Alþýðublaðið - 09.04.1957, Síða 4
AlþýSublaglg
Þriðjuclagiu* 9. apríí 1957
ÍJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
HkSamenn: Biörgvin GuðmUnddsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastj óri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Afgreiðslusími: 4900.
Hreotsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
GóScir og vondar sprengjur
\
s
\
s
s
s
s
\
*
s
s
\
V
s
s
s
s
s
§
s
s
5
>
s
s
n
ALÞYÐUBLAÐIÐ ræddi
á dögunum kjarnorkuvopnin
o-g kapphlaupið um fram-
leiðslu þeirra. Jafnframt var
bent á hina einkennilegu af-
stöðu Þjóðviljans í þessu
samhandi. Hann ætlar að
springa af vanþóknun, ef
fréttist um tilraunir Vestur-
veldanna með kjarnorku-
vopn og telur þær spá dauða
og tortímingu, en fagnar
sams konar fréttum austan
af Rússlandi og kann sér
naumast læti af hrifningu.
Hefur kommúnistablaðinu
runnið í skap af þessu tilefni
og þykist nú eiga góða sam-
herja úti í héirni — aðra en
Rússa. Þeir eru forustumenn
brezka Alþýðuflokksins, sem
rita um stjórnmál í New
Statesman and Nation. Því
til staðfestingar prentar
Þjóðviljinn ritstjórnargrein
úr nefndu tímariti, þar sem
fjallað er um afvopnunarmál
in.
Það er alveg rétt, aS
brezkir jafnaðarmenn gagn
rýna iðulega stefnu Vest-
urveldanna í afvopnunar-
málum. — En það bætir
hvorki málstað valdhaf-
anna í Kreml né Þjóðvilj-
ans hér. Jafnaðarmennirn-
ir á Bretlandi hafa sem
sagt margt og mikið við af-
stöðu Rússa að athuga í
þessu efni og fara ekki dult
með þá skoðun sína. Þeim
tókst heldur efcki í valdatíð
sinni að tryggja nauðsyn-
lega og tímabæra satn-
vinnu við Rússa um betri
samskipti þjóðanna. Þjóð-
viljinn ætti því sannarlega
að fara varlega í að líkja
sér við Harold Wilson,
Hugh Daiton, R. H. S.
Crossman, Tom Driberg,
John Strachey og G. D. H.
Cole. Þessir brezku jafnað-
armenn yrðu kannski ekki
sérlega hrifnir af félags-
skapnum.
Og sama daginn vill svo
til, að Þjóðviljinn hefur
frétt að fivtja af kjarnorku-
sprengingu í Sovétríkjunum.
Hann nefnir ekki dauða og
tortímingu í því sambandi.
Kommúnistablaðið víkur
ekki aukateknu orði að hætt
unni, sem fylgir því, að Rúss
ar leiki sér með eldinn, eins
og þegar Vesturveldin eiga í
hlut. Þjóðviljinn lætur sér
tíðindin vel líka af því að
þau koma úr réttri átt að
hans dómi. Fréttin er svo-
hljóðandi: „Enn ein kjarn-
orkusprenging í Sovétríkj-
unum. í opinberum tilkynn-
ingum, sem gefnar voru út í
London og Washington í
gær, var skýrt frá því að enn
ein kjarnorkusprenging
hefði orðið í Sovétríkjunum.
Engin tilkynning hafði bor-
izt frá Moskvu í gærkvöldi
um þessa sprengingu, sem er
nítjánda kjarnorkusprenging
in í Sovétríkjunum, sem
orðið hefuri vart við utan
þeirra. Sú síðasta var
snemma í síðasta mánuði.“
Hér kennir einskis ótta.
Fréttin er hófsöm, en bak
við býr samt hrifning á dugn
aði Rússa. Mennirnir hafa
komið nítján kjarnorku-
sprengingum í verk!
Jafnaðarmenn aðhyllast
ekki þessa skoðun. Þeir
vilja, að stórveldin liætti
að framleiða kjarnorku-
vopn og dragi úr öðrum
hernaðarútgjöldum til að
geta varið því meira fé til
friðsamlegra starfa. Sú
krafa túlkar sannarlega
viðhorf smáríkjanna um
allan heim. Þau vilja frið
öryggisins, en ekki mál-
fundi, þar sem deiluaðilar
hampa kjarnorkusprengj-
um livor framan í annan.
