Alþýðublaðið - 13.10.1956, Síða 5

Alþýðublaðið - 13.10.1956, Síða 5
Laugardagur 13. okí. 195G Alþýgublagtg 5 Herra forseti FRAMSÖGUMENN minni- Muta kjördeildanna fluttu hér inn í sali alþingis þref það, sem varð um kosningabandalag Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins fyrir síðustu kosning- ar. IJm ekkert eitt mál urðu meiri umræður í kosningabar- áttunni, bæði á fundum, út- varpsumræðum og í blaðaskrif- um, heldur en um þetta kosn- ingasamstarf, enda leituðust andsíæðingar þessa kosninga- foandalags við, að gera það að höfuðádeilumáli sínu gegn Al- þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum. ÚTRÆTT MÁL. • Því verður vart neitað, að setía mál hafi raunar þegar fyr ir kosningar verið útrætt, bæði vegna þess, að hvað sem líður fyrirætlunum flokka, þá ráða kjósendur sjálfir með frjálsum, leynilegum kosningarétti sín- am, hvaða fulltrúar kosnir eru á löggjafarsamkomu þjóðarinn- ar, og eins vegna hins, að rétt kjörin þar til bær stjórnarvöld Siafa fjaliað um lögmæti þess kosningasamstarfs, sem Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar flokkurinn stofnuðu til fyrir síðustu kosningar og kveðið uipp í því máli úrskurði, sem sraunverulega hefðu átt að vera endalok þessa deiluefnis og er sraunar svo í huga megin- þorra þjóðarinnar. KÆRUÞVÆLAN KEMUR. Þegar landslistar flokkanna voru lagðir fyrir landskjör- stjórn í maímánuði s. 1. bar Sjálfstæðisflokkurinn fram Jkæru, þar sem hann krafðist þess, að úrskurðað væri, að Al~ þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum skyldi sameigin- lega úthlutað uppbótarþingsæt- um, samkvæmt samanlagðri at- kvæðatölu þeirri, er þeir hlytu við kosningarnar eins og einn flokkur væri. KÆRUNNI HAFNAÐ. Um þetta atriði varð lands- kjörstjórn ekki á eitt sátt. Töldu tveir landskjörstjórnarmenn, þeir Einar B. Guðmundsson hrl. og Vilmundur Jónsson land- læknir að taka bæri kröfu Sjálf stæðisflokksins til greina og út- hluta uppbótarþingsætum til Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins sameiginlega. —• Þrír landskjörstjórnarmenn, þeir Jón Ásbjörnsson hæsta- réttardómari. Vilhjálmur Jóns-- son hæstaréttarlögmaður og Sigtryggur Klemensson ráðu- neytisstjóri, og þar með meiri hluti landskjörstjórnar, töldu hins vegar að kæran væri ekki byggð á lagarökum og höfnuðu henni. Þar með hefði átt að vera kominn endanlegur úr- skurður um höfuðefni þeirra mótbára, sem hafðar voru uppi um lögmæti kosningabanda- lags Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. UMRÆTUR ÆSKILEGAR. Jón Ásbjörnsson hæstaréttar dómari, táldi ennfremur, að listi sá, sem Alþýðuflokkurinn bar fram í Reykjavík og Fram sóknarflokkurinn studdi og sá listi, sem Framsóknarflokkur- inn bar fram í Árnessýslu og A1 þýðuflokkurinn studdi, hafi 'ekki verið með þeim hætti að að þeir gætu talizt í samræmi við kosningalög og fórust hon- um svo orð um þetta í bókun á fundi í landskjörstjórn 28. maí s. 1. með leyfi hæstvirts forseta, „að hann telji, að með framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík og framboðslista Framsóknarflokksins í Árn.es- sýslu beri að fara sem ut- anflokkalista, nema á þeim verði gerð breyting, sem hann mun skýra nánar. Lítur hann svo á að þeir geti ekki talizt framboðslistar einstaks flokks, eins og þeir eru nú úr garði gerðir“. Rök hans fyrir þessu voru þau, að listar þessir voru skip- aðir mönnum úr tveim flokk- um. I samræmi við þetta bar Friðjón Skarphéðinsson. hann fram í landskjörstjórn svo hljóðandi tillögu: „Lista Alþýðuflokksins í Reykjavík og lista Framsóknar flokksins í Árnessýslu telur landskjörstjórn utanflokka lista og mega því frambjóðend ur flokka þessara á þeim list- um ekki standa á landslistum flokka þessara að framboðslist- um þeirra í greindum kjördæm- um óbreyttum. Ber að veita A1 þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum frest til úrbóta, ella verði landslistar þeirra ekki teknir gildir“. EKKI TEKIÐ TIL GREINA. Þessi tillaga var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Með henni a KVIKMYNDAÞÁTTUR ÞAÐ ’HEFUR næstum verið