Alþýðublaðið - 12.04.1957, Síða 3
Föstudagur 12. apríl 1957
A I þýgufolagjg
»
Þreftán hjúkrisnarkonur útskrifuðusf frá
Hjúkriiíiarkvsnnaskóla Ísíarrds í marzmán.
347 ncmentiur hafa lokið námi frá skólanum frá ]>ví
árið 1931, þegar hann fók til starfa.
I LOK marzmánaSar braut-
skráðust þessar bjúkrunarkon-
Ujr frá Hjúkrunarkvennaskóla
Islands:
Anna Guðríður Hallsdóttir
frá Reykjavík, Emilía Osk Guð
jónsdóttir frá Rvík, Guðbjörg
Hallvarðsdóttir frá Vestmanna
eyjum, Guðrún Guðnadóttir frá
Krossi í A-Landeyjum, Hildur
Júlíusdóttir frá Rvík, Hjördís
Guðbjartsdóttir frá Rvík, Matt
Mldur Ólafsdóttir frá Suður-
Vík í Mýrdal, Ragnhildur Jór-
unn Þórðard. frá Rvík, Sigríð-
ur Benjamínsdóttir frá Bíldu-
dal, Sigríður Guðný Pálsdóttir
frá Ólafsfirði, Sigurlaug Elísa
Björ-gvinsdóttir frá Rvík, Sig-
urlaug Helgadóttir frá Akur-
eyri, Vígdög-g Björgvinsd. frá
Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð,
N-Múl.
Alls hafa nú 347 nemendur
lokið námi frá 'skólanum, en
hann tók til starfa árið 1931.
Skólinn útskrifar nemendur
tvisvar á ári, vor og haust. Á
síðustu fimm árum hafa að með
altali útskrifazt árlega 25 nem-
endur, en 30 hafið nám. Við
stækkun skólans hefur nýnem-
sndum strax fjölgað, og má nú
að minnsta kosti gera ráð fyrir
40 á ári. Á síðasta ári voru nem
endur orðnir um 90 talsins, en
eru nú rúmlega 100.
MIKIL AÐSÓKN
■ Þrátt fyrir þessa aukningu er
enn langt í land til að hægt sé
að fullnægja eftirspurn eftir
hjúkrunarkonum, og heimavist
siýju skólabyggingarinnar má
teljast næstum fullskipuð nú
þegar. Núverandi kennslustofur
eru aðeins bráðabirgðaúrlausn
og útilokað að kenna þar stærri
Ihópum en nú eru teknir inn.
Ennþá er óbyggð álma, þar sem
setlað er rúm fyrir kennslustof-
•ur,'borðstofu, eldhús og heima-
vist fyrir 30 nemendur. Þegar
htún er fullgerð, má fyrst von-
ast.eftir að fjölgun útskrifaðra
nemenda fari verulega að gæta.
BÓKLEGT OG
VERKLEGT NÁM
Af þessum 100 nemendum
er að jafnaði rúmlega helming-
:ur við verklegt nám á deildum
Landsspítalans, 25—30 á öðrum
sjúkrahúsum og stofnunum og
einn hópur, 15-—18, við bóklegt
nám. Bóklega námið fer fram í
námskeiðum, sem eru sex á ári.
Fyrsta námskeið skólaársins
hefst 1. september með for-
skóla. sem stendur í. 8—9 vikur,
en hið síðasta endar í júní—
júlí.
KENNT NÆRRI ALLT ÁRIÐ
Á þennan hátt kemur hver
hópur inn í námskeið um það
bil einu sinni á ári, enda má
segja, að kennsla fari fram næst
um allt árið. Það er líka auð-
skilið, þar sem hjúkrunarnám-
ið er fast tengt sjúkrahúsun-
um, þau eru alltaf starfandi og
sjúklíngar þarfnast sömu að-
hlynningar alla tíma. Skólinn
verður þess vegna frábrugðinn Styrkur tíi háskéla
ö'ðrum skólum. Honum er aldr-'
ei slitið, heldur útskrifaðir ÍIÍÉITIS É
haust og vor þeir nemendur,
sem lokið hafa sínum þriggja
ára námsferii.
