hafa elÁki enn sótt um skólavist. þurfa að gera það í síðasta' iagi dagana 17.—19. september. Tekið verður á móti umsóknum í skrifstofu fræðslu "ijcrans í Reykjavík, Vonarstræti 8. Umsækjendur h-afi meg ser prófskírteini. Námsstjóri. Reiða konan. (Frh. af 5. síðu.) og áfengi, en mér er spurn, hvers eiga blessuð börnin manns að gjalda, að þurfa strax á unga aldri að fara að standa undir forríkum útgerðar- mönnum og taprekstrargróða- mönnum? Tíðkast svona á- vaxtaokur annars staðar?“ ,',Nei,“ segir skriffinnurinn. ,,Ekki nema þá helzt í Rúss- landi, þar sem veltu- og sölu- skatturinn tvöfaldar allt verð- lag, og þó er það gull hjá því, sem það er hér. í flestum lönd- um mundi það þykja okur að selja appelsínur af því tæi sem seldar eru hér í búðum, á meira en 4—6 krónur. — í raupinni eru þessar appelsín- ur, sem hér fást í verzlunum, alls ekki appelsínur, heldur á- vöxtur, sem réttu nafni heita súrur og eru skyldar þeim ap- pelsínum, sem bera nafnið með réttu og líkar þeim í út- liti, þótt bragðið sé gerólíkt. „Það var svo sem eftir öðru“ segir konan. „Það var afleitt, að Kaninn skyldi þurfa að vinna það ódæði á okkur ís- lenzkum húsmæðrum, að lækka verð á hraðfrystri ýsu og hækka þar með appelsínu- verðið á íslandi! Hvernig er það annars, er vonlaust með öllu, að ýsan hækki aftur í vei'ði vestra?“ „Blessuð vertu, það er langt síðan hún steig upp úr öllu valdi. Þessi verðlækkun var aldrei annað en smávegis döl- un, sem sumir segja, að hafi verið framkölluð með ærnum kostnaði og fyrirhöfn. En hvernig sem því kann að hafa verið varið, þá er það víst, að það er langt síðan ýsuverðið hækkaði og það mikið. Þegar útgerðarmennirnir báru sig sem aumlegast, mun það hafa verið lægst um 18 cent á pund ið í heildsölu, en er nú komið upp í 29 cent pundið og hefur ekki haggast í marga mánuði. Samkvæmt gögnum frá banda- íúska innanríkismálaráðuneyt- inu var meðalheildsöluverð á ýsuflökum í stórum pökkum eins og þeim, sem ætlaðir eru stofnunum (spítölum, skólum, veitingahúsum o. s. frv.) 22— 25 cent í janúar 1955. í lok sama árs er það 23—25 cent pundið í heildsölu. (Pakkar ætlaðir heimilum eru vana- lega nokkrum centum dýrari). í apríl 1956 var meðalverð á ýsuflökum 29 eent pundið í heildsölu. Karfapundið var og á 29 cent, og flyðran seldist á 40 cent! Og ekki þurfa Kanada menn eða Norðmenn neina styrki til að rísa' undir því verðlagi, enda er stjórnarfai'- ið í þeim löndum öðruvísi og betra en það hefur verið hjá okkur hingað til. „Hvers vegna eru milljóna- álögin á okkur húsmæður ekki afturkölluð og ávaxtaverðið fært niður fyrst fiskur hefur stigið svona mikið í verði í Bandaríkjunum?" spurði kon- an æf. „Því get ég ekki svarað,11 sagði ski'iffinnurinn. „Það er einn af hinum óttalegu leyndar dómum íslenzks stjórnmála- lífs. Mér vitanlega hafa blöðin ekki einu sinni gert sér það ó mak að segja frá hækkuninni, Fyrirliggjandi Baðker Plast-plötur á eldhús Svissneskt veggfóður Mótavír Þakpappi Plast handlistar Sorplúgur Tröppukantar Baðsturtur Símar 7992 og 6069. Samband íslenzkra byggingafélaga þótt maður skyldi nú ætla, að það væri engu ómerkilegri frétt en það, hvað Krústjov Rússa- drottinn hellir í sig mörgum glösum af vodka á dag. En ein- hvern veginn er það nú svo, að blöð til hægri og vinstri hafa verið óeðlilega hljóð um ýsuverð vestra, síðan það steig.“ „Það ætti að taka alla þessa skollans stjórnmáiaflokka og valdabraskara úr umferð,“ — segir konan. „Eg er líka hræddur um, að það komi að því, að það verði gert, ef vinstri stjórnin stendur sig ekki betur en sú, sem kennd var við Ólaf Thors,“ seg ir skriffinnurinn. „Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af því stjórnarfari, sem rændi þig bankainnistæðunni þinni. En ætli það sé nú samt ekki bezt, Gufjrún mín, að við leyfum vinstri ráðherrunum að sýna, hvað þeir geta, áður en við grípum til örþrifaráða?