Alþýðublaðið - 12.05.1957, Síða 9

Alþýðublaðið - 12.05.1957, Síða 9
Smnnudagur 12. maí 1957 AlþýgublagiS S'EINNI dagur sundmeistara-* mótsins hófst á 100 m. flug- Wagner Walbom og Benedikt Waage, forseti ÍSÍ. Melsfaramót íslands í badmlnton. Bréfakassinn: Ura dönslog og óskalög Á SKÍRÐAG var sú. — mér liggur við ao segja — ósvífna afstaða tekin af ráðamönnum sjómannaþáttarins í Útvarpinu, „Á frívaktinni“ að neita að leika lög þau, sem við sjómenn, eða aðstandendur okkar höfð- um kosið okkur. Skamtaði stjórn þáttarins þess í stað, þeim er kveðjur höfðu sent, allt önnur, — ,,klassísk“ íög, með óskum okkar, — manni skildist helzt vegna þess, að Skírdagur væri of mikill há- tíðisdagur til flutnings óskalaga okkar. Ríkisútvarpið auglýsti þó í hádegisútvarpi rétt áður, sama dag, Rock’n Roll-danssýn- ingu í einu af samkomuhúsum Reykjavíkur. Við okkur sjó- I menn var með ráðsmennsku þessari sagt óbeint: Ykkar laga- smekkur er svo ómerkilegur, — 1 þið kjósið ykkur svo lítilfjör- i leg lög, að þau eru ekki haf- andi yfir á hátíðisdegi. Hér eru 1 „klassísk" lög handa ykkur, sem þið eigið að hlusta á og senda vinum ykkar. Það er allt í lagi, þótt við stöndum hér við erfiða vinnu, í kalsa og volki, á sjálfan Skír- daginn, jafnvel á sjálfum jólun- um, veiðum þorsk og annan fisk og drepum og ristum í sundur hér unvborð til bjargar þjóðar- búskapnum. Við erum nógu smekklegir til þess. En laga- valið okkar er þar fyrir neðan. Takk. Það breytir engu um fram- komu Útvarpsins, að umrædd lög, sem leikin voru á Skírdag voru ágætis-lög, flest öll. Þau voru bara ekki lögin, sem við höfðum beðið um, og Útvarpið átti ekkert með að tengja kveðj ur okkar við önnur lög en þau, sem við höfðum beðið um. Svo var því bætt ofan á, að við fengum ekki heldur óska- lögin okkar á sumardaginn [ fyrsta. Hvers eigum við eigin- lega að gjalda? Tvö sunnudagskvöld í vetur var sá ánægjulegi háttur á hafð ur, að útvarpshlustendur fengu að óska sér danslaganna, sem leikin voru. Kom þá í ljós gjör- ólíkt lagaval því, sem tíðkast hafði á þessum kvöldum undan- farið og tíðkast hefur síðan hjá hinum háreykvísku ráðamönn- um útvarpsins. Einhverjir hrokagikkir í Reykjavík ömuðust við þessari ráðstöfun, sennilega vegna þess, að tiltölulega lítið bar á ame- rísku skrall-lögunum, eða þeim erlendu, í þessum óskum, held- ur miklu meira á hinum ís- lenzku, enda voru óskendur lag anna þessi kvöld eingöngu utan Reykjavíkur. Síðan hefur látlaust sigið á leiðindahliðina hjá þessum, ann ars viðkunnanlega, manni, sem sér um sunnudags-danslögin, og á Pálma-sunnudag keyrði alveg um þverbak með þetta helv. ekki sens ameríska Rock og aftur Rock. Hvern fj . . ... varðar okkur hér heima eigin- lega um það ,hvar í röðinni á einhverjum amerískum auglýs- inga-sölulista þetta og þetta er- lenda lag er í þetta og þetta skipti. Varla hefur íslenzkt lag heyrzt í danslögum sunnudags- kvöldanna um langt skeið, þeg- ar undan eru skilin hálfs- mánaðarþættir S. K. T. og Fé- lags íslenzkra dægurlagahöf- unda, sem vel mættu vera oftar, því sannarlega standa íslenzku lögin okkur miklu nær. Reynið að vera svolítið þjóð- legir í ykkur, góðir hálsar. Hugs ið minna um ykkar eigin er- lenda Rock’n Roll-smekk, en. því meira um það sem óspilltir íslenzkir hlustendur vilja heyra. Laugardaginn fyrir Páska 1957« Sjómaður á Suðurnesjum. Hin nýja alþýða sundi og voru keppendur þrír, þeír Guðmundur Gíslason, Pét- Ur Kristjánsson og Gylfi Guð- Biundsson. Eftir boðsundið fyrri dagínn bjuggust flestir við sigri Guðmundar, enda varð sú