Hiért í New Yctrk
a sig' uiösiiir
fyrir Rússa
NEW YORK, miðvikudag.
53ja ára gamall Ameríkumaður,
Jack Soble, og kona hans, kváð-
ust fyrir rétti í New York í dag,
sek um að hafa haft samband,
við sovézka njósnara um að
hafa útvegað þeim skjöl í sam-
bandi við landvarnir Banda-
íkjanna og annað efni. Dómur
verður kveðinn upp í byrjun
maí, en mesta Ieyfilega hegning
er 10 ára fangelsi.
Hjónin hafa einnig verið á-
kærð um að hafa sent leyni-
legar upplýsingar um varnar-
mál til Sovétríkjanna. Dómur
fyrir slíkt er líflát. Ákæruvald-
ið hefur enn ekki ákveðið hvort
ákæran skuli látin gilda í end-
anlegum réttarhöld.um um mál-
ið.
sfirzkir kuatíspyrnumenn úr í. flokki fara
ufan fii Noregs og Danmerkur í sumar
Mörg íþróttamót voru halclin á vegum íþróttabanda-
lags ísfirðinga á síðasta ári.
ÞRETTÁNBA þing íþróttabandalags ísfirðinga var haldíiift
á ísafirði dagana 22.—24. febrúar sl. Formaður Í.B.Í. ftatti
skýrslu um starf sambandsins á árinu, og fer hér á eftir á-
grip úr hennk: Knaítspyrnufélagið Vestri varð Vestfjarðar-
meistari í knattspymu í öllum flokkum. Lið frá Herði og-
Vestra háði 12 kappleiki við utanbæjariið, og vann 5 þeirra,
gerði 3 jafntefli, en tapaði 4. Skoraði lið Í.B.Í. 29 mörk gegia
26.
Edda Kvaran hlaut
ékeypis dvöí
i Neregi.
NÝLEGA barst F.Í.L. bréf
frá Norsk Skuspillerforbund,
þar sem íslenzkum leikata er
boðið til viku dvalar í Oslo.
Forstjóri Hoteíl Viking, Grieg
Mortens, býður til viku dvalar
ókeypis á hóteli sínu.
Fer hann þar að dæmi Kes-
bys forstjóra Hótel Richmond í
Kaupmananhöfn, sem undan-
farin þrjú ár hefur boðið leik-
urum, einum< frá hverju Norð-
urlandanna, til viku dvalar.
Héðan hafa farið frú Herdís
Þorvaldsdóttir, Róbert Arn-
finnsson, og nú í vetur frú Re-
gína Þórðardóttir.
Félög leikara viðkomandi
landa hafa séð um ókeypis að-
gang að leiksýningum.
Til farainnar valdist að þessu
sinni frú Edda Kvaran og fór
hún utan síðastjiðinn laugar-
dag.
Þessi rausnarlegu boð eru á-
kjósanleg leið til efling nor-
rænnar samvinnu.
(Frá. Félagi íslenzkra liekara).
RÍKISSTJORN Spánar hef-
ur heitið íslenzkum stúdent eða
kandidat styrk til háskólanáms
á Spáni frá 1. október 1957 til
30. júní 1958.
Styrkurinn nemur 16.000 pes-
etum nefnt tímabil. Ef náms-
maðurinn æskir, mun honum
verða útvegað húsnæði og fæði
í stúdentagarði, gegn venjulegu
gjaldi. Styrkþegi þarf hvorki að
greiða innritunar- né skóla-
gjald.
•Þeir, sem kynnu að hafa hug
á að hijóta styrk þennan, sæki
um hann til menntamálaráðu-
neytisins fyrir 1. maí n. k.
Umsókn beri m.eð sé, hvers-
konar nám umsækjandi hyggst
stunda, og fylgi áfrit af próf-
skírteini svo og meðmælum ef
til eru.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).
ur
Afengi selt fyrir tæpar 23,8 milliónir kr.
