Alþýðublaðið - 12.04.1957, Side 9
Föstudagur 12. apríl 1957
Alþýdublaðið
) CÍÞKOTTÍr) (iÞROTTÍR ) (iÞr6tTÍr) CÍÞrÓtTÍr) ( Íf-ROTTÍR;
V~
ÍÞRÓTTIR hafa verið iðkað-
ar á íslandi á öllum öldum frá
upphafi Landnámsaldar.
Fyrsti skóli íslands er stofn-
aður af ísleifi biskupi Gissur-
arsyni í Skálholti 1056. Að Hól
uim er skóli stofnaður af Jóni
biskupi Ögmundssyni 1107. Þá
koma einkaskólar presta og
klaustra. Þekktastir slíkra
skóla eru skólarnir í Odda og
Haukadal. 1522 er stofnaður
latínuskóli að Hólum og ári
síðar í Skáliholti.
Árið 1784 er Skálholtsskóli
lagður niður, en 1787 er að
mýju hafin starfræksla hans og
þá í Reykjavík. 1801 legst skóla
hald niður að Hólum. 1804 er
Reykjavíkurskólinn fluttur til
Bessastaða og þar er skólinn
starfræktur til 1846 að hann er
fluttur aftur til Reykjávíkur og
þá í það hús, sem nú kallast
Menntaskólinn.
Barnaskóli er fyrst stofnaður
í Vestmannaeyjum 1745 og
starfræktur í 15 ár og því næst
er barnaskóli stofnaður að
Hausastöðum á Álftanesi og
rekinn þar í 18 ár og þá hefst
foarnaskólahald í Reykjavík
1830.
I nokkrum biskupasögum,
aldarfarslýsingum og æviminn
ingum gefur að lesa frásagnir
um íþróttaiðkanir skólasveina í
faiskupssetraskólunum. Glíma
Og sund hafa verið hinar raun-
verulegu íþróttir, sem iðkaðar
voru og þá ýmsir leikir, sem
tíðkuðust meðal alþýðumanna
á hverjum. tíma og svo leikir,
sem bundnir voru sérstaklega
vissum staðháttum eða húsa-
kosti á skólasetrunum; eins og
f. d. bitaleikur námssveina að
Hólum, sem var fólginn í því
að einn skáli var búinn bitum
í rjáfri og veittu þessir bitar
piltunum sérstætt leikrými til
eltingarleiks og leikrauna. Víða
er þess getið að prestar séu í-
þróttum búnir, sundmenn eða
glímumenn.
Þessar íþróttavenjur lifna á
jiý meðal námssveina Bessa-
staðaskólans og þær lífga út frá
sér íþróttalíf landsmanna á 19.
öld. Ég hygg að hinar marg-
frambornu bænir stjórnenda
Lærðaskólans í Reykjavík á ár
íunum 1846—’56 til danskra
stjórnarvalda um byggingu
Siúss fyrir „leikfimi og glímu“
séu sprottnar af íþróttaáhuga
jþeirra, sem lifðu góðu og af-
farasælu lífi í Bessastaðaskóla,
en alls ekki vegna danskra fyr-
irmæla frá 1809 um íþrótta-
kennslu í hinum lærðu skólum
Danaveldis. í skýrslu um hinn
Lærðaskóla í Reykjayík skóla-
árið 1856—’57 segir svo þar sem
rætt er um stjórn skólans:
,,í áætluninni fyrir reiknings
árið 1857—’58 eru ætlaðir 1600
rdl. til húsasmíða, en áður voru
til þess ætlaðir aðeins 600 rd.,
og er beinlínis til þess, að reist
verði hús, þar sem lærisveinar
geti tamið sér leikfimni. 30. d.
júnímánaðar 1857 er sergeant
og leikfimiskennari Carl Peter
Steenberg skipaður kennari í
leikfimni við þennan skóla.
Þannig verður þá þetta skúla-
árið bundinn endi á loforðið um
kennslu í leikfimni, og vopn-
fimni endurnýjuð, sem í svo
margar aldir hefur í dái legið,
enda þótt vopnfimniskennslan
verði nokkru yfirgripsminni en
hjá forfeðrum vorum. Hús
þetta er og mjög hentugt fyrir
pilta, að temja sér glímur, sem
nú mega heita því nær hin eina
þjóðlega leikfimi.“
Hús það, sem hér um ræðir,
er byrjun á því íþróttahúsi
Menntaskólans í Reykjavík,
sem enn er í notkun. Af þessari
frásögn má sjá, að 30. júní 1857
er í fyrsta sinni skipaður sér-
stakur kennari við íslenzkan
skóla til þess að annast kennslu
í fimleikum.
