Alþýðublaðið - 11.01.1957, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. janúar 195“
Alþý^ublaSlg
r~*'
5
ÝMSIR munu þeir vera með-
al okkar hér heima, sem
kemur nafnið Páll Bjarnason
lítt kunnuglega fyrir sjónir og
vita óljós deili á manni þeim,
og er það að vonum.
Þeir, sem kunnugir eru vest-
anblöðunum, Heimskringlu og
Lögbergi, að fornu og nýju,
Jrannast aftur á móti mætavel
við stafina P. B. og hafa lengi
Jiaft hugmynd um, að bak við
þá dyldist skáld, sem fróðlegt
væri að kynnast nánar en lest-
ur stakra vísna og ljóða endr-
um og eins á skotspónum gefur
tækifæri til.
Það hefur lítið verið skrifað
t!m Pál Bjarnason og ljóðagerð
ians og þýðingar, enda hafa
Jtvæði hans ekki verið tiltæk
nema á tvístringi. Það var nú
fyrst fyrir fáum árum, að hann
gaf út ljóð sín á íslenzku og
þýðingar á ensku í tveimur
fcókum.
■ Árið 1953 gaf Páll út kvæða-
fcókina Fleygar, prentuð í
'Winnipeg, 270 blaðsíður að
stærð. Tæpir tveir hlutar bók-
arinnar eru frumort ljóð, en
þriðji hlutinn þýðingar úr
ensku. Er þar á meðal ýmislegt
rnerkra kvæða, svo sem Graf-
reiturinn eftir Thomas Gray og
Fanginn í Reading eftir Oscar
Wiide. — Ári síðar gaf Páll út
aðra ljóðabók. Hún er öll á
enskri tungu og heitir Odes and
Echoes, prentuð í Vancouver,
186 blaðsíður. í bókinni eru
nokkur kvæði frumort á ensku,
en að meginstofni er bókin þýð-
ingar úr íslenzku. Eru það
rúmlega sjötíu kvæði eftir
þrjátíu íslenzka höfunda. Er
þar af skemmst að segja, að hér
er um að ræða merkilegt verk,
og vafasamt að annað sé merk-
sra að finna varðandi íslenzkar
Ijóðaþýðingar á enska tungu,
þrátt fyrir þýðingar Watsons
Kirkconell, Jakobínu Johnson
og ýmislegt fleira, er vel hefur
verið gert í þeim efnum.
Það er mikið tómlæti, að ekki
skuli hafa verið vakin meiri at-
hygli hér heima á þessum bók-
um og höfundi þeirra en raun
er á. Þó mun liggja til þess sú
höfuðástæða, að bækur þessar
hafa ekki verið sendar hér heim
til sölu, og því ekki borið fyrir
augu lesenda eða þær rekið á
íjörur bókagagnrýnenda, til að
verkja athygli. Væri það vel, ef
einhver þau félagssamtök, er
áhuga þvkjast hafa fyrir Vest-
~ar-íslendingum og viðhaldi
fengsla þeiria og okkar í milli,
N _ , 5
iC ft# 11 ■ * i
K uiEnMiiHJtm s
S
HÉÐAN TIL EILÍFÐAR.S
,,**** Stjörnubíó sýnir umS
^þessar mundir- ágæta myndS
$ ameríska, sem má teljast ein í1
SMn bezta, er komið hefur-
þaðan um langan tíma. —^
S
, s
Inokkru fyrir síðasta stríð,^
^starfi þeirra og leik, gleðis,
^þeirra og hatri. I kvikmynd-S
qj inni er bókinni fylgt svo tilS
i^alveg og má segja, að mjögS
^ vel hafi tekizt til um val leikS
i ara í hlutverkin. Aðalhlut- ^
u l
S verkin eru í höndum Burt i
S
!} Myndin lýsir nokkuð lífi am-
^ erískra hermanna á Hawaii
S Lancaster, Montgomery Cliff
S og Frank Sinatra, sem leysa
S
s
^ þau hver öðrum betur af
^höndum. — Kvenhlutverkin ^
•leika þær Deborah Kerr og\
^Donna Reed og gera það. vel.\
^ Myndatakan er ágæt og hand S
^ritið gott. Er fyllilega óhættS
^ að benda mönnum á að sjáS
^þessa mynd, verða mennS
§ varla sviknir á því. ^
S
G. G.
Indriði Indriðason
Vestur
vildu stuðla að því að koma *
bókmenntum þeim, er enn1
kunna að skapast á íslenzka
tungu í ‘Vesturheimi, á fram-
færi meðal lesenda hér heima.
