Alþýðublaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 6
c AlþýðublaSlg Snnnuclagur 31. marz 1957 S s s s s s § s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í s s s s s s s s s Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Verkfallið 1955 TVEIR Leikfélag Reykjavíkur: Þ Á T T U FYRIR nokkrum dögum var gefið í skyn í aðsendri grein hér í blaðinu, að kom- múnistar hafi reynt að hag- nýta sér verkfallið 1955 til pólitískra áhrifa og valda. Miklar umræður hafa orðið af þessu tilefni, og ganga brigzlin á víxl. Morgunblað- ið og Vísir halda því fram, að verkfallið hafi verið stór- varhugavert tiltæki runnið undan rifjum kommúnista og átt að torvelda þáverandi ríkisstjórn störf hennar að ástæðulausu. Þjóðviljinn seg ir hins vegar, að verið sé að ráðast á Alþýðuflokksfólk í verkalýðshreyfingunni og sérstaklega Eggert G. Þor- steinsson. Hér er gerður úlf- aldi úr mýflugu eins og öll- um mun ljóst, þegar aðalat- riðin eru krufin til mergjar. AlþýSublaðið þarf sann- arlega ekki að orðlengja um þessi atriði við Þjóð- viljann. Hann segir orðrétt í gær: „Alþýðublaðið studdi verkfallsmenn og taldi verkfallið og árangur þess einn mesta sigur, sem alþýðusamtökin hefðu unn ið.“ Þetta er hverju orði sannara. Og slcýringar í- haldsblaðanna fá alls ekki staðizt. Verkfallið 1955 var ákveðið af alþýðusamtök- unum vegna dýrtíðarinnar og verðbólgunnar, sem Iivíldi með sívaxandi ofur- þunga á herðum verkalýðs- ins. Það var óhjákvæmileg nauðvörn og tilefnið alger- lega sök íhaldsins. Hitt er annað mál, að sjálfsagt hu-gðust kommúnistar not- færa sér verkfallið flokks- pólitískt. Um það er ekki að sakast við verkalýðs- hreyfinguna eða Alþýðu- flokkinn, heldur íhaldið, sem réði öfugþróuninni, er kommúnistar vildu gera að vatni á myllu sína. Árang- ur verkfallsins bar Iíka glöggt vitni um fyrir- hyggju og ábyrgðartilfinn- ingu alþýðusamtakanna. Meginatriði hans urðu at- vinnuleysistryggingarnar, sem marka tímamót á borð við merkilegustu félagsum- bætur á Islandi. Alþýðuflokkurinn hefur þannig vissulega hreinan skjöld í sambandi við verk- fallið 1955. Hann studdi al- þýðusamtökin af því að kröf- ur þeirra voru sanngjarnar og rökstuddar. Sú staðreynd réði einnig úrslitum þess, að verkalýðurinn sjálfur sam- einaðist í baráttunni. Um það segir Þjóðviljinn rétti- lega í gær: „1 samninganefnd inni var hið bezta samkomu- lag alla tíð, og hún stóð öll og ágreiningslaust að þeim samningum, sem gerðir voru.“ íhaldsblöðin ættu að hyggja að þessum atriðum í framhaldsumræðum um verkfallið 1955. Hafi þau við einhvern að sakast um ann- arleg sjónarmið kommúnista foringjanna, þá ber þeim að byrja á að fjalla um málstað Sjálfstæðisflokksins. Hann var með þvílíkum endem- um, að kommúnistar áttu pólitískan leik á borði, þó að verkalýðshreyfingin og Al- þýðuflokkurinn kæmu ekki við þá sögu. Og sú saga end- urtekur sig allt of oft, að of- stjórn og óstjórn íhaldsins er heppilegasti jarðvegur fyrir sáðkorn kommúnism- ans. Börnin rangfeðruð TIMINN svarar í gær Morgunblaðinu