í skýrslu um hinn Lærða-
skóla í Reykjavík, skólaárið
1857—’58 segir svo:
„Hús það, þar sem piltum er
ætlað að temja sér leikfimi,
var eigi fullgjört fyrr en í byrj-
un nóvembermánaðar 1857;
það er 14 álna lángt, 10 álna
breitt, og 16 álna hátt undir
bita. Að hús þetta var eigi gjört
stærra, kom einkum af viðar-
eklu. Hlutaðeigandi kennari
hefur þegar kvartað yfir, að
það væri of lítið, einkum þegar
piltar ættu að stökkva eða
hlaupa. En með því fé því, sem
veitt var þetta árið til húsa-
smíðis, varð að verja í þetta
skipti til aðgjörðar á sjálfu
skólahúsinu, varð leikfimishús-
ið eigi stækkað þetta árið, en að
ári er vonandi að það verði.
Með þvi enn fremur dagur var
orðinn svo stuttur, er húsið var
algjört, þótti það réttast, að
fresta kennslunni í leikfimi í
það skiptið, til þess daginn færi
að lengja, og var hún1 þannig
fyrst byrjuð hinn 3. dag marz-
mánaðar. Enn fremur hefur
ráðherra kirkjumálanna og
skólamálanna látið skólar.n fá
áhöld þau til leikfimiskennsl-
unnar, sem nú skal greina:
20 trébyssur,
6 rýtinga,
4 brynstakka,
6 grímur,
3 laus rýtingsblöð,
1 stökkhest með sessu,
1 hnútakaðal,
1 kaðal hnútalausan,
1 snærastiga,
1 sandpoka með togi,
2 aðra sandpoka með taugum,
12 stökkvisnæri,
2 jafnvægisborð,
2 taugar hnútalausar,
1 dýnu,
1 skástöng,
2 stökkvélar.“
Hér gefur að líta margs kon-
ar fróðleik um þetta fyrsta og
nú nær 100 ára íþróttahús. Þau
atriði, sem varða sögu skólaí-
þrótta, eru að húsið er nothæft
í nóv. 1857, en kennsla hefst
ekki í því fyrr en 3. marz 1858.
Þá ganga íslenzk ungmenni
fyrsta sinni inn á fimleikagólf
til þess að njóta kennslu í í-
þróttum. Þetta eru helztu ævi-
atriði fyrsta íþróttakennarans:
„Carl Peter Steenberg (oft í
skýrslum hins Lærða-skóla
nefndur Steinberg), fæddur
1809, ,,sergeant“ í danska hern'
um og leikfimikennari, skipað'
ur kennari í leikfimi við Lærða
skólann í Reykjavík 30. júní
1857. Dannebrogsmaður 16.
sept. 1872. Fékk lausn frá starfi
sínu við skólann 23. júní 1877
með eftirlaunum. Andaðist í
Kaupmannahöfn snemma árs
1881. Kona hans hét Dorthea
Holbech, fædd 1814.“
Hér gefst því miður eigi rúm
til þess að rekja frekar álirif
hinnar fyrstu skipulegu íþrótta
kennslu í íslenzkum skóla, né
sögu fyrsta íþróttahússins. Til
þess gefst vonandi tækifæri áð
ur en langt líður. — En tilgang-
ur minn með þessum fáu sögu-
legu staðreyndum var sá að
vekja athygli á því, að á næsta
ári eru 100 ár liðin frá því í-
þróttakennarar komu við sögu
íslenzkra skólamála og þó að
Frá leik ÍR og
Hassloch
íslenzkir slúdentar keppa í körfuknatt-
f teik í Svíþjóð og Danmörku
í FEBRAjRÚMÁNUÐI sl. átti
Sþróttafélag stúdenta 30 ára
afmæli. í tilefni afmælisins hef
■ur félagið ákveðið að senda
ílokk körfuknattleiksmanna til
keppni í Sviþjóð og Danmörku
og verður eingöngu leikið við
stúdentalið.
FARA ÚT 19. APRÍL
Það er Benedikt Jakobsson
íþróttakennari Háskólans, sem
Jiefur haft forgöngu um þetta
mál og hann kom ÍS í samband
við félag í Gautaborg, en þar
mun verða leikið við lið frá
Tekniska Högskolan, einnig
yerður leikið í Lundi og Kaup-
mannahöfn, en heim kemur
flokkurinn 1. maí.
TVEIR LÁNSMENN
Með liðinu verða tveir af
beztu liðsmönnum ÍR, þeir
Helgi Jónsson og Helgi Jó-
hannsson, en þeir eru reyndar
báðir stúdentar. Lið stúdent-
anna. hefur fengið styrk frá
háskólanum.
Næsta vetur stendur til að
sænskt stúdentalið komi hingað
til keppni, en gengið verður
nánar frá því í för þessari.
Þetta mun vera í fyrsta sinn,
sem íslenzkt körfuknattleikslið
fer til keppni erlendis.
^nmgar
ára afmælis skólaíþrótta.
Aðgöngumiðar að sýningunum verða seldir sem hér
segir:
Fimleikasýningar í íþróttahúsi ÍBR við Hálogaland
laugard 13. apríl og sunnudag 14. apríl báða daga kl. 14
og kl. 17. — Aðgöngumiðar fást í Verzluninni Hellas,
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blön-
dal og við innganginn.