Aðstaða rithöfunda vestanhafs
til að koma bókum sínum hér
á markað er óhæg, og möguleik
ar þeirra til útgáfu örðugir, ef
við ekkert er að stvðjast annað
en smáfækkandi hóp þeirra
landa vestanhafs, er áhuga hafa
fyrir íslenzku lesefni. Víð slíka
aðstöðu eru þeim flestar bjarg-
ir bannaðar og það sýnt, að til
lítils sé að nota íslenzkt mál og
tungutak til skáldmennta, ef les
endur vanti. Hitt aftur jafn aug
Ijóst og handvisst, að er þeir
frændur vorir hætta að nytja
tunguna til bókmenntalegra
starfa, er sögu þeirra lokið.
Sá skerfur. er Vestur-íslend- ‘
ingar, og þá fyrst og fremst ljóð
skáld þeirra, hafa lagt til ís-
lenzka nútímabókmennta, er
mikill að vöxtum og harla
merkilegur til rannsóknar.
Nægir í því efni að benda á
Stephan G. Stephansson. Krist-
in Stefánsson, Jón Runólfsson,
Káin og Jakobínu Johnson,
svo nokkrir séu nefndir.
En þótt mörgum hafi orðið
það efni til undrunar, hversu
vel þeim skáldum vorum vestra
entist og treindist sú erfð, er
þeir fóru með úr föðurlandi, og
hversu þeir þroskuðu hana til
andlegra mennta, þá hefur þó
alltaf vakið mér meiri furðu,
hversu þeir menn af íslenzku
kvni, sem fæddir eru vestra,
þar upp aldir og alla vega
ókunnugir íslandi nema af
spurn og umsögnum annarra,
hafa þó lagt merkilegan skerf
til bókmennta þeirrar þjóðar,
er þeir hafa aldrei gist. Slíkur
maður er Guttormur J. Gutt-
ormsson, höfuðskáld Islendinga
í Vesturheimi síðan St. G. St.
leið. Guttormur kom hér heim
sextugur að aldri og leit þá
fyrst augum þá þjóð og það
land, er hann hafði frægt í
kvæðum sínum langan aldur.
— Slíkur maður er og Páll
Bjarnason skáld, er heima á
vestur á Kvrrahafsströnd Ame-
ríku, næstum hálfáttræður að
aldri og aldrei hefur komizt í
sjónhæfi eða kallfæri við ís-
land.
Páll Bjarnason er í þeim fá-
menna hópi manna af íslenzku
kyni, sem fæddir eru vestra, er
ort hafa á íslenzka tungu og
náð þar listrænum árangri. En
jafnframt því sem hann hefur
náð eyrum manna og athygli
með ljóðum sínum á íslenzku,
hefur hann iðkað ljóðagerð og
þýðingar á ensku og með fyrr-
nefndri bók, Odes and Echoes,
hefur hann sýnt sig vera í allra
fremstu röð ljóðaþýðenda úr ís-
lenzku á ensku. í bók þessari er
margt úrvalskvæða. Mest hefur
hann þýtt eftir Einar Benedikts
son, 18 kvæði eða kvæðabrot,
43 bls., og St. G. St. 7 kvæði,
37 bls. Einnig eru kvæði eftir
Þorstein Erlingsson, Matthías,
Benedikt Gröndal, Davíð, Jón
Helgason og Örn Arnarson, svo
að fáir séu nefndir. Sýnishorn
væri 9 iman að taka, en rúm
leyfir i.atj ekki.
,,As letters must fade and the
íinest of bindings go rotten,
The fame that today is the rage
will be quickly forgotten.
Páll Bjarnason.
The Gordian Knot that we tie
will in time come asunder.