Jafnaðarmenn hugsa held-
ur ekki eða tala um góðar
og vondar kjarnorku-
sprengjur eins og komm-
únistar. Þeir vilja, að
mannkynið hætti að leika
sér með eldinn.
Þjóðviljinn fjölyrðir blaða
mest um frið og örvggi. En
þau orð eru innantóm, með-
an blaðið leggur ekki að líku
framleiðslu Rússa og Vestur-
veldanna á kjarnorkuvopn-
um. Kommúnistablaðið ber
auðvitað ekki ábyrgð á víg-
búnaðarkapphlaupinu. Það
má sín yfirleitt lítils á heims
mælikvarða. En sök þess er
sú að telja rússnesku kjarn-
orkusprengjurnar góðar, en
hinar vondar. Þjóðviljinn lif-
ir í villutrú í stað þess að
horfast í augu við veruleik-
ann.
V
s
s
s
'S
s
s
$
S
s
s
I
i
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
s
s
N
s
s
s
s
{
<
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
<
s
s
s
Ungamóðir og vikugamlir ungar.
FRIÐRIK ÓLAFSSON skák-
meistari, telfdi íjöltefli s. 1.
sunnudag við 50 manns í Sjó-
mannaskólarium í Reykjavík.
Hann vann 40 skákir, gerði 5
jafntefli og tapaði 5 skákum.
Hlaut hann þess vegna 85%
vinninga, sem er afbragðs ár-
angur. .... ........ ,wl
NÝLEGA-heyrði ég í útvarp-
inu er ég hlustaði á hinn vin-
sæla þátt, Brúðkaupsferðina, að
einn tilvonandi brúðgumi ósk-
aði sér, að hann ætti hænsna-
bú. — Snillingarnir voru ekki
lengi að geta upp á því. —
Hænsnabú hlýtur því að vera
mjög eftirsóknarvert til eignar.
I.
Kuningi minn, Matthías Ein-
arsson, er nýlega búinn að
koma sér upp hænsnabúi uppi
í Mosfellssveit. Ég færði í tal
við hann, að gaman væri að
skreppa upp eftir og líta á búið.
Sunnudaginn 24. marz síðast-
liðinn gerði ég svo alvöru úr
að fara. Matthías hafði hringt
til mín daginn áður og sagði að
nú væru ungarnir að koma úr
eggjunum, en þeir höfðu verið
í útungun undanfarnar vikur.
KOMIÐ í HÆNSNABÚIÐ.
Þegar ekið er nýja veginn,
sem liggur upp að Reykjalundi,
er hænsnabú Matthíasar Ein-
arssonar sunnan við veginn.
Það ber nafnið Teigur og er í
tveim rúmgóðum tveggja hæða
húsum, sem byggð eru úr
timbri, að mestu leyti. Þegar
inn kom, var Matthías að huga
að ungum, sem voru að skríða
úr eggjunum, í annarri útung-
unarvélinni.
Útungunarvélunum er kom-
ið fyrir í herbergi á neðri hæð í
eystra húsinu. Þar eru tvær
útungunarvélar. í aðra er eggj-
unum raðað, í þar til gerðar
skúffur með hólfum fyrir egg-
in, og eru 126 egg í hverri
.skúffu. Vélin tekur alls um
4500 egg. Vélin er þannig út-
búin, að hægt er að halla skúff-
unum um 45° til hvorrar hand-
ar, en breyta verður hallanum
3— 9 sinnum á sólarhring. Vél-
arnar báðar eru hitaðar með
rafmagni, því að hitinn verður
að vera jafn (37,7 C.). Ég spurði
Matthías hvers vegna rugga
þyrfti skúffunum. „Hænurnar
snúa eggjunum alltaf, þegar
þær liggja á“.
Vikulega þarf að fjdgjast með
eggjunum á meðan á útungun-
inni stendur, og fjarlægja egg,
sem eru ófrjó.
Þegar búið er að hafa eggin
í 18 daga í fyrri vélinni, eru
þau sett í aðra vél, sem er í
herberginu. í hana eru eggin
sett stuttu áður en ungarnir
koma úr eggjunum, og eru
djúpar skúffur í henni.