raunin, en tími hans 1:12,5 er mjög góður og glæsilegt drengjamet. Helgi Sigurðsson sigraði með míklum yfirburðum í 40& m. skriðsundi og Agústa í 100 m. skriðsundi. Þau hafa bæði mikla yfirburði í sínum grein- Um og hafa því aldrei neina samkeppni. Guðmundur keppti í 100 m. baksundi 10 mínútum eftir að hafa sigrað í flugsund- inu, hann var því þreyttur og ©kki von á betri tíma. Tími Ól- afs er góður. MET í 4X200 M. SKRIÐSUNDI Ægir sigraði með yfirburðum í 4X200 m. skriðsundi og tími sveitarinnar 9:52,8 er nýtt ísl. met. í sveitinni eru Ari Guð- mundsson, Guðjón Sigurbjörns son, Magnús Guðmundsson og Helgi Sigurðsson. ÍR og . Ármann hlutu flesta meistara samanlagt (fullorð- ínna og unglinga) eða 6 hvort félag, ÍR 4 fullorðinna og 2 ung linga, en Ármann 3X3. Ægir hlaut 5 meistarastig, allt full- orðinna. 100 m. flugsimd karla: 1. Guðm. Gíslason, ÍR, 1:12,5 2. Pétur Kristjánsson, Á, 1:14,9 3. Gylfi Guðmundss., ÍR, 1:21,9 400 m. skriðsund karla: 3. Helgi Sigurðsson, Æ, 4:58,5 2. Magnús Guðm.ss., Æ, 5:43,7 3. Guðjón Sigurbj.ss., Æ, 5:51,5 100 m. baksund karla: 1. Guðm. Gíslason, Í(R, 1:13,1 2. Ólafur Guðm.ss., ÍR, 1:15,5 3. Jón ..Helgason, ÍA, 1:18,0 200 m. bringusund karla: 1. Torfi Tómasson, Æ, 2:55,7 2. Sig. Sigurðsson, ÍA, 2:56,5 3. Einar Kiistjánsson, Á, 2:59,4 100 m. skriðsund kvenna: 1. Ágústa Þorsteinsd., Á, ???? 2. Sigr. Sigurbjörnsd., Æ, 1:20,6 3. Hiörnv Friðriksd.. Á. 1:26.3 Úrslit í meistaramóíi íslands í badminíon, er haldið var í í- þróttahúsi KR dagana 4. og 5. maí 1957. MEISTAR AFLOKKUR Einliðaleikur karla: Wagner Walbom, TBR sigr- aði Ágúst Bjartmars, umf. Snæ- íell með 15. 3. og 15. 2. i ■ . Einliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir, TBR sigr- aði Júlíönu Isebarn, TBR með 11. 9. og 11. 7. Tvíliðaleikur karla: Wagner Walbom og Friðrik Sigurbjörnsson, TBR sigruðu Ragnar Thorsteinsson og Karl Maack, TBR með 15. 7. og 15. 6. Tvíliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir og Júlíana Isebarn, TBR sigruðu Jónínu Niljóníusdóttur og Sigríði Guð- mundsdóttur, TBR með 15. 12. 12. 15. og 15. 10. Tvenndarkeppni: Wagner Walbom og Ellen' Mogensen, TBR sigruðu Lárus j Guðmundsson og Jónínu Nil- i sigraði Ólöfu Lárusdóttur, umf. S-næfell með 11. 2. og 11. 3. Tvíliðaleikur karla: Kristján Benjamínsson og Guðlaugur Þorvaldsson, TBR sigruðu Pétur Nikulásson og Gunnar J. Friðriksson, TBR með 15. 9. og 15. 9. Tvenndarkeppni: Gunnar Petersen og Guð- munda Stefánsdóttir, TBR sigr uðu Ragnar Georgsson og Rann veigu Magnúsdóttur, TBR með 15. 3. 11. 15. og 15. 13. 75 ára: Suðrún Magnúsdóifir. HINN 12. maí verður Guð- rún Magnúsdóttir, Laugavegi 160, 75 ára. Guðrún fæddist að Minni- Ásólfsstöðum í Vatnsleysu. Hún ólst þar upp, vann öll al- geng störf í æsku, en fluttist síðan til Reykjavíkur. Um 36 ára skeið hefur Guð- rún unnið við ræstingu á Mál- ílutningsskrifstofu Sveinbjarn- ar Jónssonar og Gunnars Þor- steinssonar, er áður var einnig skrifstofa Jóns Ásbjörnssonar, núverandi hæstaréttardómara. Við sömu störf hefur Guðrún unnið í Vélsmiðjunni Héðni hf. i 31 ár, í Stálsmiðjunni hf. um 20 ára skeið, og í 10 ár ræsti hún og skrifstofur Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Reykjavík. Nýtur Guðrún ó- skipts trausts húsbænda sinna. Guðrúnu varð 6 barna auðið, og komust 5 þeirra uþp. Einn son missti hún ungan. Guðrún dvelst í dag að heim- ili dóttur sinnar að Hólmgarði 23, Reykjavík. Leíkri O'Heills á ifalíu Nýlega var leikrit, Eugene O’ Neills „Long Day’s Journey Into Night“ frumsýnt á Ítalíu í borginni