Alþýðublaðið - 30.07.1957, Blaðsíða 3
Þ-riðjudagur 30. júlí 1957
Afþýgublagjg
ÞAÐ ER MIKILL fengur að
því að fá erindi eins og þau,
sem Þórður Einarsson fulltrúi
hefur flutt undanfarið í útvarp-
ið um kynþáttavandamálin í
Bandaríkjunum. Hann hefur gef
ið sögulegt yfirlit um þetta
mikla vandamál, sem mjög hef-
ur verið notað sem áróðursfeni
til að ófrægja bandarísku þjóð-
ina, en einnig hefur hann lýst
því, sem fyrir augu hans sjálfs
hefur borið og hann hefur gert
það á þann hátt, að við höfum
fengið glöggar myndir af því.
ÞÓRÐUR EINARSSON er
eins og góður fyrirlesari á að
vera. Hann er glöggur og skýr í
máli, hann er laus við allan á-
róður, lætur staðreyndirnar ein-
ar tala og auðheyrt að hann hef-
ur það eitt sjónarmið að skýra
sem sannast og réttast frá öllum
málavöxtum. Ég vil þakka fyrir
þessi erindi.
ÞAÐ VAR sálfræðilega rangt
að láta farmennina greiða at-
kvæði um það hvort setja skyldi
gerðardóm í vinnudeiluna. Þ'eir
hlutu að fella þá tillögu. Þeir
gátu ekki, fyrstir allra stétta,
samþykkt gerðardóm. Ástæðan
er ekki sú, að þeir hafi sömu
aðstöðu, eða eigi að hafa og aðr-
.ar láglaunaðar vinnustéttir, held
_ur er hún fyrst og fremst sú, að
þeir. vilja láta líta á sig sem
’verkalýðsstétt í réttlátri launa-
deilu. En með því að brjóta
Góð erindi um mikið
vandamál.
Rangt í sálfræðilegu tilliti
Þegar menn hætta að
að skilja æfaforn ís-
lenzk orðatiltæki.
[Vlikil hætta á málspillingu
reglu launastéttanna og sam-
þykkja gerðardóm, sem verka-
lýðssamtökin hafa aldrei viljað
fallast á, hefðu þeir markað sér-
stöðu sína.
EN ÞAÐ GETUR ÞÓ vel ver-
ið að framkoma þessarar tillögu
verði til þess að stytta deiluna
að nokkru. Hins vegar halda
margir því fram, að það geti
orðið til þess að legja hana. Yf-
irmennirnir voru, áður en þeir
greiddu atkvæði, búnir að fá ein
hverjar tilslakanir frá miðlun-
artillögunni, sem þeir felldu um
daginn. Vel má vera, að þeir bú-
ist við, að einmitt það bendi til
þess að deilan fari að styttast
þeim í hag.
KENNARI skrifar: „Málið er
að spillast. Ég á ekki við það,
að meira beri á enskuslettum
en áður, þó getur það verið. En
ég hef aldrei getað á það fallizt,
að málið spillist til frambúðar
vegna einstkra orða, sem ung-
lingar sletta í tíma og ótíma. Á-
stæðan fyrir því, að mér finnst
að málið sé að spillast, er sú, að
menn, ekki sízt blaðamenn, eru
farnir að beita islenzkum tals-
háttum í rangri merkinug.
NÚ TALA ÞEIR um „feimnis-
mál“ í allt annarri merkingu en
ríkt hefur frá fyrstu tíð. Þetta
hefur endurtekið sig nokkrum
.sinnum, og nú síðast í Morgun-
blaðinu á fimmudaginn í smá-
grein á öftustu síðu. Orðið
feimnismál hefur alltaf haft al-
veg sérstaka merkingu í íslenzku
máli, en sumir virðast ekki hafa
lært það og misskilið þegar þeir
hafa heyrt. það. Þannig er þetta
um fleiri orð og talshætti í ís-
lenzku. Mér finnst að engin mál-
spilling sé eins hörmuleg og sú,
þegar menn hætta að skilja fast
mótaða ís'lenzka talshætti.“'
ÉG IIEF LÍKA tekið eftir
þessu. Ég er sammála bréfritar-
anum um það að einstaka slett-
ur erlendra orða á vörum ung-
linga eru ekki eins hættulegar
og þegar menn, sem stöðugt rita
í blöð, misskilja alveg meiningu
orða eða orðátiltækja.
