Alþýðublaðið - 06.02.1957, Page 4

Alþýðublaðið - 06.02.1957, Page 4
AljiýiEublaglg Miðvikudagur 6. febrúar 1957 Þ jóðlei kh ú sið: Don(ami “5 I ■'S ■;,s s s ;s s ;s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ■- s s - s s s s s s s s ■ s -'s s s s s s s s s s s s s s s Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ójafn leíkur SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN getur sjálfum sér um kennt, ef hann unir illa úrslitum útvarpsumræðn- anna í fyrrakvöld, en til þess hefur hann ærna ástæðu. Yf irsjón hans var sú að bera fram vantraust á ríkisstjórn- ina án þess að hafa nokkur mále^ni við að styðjast og krefjast nýrra kosninga j^æsta vor eða sumar alger- lega að tilefnislausu. Af þessu sést, hverjir það eru, sem vilja vera ráðherrar á íslandi, hvað sem fylgi og málefnum líður. Það eru þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Mennirnir eru miður sín eftir vistaskiptin. Stjórnarandstöðunni er vissulega heimilt að krefj- ast þess, að alþingi lýsi vantrausti á þá ríkisstjórn, sem með völdin fer á hverjum tíma. En slíks á stjórnarandstaðan að krefj ast vegna þess að hún sé reiðubúin að taka við og gera betur. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur allt annan hátt á. Hann mælist til nýrra kosninga. Slíkt er al- ger nýlunda í stjórnmála- baráttunni. Hann virðist í- mynda sér, að stjórnarand- staðan geti hvenær sem er heimtað nýjar kosningar. En hvar væri komið stjórn- arfari okkar, ef þvílíkum tilmælum vrði sinnt? Hvað ætli kjörtímabilin yrðu löng með þessu móti? Hugs andi mönnum liggur í aug- um uppi, að hér er um al- gert frumhlaup að ræða. Og hvernig myndi Sjálf- stæðisfiokkurinn bregðast við slíkri kröfu, ef hann færi með völd í landinu? Olafur Thors og Bjarni Benediktsson hefðu átt að hugsa þingsályktunartil- lögu sína betur og reyna að minnsta kosti að gera hana þinghæfa. Leikur útvarpsumræðn- anna var ósköp ójafn. Sjálf- stæðisflokkurinn stóð uppi málefnalaus, og framsögu- ræða Ólafs Thors reyndist einhver sú daufasta og þvælu kenndasta, sem hann hefur lengi flutt. Ráðherrarnir sönnuðu hins vegar, að rík- isstjórnin hefur haidið vel á málum. Henni hefur tekizt að tryggja vinnufrið í land- inu og rekstur atvinnutækj- anna með samstarfi við stéttafélögin og lausn efna- •hagsvandamálanna. Hún hef ur komið á samstarfi við sam tök launþega og framleið- enda. Slíkt markar þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum og vekur þær vonir, að fram- tíðarstarf ríkisstjórnarinnar verði landi og þjóð til mik- illar farsældar. S j álf stæðisf lokkurinn reyndi að gera sér mat úr sköttunum, sem lagðir hafa verið á vegna útgerðarinn- ar, en málsvörum hans brá í brún við þær upplýsing- ar, að tekjuaukning milli- liðanna 1955 hafi numið 56 milljónum króna hærri upp hæð en skattarnir vegna út vegsins. Þeir kunnu enga skýringu á þessu fyrir- bæri. En af því tilefni munu allar orðalengingar óþarfar. Hér er einmitt stefnu Sjálfstæðisflokksins rétt lýst. Verkin tala og dæma Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Nú óttast þeir, að núverandi ríkisstjórn bindi enda á þvílíka öfugþróun sem þessa. Og sá kvíði veldur vanþóknun íhaldsins á rík- isstjórninni, störfum henn ar og stefnu. íhaidið fylgir dyggilega þeirri kenningu Ólafs Thors að hugsa fyrst um eiginhagsmunina, þá flokkinn og síðast þjóðina. Það er alltaf sjálfu sér líkt. íslendingar vita betur eft- ir útvarpsumræðurnar en áð ur, hvert viðundur Sjálfstæð isflokkurinn er orðinn í stjórnarandstöðunni. Slíkt er gott að fá fram. Hitt er annað mál, hvort ekki var verr farið en heima setið fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn að aug lýsa ástand sitt á þessu al- mannafæri. mm Nattóungaruppboð verður haldið í húsakynnum sælgætisgerðarinnar „Nönnu“, Tunguvegi 17, hér í bænum, fimmtudaginn 14. febr. n.k. kl. 11 f. h., eftir kröfu tollstjórans í Reykja- vík. Seldur verður eignarhluti Guðjóns Ólafssonar (ca. helmingur) í súkkulaðivals og yfirdekksvél. