Alþýðublaðið - 09.10.1956, Side 5
JÞriSjiidagur 9. okí. 1956
AlþýgublaglC
„ÁSTIN VERÐUR AÐ VERA
Stjórnmá]alegs eðlis og byggj-
ast á gagnkvæmri starfsaðstoð,
gagnkvæmri starfshvöt og gagn
kvæmum starfsárangri. Aðeins
slík ást getur reynzt traust.“
Þessi tilvitnun er tekin úr tíma
ritinu „Kínverskar konur“, nýj
ársheftinu 1956, en í þeirri
grein er lýst afstöðu kínverskra
kommúnista til hjónabandsins.
Einhvers staðar stendur að
Jijónabandið eigi að vera guði
iþóknanlegt — þarna stendur að
það eigi fyrst og fremst að vera
ríkinu þóknanlegt.
í Kína hefur hjónabandið ver
ið jafnvel öllu meira verið tek
íð í þágu ríkisins en í Rúss-
landi. Samkvæmt hjónabands-
iögum frá 1950 er stofnsett hið
„nýlýðræðislega hjónaband, og
hljóðar hjónabandsheitið þann-
ig að þau tvö skuli „hjálpa
íivort öðru að byggja upp nýtt
þjóðfélag“. Og þar sem þetta
þjóðfélag verður ekki byggt
nema annað sé niður rifið, verð
ur hjónabandið nátengt barátt-
unni gegn gagnbyltingasinnum.
Það mun raunar til í öllum lönd
um að hjónabandið hafi í för
með sér gagnkvæmar njósnir,
en þá oftast um tryggð hvors
aðilans við annan. í Kína njósn
ar konan um tryggð mannsins
við ríkið og gagnkvæmt.
Fyrir ári síðan tóku að birt-
ast greinar í kínverskum blöð-
um og tímaritum þar sem hjón
voru hvött til að herða slíka
njósnastarfsemi. Einhver sú
berorðasta þeirra birtist í tíma
ritinu „Kínversk æska“, —
nóvemberheftinu 1950 — og
nefnist hún: „Hvernig fór með
mér og gagnbyltingarsinnan-
um, eiginmanni mínum“, grein
arhöfundur er kornung kona,
H]ónin þurfa að vera í sama fiokki, en ástin skiptir
minna máli.
Ai Nan að nafni. Saga hennar
er í styttu máli á þessa leið:
í háskólanum varð Ai Nan
ástfangin af skólafélaga sínum
og flokksfélaga og giftist hon-
um. Hjónaband þeirra var í
f'ysrtu mjög hamingjuríkt og
brátt eignuðust þau fyrsta barn
sitt. Þá var húsbóndi hennar
allt í einu og fyrirvaralaust lýst
ur „gagnbyltingarsinnaður af-
brotamaður" er fengist við
hættulega stjórnmálastarf-
semi“. Vesalings Ai’Nan varð
furðu lostin. Aldrei hafði henni
til hugar komið að gruna hann
um neitt slíkt. Hins vegar kom
henni ekki til hugar að efast um
það er flokksyfirvöldin hefðu
rétt fyrir sér. „Það var sem
hjarta mitt væri rist hvössum
hnííi“, segir hún. „Ég var grip
in sárri kvöl, ég grét og lá and
vaka um nætur“.
Ai Nan varð fyrst í stað grip
in sárustu sjálfsmeðaumkun,
og er slíkt skiljanlegt þegar
vikomandi er alinn upp í þeirri
trú að ótryggð við flokkinn sé
syndsamlegt afbrot. Hvað hafði
hún til þess unnið að eiginmað-
hennar skyldi reynast slíkur og
leiða yfir hana slíkt böl. „Sú til
hugsun að ég mundi verða köll-
uð kona gagnbyltingarsinnans
varð til þess að ég gat ekki fram
an í nokkurn mann ltið.“ Engu
k HÖFUNDURÍNN, Mauri-
• ce Manning, er kunnur brezk
^ ur blaðamaður. I grein þess-
^ ari lýsir hann hinu „nýlýð-
{ ræðislega hjónabandi“, sem
\ kínverskir kommúnistar
\ hafa upp tekið, og rekur í
S því sambandi efni frásögn,
S er birtist í tímaritinu „Kín-
N versk æska“, í nóvember
k 1955.
