Alþýðublaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 5
SfiSvikuctagur 24. apríl 1957 AlþýSublaSid 5 Samtal við Ingimund Erlendsson, varaformann félagsins, sem hefur verið ráðinn framkvœmdastjóri þess ÞAÐ VAKTI mikla athygli um land allt, þegár kommúnist- ar töpuðu meirihluta við stjórn- arkjör í Iðju, félagi verksmiðju fólks í Reykjavík. Þetta var að vonum, því að um langt ára- skeið höfðu þeir ráðið einir öllu í félaginu, rekið það eins og pólitískt einkafyrirtæki sitt og beitt því í öllum átökum fyrir Siagsmuni Kommúnistaflokks- íns. Björn Bjarnason hafði verið aðaldriff jöðurin í félaginu árum saman, en jafnframt og fvrst og fremst verið einn heitasti Moskvatrúarmaður hér á landi pg trúnaðarmaður innsta hrings flokksins í fjölda mörgum mál- 'iim og tíður gestur á kommún- ístaþingum erlendis. Bimi Bjarnasyni er ýmislegt vel gef- ið, en pólitískt einsýni hans og ofsatrú á gömul hindurvitni skemmdi öll verk hans, svo að oft urðu þau til þess að auka á erfiðleika fólksins í Iðju, sem átti þó að njóta verka þeirra en ekki gjalda. Það bætti heldur ekki úr skák, að Björn og flokk ur hans völdu til starfa með Birni og skrifstofu félagsins annan harðvítugan Moskvatrú- armann, sem sá aðeins hags- muni flokks síns, að vísu vel- greindan mann og ritfæran, en óvenjulega harðvítugan og of- stækisfullan, sem sjaldan sást fyrír og vílaði ekki fyrir sér að reka þau erindi fyrir flokk sinn í félaginu og meðal iðnaða- verkafólksins, sem hvergi eiga heima í stjórn á verkalýðsfélög- um. BRÖGÐUM BEITT. Iðnaðarverkafólk í Reykjavík var orðið langþreytt á því að vera í félagsskap, sem eingöngu var beitt til hagsmuna fyrir flokk, sem það var andvígt. Það hafði gert allmargar tilraunir tíl þess að frelsa félag sitt úr Móm kommúnistaflokksins og verkfæra hans, en mistekizt, og ástæðan var alltaf sú sama, að þrátt fyrir það að kommúnist- ar væru í minnihluta meðal fé- lagsfólksins, tókst þeim alltaf að halda völdunum með ýmiss konar bellibrögðum, þannig til dæmis, að þegar til stjórnar- 'kjörs kom áttu hundruð félags- manna ekki kosningarrétt, stjórnendur félagsins gættu þess sem sé. að flokksmenn þeirra greiddu gjöld sín og nytu þar með kosningaréttar, en hin- ír voru látnir afskiptalausir. Mikill fjöldi af ungu fólki, sem gerzt hefur starfandi í iðn- aðinum, hefur gengið í félag'ið, sótt nokkra fundi, en hætt því svo og látið félagsmálin ogfund ína afskiptalausa. Þetta er gamla sagan úr fjölmörgum verkalýðsfélögum, sem kom- múnistar hafa náð undir sig, þeim hefur tekizt að gera and- stæðinga sína óvirka. FÓLKIÐ RÍS UPP. Vitur jafnaðarmaður hefur sagt, að það sé hægt að blekkja fólk einu sinni, kannski tvisv- ar en ekki til lengdar — og þeg- ar það komist að raun um, að það hafi verið blekkt, þá sjái þeir, sem blekkingunum hafa beitt, að förin var verri en ekki, því að oft geta afleiðingarnar orðið þeim hættulegar. Og smátt og smátt vaknaði iðnað- arverkafólkið til meðvitundar uim þá haittu, sem félagf þess og því sjálfu stafaði af ævin- týrunum, er kommúnistaflokk- urinn leiddi það út í. Allmargt manna, konur