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavxk. Höfundur og leik- stjóri Walter Firner. ÞAf) er ekki nýtt fyrirbæri að skáldsögum, sem njóta al- mennrar frægðar og hylli sem skáldsögur, sé breytt til flutn- ings á leiksviði. Það er meira að segja orðið alltítt fyrirbæri hér á landi. Þannig er það með sjónleikina „Maður og kona“, „Piltur og stúlka", „íslands- klukkan“ og „Valtýr á grænni treyju“, svo að nokkur hérlend dæmi séu nefnd. Listrænn ár- angur af þessu hefur reynzt misjafn, enda virðast vinsæld- ir viðkomandi skáldsögu oftast fremur hafa ráðið því að hafizt var handa um að breyta henni í leiksviðsverk, heldur en hitt, að hún væri, byggingar og frá- sagnar vegna, sérlega vel til slíkra hamskipta fallin. Fer oft svo, að þannig til komið leik- sviðsverk verður hvorki sjón- leikur né skáldsaga, heldur eins konar kynblendingur hvors tveggja. Áhorfendur geta ekki notið sjónleiksins til fulls nema þeir hafi lesið skáldsög- una, og hafi þeir lesið skáldsög- una, setjast þeir á leikhúsbekk og hlakka til þess að sjá per- sónur sögunnar holdi klæddar á sviði, — það er að segja, eins og þeir hafa sjálfir hugsað sér þær. En nú er því sem betur fer þann veg farið, að fáar tvær persónur hugsa að öllu leyti eins, eða eru að öllu leyti eins gerðar. Fyrir bragðið mun það líka fátítt að tveir leikhúss- gestir hafi gert sér nákvæmlega sömu hugmynd af sömu skáld- sögupersónunni við lestur, jafn- vel ekki þótt höfundurinn hafi dregið af henni mjög skýra og greinilega rnynd. Og um leið verða jafnlitlar líkur fyrir því að nokkur leikhússgesta sjái á leiksviðinu viðkomandi sögu- persónu nákvæmlega eins og hann hefur hugsað sér hana. Oftast nær verður hann því fyr- ir vonbrigðum, á stundum rétt- mætum, á stundum óréttmæt- um, en alltaf skiljanlegum. Það þarf meira en meðalsnilld í leik og túlkun til þess að leikaran- um takist' að sannfæra leikhúss gestinn um að mynd leikarans af viðkomandi sögupersónu sé sannari og lífrænni en sú, sem leikhússgesturinn hefur gert sér og haft í huga ef til vill ár- um saman. Þannig verður al- menningshylli skáldsögunnar öllum þeim, sem flytja eiga hana í sjónleiksformi á sviði ekki síður fjötur um fót en form ið verður þeim, er fást við að breyta henni í sjónleik. Alls þessa gætir nokkuð þeg- ar maður kynnist þeim góðkunn ingjum, Don Camillo og Pepp- one, á leiksviði þjóðleikhússins. Sagan af viðureign þeirra fé- laga er bæði vel og illa fallin til slíkrar breytingar, — vel að því leyti að atburðirnir, sem sagt er frá, eru hinir ákjósanlegustu til túlkunar á sviði, en miður vegna þess að smásögur þessar hafa enga sam- fellda heildarbyggingu, held- ur er þetta samsafn stuttra þátta, margra svo sjálf- stæðra, að aðalpersónurnar ein- ar tengja þá saman. Svipað er að segja um hæfni sögunnar til leiktúlkunar. Aðalpersónurnar eru frá spguhöfundarins hendi Við banabeð kennslukonunnar, — Róbert Arnfinnson —- Peppone, Arndís Björnsdóttir — kennslukonan, Valur Gíslason — Don Camillo. með afbrigðum sterkar og lif- | andi persónur, gæddar tilþrifa- mikilli skapgerð og áberandi sér kennum. Slíkar persónur er ; freistandi að mana fram á leik- j sviðið og vart að undra þótt þjálfaður leikritahöfundur og leikhússmaður eins og Walter 1 Firner hinn austurríski félli ■ fyrir þeirri freistingu. Hins veg 1 ar fylgir þessum persónum ein- mitt sú hætta, að áhorfendur, sem söguna kunna, hafi mynd- að sér sjálfir svo sterka og lif- andi mynd af þeim, að þeir kannizt alls ekki við þá eins og þeir birtast á leiksviðinu. Þá örðugleika, sem fyrr eru nefndir, hefur höfundinum tek izt óvenjulega vel að yfirstíga. Með því að velja þá söguþætti, sem bezt voru til leiks fallnir og fella þá saman með ágrips- atriðum úr öðrum, hefur hon- um tekizt að ná samfelldri heildarstígandi og heilum þræði, um leið og hann hagnýt- ir sér hið leikræna í frásögn- inni til hins ýtrasta. Bera þau vinnubrögð því ljóst vitni, að gott leikritaskáld og fær leik- hússmaður hafi um fjallað. Hættu þeirri, er síðar er nefnd, tekst höfundi sem leikstjóra og þeim leikurum, sem með aðal- hlutverkin fara, svo vel að af- stýra að furðu gegnir, fyrir ó- venju sterkan, lifandi og sann- færandi leik. Hvernig sem mað 1 ur kann að hafa hugsað sér þær persónur áður, hlýtur maður að sannfærast um að einmitt þann ig hafi þær verið og séu. Það er ekki aðeins listrænn leiksviðsviðburður að sjá og heyra Val Gíslason leika Don Camillo, heldur er gleðilegt að sjá Val skyndilega brjóta þann- ig af sér í einum svip fjötra j margra ára ,,standard“-leiks. Leiktúlkunar, sem óneitanlega hefur oft verið með ágætum, en þó alltaf með sama eða mjög svipuðu yfirbragði, — aðeins viðeigandi svipbreytingum. En sá Valur, sem við sjáum nú á sviði, er ekki sá gamli, trausti, en dálítið þunglamalegi Valur, stem við höfum séð þar að und- anförnu, heldur kornungur Val ur, iðandi af æskufjöri og glettni og til í allt. Þannig geta menn endurfæðzt á leiksviði fyrir góða og nýstárlega leik- stjórn. Ég minnist þess til dæm- is, að Þorsteinn Ö. Stephensen endurfæddist á sama hátt í „Elsku Ruth“ í Iðnó fyrir nokkium árum. Það er vonandi að þessi nýfengna æska eigi eftir að endast Vali vel og verða upphaf margra nýstárlegra og óvæntra leiksviðspersóna í höndum hans. Um Róbert Arn- finnsson gegnir dálítið öðru máli, sá ágæti Peppone, sem hann sýnir, er ekki jafn fjar- skyldur ýmsum persónum, sem hann hefur áður sýnt, og Don Camillo er öðrum hlutverkum Vals, en ekki dregur það neitt úr afreki hans. Samleikur þeirra félaga er með ágætum, enda er það svo með leikinn í heild, að furðu gegnir hversu vel hvert smáatriði er æft og þjálfað eftir ekki lengri undir- búningstíma, Ágætur er og leikur Arndís- ar Björnsdóttur í hlutverki gömlu kennslukonunnar. Eink- um var það fyrir nærfærni hennar og hófstillingu, að bana beðsatriðið varð áheyrendum ekki ógeðfellt. Og þótt hlutverk kirkjuvarðarins sé ekki stórt í sniðum, tekst Gesti Pálsyni að ná þar furðu einlægri mannlýs- ingu, og dýpri en segja má að efni standi til. Bryndís Péturs- dóttir leikur Ginu Filotti af suð rænu fjöri og skaphita, og Benedikt Árnason Ciro, unn- usta hennar, en ,,ástaratriðin“ þeirra á milli eru skemmtilega framandi íslenzkri skapgerð. Jón Aðils leikur Filotti stór- (Frh. a 7. síðu.) « ■ ; Síðdegis- \ ; kjólaefni \ I í mörgum iitum, t ; nýkomin. ; a ■ ■ « Verzlunin j i SPEGILLINN : a ■ Laugavegi 48. Í Sími 7530 :

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.