i
að síður unni hún eiginmanni
sínum enn sem komið var, og
þar sem henni var sagt að flokk
urinn tæki vægt á slíkum brot-
um, ef menn játuðu þau á sig
af fúsum vilja, gerði hún allt
sem hún gat til að fá hann til
að fá hann til þess. Hinn ógæfu-
sami maður hélt því lengi vel*
fram að hann hefði bókstaflega
ekkert að játa, lét síðan undan
þrábeiðni konu sinnar og
samdi einhverskonar játningu,
en sagði henni strax á eftir að
sú játning væri tilbúningur
einn. Tók hann nú í sig kjark
og harðneitaði að ræða málið
nánar, og varð þessi staðfesta
hans til þess að Ai Nan tók að
spyrja sjálfa sig hvort verið
gæti að hann væri saklaus af
þessum ákærum flokksins..
En flokksyfirvöldin héldu á-
KVIKMYNÐAÞATTUR
Guys and Dolls, fer nú sig
urför um Evrópu en eins og
við höfum áður sagt, leika
Marlon Brando, Frank
Sinatra, Jean Simmons og
Vivian Bíaine í myndinni. Er
þetta ein bezta rnyndin sem
lengi hefur verið sýnd hvað
aðsókn snertir.
M-G-M félagið hefur fram
Ieitt hana í Cinemascope og
hefur Mankiewicz stjórnað
töku hennar. Má því segja að
ekkert sé til sparað að hún
megi verða sem bezt, enda
hefur hún hlotið einróma lof
og fjórar stjörnur.
Þá hafa einstaka gagnrýn
endur látið svo um mælt að
þeir hafi orðið fyrir von-
brigðum, eins og t. d. gagn-
rýnandi Picturegoer-nýlega.
Ítalía er í óða önn að fram
leiða nýjar stjörnur og virð-
ist þar vera af nógu að taka.
Sem dæmi má nefna:
Georgia Moll er sextán ára
og hefur aldrei verið kysst
segja þeir og það var í sjálfu
sér dýrt spaug fyrir kvik-
myndafélagið sem tók mynd
ina „The Sea Cocks“, því að
það þurfti tuttugu æfingar
og fimmtán upptökur á at-
riði, sem hún er kysst í,
sökum þess að hún þekkti
ekkert til tækninnar.
Georgia var ungfrú Kvik-
mynd 1955 og.hefur einnig
leikið í rnyndinni „Neros
lost Weekend“.
Önnur er Marisa Allasio,
sem er dóttir eins frægasta
fótboltaleikara ítalíu. Hún er
nítján ára gömul og þrátt
fyrir að pabbi hennar bann-
aði henni algerlega að leika
tók hún sig til og gerði það
samt. Leikur hún í mynd er
nefnist „Girls of today“,
sem fjallar um vandamál
æskunnar á Ítalíu í dag.
Mara Berni heitir ein ljós
hærð og úhn hefur nóg að
gera, því um þá suðrænu má
segja að „Gentlemen prefer
Blondes“ enda berast henni
ótal hjónabandstilboð viku-
Georgia Moll “Sweet
sixteen".
lega.
Hún hefur m. a. leikið í
myndinni „In Love in the
City“.
Sandra Milo heitir enn
ein, sem var uppgötvuð á
gangi á götu úti. Ergas nokk
ur, sem er ítalskur kvik-
myndaframleiðandi sá hana
á gangi elti hana inn á veit
ingastofu og lét þjóninn færa
henni ósk um viðtal. Hún tók
honum vel og þar með sat
hún í því.
Hún er frægust fyrir leik
sinn í „The Bachelor“ og
„Arsene Lupin“.