Milano. Fréttaritari bandaríska stórblaðsins „The New York Times“ hermir, að alvara leikritsins hafi haft djúp áhrif á áheyrendur, og hafi þeir fagnað leikurunum ákaft að sýningu lokínni. Herra ritstjóri, NÚ ER Þjóðviljaskömmin búin að finna upp nýja alþýðu í-Rej^kjavík og velur hana ekki af verri endanum. Þessi nýja alþýða er heildarnafn Þjóðvilj- ans á hátekjufólki, svo sem arkitektum, sem ekki ku hreyfa sig fyrir minna en einn til tvo tugi þúsunda, læknum, sem vegna trygginganna hafa einna tryggastar tekjur allra manna, ðskiljanlegum menntamönn- um öðrum, að ekki sé minnzt á tilvonandi menntamenn, þ.e. skólapilta, Þá revndu blaða- menn Þjóðviljans mjög að gera sig alþýðlega með alls konar samsafni húfna, derhúfna, alpa- húfna o.s.frv. Auk þessa voru svo öll blessuð börnin, sem vita ekki hvað þau gera. Þarna var lagleg alþýða. Það, sem á vant- aði, var bara nokkrir verka- menn, en þeir eru bara engin andskotans alþýða á máli Þjóð- viljans. Nei, alþýðan, það eru sko arkitektarnir, læknarnir, sögukennararnir og skólapilt- arnir, með öðrum orðum hinir gömlu, tryggu salon-kommar, mennirnir, sem aldrei standa í verkföllum, mennirnir, sem venjulega njóta góðs af verk- föliunum, án þess að þurfa að leggja nett á sig sjálfir. Þetta var afskaplega fríð fylking með Ebba í Dagsbrún fremstan ásamt félaga Birni á bílnum (ekki mjólkurbílnum) og svo tvo ráðherra aftar, en ekki saman, enda voru þeir nú að Styðja þarna hálfgerðar vít- ur á sjálfa sig í sambandi við hervarnarmálin. Það var því betra að láta bera sem minnst á sér. Og alltaf eru nú blessuð börnin falleg. — í þessari fylk- ingu voru menntamennirnir víst að lýsa yfir samstöðu sinni með félögum sínum í Ungverja- landi, sem stóðu fyrir uppreisn inni þar, ásamt verkamönnun- umum. Þeir skilja kannski bet- ur en Ungverjar, hvað kúgun er. Enda eru víst arkítektar og læknar betur launaðir í Rúss- landi miðað við verkamenn, heldur enn hér. Það er kannski það ástand, sem þessir herrar óska eftir undir yfirskini „vin- áttu við alþýðuna“. Þó að Þjóðviljinn hafi stund- um unnið mikil afrek í talningu manna á útifundum og í kröfu- göngum, hefur hann ekki treyst sér til að tilnefna neina tölu um þátttöku í kröfugöngu kommanna 1. maí. Nú er þetta mjög merkilegt, því að gengi rúblunnar er svo lágt, að þeir hljóta að vera sérlega vanir háum tölum. Væri gaman að^ fá ð heayra einhverja tölu nefnda frá Þjóðviljamönnúm um þetta, þó ekki væri nema til að menn gætu skemmt sér nokkra stund við hlátur að henni. Það er ekki nóg fyrir slíka afreksmenn á sviði tölu- vísinda að telja gönguna hina- fjölmennustu, sem sézt hafi í Reykjavík. ý Verkamaðui’, 50 m. skriðsund telpna: 1. Ágústa Þorsteinsd., Æ, 30,9 2. Sigr. Sigurbjöxnsd., Æ, 33,4 3. Vigdís Sigurðardóttir, Á, 39.0 t, 1500 m. skriðsund karla: Í. Helgi Sigurösson, Æ, 20:35,0 2. Guðm. Gíslason, ÍR, 22:20,3 3. Magnús Guð.mss., Æ, 23:53,3 jomusdottur, iöit meo io. o. og 15. 6. 1. FLOKKUR Einliðaleikur karla: Kristján Benediktsson, TBR sigraði Gunnar Petersen. TBR með 15. 11. og 15. 7. Einliðaleikur kvenna: Rannveig Magnúsdóttir, TBR effirlitsgjald. Hér með. er skorað á þá atvinnurekendur, sem enn hafa ekki greitt vélaeftirlitsgjald fyrir árið 1956, að íjúka greiðslu þess hið allra fyrsta og eigi síðar en 20. p. m. Eftir þann tíma verður stöðvaður allur rekstur verksmiðja og véla hiá þeim, sem ekki hafa þá greitt gjaldið að fuilu. Reykjavík, 9. maí 1957. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, . Arnarhvoli.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.