Alþýðublaðið - 07.03.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.03.1957, Blaðsíða 5
Fínimtudagur 7. marz 1957. AfþýSEibEaSHE Húsmæðrakesirgarar? skálastjóri eg skólatiefnd á á iricti því að ffytja itúsmæðrakennaraskólann til Akureyrar EITT HELZTA ÁGREININGSMÁLIÐ á alþingi er frum- yarpið um að flytja Húsmæðrakennaraskóla Islands til Akur- ©yrar. Norðlendingar vilja að vonum fá þennan skóla með allar bíómarósirnar til sín, en forráðakonur skólans hér syðra vilja í>að með engu móti, og færa gegn þeirri ráðabreytni öll mögu- leg rök, enda kunnugar málinu, draga jafnvel í efa, að nem- endur fáist til skólans, ef hann á að starfa í hinu yfirgefna kvennaskólahúsi á Akureyri. En hitt er líka athugandi. að skólinn er húsnæðislaus syðra og starfar því ekki. En húsið íbíður ónotað fyrir norðan. Þær Karitas Sigurðsson, .Soffía J. Claessen og Guðbjörg /Birkis, sem skipa skólanefnd ■Húsmæðrakennaraskólans, segja m. a. í áliti sínu um málið,' ■er menntamálanefnd efri deild- ar leítaði eftir: Helga mundi hætta „Aðsókn að Húsmæðrakenn- araskóla íslands hefur fyrst og ..fremst byggzt á því, að skólinn hefur getið sér orð fyrir að hafa á að skipa færustu og vel- menntuðustu kennurum, sem völ er á hér á landi í þeim kennslugreinum, sem kenndar eru við skólann. Þá hefur skól- inn enn fremur haft í Reykja- vík fullkomnustu skilyrði, sem kostur er á hér á landi, til verk- legra æfinga í næringarefna- fræði og æfingakennslu í skóla- eldhúsum, en hvergi utan Reykjavíkur er aðgangur að nægilega mörgum skólaeldhús- um, til þess að nemendur fái þá kennsluæfingu, sem nauð- synleg er. Þá er þess og að geta, að skólinn hefur frá upphafi notið skólastjórnar hinnar lands kunnu forustukonu í húsmæðra fræðslumálum, frk. Helgu Sig- urðardóttur, en skólinn mundi ekki njótayáfram starfskrafta frk. Helgu, verði hann fluttur út á land, þar sem frk. Helga telur ekki unnt að reka skól- ann utan bæjar þannig, að hann fullnægi þeim kröfum, sem gerðar hafa verið og gera verð- ur til Húsmæðrakennaraskóla íslands.“ Mundi skólinn verða lagður niöur? „Yerði frumvaip það, sem hér liggur fyrir, að lögum, mun í ráði, að skólinn verði fluttur til Akureyrar í skólahúsnæði Húsmæðraskóla Akureyrar, sem nú stendur autt, þar sem ekki hefur á undanförnum ár- um fengizt nægilegur fjöldi nemenda til að stunda þar nám. Vill skólanefndin leyfa sér að draga í efa, að nemendur mundu frekar fást til að stunda húsmæðrakennaranám í hús- næði þessu, fyrst nemendur hafa ekki einu sinni fengizt þangað nógu margir til að stunda almennt húsmæðranám, enda þótt auðveldara ætti að vera að fá nemendur til al- menns náms en til kennara- náms. En fáist ekki nægilega marg'ir nemendur til að stunda nám í húsmæðrakennsiu á þessum stað, yrði að leggja skólann niður, og væri slíkt að sjálfsögðu hinn rnesti ábyrgðar- hluti og til óbætanlegs tjóns fyrir húsmæðrafræðslu á ís- landi. Hin trega aðsókn að hús- mæðraskóla í þessari byggingu bendir eindregið til, að þessi hætta vofi yfir. Enn fremur má benda á, að samkvæmt skoð- anakönnun, er fram fór meðal nemenda Húsmæðrakennara- skóla íslands skólaárið 1953— ”54, mundi enginn nemendanna hafa byrjað nám við skólann, hefði skólinn haft aðsetur á Akureyri. Jafnframt byggðust allar umsóknir um skólavist á árinu 1954—”55 á þeirri for- sendu, að skólinn hefði aðsetur í Reykjavík.