og karlar úr verk smiðjum og á vinnustöðum, batzt samtökum gegn kommún- istaklíkunni og það vann all- lengi og markvisst að því að skipuleggja félaga sína til átaka við kommúnista. Þetta varð eins og nýtt félag innan félags- ius og starfsemi þess var bein afleiðing af brýnni nauðsyn fyr- ir iðnaðarverkafólkið, svo að Ingimundur Erlendsson félagsskapur þess gæti orðið það sem verkalýðsfélagsskapur á að vera fyrir meðlimi sína. UNGUR MAÐUR FRÁ ÍSAFIRÐI. Meðal helztu forystumanna í þessum hópi er Ingimundur Er- lendsson, ung'ur skósmiður, ætt- aður vestan af ísafirði og alinn upp í anda verkalýðssamtak- anna á heimili sínu og við störf sín eftir að hann komst á legg. ITann var kosinn varaformaður Iðju og hefur nú verið ráðinn ráðsmaður félagsins. Mun hann nú kynnast iðnaðarverkafólk- inu í sambandi við dagleg störf sín í þágu þess. — Alþýðublað- ið hafði nýlega stutt samtal við þennan unga starfsmann verka- lýðsfélaganna. Hann er traustur á að líta, rólegur í framkomu, hæglátur, en skapfastur, fast- mótaðar skoðanir, myndarlegur ungur maður, sem mikils má af vænta. ,,Verkalýðsmálabaráttan var mjög hörð á Isafirði, þegar ég var barn að aldri. Nokkru áður en ég fæddist urðu straumhvörf í bænum, gömlu goðin hrundu og nýjar félagsmálahreyfingar ruddu sér til rúms. Þetta hafði áhrif á öll heimili og alla menn, unga sem garnla. Alþýðuflokk- urinn varð að taka við öllu í rjistum, og hann hófst handa með að reisa við atvinnuvegina og skapa fólkinu lífvænleg kjör. Eg fæddist þegar þessi endur- reisn var að byrja, árið 1930, og ég'minnist mai'gra viðræðna á heimili mínu og alls staðar þar sem maður for um bæinn um þessi mál. Foreldrar mínir eru Gestína Guðmundsdóttir og Erlendur JÓJisson skósmiður. Bæði voru þau Alþýðuflokksfólk, og það var eins og við börnin drykkj- um í okkur hugsjónir alþýðu- hreyfingarinnar með móður- mjólkinni. Við vorum áíta syst- kinin og var því oft þröngt í búi eins og tíðkaðist. og enn er á barnmörgum alþýðuheimilum, en ekki man ég þó eftir öðru en bjartsýni og áhugi ríkti á heimili okkar — og það held ég að sé gott veganesti. Eg fór fyrsta sinn í sveit þarna vestra þegar ég var 9 ára gamall og síðan var ég oft í sveit. Eg vann líka þegar eitthvað var að gera fvrir krakka, en að barnaskóla loknum fór ég í Gagnfræða- skóla ísafjarðar og sat þar í tvo vetur. En svo fluttumst við hing að til Reykjavíkur. Það var árið 1946. Faðir minn fór að stunda skósmíði og eldri systkini mín ýmis störf. Sjálfur fór ég í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og útskrifaðist þaðan. Ég stund- aði ýmsa verkamannavinnu hér í bænum, en fór svo að læra skósmíði hjá föður mínum. Þeg- ar hann hætti að reka sjálfsíætt verkstæði á Langholtsvegi 44, gerðist hann verkamaður í skó- gerðinni h.f. og fór ég með hon- um þangað og lauk náminu — og þar hef ég unnið þangað til nú, að ég hef fallizt á einróma áskorun hinnar nýju stjórjiar Iðju að gerast starfsmaður fé- lagsins. ÞAÐ ÞARF AÐ ENDUR- SKIPULEGGJA FÉLAGÍÐ. Mér er það vel ljóst, að þetta er mikið ábyrgðarstarf og að það er vandastamt starf, en ég mun