“ ftnna Björnsdóitir (Frh. af 5. uiöu.) ast fundust þeim þær stundir of fáar og of stuttai'. Og æði oft bætti Anna við stundirnar þeirra með auka- tímum bæði í skólanum og heima hjá sér, án þess að ann- að kæmi á móti en augljós vinnugleði stúlknanna. Handavinnusýning þeirra við skólaslit á vorin sýndi líka í ríkum mæli fagurt handbragð iðjusamra nemenda og mikinn dugnað samvizkusams kennara. Anna var mikil félagshyggju manneskja og tók virkan þátt í stai'fi margra félagssmtak. Hún átti sæti í stjórn kven- félagsins Ósk á ísafirði og sat einnig í stjórn húsmæðraskóla félagsins, er það rak í mörg ár við góðan orðstír. Hún var ötul starfsmann- eskja innan Góðtemplarai'egl- unnar. Gerðist hún liðsmaður hennar meðan hún bjó á Seyð- isfirði og í Reykjavík starfaði hún mikið innan reglunnar, sömuleiðis á ísafii’ði eftir að hún fluttist þangað, en þar var hún ávallt félagi í stúkunni ís- firðingur nr. 116 Hún var ein- lægur fylgjandi Alþýðuflokks- ins og vann fyrir hann ýms trún aðarstörf. Hún var söngelsk og hafði sjálf góða söngrödd. Hún var meðal þeirra, er stofnuðu Sunnukórinn á ísafirði og tók virkan þátt í söngstarfsemi hans. Einnig söng hún í kirkju- kór ísafjarðar um langt árabil. Þá var hún mikill unnandi leiklistarinnar og vann að leik , listarmálum ísfirðinga. Á yngri árum sínum tók hún virkan þátt í leikstarfseminni og léic þá jafnan í ýmsum leikritum. Anna starfaði innan kvenna- deildar Slysavamafélags ís- lands á ísafirði og sæti átti hún um skeið í barnaverndarnefná bæjarins. Það, sem hér hefur verið' greint frá, er á engan hátt tæm andi frásögn af starfi og lífi þeirrar ágætu konu, sem ég hef viljað minnast með línum þess- um, en ég væhti þó að af því rnegi álykta, að frú Anna Björnsdóttir setti svip sinn á þann bæ, er hún átti heima 1 í rösk fjörutíu ár. Ég átti því láni að fagna, að kynnast Önnu heitinni mjög náið. Hún og fjölskylda mín bjuggu í sama húsi og að nokkru leyti í sömu íbúð um tíu ára skeið. Ekki minnist ég þess að nokkru sinni félli skuggi á það sambýli. Um 18 ára skeið störf- uðum við við sömu skólana og í Góðtemplarareglunni og Al- þýðuflokksfélaginu á ísafirði voi'um við bæði félagar í ára- raðir. Ég tel mig því hafa kynnzt Önnu allnáið, og af þessuni miklu kynnum mínum af henni virð mér ljóst, að þar sem Anna Björnsdóttir fór, þar fór mikilhæf, vel menntuð og greind kona, gædd listrænum hæfileikum með ríka samúð með öllum þeim, er minnimátt- ar voru. Hún var bókhneigð mjög og átti margt góðra bóka. Voru það yndisstundir hennar hinar mestu, að njóta lesturs og sitja að handiðn, en allt, er húxi vann þannig, hlaut lof þeirra, er það sáu. Hin síðari ár var henni farin að daprast heyrn, en sjónar naut hún til hinzstu stundar. í veikindastríði því, er Anna háði unz yfir lauk, naut hún sérstakrar hjúkrunar og um- byggju fósturdóttur sinnar, frú Rögnu Jónsdóttur og manns hennar, Sigmundar Falssonar. Veit ég, að sú ástúð, er hún mætti hjá þeim, hefur verið henni léttir þrauta og styrkur í stríði. En enginn fær flúið hið eina vissa, er allar lifandi verur eiga, dauðann sjálfan. Og í dag er frú Önnu Björnsdóttur fylgt hinzta spölinn af miklu fjölmenni vest ur á ísafirði. Við, sem fjarri erum, viljum einnig með hlýhug votta henni virðingu okkar og þakka af al- hug margra ára trausta vináttu. Jafnframt flytjum við nánum aðstandendum Önnu heitinnar dýpstu samúð. Blessuð sé minning frú Önnu Björnsdóttur. Helgi Hannesson. I»a, iiaiaiM»ii«aii*«n»ia»aai»*i«iai«m»«ii*i«*»**J5*»*»l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.