á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
. BLAÐINU hefur borizt
skýrzla frá áfengisvarnarráðu-
nauti, Brynjólfi Tobíassyni, yf-
ir áfengissöluna fyrstu þrjá
mánuði þessa árs. Kcmur þar í
Ijós, að sala áfengis hefur auk-
ízt um tæp 10% að krónutali,
miðað við sama tímabil í fyrra,
en þar sem 10—15% verðhækk-
un varð á áfengi hinn 1. febrú-
ar s.l., er greinilegt, að selt á-
íengismagn hefði heldur minnk
að en vazið. Þó fer þetta að
sjálfsögðu nokkuð eftir því,
hvort sala á dýrum og ódýrum
víntegundum hefur breyzt, svo
að nokkru nemi.
HEILDARSALAN í ÁR.
' A fyrsta ársfjórðungi 1957 er
íheildaraslan þessi (í sviga eru
itölurnar frá fyrra ári). Selt í og
3xá Reykjavík fyrir 20.439.587
ý20.444.760). Selt í og f.á Akur-
jEyjri fyrir kr. 2.097.138 (engin
útsala þar í fyrra). Selt í og frá
Seyðisfirði fyrir kr. 427.341
(319.024). - Selt í og frá Siglu-
firði fyrir 815.587 (1.019.972).
Alls kr. 23.779.653 (21.783.756).
SENDINGAR I POSTl.
Af þessu voru sendingar í
pósti frá aðalskrifstofu í
Reykjavík til héraðsbannsvæða
sem.hér segir:
Til Ísafjarðarumdærríls: fyrir
kr. 397.231 (449.650). Til Vest-
mannaeyja fyl'ir kr. 627.349
(658.213). Auk þess var í fyrra
sent til Akureyrar og nágrenn-
is fyrir kr. 590.249 (en ekkert
á þessu ári), og frá Siglufirði
til Akureyrar og nágrennis fyr-
ir kr. 213.232 (en ekkert á þessu
ári).
Áfengi til veitingahúsa frá
aðalskrifstofu var selt fyrir kr.
876.974 (1.091.122).
BERGEN NTB. — Síðastlið-
in tvö ár hafa óvenjulega mörg
snjóflóð fallið úr fjöllum í nám-
unda'við býlið Apold í Suður-
firði í Harðangursfylki í Nor-
egi og bóndinn er á þeirri skoð-
un, að flugvélar á áætlunarleið
inni milli Björgvinjar og Ósló,
séu valdar að snjóflóðunum.
"Flugvélarnar á þessari leið
fara oft beint yfir býlið og rétt
á eftir kemur snjóflóðið, sem
iðulega hefur upptök sín í næst-
um þúsund metra hæð upp í
fjallinu. Flóðin eru tíðum á
100 metra breiðu svæði, en
venjulega stöðvast skriðan áð-
ur en kemur að bænum, eða
fer fram'hjá sunnan megin. En
svo hefur það einnig borið við
að skriðurnar hafa náð allt að
túnfætinum og skemmt gott
land.
Það þykir athyglisvert, að
áður en flugið hófst þarna yfir,
hafi ekki orðið þar snjóflóð í
50—60 ár.
Nú mælist eigandi býlisins
til að SAS breyti flugleiðinni,
þannig að flogið sé yfir Suður-
fjörðinn nokkru sunnar.
Ekki er talið ósennilegt, að
flugvélagnýrinn geti valdið j
titringi í snjónum og þannig j
komið snjófióði af stað, og þó j
fara flugvélarnar í mikiili hæð!
yfir þessúm stað. i
í handkanttleik varð kantt-
spyrnufélagið Hörður Vest-
fjarðarmeistari í karla- og
kvennaflokki. Handknattleiks-
stúlkur Í.B.Í. léku 5 leiki við
utanbæjarfélög. Unnu þær 1
leik, gerðu 2 jafntefli en töp-
uðu 2. Settu 11 mörk gegn 14.
ÁTTA SKÍÐAMÓT
Átta skíðamót voru haldin á
árinu. Vestfjarðarmeistarar
urðu: í svigi karla Jón K. Sig-
urðsson (Herði), í svigi kvenna
J'akobína Jakobsdóttir (Herði),
í göngu Árni Höskuldsson
(Skíðafélagi ísafjarðar) og í
stökki og norrænni tvíkeppni
Gunnar Pétursson (Ármanni).