gera a'ílt sem í mínu valdi stendur til þess að endurreisa félagið, bæta skipulag þess og vaka yfir hagsmunum þess og félagsmannanna. Mig dreymir Frajnhalcl á 7. síðu. NÚ ER heimsókn þýzku hand knattleiksmannanna frá Hass- loch lokið, en þeir þeir fóru héðan s.l. miðvikudagsmorgun. Þeir léku sinn síðasta leik hér á þriðjudagskvöldið og mættu þá íslandsmeisturunum FH. Leikur þessi var frá upphafi til enda mjög skemmtilegur og vel leikinn. Fvrri hálfleik lauk með sigri FH 13:12. Þegar 5—6 mínútur voru til leiksloka höfðu FH-ingar aukið markamuninn upp í 3 mörk, en Þjóðverjar sóttu mjög á síðustu mínúturn- ar og jöfnuðu, úrslit urðu því 20:20. Beztu mennirnir í liði FH voru Ragnar og Birgir, en hjá Þjóðverjunum Stahler og Korn. KVEÐJUIIÓF. Eftir leikinn var kveðjuhóf fyrir þýzku handknattleiks- mennina í Tjarnarcafé. Ræður voru fluttar og skipzt á gjöf- um. Rúnar Bjarnason, formað- ur móttökunefndar flutti ræðu, þakkaði Þjóðverjunum fyrir komuna og hijra góðu leiki, sem þeir hefðu sýnt. Perrey, farar- stjóri Hassloch, flutti ræðu. Þakkaði hann ÍR og Þorleifi Einarssyni fyrir að hafa komið þessari ferð á. Hún væri þeim öllum ógleymanleg, hér er gott að vera, sagði Perrey, aðbúnað- ur allur og skipulag til fyrir- MIÐVIKUDAGINN 18. apríl voru háðir tveir leikir í meisG aramóti íslands i handknattleik. Fyrst kepptu Víkingur og Aft- l urelding og sigruðu þeir sið-' arnefndu með 28 mörkum gegn 21. Leikurinn var frekar til- j þrifalítill. Einnig kepptu IR og Ármann og sigraði ÍR með 26:19. Það j giklir sami dómur um þann j leik eins og leik Víkings og; Aftureldingar, leikmenn virtust; viðutan og var ósköp lítið um j skemmtileg tilþrif. ÍR-ingarnir voru þó alltaf öruggir um sigur. FH VALl.R 19:17. Á annan í þáskum kepptu Valur og FH og Þróttur og Aít- urelding. Leikur Vals og FH var jafn- ari en búizt var við. FH tók forystuna, Birgir óg Sverrir skoruðu, 2:0. Valsmenn jafna og standa leikar 3:3. Síðan mun- ar þetta einu til þrem mörkum, en fyrri hálfleikur endaði 12:10 fyrir FH. í byrjun seinni hálfleiks er góður kafli hjá FH, og standa leikar um tíma 18:11. En þá taka Valsmenn til að slcora og eru Jóhann, Geir og Bogi að verki. Birgir bætir einu marki við, en Valsmenn enda leikinn vel, því að þeir skora þrjú síð- ustu mörkin, voru það Jóhann, Geir og Ingi. FH verður að leika sterkar gegn ÍR og KR, ef þeir ætla að sigra, en það er eins og þeir vaxi með verkefn- unum, svo að búast má við mjög skemmtilegum leikjum, þegar þeir mæta þessum tveimur sterkutsu félögum Reykjavikur. ÞRÓTTUR AFTURELDING 23:22. Þessi leikur var fi'emur lé- myndar, en eins og kunnugt er bjuggu Þjóðverjarnir í IR-hús- ánu og voru Jmjög ánægðir með dvölina þar. Aðrir, sem fluttu ræður, voru Jakob Hafstein, formaður ÍR, og Hallsteinn Hinriksson, þjálfari FH, en Perrey afhenti FH handknatt- leiksknött til minningar um mjög góðan leik. LEIKIR HASSLOCH. Alls léku Þjóðverjarair 7 leiki hér í þetta skipti. þar af 3 í skyndimóti, sem haldið var, en í tveimur leikjum í skyndi- mótinu stilltu þeir ekki upp fullu liði. Þeir sigruðu í 3 leikj- um, töpuðu 