erfitt að velja milli góðra snynda undanfarið og verður slíkt að teljast gleðilegur vott- 'ur framfara á þessu sviði. Kvikmyndahúsin hafa flest verið með góðar myndir og sum með slíkar afbragðsmyndir, að telja verður það fólk sem ann- ars fer í kvikmyndahús, en ekki sér þær, eitthvað undarlegt. Skal þá fyrst fræga telja Göt- «na eða Veginn, sem Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir og á vafa- lítið eftir að vinna hér þá mestu Ihylli, sem nokkur mynd ársins íhefur unnið eins og alls staðar annars staðar, sem þessi mynd kefur verið sýnd. Myndin er svo hugljúf og indæl, að vart hefur sézt annað eins. Leikur Giulieítu Masini hlýtur að bræða jafnvel hörðustu stein- Jhjörtu svo átakanlega eðlileg- lur er hann. Anthony Quinn leik 'ur engu síður en hún, en hlut- verk hans er að vera hrottinn og ofurmennið, sem ekkert læt- ur sér fyrir brjósti brenna. Hann er oft hrottalega sannur í leik sínum. Riehard Basehart leikur hlutverk sitt af mikilli { innlifun í hlutverki fíflsins, engu síður en Giulietta, sýnir það bezt, hve vel honum tekst með hlutverkið meðan verið er að myrða hann. Án þess að sjá mynd þessa getur enginn verið. Næst verður að telja Kyrtil- inn, sem vissulega er eitt af því bezta, sem sézt hefur hér lengi. Þarna er tæknin að vísu ekki alveg fyrsta flokks, en mátti ekki vænta einhverra byrjunar galla? Leikur í myndinni ef aft- ur á móti prýðilegur og efnis- meðferð furðulega rétt, eftir bókinni, sem er meira en hægt hefur verið hingað til að segja um amerískar myndir sama eðl- is. í mynd þessari virðast. þeir loks hafa sameinað hið bezta, er þeir gátu til slíkrar skaffað, góða leiðara og leikstjóra, auk þess að fara satt og rétt með staðreyndir og vera ekki að trana fram á sviðið persónum, sem enginn mannlegur leikari er fær um að leika. Jesú sést þarna að vísu, en aðeins á þann hátt, er engan særir. Davy Crockett hefur orðið ákaflega vinsæll á Gamla Bíó. Þó svo að aldan, sem myndað- ist í Bandaríkjunum af hrifn- ingu á þessum manni. sé liðin hjá þar, eru enn leyfar henn- ar að skola strendur fjarlægra landa eins og íslands. Það virð- ist ætla að fara svo að Davy verði aðeins augnabliksfyrir- brygði, en ekki eins fastur í sessi og Hrói Höttur, Buffalo Bill o.fl. Brandarakarlinn Bob Hope, er alltaf jafnskemmtilegur á Tjarnarbíó. Harðjaxlarnir í Stjörnubíó er sögð vera hvorki fugl né fisk ur. Austurbæjarbíó • hefur mest verið með þýzkar myndir und- anfarið og flestar allgóðar. Ein af þeim er Fuglasalinn. Að tjaldabaki í París sló í gegn eins og búast mátti við, en nú er hver að verða síðastur að sjá hana. Svo er Filmia byrjuð með sínar ágætu myndir og eftir nöfnunum, sem heyrzt hafa, verður að þessu sinni ýmislegt góðgæti á boðstólum. Arstími kvikmyndanna er sem sé byrjaður og má vissu- lega segja, að vel sé af stað farið. greiddu atkvæði Jón Ásbjörns- son og Vilmundur Jónsson en gegn henni Einar B. Guðmunds son, Sigtryggur Klemensson og Vilhjálmur Jónsson. Þar með var kominn úr- skurður um öll ágreiningsatriði um framboð Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og þannig fóru alþingiskosning- arnar fram frá kjósendanna hendi, í trausti þess að hér væri um endanlegan úrskurð að ræða. KJÖRBRÉF MEÐ FYRIR- VARA. Eftir kosningarnar þegar landskjörstjórn úthlutaði upp- bótarþingsætum og gaf út kjör bréf til landskjörinna þing- manna, kom ágreiningur sá, sem verið hafði í landskjör- stjórn áður, að nokkru leyti aft ur fram. — Þeir Einar B. Guð- mundsson og Vilmundur Jóns- son undirrituðu kjörbréf lands- kjörinna þingmanna Alþýðu- flokksins og varamanna með fyrirvara með tiivísun til til- lögu þeirrar. sem þeir fluttu áð ur í landskjörstjórn. En þrír landskjörstjórnarmenn, þeir Jón Ásbjörnsson, Sigtryggur Klemensson og Vilhjálmur Jóns son, undirrituðu án fyrirvara. Jón Ásbjörnsson ritaði undir kjörbréf hv. 3. landskjörins þingmanns Gylfa Þ. Gíslasonar með skírskotun til greinargerð ar, sem hann lét bóka á fundi nefndarinnar 9. júlí s.l., en þar segir hann, að hann telji „að landskjörstjórn beri nú að út- hluta uppbótarþingsætum