í tilefni þess, að það reynir að kenna Ey- steini Jónssyni og Stein- grími Steinþórssyni um öng- þveiti efnahagsmálanna. — Hann segir svo: „Vitanlega veit Mbl. vel, að hvorugur þeirra Eysteins eða Steingríms höfðu frum- kvæði að þeirri óheilla- stefnu, sem tekin var upp með afnámi fjárfestingareft- irlitsins 1953 og er frumor- sök þess, hyernig nú er kom ið. Sú stefnubreyting var knúin fram af Sjálfstæðis- flokknum, enda kepptust blöð hans við að lýsa henni sem hinu mesta fagnaðarefni og kvörtuðu undan að Tím- inn væri þögull um hana eins og gröfin! Við þá stefnu- breytingu urðu Framsóknar- menn hins vegar að sætta sig, þar sem ekki var þá kost ur á öðru stjórnarsamstarfi." Já, það eru fleiri en Eva, sem vilja fela óhreinu börn- in sín. Hitt er mikil viðleitni að ætla að rangfeðra þau eins og Morgunblaðið reyn- ir. FRAM AÐ ÞESSU hefur það verið föst venja, að hafi leikrit verið flutt bæði á leiksviði og í útvarp, þá kæmi ekki til út- varpsflutnings fyrr en hætt væri að sýna þau á leiksviði. Á þessu virðist nú skyndileg breyting orðin, er Leikfélag ! Reykjavikur tekur til meðferð- ar á sviði tvo einþáttunga, sem báðir hafa áður verið fluttir hér í útvarp, annar meira að j segja tvisvar sinnum, — og ! ekki nóg með það, heldur aug- | lýsir Þjóðleikhúsið að innan skamms verði sýnt þar á sviði leikrit, sem útvarpshlustend- um er gamalkunnugt. Því ekki það. Margur útvarps hlustandi mun hafa hugsað sem svo, er hann hlýddi flutningi góðs leikrits í útvarpi, að gam- an væri að sjá það flutt á sviði, enda þótt leikrit verði annað- hvort að vera ákaflega illa til flutnings á sviði fallið, eða á- kaflega illa flutt þar, til þess að ieikhússgestir óski að heyra það flutt í útvarpi, fremur en að sjá það á sviðinu. Þeir tveir einþáttungar, sem I hér er um að ræða, er „Hæ þarna úti“ eftir bandaríska skáldið W. Saroyan, og „Brown ingþýðingin“ eftir brezka höf- undinn Terence Rattigan, sem .Browning-þýðiitgin ,Hæ þarna úii " effir Ratiigan og efiir Saroyan. hafa birzt smásögur margar í blöðum og tímaritum hér, enda kunnari í heimalandi sínu fyrir þær en leikritin. Þar sem báðir þessir einþátt- ungar munu flestum lesendum kunnir, verður efni þeirra ekki rakið hér, en öllum þeim, sem heyrðu þá flutti í útvarpi, skal á það bent, að báðir njóta þeir sín mun betur á sviði, enda prýðisvel fluttir. Einar Pálsson hefur þýtt leik þátt Saroyans, en Jón Sigur- björnsson stjórnar leikflutningi og sviðsetningu. Ferst honum það kunnátusamlega og sýnir enn sem fyrr að hann er góðum hæfleikum búinn sem leik- stjóri. Steindór Hjörleifsson leikur piltinn, skilur hlutverk- ið til hlítar, en spannar ekki tónstiga þess til fulls, skortir hinn hrjúfa yfirborðsstyrk. Margrét Guðmundsdóttir leik- ur stúlkuna — geðþekkasta og innilegasta túlkun, sem ég hef lengi séð á sviði. Sigríður Hagalín gerir umfangslitlu hlut i Browning-þýðingin: Þorsteinn Ö. Stephensen sem kennarinn; Jón Sigurbjörnsson sem elskhugi konu hans. Ieikhússgestum hér er áður kunnur af tveim leikritum, „Djúpið blátt“, flutt í Þjóðleik- húsinu, og ,Meðan sólin skín“, flutt af sumarleikhúsi Gísla Halldórssonar. Eftir Saroyan verki ágæt skil. Sama er að segja um Valdimar Lárusson og Theodór Halldórsson. Gísli Halldórsson stjórnar flutningi og sviðsetningu „Browningþýðingarinnar11. Þor, „Hæ, þarna úti.