Alþýðublaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 8
Fjá rsöfnun í björpnar- skúfusjóð BreiÖsfjarð- ar í dag Stykkishóhni í gær. FYRIR þremur árum var haf 5/t handa um fjársöfnun í b.jörg irnarskútusjóð Breiðaf jarðar. Hafa þegar safnazt 200.000 kr. auk stofnframlags, 50,00 kr. frá I'orbirni Jónssyni og konu hans Reykjavík. Fjáröflun fer fram í öllum verstöðvum Breiðafjarðar og hafa þær kosið með sér sameig inlega stjórn se msér um fram- kvæmdir. Otto Árnason Ólafs- vík er formaður en einnig eiga sæti i stjórninni, Daniel Sig- urðsson Hellissandi, Þorkell Bunólísson, Grafarnesi og Á- gúst Pálsson Stykkishólmi. í dag fer fram fjársöfnun í öllum fvrrgreindum verstöðvum. * Á stofu-, kirkju' og sinfóníutónleikym flytja helztu tónlistamenn þjóðarinnar verlí eftir nær öll núlifandi ísl. tónskáld FYRSTA hljómleikahátíð íslenzkra tónskálda verður hald in um næstu helgi. A hátíðinni koma fram margir lielztu tón- listarmenn þjóðarinnar, sinfóníuhljómsveitin undir stjórn Olavs Kielland, strcngjakvartett Björns Ólafssonar, beztu ein- söngvarár og einleikarar okkar og söngflokkar. Verndari hátíð arinnar er forseti íslands, en í heiðursnefnd biskupinn yfir Is- lndi, ráðherrar, sendiherrar og borgarstjóri. Stjórn Tónskáldafélagsins og hafa meiri þýðingu en fólk Miðvikudagur 24. apríl 1957 Asgeir Ágústsson nokkrir aðrir tónlistamenn skýrðu í gær fréttamönnum frá tilhögun hátíðarinnar. Tónskáldafélag íslands held- ur hátíðina sem framhald af nörrænu tónlistarhátíðinni 1954 í tilefni af 10 ára afmæli sínu í júlí 1953. En dagskrá hátíðar- innar var ákveðin af dómnefnd- um og almennum fundi Tón- skáldafélags íslands. Framkvæmdastjóri hátíðar- innar, Skúli Halldórsson, skýrði frá Jþví að þetta sé í fyrsta skipti sem íslenzk tón- list er kynnt eingöngu, og þó verða aðeins flutt verk eftir núlifandi tónskáld. Er hér um að ræða verk eftir nærri alla félaga í Tón- skáldafélaginu. MIKILSVERÐ HANDRIT. Olov Kielland, sagði í gær. að sér væri það mikil ánægja að stjórna nú í fyrsta skjpti ein- vörðungu íslenzkum hljóm- sveitarverkum með sænfoniu- hljómsveitinni. Lagði hann á- herzlu á þýðingu tónlistar og kvað íslenzka þjóðlega tónlist Ásgeir Ágústsson kjörinn iormaður Al- þýðuilokksiélags Slykkishólms Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. ALÞYÐUFLOKKSFELAG STYKKISHÓLMS hélt aðal- fund sinn s. 1. fimmtudag. Fyrr verandi formaður féiagsins, Bjarni Andrésson, hafði flutt í burtu og hafði starfsemi félags ins legið niðri að mestu leyti að undanförnu. Fundinum stjórnaði Haraldur íslei^sson, ritari- úr fyrrverandi stjórn. STJÓRNARKJÖR. Fyrst var gengið til stjórnar kjörs. Formaður var kjörinn Ás geir Ágústsson, ritari Guð- mundur Bjarnason og gjald- keri Haraldur ísleifsson. í vara tjórn voru kjörnir: Varaform. Lárus Guðmundsson, vararití ari Sigurður Ágústsson og vara gjaldkeri Hannes Jónsson. End urskoðandi var kjörinn Krist- mann Jóhannsson. Aö loknu stjórnarkjöri tók hinn nýkjörni formaður til máls. Talaði hann um hið mikla hultverk, sem biði Alþýðu- flokksfélagsins, ,jafnt í Stykk ishólmi sem annars staðar, og skoraði á félagsfólk að vinna öt ulega að málefnum Alþýðu- flokksins. Hann minnti á, að í janúar n.k. færu fram kosning- ar til sveitarstjórnar og væri áríðandi fyrir félagið að efla starfsemi sína mjög til undir- búnings þeim kosningum. Síðan voru ýms málefni félagsins tek- in til umræðu og afgreiðslu. PÉTUR PÉTURSSON RÆDDI UM STJÓRNMÁLAVIÐ- HORFIÐ. Þá talaði Pétur Pétursson, al þingismaður um stjórnmálavið hofið og störf Alþingis á þess- um vetri. Hann kom víða við í ræðu sinni, en ræddi þá sérstak lega um þau mál, sem Alþýðu- flokkurinn hafði átt aðild að til úrlausnar. Pétur ræddi allýtar lega um þær ráðstafanir, sem varð að gera fyrir