eftir landslistunum, eins og þeir liggja fyrir, miðað við atkvæða magn hvers þeirra um sig, enda hafi kjörgögn ekki leitt neitt nýtt í ljós, er hnekki þessu“. ÞINGSÆTI EFTIR LANDS- LISTUM FLOKKA. Það er því skoðun Jóns Ás- björnssonar, að úr því að lands- kjörstjórn á sínum tíma hafn- aði tillögu hans, um að úr- skurða lista Alþýðuflokksins í Reykjavík og lista Framsókn- arflokksins í Árnessýslu utan- flokkalista og nöfn þeirra frambjóðenda, sem á þeim voru ,af landslistum flokkanna, beri að úthluta þingsætum af lands- listunum eftir þeim óbreyttum. ÞVÆLAN ENDURVAKIN. Mál þetta hefur nú komið til kasta alþingis þar sem hv. minnihluti kjördeildanna hefur lýst sig andvígan því, að kjörbréf landskjörinna þing- manna Alþýðuflokksins verði tekin gild. Þar með hefur Sjálf- stæðisflokkurinu flutt þetta deilumál hingað inn á alþingi, deilumál, sem allur þorri kjós enda telur útrætt mál og því illa farið að eyða tíma alþingis í deilur um það. En fyrst að svo er komið, verður ekki hjá því komizt, að rekja að nokkru þau rök, sem ég álít vera fyrir því, að taka beri þessi umdeildu kjörbréf gild. FÁRÁNLEG SKOÐUN Því er haldið fram af hálfu framsögumanna minnihluta kjördeildanna að Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokk urinn sé í þessu sambandi einn þingflokkur vegna þess, að þeir hafi gengið til kosninga í kosn- ingabandalagi um sameiginlega frambjóðendur og sameiginlega stefnuskrá. Ég er einn þeirra mörgu, sem tel þessa skoðun tvímæialaust ranga. í 27. gr. og 28. gr. kosninga- laganna eru ákvæði um það, hvernig framboðum skuli hagað bæði í einmenningskjördæm- um, kjördæmum þar sem hlut- fallskosning fer fram og lands- listaframboð. Það er staðreynd, enda hefur enginn treystst til að mótmæla því, að Alþýðu- flokkurinn hefur fullnægt öll- um kröfum laganna í þessu efni. Yfirlýsingar frambjóðenda í kjördæmum og meðmælendla eru ómótmælanleg sönnunar- gögn um það, fyrir hvaða flokk fram er boðið. Yfirlýsing flokksstjórnar voru skilyrði þess að viðkomandi frambjóð endur voru teknir á landslista. Kjörstjórnir hafa ekkert vald til þess og alþingi ekki held- ur, að ákveða, að frambjóð- andi tílheyri öðrum flokki eitx þeim, sem hann sjálfur og með mælendur hans lýsa yfir, að hanrt Tajóði sig fram fyrir, og það eru heldur ekki rök fyrir því, aft landskjörstjórn efta alþingi gti bætt á lista flokks^ franibjóðendum sem flokks- stjórnir neita að viðurkenna sem frambjóðendur flokksins. En í afstöðu Sjálfstæðisflokks ins telst raunverulega. það, að alþingj beri að líta svo á, að allir frambjóðendur Fram- sóknarflokksins skuli teljast frambjóðendur Alþýðuflokks- ins eða gagnstætt að frambjóð- endur Alþýðuflokksins skuli teljast frambjóðendur Fram- sóknarflokksins eða í þriðja lagi að frambjóðendur þessara tveggja flokka tilheyri ein- hverjum nýjum flokki. GETUR ALÞINGl FLUTT MENN MILLI FLOKKA? Auðvitað er slíkt fjarstæða, þar sem það liggur augljóslega fyrir. hvernig frambjóðendur þessara tveggja flokka eru fram boðnir. Með þessu væru fram- bjóðendur og meðmælendur sviptir rétti sínum til þess að ráða sjálfir. fyrir hvaða flokk þeir eru í kjöri og þeir styðja, og fiokksstjórnir sviptar rétti til þess að ráða, hvaða fram- bjóðendur þær viðurkenna. Fyrir slíkum tiltektum finnst að sjálfsögðu eng- inn iagabókstafur. Þá hefur því verið haldið fram, að framboð Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins hafi verið sameiginleg við síð- ustu kosningar. Þetta er auð- vitað algjörlega rangt. Þegar hvert einstakt framboð er at- hugað sést að íramboð Alþýðu- flokksins eru allstaðar ein- göngu á hans vegum borin fram af Alþýðuflokksmönnum ein- göngu í hverju kjördæmi fyrir sig og samþykkt af flokksstjórn. Sama máli gegnir um framboð Framsóknarflokksins. Þau voru aðeins framboð þess flokks, en ekki Alþýðuflokksins. FRAMBJÓÐENDUR ÞURFA EKKI AÐ VERA FLOKKS- BUNBNIR. Það skiptir að sjálfsögðu engu máli hér þó að sumir af frambjóðendum Alþýðuflokks- ins hafi ekki verið meðlimir flokksins. Um slíkt eru fordæm (Frfa,. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.