“ — Steindór Hjörleifsson sem pilturinn. — Margrét Guðmundsdóttir sem stúlkan. steinn Ö. Stephensen hefur gert mörgu hlutverki góð skil í útvarpsflutningi fyrir hnitmið- aða rómbeitingu og þaulhugsuð blæbrigði í framsögn, en fáum eins vel og Crocker-Harris kennara. Þegar við bætist hóf- stilltur og nærfærinn svipieik- ur og afbragðs gervi verður þetta og eitt hið bezta hlutverk hans á sviði í seinni ‘tíð. Mjög góður er leikur Helgu Valtýs- dóttur sem konu hans, og er Helga nú í mikilli framför sem leikkona. Jón Sigurbjörnsson leikur elskhuga kennarakon- unnar og nær góðum tökum á því hlutverki. Einar Ingi Sig- urðsson leikur Forbisher skóla- stjóra og tekst vel, Steindór Hjörleifsson og Sigríður Haga- lín leika tvö smáhlutverk, en Þorsteinn Gunnarsson leikur ungan nemanda og mætti marg ur lærður og reyndur leikari vera stoltur af frammistöðu hans. Þýðing Bjarna Benediktsson- ar er með ágætum. Einkum er þýðingin á setningum þeim, sem höfundur leggur kennaran um í munn, vel mótuð til sam- ræmis við persónugerðina. Tjöld og Ijós féllu vel að leiknum. Loftur Guðmundsson. s Eftirfarandi yfirlýsing frá samninganefnd verkalýðsfé- laganna 1955 hefir borizt AI- þýðuhlaðinu með ósk umbirt- ingu: v: AÐ GEFNU tilefni vegna blaðaskriia undanfarna daga um til'.ang kaupgjaldsbarátt- unnar ] 155, viljum við undir- ritaðir, : m þá skipuðum samn- inganefnd verkalýðsfélaganna, taka fram eftirfarandi. Af hálfu verkalýðsféláganna var lagt út í kaupgjaldsbarátt- una veturinn 1955 vegna þess að kjör verkafólks höfðu rýrn- að á undanförnum árum, kaup- máttur tímakaupsins hafði minnkað. Þessu til sönnunar lögðu verkalýðsfélögin m. a. fram álitsgerð þeirra hagfræð- inganna Torfa Ásgeirssonar og ! Haralds Jóhannssonar, en sam- kvæmt niðurstöðum þeirra þurfti tímakaupið í febrúar 1955 að hækka um 20' i til þess að kaupmáttur þess væri hinn sanái og á miðju ári 1947. Þess- ar niðurstöður hagfræðinganna voru aldrei véfengdar af nein- um. 14 verkalýðsfélög stóðu í upphafi sameiginlega að samn- ingsuppsögninni, kröfugerðum og verkfallsákvörðun. Fulltrú- ar þessara verkalýðsfélaga kusu samninganefndina. Þrátt fyrir mismunandi stjórnmálaskoðan- ir forustumanna þeirra verka- lýðsfélaga, sem hér áttu hlut að máli, kom.aldrei til ágrein- ings þeirra á milli um nauðsyn kaupgjaldsbaráttunnar, kröfu- gerðina, rekstur verkfallsins eða endanlega samningagerð. Annað er það sem hér er sagt um tilgang verkalýðsfé- laganna með kaupgjaldsbarátt- unni og verkfallinu mikla 1955 er ekki sannleikanum sam- kvæmt. Reykjavík, 30. marz 1957. Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Snorri Jónsson, Björn Bjarnason, Hermann Guðmundsson, Beneclikt Davíðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.