s.l. áramót til styrkta framleiðsluatvinnu- vegunum, og benti á þann mis- mun, sem væri á framkvæmd dýrtíðar ráðstafananna nú og áð ur. Pétur kvað ríkisstjórn og A1 þingi enn þurfa að leysa mörg og margvísleg vandamál á sviði efnahagsmálanna ,enda hefði afkoman ekki verið glæsileg, þegar ríkisstjórnin tók við völd um. FJÖRUGAR UMRÆÐUR. Að ræðu Péturs lokinni urðu fjörugar umræður. Tók þessir til máls: Ásgeir Ágústsson, Guð mundur Bjarnason, Haraldur ísleifsson og Kristmann Jó- hannsson. Svelf Harðar Þórðarsonar Islandsmeislari í bridge Akureyri í gær. BRIDGEMÓT ÍSLANDS, sem fram fór um páskana, er nú lokið. í mótinu tóku 8 sveitir, þ. e. 4 frá Reykjavík, 2 frá Akureyri, 1 frá Siglufirði og 1 frá Húsavík. Úrslit urðu þau, að íslands- meistari í bridge varð sveit Harðar Þórðarsonar,, Rvík, með 12 stig. geri sér almennt grein fyrir. Enginn vanmetur verðmæti fornhandrita vorra er liggja úti í Kaupmannahöfn en fáir gera sér ljóst hvers virði okkur séu þau handrit, sem liggja óhreifð í skúffum tónskáldanna. Ég fylgist af miklum áhuga með því sem kemur fram frá ís- lenzku tónskáldunum, sagði Kielland. Hann kvaðst hafa fundið hér margt, sem minnir á norska tónlist og nefnt það norrænan tónskyldleika. Hann kvað tónlistarhátíðina sýna sjálfstæða íslenzka list, og að lokum kvaðst hann vona að hún muni auka skilning al- mennings og yfirvalda á þýð- ingu synfóhíuhljómsveitarinn- ar, því að það eru stærri verkin, sem raunverulega túlka tón- mennt þýðingarinnar útávið og vhers vegna skyldu menn skrifa hljómsveitarverk ef enginn synfóníuhljómsveit er fyrir hendi til að leika þau? Reynsla Norðmanna er sú, sagði Kiel- land að hih æðri tónmennt blómgaðist verulega eftir að synfóníuhljómsveit hóf fasta starfsemi. IIÁTÍÐIN. Hljómleikahátíðin er í þrem hlutum. Stofntónleikar varða í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn, kirkjutónleikar í Dómkirkjunni á sunnudagskvöld og synfóníu- tónleikar í Þjóðléikhúsinu á þriðjudagskvöld. Á tónleikun- um koma fram synfoníuhljóm- sveitin, strengjakvartett Björns Ólafssonar, Þjóðleikhússkórinn, Dómkirkjuikórinn, Karlakór Reykjavíkur og margir einleik- arar og einsöngvarar. Menntamálaráðherra opnar hátíðina með ræðu. Nánar verð- ur sagt frá hverjum tónleikum fyrir sig. Útvarpið minnist hljómlist- arhátíðarnnar með því að flytja nær eirigöngu íslenzka tónlist þessa viku. Auk þess flytur Hallgrímur Helgason er- Framhald á 2. síffu. Sumardagurinn fyrsti: Barnavi naf éiagíS Sumargjöf eínir Sil Ijöl- breylíra háfíöahalda á morgun j Sólskin, Barnadagsblaðið, merki félagsins og íslenzkir ! fánar verður selt á götum úti. Allur ágóði rennur til j byggingu nýs barnaheimiiis. ST.TÓRN Barnavinafélagsins „Sumargjafar“ skýrði l'rétta- niöniuim í gær frá hátíðahökl- ura Célagsins, sem verða að venju á sumardaginn fyrsta í ýmsuni samkomuhúsum bæjar- ins. í dag hefst sala Barnablaðs- ins og Sólskins, og á morgun verða merki félagsins, íslenzkir byggt eftir nýjustu fyrirm.ynd- um erlendis, auk þess sem reynsla Sumargjafar á þar hlut að máli. Ákveðið er, að al ur á- góði af sölu og hátíðarhöldum á sumardaginn fvrsta renni að þessu sinni til þessa nýja heim- ilis. Undanfarin ár hefur Sum- ar gjöf hvergi nærri getað full- fánar og póstkort seld á götum nægt eftirspurn eftir að koma bæjarins. .4 öffrum stað í blað- j börnum fyrir á dagheiroilum inu í dag er sagt frá því, hvar og hvenær sölubörn geta fengið hluti þcssa til sölu. NÝJAR FRAMKVÆMDIR. Formaður stjórnarinnar, Arn- grímur Kristjánsson, skóla- stjóri, skýrði frá því, að inn- an skamms verði hafin vinna við nýtt barnaheimili við Forn- haga í Reykjavík. Öll leyfi til byggingarinnar eru þegar feng- in, en þó er fjárfestingarleyfi ekki nógu hátt enn þá, en von- ir standa til að úr