Hátíðasýning í Þióðleikhúsinu mánudaginn 15. apríl
kl. 20. — Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsínu.
Nefndirnar.
F rœðslu-
fundur
um
gluggaskreytingcir
verður haldinn í Tjarnarcafé laugard. 13. apríl kl. 14.
1. Norski sérfræðingurinn Per Skjönberg flytur
erindi um þýðingu nýtízku gluggaskreytingu
fyrir verzlanir.
2. Kvikmynd.
Aðgangur er ókeypis og heimill öllum
er fást við verzlunarstörf.
starf þess manns, sem fyrstur
sagði fyrir um íþróttaiðkanir
ísl. skólaæsku inni í fimleika-
sal, sé eigi upphaf íþróttaiðk-
ana á íslandi — sjá fyrstu setn-
ingu þessarar greinar — né
fyrsta tilsögnin um íþróttaiðk-
anir hérlendis — samanber
„fóstrana“ á söguöld og sund-
námskeið þau, sem hófust 1821
í Eyjafirði —, þá er hér um
þáttaskil að ræða í 9 alda gam-
alli skólasögu þjóðarinnar.
Norðmenn sigruðu
Dani í sundi
Fyrirliðar skiptast á oddfánum
og Þorleifur Einarsson, fyrir-
liði ÍR-liðsins tekur við knetti,
sem Hassloch gaf ÍR-liðinu.
NÝLEGA fór fram lands-
keppni í sundi milli anDa og
Norðmanna. Keppnin var hald-
in í Kaupmannahöfn og lauk
með naumum sigri Norðmanna
45:42 stig.
Úrslit í einstökum greinum
urðu þessi: 100 m. baksund: R.
Woldum, N. 1:10,1, norskt met.
2. S. Mikkelsen, D. 1:11,1. 3.
R. Andersen, D. 1:12,4. 4. T.
Pettersen, N. 1:13,7. 100 m.
skriðsund: 1. L. Krogh, N. 58,4.
2. L. Larsson, D. 59,1. 3. Ö.
Gunnerud, N. 61,4. 4. J. Niel-
sen, D. 61,4. 200 m. bringu-
sund: 1. K. Gleie, D. 2:32,5 (nýtt
Evrópumet). 2. G. Elnmark, D.
2:42,9. 3. K.-E. Briskerud, N.
2:54,8. 4. E. Eriksen, N. 2:59,6.
4X200 m. skriðsund: 1. Noreg-
ur 9:00,7. 2. Danmörk 9:07,5.
Seinni dagur: 400 m. skrið-
sund: 1. L. Larsson, D. 4:43,6
(jafnt og danska metið). 2. L.
Krogh, N. 4:46,1 (norskt met).
3. E. Nylenna, N. 4:53,5. 4. E. B.
Nielsen, D. 5:07,4. 100 m. flug-
sund: 1. L. Krogh, N. 1:08,8. 2.
R. Woldum, N. 1:09,2. 3. B. J.
Christensen, D. 1:09,9. 4. O.
Krogsböl, D. 1:12,5. 4X100 m.
flugsund: 1. Danmörk 4:30,2. 2.
Noregur 4:43,0.
Körfúknatlleiks-
mólið
MEISTARAMÓT íslands i
körfuknattleik hélt áfram að
Hálogalandi sl. miðvikudags-
kvöld. Ármann sigraði Gosa í
2. fl. karla með 21:16 og ír(a)
sigraði ÍR(b) í 3. flokki með
35:7.
IR : KR 67:33
Leikur ÍR og KR var miklu
jafnari í fyrri hálfleik heldur
en búizt hafði veri við. KR-ing
ar léku ágætlega á köflum, sér-
staklega var Grettir góður, en
hann hlaut langflest stig KR-
inga. Leikur ÍR var í molurn,
annaðhvort var um kæruleysi
að ræða eða þeir hafa verið of
vissir. Úrslit fyrri hálfleiks ÍR
27 KR 24.
í síðari hálfleik kom nýtt ÍR-
lið inn á gólfið, mikill hraði og'
öryggi í skotum, enn var það
Helgi Jónsson, sem mest bar á,
Helgi er að öllu samanlögðu
einhver bezti körfuknattleiks-
maður okkar. í seinni hálfleik
hlaut ÍR 40 stig, en KR 9.
GOSI : ÍS 37:30
Þessi leikur var fullharður á
köflum, en skemmtilegur var
hann og jafn fram á síðustu
mínútu. Stúdentar höfðu eitt
stig yfir í hálfleik.
Langmestan hluta þessa
leiks var skorað á víxl, það var
ekki fyrr en á síðustu 5 mín.
að Gosar tryggðu sér sigurinn
og mega þeir aðallega þakka
það Ólafi Thorlacius, sem átti
sérstaklega góðan leik. Ingi
Þorsteinsson og Guðmundur
Georgsson voru einnig góðir.
Lið stúdenta er nokkuð jafnt,
en þeir virðast ekki nógu hreyf
anlegir og vantar öryggi í skot-
in.