The tombstone will crumble of
dust and in silence go under.“
Og rér er lokaerindið úr Hvarf
séra Odds á Miklabæ:
„And when they open the dor
next day,
i At dawn, and look for a token,
j Their master’s gear and gaunt-
| lets lay
j In the grass, by the whipe-stock
j broken.
Nor horse or parson has since
been seen.
Thev say, while the folks were
sleeping
An ogress down to rer dark
demense
Had dragged them — and both
is keeping."
Áður en lengra er haldið og
grein verður gerð fyrir Ijóðum
Páls, vil ég gera lítilsháttar
grein fyrir skáldinu og ætt
hans, þótt kunnugleiki sé mjög
af skornum skammti.
Árið 1845 býr í Víðidal á
Fjalli í Möðrudalssókn Bjarni
Pálsson. Kona hans var Guðrún
| Brynjólfsdóttir bónda á Hóli á
j Hólsfjöllum Árnasonar. Synir
Iþeirra eru fimm, Páll, Bjarni,
I Stefán, Þorsteinn og Jóhannes.
^Bjarni bóndi var mývetnskur
' að ætt, sonur Páls bónda á
Grímsstöðum við Mývatn Jóns
sonar og bróðir Þorsteins
prests, er þá bjó að Hólsi í
Fnjóskadal og lengi síðan. Þor-
j steinn prestur var atgervis-
(maður til sálar og líkama,
glímumaður mestur þeirra, er
komið höfðu í Bessastaðaskóla,
bréfvinur og samherji Jóns
Sigurðssonar og frumkvöðull
j að ýmsu því í héraði, er stefndi
, til framfara og viðreisnar.
I Bjarni bóndi í Víðidal lézt
þar árið 1850. Bjó ekkjan þar
: áfram með sonum sínum, unz
j Páll er var elztur þeirra bræðra,
' tók við búi í Víðidal. Næstur
' honum að aldri var Bjarni
fæddur 12. marz 1840. Hann fór
S í vist að Möðrudal og var síðan
j um skeið í vinnu.mennsku á
Hólsfjöllum og síðar í Vopna-
firði. Þar eystra kvæntist hann,
er tímar liðu, og fluttust þau
hjón til Vesturheims eitt fyrsta
vesturferðaárið, 1873, þá ný
gift. Kona Bjarna Bjarnasonar
hét Gróa. Foreldrar hennar
voru Jón Níelsson, Evertssonar
Wíum og Málfríður Ólafsdótt-
ir. Þau eru kennd við Ásgríms-
staði í Hjaltastaðaþinghá.
Ári síðan en Bjarni fór vest-
ur, tók Páll bróðir hans sig upp
með konu og sex börn og ákvað
Ameríkuför, en þá hafði hann
búið nokkur ár á Kambsstöð-
um í Ljósavatnsskarði. landseti
og nágranni Þorsteins prests
föðurbróður síns. Meðan Páll
beið skips á Akureyri með fjöl-
skyldu sína, veiktist kona hans
og dó. Páll hélt för sinni áfram,
en skilja varð hann eftir vngsta
barn sitt. tvegg.ia ára son, í
uppeldi hjá vandalausu fólki,
og sáust þeir ei síðar.
Bjarni og Gróa settust fyrst
að í Wisconsin-fylki, en flutt-
ust 8 árum síðar til Islands-
byggðarinnar í Dakota Terri-
tory, og þar er skáldið Páll
Bjarnason fæddur, nálægt þeim
stað, er þorpið Mountain stend-
ur, 27. marz 1882.
Páll ólst upp í fátækt og naut
ekki skólamenntuar annarrar
en venjulegrar barnafræðslu.
Hann vann á býli föður síns við
landbúnaðarstörf og var nokkra
vetur við barnakennslu. Árið
1906 flutti hann norður til
Kanada og gerðist landnáms-
maður í Vatnabyggðinni í Sas-
atchewan. Hann kvæntist 1912
Halldóru Jónsdóttur og um það
Ievti settist hann að í borpinu
Wynvard og átti þar heimili
um tuttugu. ára skeið. Fékkst
hann þar við fasteignasölu og
hílasölu og fleiri skyld störf.