því rætist bráðlega. Þetta nýja heimili mun leysa Tjarnarborg af hólmi og rúmlega það. Það verð ur ætlað 80—100 börnum og Háseti drukknar Ólafsfirði í gær. — ÞAÐ SLYS vildi til aðfara- nótt skírdags sl„ að mann tók út af togaranum Norðlendingi frá Olafsfirði, en hann var þá á veiðum djúpt út af Garðssakga, og fannst ekki. Um tildrög slyss ins er ekki vitað enn, og togar- inn er ekki væntanlegur af veiðum fyrr en á föstudaginn og hefjast þá sjópróf. Maður þessi hét Rögnvaldur Axelsson, um tvítugur að aldri, sonur hjónanna Axels Péturs- sonar sjómanns og Petreu Rögn valdsdóttir. Hafði hann verið háseti á Norðlendingi lengi. ' R.M. Agnar Sigurvinsson sigraði í drengjahlaupi U. M. F. X. er for fram á skírdag Frefn til Alþýðublaðsins KEFLAVÍK í gær. DRENGJAHLAUP Ungmennafélags Keflavíkur var háð á skírdag hér í Keflavík. Vegalengdin, sem hlaupin var, var ca. 1700—1800 m. Hlaupið hófst á íþróttavellinum og var fyrst hlaupið um nokkrar götur og upp í heiðina fyrir ofan bæinn og síðan snúið við og endað á íþróttavellinum. Úrslit urðu þessi: 1. Agnar Sigurvinss. UMFK 6:20,4 2. Ólafur Jónsson, UMFK 6:22,4 3. Stefán Ólafsson, KFK, 6:27,5 4. Einar Erlendsson, UMFK, 6:41,0 5. Hólbert Friðjónss., UMFK, 6:41,0 6. Magnús Sigurðsson, UMFK, 6:47,5 Keþpnin var mjög skemmti- leg og spennandi og fylgdist margt manna með henni. Kalsa veður og þung færð dró mjög úr getu keppenda. UMFK vann þriggja manna sveitarkeppni og bikar gefin af Þórhalli Guð- jónssyni. Agnar Sigurvinsson hlaut og farandbikar gefinn af Herði Guðmundssyni. íþróttabandalag Keflavikur sendir 8 keppendur í Drengja- hlaup Ármanns, sem fram fer sunnudaginn 28. apríl. og leikskólum félagsins. enda hafa engar nýjar byggingafram kvæmdir fengist síðustu fimm ár. Sumargjöf hefur rekið 4 dagheimili og 6 leikskóla und- anfarið, þar sem alls hafa dval- izt á 6. hundrað börn að stað- aldri. , BARNADAGSBLAÐIÐ 1 OG SÓLSKIN. ’ Barnadagsbiaðið kemur út í 24. sinn í dag, og er ritstjóri þess Arngrímur Kristjánsson, formaður Sumargjafar. Af efni blaðsins má nefna: Ávarp menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar: Sumarkveðja til íslenzkra barna, kvæði eftir Si'. Sigurð Einarsson; Rökkurleikir fyrir 50 árum, eftir Sr. Sveih Víking; Æska og útilíf, eftir ritstjórann; Börnin og gróður- inn, eftir Hafliða Jónsson. Þæ er í blaðinu dagskrá yfir há- tíðahöld Surnargjafar á morg- un, fyrsta sumardag, Skýrsla yfir starfsemi félagsins árið 1956, og fjöldi mynda frá öll- um barnaheimilunum í Reykja- vík prýða blaðið. I Sólskin 1957 kemur einnig út; í dag, 28. árgangur. Guðmund- ur, M. Þorláksson, kennari, sá um útgáfuna. Tvær teikningar eftir Halldór Pétursson eru £ ritinu, sem er mjög fjölbreytt að efni, og ágætt að frágangi; öllum. H ÁTÍÐ AHÖLDIN. Hátíðahöldin á morgun hefj- ast með skrúðgöngu barna fráj Austurbæjarskódanum or Mela- skólanum kl. 12.45 frá hvorumj stað. Fjórar lúðrasveitii leikas fyrir göngunum, þar af tvæir drengjasveitir, sem í fyrstæ skipti leika úti. Kl. 1,30 nemai skrúðgöngurnar staðar í Lækj- argötu. Þar flytur Anna Stína Þórarinsdóttir, leikkona, „Sum- arkveðju til íslenzkra barna“, kvæði eftir Séra Sigurð Einars- son í Holti. Auk þess leika og syngja börnin nokkur lög. Inniskemmtanir verða sem hér segir: í Tjarnarhíói kl. l,45p í ' Góðtemplarabúsinu kl. 2, £ Austurbæjarbíói kl. 2.30, £ Laugarásbíói kl. 2,20, í Iðnó kl. 2, í Trípólíbíói kl. 3, að Háloga- landi kl. 3, í Góðtemplai ahús- inu kl. 4 og í Iðnó kl. 4. Aðgöngumi'ðar að skemmtun- um þessum verða seldir í Lista- niannaskálanum kl. 5—7 í dag og á morgun kl. 10—12 f. h., e£ eitthvað verðui' óselt. ' Dagskrá skemmtananna er 3 Barnadagsblaðinu-og auglýst 5 Alþýðublaðinu á morgun. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.