Nadia Marlowa er sögð
ein af hinum stóru vonum
ítalskrar kvikmyndafram-
leiðslu. Hún er víst ekki
neitt blávatn, talar 6 tungu-
mál og er að bæta ensku þar
við. Hún er sögð feimin
átján ára gömul og hefur
leikið m. a. „The Daughter of
the Regiment“ og „Night
of Love“.
Lucia Banti er svo sú sein
asta er við tökum fyrir að
þessu sinni. Hún er í sama
móti og La‘Lollo svó að ekki
er gott að segja nema hún
eigi eftir að lenda í ýmsu
svo sem næstum því slag.
Hún er ákaflega sterkur per-
sónuleiki og lætur sé ekki
allt fyrir brjósti brenna. Hún
varð ein af þeim stóru aðeins
með því að segja: „Ég er orð
in þreytt á því að vera að
þessu aukahlutverkabaksi,
ég vil fá aðalhlutverk." Hún
fékk það og hefur nú leikið
aðalhlutverk í fjórum mynd-
um.
fram að sannfæra hana um sekt
eiginmannsins, ekki hvað sízt
þegar þau urðu þess vör að húri
var farin að efast um óskeikul-
leik þeirra. Hún hlaut ströng-
ustu áminningu og ströng fyr-
irmæli um að hún yrði að draga
lýðræðislega takmarkalínu á
milli sin og eiginmannsins". í
nokkra daga stóð hörð barátta
milli ástar og flokkshollustu í
hug hennar, en svo fór að hið
kommúnistí(ska uppeldi hennar
veitti flokkshollustunni sigur
og hún varð „gripin sárri
skömm yfir því að hafa auðsýnt
gagnbyltingasinna viðkvæmni
og linkind. Tilfinningar mínar
gagnvart honum gerbreyttust á
einu vetfangi. Ég las hann eins
eins og opna bók og hataði
hann“.
Og þegar hér var komið
breyttist sjálfsmeðaumkun
hennar í sjálfsásökun. Hún
komst að raun um að hjóna-
bandið var hvorki sök örlag-
anna, heldur var hana eina urn
að saka fyrir „kæruleysi og
villuráfandi hugsun, sljóa
stjórnmálalega ábyrgðarmeðvit
und og veika byltingartrú“.
Hún hafði látið kylfu ráða kasti
og ekkert hirt um að rannsaka
stjórnmálalega fortíð varðancli
eiginmanns síns. Og nú sá hún
Ijóst hver afstaða hennar hefði
átt að vera. „Ástin er varhuga-
verð þegar hjónaband er annais
vegar“. segir hún. „Sameigin
leg stjórnmálasannfæring er
hinn eini hamingjugrundvöllur
að sambúð tveggja einstakl-
inga“.
Og þegar Ai Nan hafði tekist
að sigrast á eðlislegum og eðli
legum tilfinningum sínurn
varpaði hún sér með feginleik
i faðm flokksins. „Ég glataði
eiginmanni mínum, en er eig-
inmaðurinn sama og lífshlut •
verk mitt? Takizt mér að fórna
öllu því sera mér hefur veriil
gefið bezt í þágu kommúnis-
mans, er það hin æðsta ham-
ingja sem mér getur hlotnast."
Frámhald á 7. síðu.
DAGAR LÍÐA
ÖLDUNGADEILDAR-ÞING-
MAÐURINN Pedró de Alba,
hefur skýrt frá því, að malarí-
an, hin skæða hitabeltissótt,
kosti Mexikó-ríki 8 millj. kr.
(ísl.) á dag. Hér er þó aðeins
talið það tjón, sem orsakast af
minnkuðum vinnuafköstum, af
því svo margir ganga óheilir til
vinnu af völdum malaríunnar.
í Mexíkó deyja yfir 30 þús.
manns árlega úr malariu.
• :f íii *
Útvarpið í Peking hefur
skýrt frá þvi, að Kína og Ceyl-
on-ríkið, hafi gert með sér verzl
unarsamninga er ættu að geta
leitt til mikilla viðskipta milli
þessara tveggja ríkja. En Ceyl-
on er nú sjálfstætt ríki innan
Bretaveldis, og er óháð bæði
Indlandi og Pakistan. Hafa mikl
ar framfarir orðið á Ceylon á
Síðari árum og meira en í flest
um nágrannaríkjum þar eystra.