Hannes á horninu.
Vígsla Hallgrímskirkju
Framhald af 8. síðu.
flutti Ólafur B. Björnsson, rit-
stjóri frá Akranesi. Ræddi
hann byggingarsögu Hallgríms
kirkju og þakkaði framlög og
gjafir, sem kirkjunni hafa bor-
ist. Aðrir ræðumenn voru, for-
maður sóknarnefndar, Guð-
mundur Brynjólfsson, bóndi frá
Hrafnarbjörgum, Pétur Otte-
sen, alþingismaður, biskupinn,
herra Ásmundur Guðmundsson
og Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra. Milli ræðanna sungu
veizlugestir ættjarðarljóð af
miklu fjöri, undir stjórn dr.
Páls ísólfssonar.
Að lokum flutti forseti ís-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson
ávarp.
HUGMYNDIN ER FRÁ 191fi.
Hugmyndin um að byggja
minningarkirkju um Hallgrím
Pétursson, mun fyrst hafa kom-
ið fram opinberlega á héraðs-
fundi að Grund í Skorradal ár-
ið 1916. Árið 1933 var stofn-
. uð Landsnefnd Hallgrímskirkju
hefur hún starfað til þessa og
séð um allar framkvæmdir
byggingarinnar.
BYGGINGARSAGA
KIRKJUNNAR.
Árið 1934 var efnt til sam-
. keppni um teikningu að kirkj-
. unni. Nokkrar tillögur bárust,
en engin beirra fékk fyrstu
verðlaun. Önnur verðlaun hlaut
Sigurður Guðmundsson arki-
tekt. Sneri Landsnefndin sér þá
til Guðjóns Samúelssonar húsa-
meistara, sem teiknaði kirkju,
sem hafin var bygging á árið
1937. Steyptur var grunnur og
. kjallari undir 30 metra langa
kirkju. En vegna styrjaldarinn
ar stöðvuðust allar bygginga-
framkvæmdir í bili. En er haf-
ist yar handa að nýju varð að
ráði að hafa kirkjuna nokkru
minni en upphaflega var ætlað,
og gerði Sigurður Guðmunds-
son teikningu að nýrri kirkju,
sem hafin var bygging á vorið
1954.
Krkjan er 20 metra löng og
9 metra breið, turnin er 20
metra hár. Sæti eru fyrir 140
manns.
Kirkjan er byggð úr stein-
steypu, en veggirnir eru hlaðn-
ir innan gulum múrsteini.
Kirkjuloft er ekkert, en timbur
klædd súð undir sperrum. Á
gafli móti altari er stór gluggi
úr lituðu gleri með myndum
eftir Gerði Helgadóttur. Alta'ris
tafla er eftir Jóhannes S.
Kjarval. Prédikunarstóllinn er
með útskornum myndum af
guðspjallamönnunum, eftir Ág-
úst Sigmundsson myndskera.
Allt tré í kirkjunni, loft,
bekkir, altari og prédikunar-
stóll er með viðarlit. í kór stend
ur skírnarfontur úr íslenzkum
'grásteini.
Kirkjubyggingin kostar í
allt samtals hálfa aðra milljón
króna, en 400 þúsund króna
skuld hvílir enn á byggingunni.
Enn er ólokið að ganga frá
garði, sem vera á umhverfis
kirkjuna.
MARGAR GÓÐAR GJAFIR.