Nú stóð þannig á, eins og
áður er getið, að ungarnir- voru
að koma úr eggjunum og voru
skúffurnar fullar af tístandi,
gulleitum ungum, en eggja-
skurnin innan um. í þessum
skúffum verða eggin að vera í
4— 5 daga þar til ungarnir koma
úr þeim, og eru þeir hafðir
einn sólarhring eftir að síðasti
unginn kemur úr egginu. Þá
Urigarnir skríða úr eggjunum.
eru þeir fluttir í vestari húsið, !
en í því fer ungauppeldið fram.
UNGARNIR
KYNGREINDIR.
Ég spurði Matthías, hvernig j
hann færi að því að vita, hvað j
væru hanar og hvað hænur. — j
Áður sást það ekki fyrr en ung-
arnir tóku að vaxa upp. — „Það
er gert með þessu áhaldi hérna“
sagði hann og benti á lítinn
kassa, sem stóð þar á borðinu.
Matthías Einarsson
bragðið af súrmjólkinni verða
þeir mjög sólgnir í hana, og fá
þeir nokkrar flöskur dag hvern,
auk korns og méls, sem er auð-
vitað aðalfæða þeirra.
Súrmjólk er mjög heppileg
fæða fyrir þá. Utan við unga-
móðurina er nokkurra fermetra
svæði umlukt með járnplötu-
girðingu, 25 cm. hárri. Á gólf-
inu eru höggspænir. Þarna var
hlýtt og loftgott inni. í fyrri
ungamóðurinni voru vikugaml-
ir ungar, en í' næsta herbergi
var önnur ungarnóðir, og voru
ungarnir þar tveggja vikna
gamlir.
Því næst var farið niður á
neðri hæðina, en þar voru eldri
ungar, sem voru nú orðnir hvít-
ir. Öll hænsni þarna í búinu
eru hvítir ítalir, og er álitið, að
það séu beztu varphænsnin. —
Þeir voru þarna á ýmsum aldri
og þeir elztu átta vikna, en þá
eru ungarnir nægilega gamlir
til sölu, og eftir það þurfa þeir
ekki eins mikla hlýju né ná-
kvæmt eftirlit.
Þegar hver kynslóð fer úr
vélinni, er vélin sótthreinsuð
og ryksuguð •—■ og sá ég þar
kröftuga Nilfisk ryksugu í her-
berginu. Áður en nýir ungar
eru látnir í ungauppeldishúsið
er allt ryksugað og sótthreins-
að.
Það er lítið rafmagnsáhald —
nokkurs konar kíkir með sterku
ljósi innan í.
UNGAMÆÐUR.
Úr skúffunum fara ungarnir
í ungamæðurnar, en þær eru í
vestara húsinu uppi á lofti.
Ungamæðurnar eru einskonar
hlemmar, útbúnir úr krossvið,
og standa þeir á fótum. Venju-
lega er rafmagn notað til þess
að haía hlýju undir þeim, en
Matthías notar heitt vatn, sem
leit er í gegnum rör — húsin
eru einnig öll hituð með heitu
vatni. —
Við lyftum hlemmnum, og
fengu ungarnir aukaskammt af
súrmjólk, en flöskurnar eru
settar í grind og haíðar á hvolfi.
Þegar ungarnir komast upp á
VARPIÐ.
Auk ungauppeldis, sem getið
hefur verið um hér að framan,
er hægt að hafa um 1900 varp-
hænur á búinu, en varphænsnin
eru í eystra húsinu eingöngu.
Eg'gin eru seld í vezlanir og í
veitingahús o. fl.
Á sumrin þegar vel viðrar, fá
ungarnir að vera úti, en land-
rými er mikið. Umhverfis búið
eru nokkur skýli úr masonit, lík
tjöldum, og leita ungarnir sér
þar skjóls þegar rignir.
NÆSTU ÁFORM.
Matthías er nú bvrjaður að
byggja sér íbúðarhús austan við
hænsnahúsið, og einnig hefur
hann í hyggju að byggja viðbót-
arbvggingu við búið.
Ég óskaði honum til ham-
ingju með hinn góða árangur
hans í starfinu, og að búið
mætti d.afna og blómgast á
næstu árum.
S. N.