“ Hægt aö kaypa hús „Húsmæðrakennaraskóla ís- lands hefur verið úthlutað lóð á hentugum stað í Reykjavík undir skólabyggingu, og fjár- festingarleyfi hefur fengizt til að hefja bygginguna. Að sjálf- sögðu væri heppilegast, að byggt verði nýtt hús handa skólanum, er sniðið væri eftir ýtrustu og nútímalegustu kröf- um, sem gerðar eru til slíkra skólabygginga. En skólanefnd- in vill benda á þann möguleika, að fest verði kaup á húsi. svo að skólinn geti haldið áfram starfsemi sinni, en skólanum stendur einmitt til boða hér í bænum hús, sem húsameistari ríkisins telur einkar hentugt fyrir skólann. Það eru vinsamleg tilmæli skólanefndarinnaíj „að hið háa Alþingi og hæstvirt ríkisstjórn hlutist til um. að Húsmæðra- kennaraskóli Islands verði á- fram í Reykjavík. Hvergi anri-- ars staðar á landinu eru hæfi- legar aðstæður til slíks skóla- halds, og allar líkur benda til, . að ekki muni fást nægilegur [ nemendafjöldi til að sækja skól- j ann, verði hann staðsettur utan Reykjavíkur. Verði skóiinn settur niður utan höfuðborgar- innar, er sýnt, að hann mundi 1 annað hvort leggjast niður með ! öllu eða. í bezta falli (Frh. á 7. síðu.) AFMÆLISSUND5IÓT ÍR fer fram í Sundhöllinni í kvöld og hefst kl. 8.30. Meðal kepp- encla eru allir beztu sundmenn landsins. Alls er keppt í 10 sundgrein- um og verður skemmtileg keppni í þeim öllum. í 100 m. baksundi, sem er fyrsta grein- in á keppendaskránni, má bú- ast við meti, en keppnin verð- ur mjög hörð milli ÍR-inganna Guðm. Gíslasonar og Ólafs Guðmundssonar. Einnig keppir þar Sigurður Friðriksson fiá Keflavík. 100 m. skriðsund verður spennandi, en þar keppa m. a. Pétur og Gylfi Guðmunds són. MET í 400 M. SKRIÐSUNDI? Helgi Sigurðsson, Æ er viss með siguiinn í 400 m. skrið- sundi og spurningin er aðeins, hvort honum tekst að setja met. Pétur er einnig með þar og verð ur gaman að sjá hvað hann get ur. Ágústa keppir í 50 m. bringusundi telpna og 100 m. skriðsundi kvenna, en alltaf er möguleiki á meti, þegar hún keppir. Sigurður Sigurðsson frá Akranesi keppir í 200 m. brjngusundi ásamt Þorgeiri Ól- afssyni, Á o. fl. i ROÐSUNDIÐ Rúsínan í pylsuendanum er Ágústa. svo 3X100 ín. boðsund (þrí- suncl), þar keppa sveitir frá IR og Ármanni og er búizt við geysiliarðri keppni og jafnvel meti. Auk áðurnefndra greina er keppt i 50 m. flugsundi drengja, 50 m. bringusundi drengja og 100 m. skriðsundi tlrengja. Það verður góð skemmtun í Suiulhöllinni í kvöld. IR SIGRAÐI VIKING SIGRAÐI ÞRÓTT 29: HANDKNATTLEIKSMÓT- ( IÐ hélt áfram um síðustu helgi, I á laugardaginn voru fimm leik- ir, en á sunnudagskvöldið þrír. Sá leikur, sem beðið var eft- ir með mestum spenningi á laugardaginn, var Þróttur:Fram í meistaraflokki kvenna. Leik- : urinn var skemmtilegur frá upphafi til enda. Þegar nokkr- ar mínútur voru liðnar af sMnni hálfleik, leit út fvrir. að Þrótt- ur myndi sigra, en Framstúlk- urnar jafna á síðustu mínútun- um og endaði leikurinn með jafntefli, 6:6. ÍR VÍKINGUR 36:19. Leikur ÍR og Víkings var alltof ójafn til þess að geta ver- ið skemmtilegur fyrir áhorf- endur. ÍR-ingar spila mjög hratt og tekzt oft að rugla vörn j andstæðinganna, en þeirra