3 og gerðu eitt jafn- tefli. Hassloch er rnjög gott lið, að öllu samanlögðu betra en íslenzku liðin, hafa betri knatt- meðferð, hraðara samspil og meira öryggi, einnig er úthald þeirra mjög gott. Taka verður tillit til þess, þegar íslenzk lið eru borin saman við þetta þýzka lið, að það er vant að leika í sal, sem er 20X40 m, en sal- urinn að Hálogalandi er aðeins 24X12 m. Að öllu samairlögðu hefur verið mikið gagn af heimsókn þessari, sumum finnst að leik- ur Þjóðverjanna sé full harð- ur, leikur okkar handknatt- leiksmanna sé prúðmannlegri og þar reyni nieira á fimi og legur, en frammistaða Aftur- eldingar var þó. öllu betri og sanngjamara hefði verið, að sigurinn hefði fallið þeim í skaut. Þeir léku nefnilega með einum manni fæi’ra allan leik- inn. Hvorki Helgi Jónsson eða Jóhannsson v.oru með, en í þess stað lék nýr maður með þeim, Þórir Ólafsson, og átti hann góðan leik. Þetta er fvrsti sigur Þróttar í meistaraflokki í mótinu. í II. flok-ki kvenna sigraði Ár- •mann (A). Yal. með. 12:2-.- ••. ' Næstu leikir mótsins eru á morgun. en þá leika FH og ÍR ogtValur og KR í meistaraflokki kárla. Það verður mjög spenn- andi leikir. Skíðamót íslands SKÍÐAMÓT ÍSLANDS það 20. í röðinni fór fram á Akur- eyri núna um páskana, en skráð ir þátttakendur v.oru rúmlega eitt hundrað. Helztu úrslit urðu þessi: Eyv steinn Þórðarson (IR) Reykja- vík sigraði í þrem greinum, þ.e. svigi, bruni og svokallaðri alpa- þríkeppni, Jakobína Jakobs- dóttir (ÍR) Reykjavík sigraði í sömu greinum kvenna. Jón Kristjánsson (HSÞ) sigraði í 15 km göngu og sveit HSÞ í 4X10 metra göngu. Árni Höskuldsson ísafirði sigráði í 30 km, gÖngu, A-sveit Reykjavíkur: bar sigur úr býtum í flokkakeppni í.svigi og Stefán Kristjánsson (Á) í stórsvigi. Marta- Bíbí Guð- mundsdóttir Isafirði sigraði i stórsvigi kvenna. Sveinn Sveins son Siglufirði sigraði í norrænní tvíkeppni (göngu og stökki). Nánar verður skýrt frá mót- inu síðar. mýkt. En ef við ætlum okkur að taka þátt í heiipsmeistara- keppni í þessari íþrótt og yfir- leitt að þreyta keppni við aðrar þjóðir, verðum við líka að kunna skil á því, sem talið er leyfilegt í alþjóðaleikjuin, en margt af því, sem dómarar hér telja gróft. brot, segja Þjóðverj- ar, að ekki sé flautað á erlendis. BLAÐAMENN FENGU EKKI SÆTI. í sambandi við leik Hassloch gegn FH urðu nokkur mistÖk. Það er að vísu ekki nýtt má), að íþróttafréttaritarar dagblao- anna hafi slæma aðstöðu til starfa, hvorf sem er á íþrótta- vellinum., í Sundhöllinni eða að Hálogalandi. Þetta er mál, sem lagfæra verður, því að íþrótt- irnar þurfa á aðstoð blaðanna að halda og lesendur blaðanna vilja fá nákvæmar fréttir af íþróttamótum. Ekki er gott að segja, hverj- um kenna skal um svona mis- tök, þeim aðila, sem. stendur fyrir móti eða kappleik, eða þeim er leigja félagi afnot af leikvangi eða íþróttahúsi. Slíkt skiptir heldur ekki aðalmáii, heldur að íþróttablaðamenn og íþróttafrömuðir skilji bvora annan og reynt verði að kippa þessum málum í eins gott lag og mögulegt er. Hugleiðingar um komu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.