Stafa framfarir þessar af því,
að algei’t samkomulag hefur orð
ið milli hinna ýmsu þjóða er
landið byggja, um að starfa
sameiginlega að íramförum
þess, án tillits til þjóðernis eða
trúarbragða. En hjá mörgum
þessum þjóðum, sem nú eru að
verða sjálfstæðar, fer mikill
tími í deilur um þjóðerni eða
trúrnál.
Ceylon er, svo sem kunnugt
er, eyja sunnan við Indlands-
skaga, og er hún um rs af stærð
íslands. Þar er hitabeltislofts-
lag og eyjan frjósöm, en marg-
ir hitabeltissjúkdómar leika þar
illa bæði menn og málieysingja.
Nítján herskip frá fjórum
þjóðum, komu til hafnar í
Singapore 28. sept. Skip þessi
voru Áströlsk, ensk, frá Pakist
an og frá Bandaríkjunum, og
höfðu lokið fyrsta þætti af
flotaæfingum, er S.E.A.T.O. læt
ur halda í Suður-Kinahafinu.
* * *
Bandaríkj a-lögf ræðingurinn
Albert Goldstein missti lög-
mannsréttindi sín fyrir tólf ár-
I um, en hefur nú aftur hlotið
þau með dómúsrskurði. Hann
var lögfræðingur Trotskís og
aðalverjandi kommúnistaflokks
ins við málaferlin 1932. Hann
var einn af þeim stjórnendum
kommúnistaflokksins, 17 að
tölu, sem mál var höfðað gegn
1941 í M'inniapolis, og var þa'ð
upp úr þeim málaferlum, a'ð
hann missti málafærzlu-rétt-
indin. Um daginn, er hann fékk
aftur réttindin, hafði blaðamað
ur eftir honum, að hann hefði
verið í Rússlandi árið 1932, og
hvorki litist á Stalín, né stjórn-
arhasAti hans.
Aðalfulltrúi Frakka í Alsír,
Róbert Lacoste, skýrði frá því
um daginn, að hann og með-
nefndarmenn hans, sem
franska stjórnin hefur falið að
rannsaka Alsír-málið, og koma
með tillögu um, hefðu senn lok
ið starfinu. Hafa þeir félagar
sex mismunandi tillögur, er
þeir vilja að Alsír-búar velji á
milli. Ekki felst í neinni þess-
ara tillagna, að Alsír verði sjálf
stætt ríki, en það verður eins-
konar millistig, milli þess aö
verða það, og að vera bara einn
landshluti af Frakklandi, sem
eru kjör Alsírs nú. Tilgangur
nefndarinnar er að tryggja, að
algerður friður geti ríkt í land
inu, og að hver maður, sem
þar á heima, geti óhultur notið
til fulls réttar síns, sem þjóðfé
lagsþegn, af hvaða þjóðerni sem
er, eða litarhátt, og hverrar trú
ar sem hann er. Ekki vi'Jl
Lacoste að svokomnu máli
skýra frá einstökum atriðum,
en segir að hann og félagar hans
hafi farið þarna inn á nýjar
leiðir. Telur hann víst að meiri
hluti Múhameðstrjúarmanna í
landinu muni aðhyllast ein-
hverja tillöguna. Hins vegar
þykist hann vita, að einhverjir
af ættbáika-höfðingjunum, sem
alltaf hafa hernað að aðalat-
vinnu, og nú séu í uppreist gegn
Frökkum, fallist ekki á þær.
Slysavanialelágs íslauds i
kaupa flestir. Fást hjáí
Elysavamaoeildum um |
land ailt. 1 Reykjavfk i i
HarmyrSayerzluninni £
Bankastr. 6, VerzL Gaias-
þórunnar . Halldórsd. c j Sí
skrifstofo. félagsina, Gróf-^
in 1. Afgseidd í síma 4897.]
Heitiö á Slysavamaféíag-
HS. — Þá® bregst eJdd. —