Kirkjunni hafa borist marg-
ar góðar gjafir, má þar nefna,
að Hvalur h.f. gaf þakið, sem
er úr eir, prestar gáfu altarið,
frú Unnur Ólafsdóttir gaf hök-
ul, sem hún hafði unnið úr
íslenzkri ull, Anna Miiller gaf
kaleik og patínu, frú Oddný
Guðmundsdóttir gaf silfur-
könnu, Ólafur B. Björnsson og
frú gáfu skírnarfontinn, glugg-
inn á gafli kirkjunnar var gef-
inn af Elliheimilinu Grund í
Reykjavík, Borgfirðingafélagið
í Reykjavík gaf kirkjuklukkurn
ar, Lithoprent gaf ljósprentaða
Guðbrandsbiblíu, Rikharður
Jónsson gaf mynd af Hallgrími
Péturssyni. Auk annarra gjafa
hafa ýmis félagssamtök og ein-
sta'klingar fært Hallg'rímskirkju
peningagjafir.
YFIRSMIÖUR VAR
JÓHANN PÉTURSSON.
Yfirsmiður við kirkjubygg-
inguna var Jóhann Pétursson
frá Akranesi, en í landsnefnd
Hallgrímskirkju, sem séð hfeur
um byggingu kirkjunnar, eiga
nú sæti Ólafur B. Björnsson
frá Akranesi, sem verið hefur
formaður nefndarinnar frá
stofnun hennar, séra Sigurjón
Guðjónsson prófastur frá Kala-
stöðum, Guðmundur Gunn-
laugsson kaupmaður, Reykja-
vík, Loftur Bjarnason, útgerð-
armaður, Hafnarfirði og dr.
Matthías Þórðarson, fyrrver-
andi þjóðminjavörður.
Sleindór
Afgreiðsla
leigubifreiða
Símar:
1-15
24-
i
Afgreiðsla
sérleyfisbifreiða
Símar:
1-15-85
1-15-86
Sleindór
SALA - KAUP
Höfum ávallt fyriniggj-
andi flestar tegundir bif-
reiða.
Bílasalan
Hallveigarstíg 9.
Sími 61038.
Dvalarheimili
aldraðra
Sjómanna
— Minningarspjöldm fást
hjá: Happdrætti D. A. S.
Austurstræti 1, sími 7757
— Veiðarfæraverzl. Verð-
andi, sími 3736 — Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur,
sími 1915 — Jónas Berg-
mann, Háteigsvegi 52, sími
4784 — Tóbaksbúðin Bost-
on, Laugaveg 8, sími 3383
— Verzl. Laugateigur,
Laugateig 24, sími 81666
— Ólafur Jóhannsson,
Sogabletti 15, sími 3096
— Nesbúðin, Nesvegi 39.
Samúðarkort
Slysavarnafélags Islands
kaupa flestir. Fást hjá slysa-
varnadeildum um land allt.
í Réykjavík í Hannyrðaverzl-
uninni í Bankastr. 6, Verzl.
Gunnþórunnar Halldórsdótt-
ur og í skrifstofu félagsins,
Grófin 1. Afgreídd í síma
14897. Heitið á Slysavarnafé-
lagið. — Það bregst ekki. —
Hafnarfiörður
og nágrenni.
Hið nýja símanúmer
okkar er
50888
(2 línur)
Góðir bílar.
Fljót afgreiðsla.
Nýja
Bílstöðln h.f.
Leiðir alira, sem ætla að
kaupa eða selja
B t L
liggja til okkar
Bííasalan
Klapparsííg 37. Sími 19032
OrigiHal jjyzkir
kvcikisteinar (flints)
Heildsölubirgðir:
LÁRUS & GUNNAR
Vitastíg 8 A.
Sími 16205.
miðfusiin,
Vitastíg 8A.
Sími 16205.
Sparið auglýsingar og
hlaup. Leítið til okkar, ef
þér hafíð húsnæði til
leigu eða ef yður vsntar
húsnæðL
Skatta eg útsvars
kærur gerðar
Bíla og Fasteignasalan
Vitastíg 8 A.
Viðtalstími kl. 5—7 sd.
LANDGRÆÐSLU
SJÓÐUR
önnumst *llskon*r v»tn»*
c* titalagnlr.
Hitfdagnir gJ.
Símar: 33712 og 12899.
KAUPUM
prjónatuskur og vað-
málstuskur
hæsta verái.
Þingholísstræti 2.