Árið 1933 flutt.u" þau hión til
Vancouver á Kyrrahafsströnd
off hafa átt. þar heimili siðan.
Ftundaði hann þar aðallega
húsasmíðar og málningu, en
hefur nú hætt öllu umstangi,
enda orðinn aamall að árum.
Þau eiga siö börn unpkomin og
gift og tólf barnabörn. — „Það
er innstæðan, að mestu — okk-
ur nóa og framtíðinni vonandi
til góðs, skrifar hann í bréfi
til mín síðastliðið sumar.
Páll mun alltaf hafa verið
efnalítill, en þó komizt af.
Hann er róttækur í skoðun og
hispurslaus í orðum, og fyrir
kemur að kenni beiskju, er
hann hugleiðir misskiptingu
kjara og réttlætis í heimi hér.
Hvers konar yfirdrottnun er
eitur í hans beinum, og hann
er óhlífinn í garð þeirra, er
honum þykir sitja yfir annarra
hlut. Hann gefur kirkju og
klerkum hornauga og hirtir þá,
en er heill og sannur í trú sinni,
þegar öllu lýkur.
Páll ólst upp við landnema-
kjör, skort og fábrej'"tni. Fbr-
eldrar hans voru snauð, enda
allstór barnahópur. í kvæðinu
Faðir minn kemst Páll svo að
orði:
..Hann leit ei lærðaskóla
né las í grammatík
og kunnáttan á kennslubók
var engin;
hans fyrstu fræði „Njóla“,
við fátæklingsins brík,
og lexían á lífsins brautum
fengin.
Hann hlaut ei nafnið ,,Herra“
á heiðurstorgum lands,
því hann var seinn að safna
miklum áuði.
Ein aldin uxakerra
var aðal tækið hans,
og trúin mest á mannúð,
ásamt brauði.
Hann átti aðeins tötra
og ekkert sparimál.
Á fordildinni fyrirlitning bar
hann.
En enginn festi fjötra
á fót hans eða sál,
og óslípaður eðal-gimsteinn
var hann.“
Páll gerðist landnemi í
Vatnabyggð ungur að aldri. Svo
er að sjá sem ekki hafi það allt
verið sléttfarið og auðvelt,
fremur en títt er. í kvæðinu
Vatnabyggð, er hann yrkir ald-
arfjórðungi síðar, segir svo:
„í fyrstunni áttum við sjálf
vora sveit.
og sá var ei til, er í stór-
mennsku leit.
á fátæka náungann niður.
Þá fundum við betur, hve vit-
urlegt var
að vinna til samans að skyld-
unum þar,
svo yxi þó eining og friður.“
En þetta ástand varaði ekki
til lengdar. Með vaxandi láns-
fjármöguleikum og fjárbrellum
urðu þeir skuldugir og ánauð-
ugir rentuþrælar og honum er
þungt í hug, þegar svo er komið.
„Það angrar mig stórum þá
aumingja að sjá.
sem eignarrétt tóku sér
heiminum á,
en friðlausir ávallt þó erja.
Framhald á 7. síðu.
Atþýðuflokksfélögin í Kópavogí
hakla
skemmtun fyrir aldrað
á morgun, laugarclag, kl. 3,30 e. h.
Skemmtunin hefst með sameiginlegri kaffi-
clrykkju.
ALLT ALDRAÐ FÓLK VELKOMIÐ.
Mætið stundvíslega.
STJÓRNIRNAR.
Dráttur í Hljóðfærahappdrættinu fór fram 23. des.
s.l. hjá fulltrúa borgarfógeta. — Upp komu þessi
númer:
1. Nr. 20998 Píanó Hornung og Möller
2. Nr. 33977 Píanó Louis Zwicki
3. Nr. 48576 Píanó Bogs og Voight
4. Nr. 22768 Píanó Georg Jensen
5. Nr. 38271 Píanó Waldenberg
6. Nr. 8596 Radíófónn
Vitminga ber að vitja til Þórðar Ag. Þórðarsonar, Mela-
skólanium., sími 773G. ________________