Skíðamót ísafjarðar fór fram
á ísafirði um páskana og sá
Skíðaráð ísafjarðar um mótið.
Formaður þess var Konráð Jak
obsson.
Aðeins eitt frjálsíþróttamót
fór fram, og var keppt í fimm
greinum: 100 m. hlaupi, kúlu-
varpi, kringlukasti, langstökki
og þrístökki. Emil Hjartarson
(UMF Gretti á Flateyri) sigraði
í öllum greinum, nema 100 m.
hlaupinu, en þar sigraði Birgir
Valdimarsson (Herði).
FÉLAGSMÁL
Haldið var áfram byggingu
búningsklefa við íþróttavöllinn.
Miðaði því verki vel áfram, og
munu klefarnir verða tilbúnir
til notkunar í vor. Haldið var
námskeið í knattspyrnu og stóð
það yfir í 2Vz mánuð. Kennt
var í Öllum flokkum. Kennari
var Ellert Sölvason frá Reykja
vík. Unnið var að endurbótum
á knattspyrnuvellinum og var
það allt unnið í sjálfboðavinnu.
SAMÞYKKTIR ÞINGSINS
Ýmsar samþykktir voru gerð
ar á þinginu. M. a. um að at-
huga möguleika á að koma upp
grasvelli, ráða kennara, sem
kennt gæti bæði knattspyriiHt,
handknattleik og frjálsar í-
þróttir, en þær hafa svo að
segja legið alveg niðri í nokkur
ár. Fylgja skyldi strangar eftir
læknisskoðun íþróttamanna. —
Þingið þakkaði bæjarstjórn fyr
ir ríflegt framlag til hins fyrir-
hugaða íþróttasvæðis á Torfu-
nesi.
Vestri ákvað á aðalfundi sía-
um nýle-ga að síofna félagsheim
ilissjóð með 60 þús. króna fram
Iagi úr félagssjóði. Forrn.
Vestra er Pétur Sigurðssora.
Form. Harðar er Albert K.
Sanders.
tJTAXFARjR ISFIRZKRA
KNATTSPYRNUMANNA
í ráði er að sameinað lið úr
Herði og Vestra (1. flokkur)
fari í keppnis- og kynnisför til
Noregs og Danmerkur í súmar.
Heimsæki þar vinabæi ísafjarð
ar, Tönsberg í Noregi og Ros-
kilde í Danmörku. Hafa sama-
ingar staðið við íþróttafélög
þessara staða um þetta mál 1
vetur og hefur nú samkomulag
náðst við þau. Enn er ekki fuil-
ráðið, hvenær flokkurinn fer..
Enn fremur er ákveðið að 3. fl.
úr Herði fari til Færeyja í
keppnis- og kynnisferð, og hef-
ur verið ákveðið, að flokkurinn
fari utan í júlí nk.
Formaður var endurkjörinn
Alfred Alfredsson, varaforrn.
Guðmundur Ingólfsson, Hnífs-
dal, og oddamaður í stjórn
Jens Sumarliðason. í héraðs-
dómstól voru kjörnir Einar B.
Ingvarsson, Sverrir Guðmunds
son og Bjarni Sigurðsson. Vara
menn: Gunnlaugur Jónasson,
Hafsteinn Ö. Hannesson og
Bjarni Bachmann. Endurskoð-
endur: Ágúst Leós og Böðvar
Sveinbjarnarson, til vara GuS-
bjarni Þorvaldsson og Daníel
Sigmundsson.
Vcgna sívaxandi aðsóknar ög fjölda áskcr-
ana, hefur verið ákveðið að halda sérstaka mið-
degissýningu á morgun (laugardag) kl. 14,30 í
Austurbsejarbíói. •
Er hér um einstætt tækifæri að ræða fyrir þá,
sem ekki haía gétað sótt miðnætursýningarnar.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, blaðsöíunni
Laugavegi 30 og í Austurbæjarbíói.
Fólki er ráðlagt að tryggja sér miða áður en
það er orðið um seinan, því að eftirspurn er mik-
il.
Félag íslenzkra einsðngvara.