vörn 15 I M.FL, Svavar með nemendum fyrranámskeiðsins í vetur. NÝLEGA bárust mér þær fréttir að áfengisvarnarnefnd í Hafnaríirði hefði á sínum veg- um föndurnámskeið fyrir drengi og stúlkur í bæ. Snéri ég mér til Svavars Jóhannesson ar kennara, sem kennt hefur á námskeiðum þessum og bað hann segja mér nokkrar fréttir af þeim. Svavar hefur kennt drengj- um á námskeiðum þessum flug- módelsmíði og er þar um tvö módel að ræða, Bamba og Kivva, sem bæði eru svifmódel, en mis- jafnlega stór. Eru drengirnir lát-nir byrja á minna módelinu og síðar fá þeir að smíða hið stærra. Allir þekkja þau vonbrigði, sem bíða drengja þeirra, er ein- ir og tilsagnarlaust hefja mód- elsmíði og Svavar ekki síður en aðrir. Sagði hann að iðulega mistækist þetta hjjá einstakling um, en er módelin væru smíð- uð undir leiðsögn kennara væri árangurinn nær tryggður. Oft hafa byrjunarörðugleikar ráðið því að unglingar, sem áhuga höfðu, gáfu flugmódelsmíðina á bátinn sem föndur. Er ég ynnti Svavar eftir fyr- irkomulagi námskeiðanna, gaf hann mér eftirfarandi upplýs- ingar: Um 10 nemendur eru teknir hverju sinni og nægir þeim námskeiðstíminn til að smíða annaðhvort módelið, er smíði þess er lokið, er þeim kennt að fljúga því þannig að komizt verði hjá sem mestum skemmd- um, en það er ekki síður áríð- andi að módelið sé vel smíðað, því að lítil ánægja er í því fólg- in, að eiga brotið módel. (Frh. á 7. síðu.) er heldur ekki nógu vel lokuð. Þetta lið ÍR getur orðið mjög gott með tímanum og leikirnir ÍR:KR og FH:ÍR verða mjög skemmtilegir. Víkingsliðið er í framför og ef þetta lið heldur saman, mun styrkur Víkinga í handknatt- leik aukast. FRAM ÞRÓTTUR 29:15. Það er einkennilegt með Þróttara , sem byrjuðu svo vel í þessu móti, að nú lítur út fyr- ir, að þeir ætli ekki að vinna neinn leik. Að vísu er ekki merkilegt, þó að þeir tapi 15:29 fyrir Frarn, því að lið Framm- ara er mjög gott og hættulegt fyrir hvaða félag sem er. Á undan meistaraflokksleikj- unum var leikur í 3, fl. milli Víkings og Vals og endaði hann með jafntefli 11:11. Meistaramót í frj. íþróttum innan húss. INN ANHÚ 53MEISTAR A- MÓT Bandaríkjamanna í frjáls : íþróttum fór fram nýlega í Madison Square Garden í New York. Stangarstökkið er alltaf með skemmtilegustu greinum, en Richards sigraði nú eins og svo oft áður. Aðalkeppinautur hans Guttowsky, gat ekki verið með í mótinu, og varð Bragg því annar. Ira litli Murchison sigraði auðveldlega í 60 yds. hlaupi og OL-meistarinn Calhoun í 60 yds grindahlaupi. OL-meistarinn Courtney hef- ur ekki verið upp á það bezta, síðan hann sigraði í Melbourne. Hann varð þriðji í 600 yds. hlaupi, en þar sigraði Sowell. : Helztu úrslit: 60 yds. hlaup: 1. Murchison, 1 6.2, 2. I. Davis. — 60 yds. gr.hl.: 1. Calhoun, 7,2, 2. M. Campbell. — 600 yds. hl.: 1. C. Jenkins, 1:10,4, 2. Perman. — 1000 yds. hl.: 1. A. Sowell, 2:12,6, 2. H. Bright. — 3 mílur: 1. J Macv, 13:57,4, 2. Breckenridge. — 1 míla: 1. Delaney, 4:07,0, 2. Ta- bori. — Hástökk: 1. P. Reavis, 2,07 m., 2. Barksdale, 1,975. — Stangarstökk: 1. B. Richards, 4,65 m., 2. Bragg, 4,57. — Lang- stökk: 1. G. Shaw, 7,54 m., 2. W. Wilson, 7,44 m. — Kúluvarp: 1. O’Brien, 18,18, 2. Bantum, 17,94.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.