Alþýðublaðið - 30.07.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1957, Blaðsíða 4
AlþýgublaSlg Þriðjudagur 30. júlí 1957 Útgefandi: AlþýQuflokkurlsa. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Auglýsiugastjóri: Emilía Samúelsdóttir. F!réttastjóri: Sigvaldi Hjálmamon. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guömundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Prontamiðja Alþýðublaösini, Hverfisgðtu 8—1C. Tungan og hjartað MORGUNBLAÐIÐ ber mjög á móti því, að far- mannadeilan sé á nokkurn hátt runnin undan rifjum Sjálfstæðisflokksins. Ástæð- an er auðvitað sú, að almenn ingsálitið fordæmir tvífara- leik Bjarna Benediktssonar, og óánægjan nær meira að segja langt inn í raðir gætn- ari Sjálfstæðismanna, sem vilja meta þjóðarhag meira en pólitíska ævintýra- mennsku. En Morgunblaðinu verður ekki kápan úr klæði afsökunarinnar. Tunga Sjálf- stæðisflokksins er margklof- in, og málflutningur íhalds- blaðanna kemur upp um til- finningarnar og viðleitnina, sem Morgunblaðið ber á móti. Sannanirnar eru vissu- lega fyrir hendi. Hvað eftir annað vék Morgunblaðið að því í ár- dögum farmannadeilunnar, að dómur hennar ætti að falla á ríkisstjórnina. Nú fer það sér hægt í þessari iðju af því að Bjarni Bene- diktsson veit sig kominn helzt til langt út á hálan ís. En þá taka hinir tunguhlut- ar Sjálfstæðisflokksins við. Vísir kunni þaðráðtil Iausn ar farmannadeilunni á dög- unum, að ríkisstjórnin segði af sér. Það er tung- unni tamast, sem hjartanu er kærast. Og nú er Mánu- dagsblaðið látið ganga feti Iengra en henta þykir um Vísi og Morgunblaðið, sem teljast opinber málgögn Sjáifstæðisflokksins. Mánu dagsblaðið f jölyrðir um far- mannadeiluna og segir í millifyrirsögn á forsíðu í sínum alkunna upphrópun- arstíl: „Ætti að segja af sér“. Hér er átt við ríkis- stjórnina. Og á öðrum stað ályktar einn af heilum Mánudagsblaðsins orðrétt: „Að því loknu ættu Sjálf- stæðisflokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn að taka hönd um saman um stjórn lands- ins með Alþýðuflokknum eða hlutleysi hans. Báðir flokkarnir, Sjálfstæðisflokk urinn og Sósíalistaflokkur- inn, eru vinsælirmeðalvinn andi stétta og líklegastir til að hafa bætandi áhrif á stéttafélögin í borg og bæj- um“. Er hér kannski ekki fullskýrt að orði kveðið? ÆtJi þurfi frekari vitna við um hinar raunverulegu hugsanir Sjálfstæðisflokks- ins bak við sakleysisgrím- una? SjálfstæSisflokkurinn lít- ur á farmannadeiluna sem mikilvægt atriði í áróðri sín- um og valdabrölti, hvað svo sem Morgunblaðið þykist hafa til þeirra mála að leggja í afsökunarskyni. Hendurnar eru hendur Esaú, en röddin er rödd Jakobs. Og það er tungunni tamast, sem hjart- anu er kærast, þó aldrei nema orðin komi úr barka Mánudagsblaðsins. Sam- göngumar milli hans og hjarta íhaldsins eru sannar- lega engin nýlunda, þó að ekki sé gott til afspurnar fyr ir hvorugan málsaðilann. En enginn má sköpum renna. Stúdentaskákmótið STÚDENTASKÁKMÓT- IÐ, sem staðið hefur yfir hér í Reykjavík undanfarið, vakti mikla og almenna at- hygli. Aðsóknin bar fremur svipmót stórþjóðar en smá- ríkis. Hér var líka um merki- legan atburð að ræða, og skákíþróttin á vaxandi vin- sældum að fagna meðal ís- lendinga. Ber mjög að fagna því, að stofnað skyldi hér til þessa móts í þessari skemmti legu íþrótt hugkvæmninnar og ályktunarinnar. Árangur þess heima fyrir mun segja til sín áður en langt um líð- ur. Úrslitin komu engum á ó- vart. Rússnesku stúdentarn- ir báru glæsilegan sigur af hólmi eins og við var búizt. Þeim og öðrum sigurvegur- um mótsins skal hér með ósk að til hamingju. Sumir munu hafa vonað, að íslenzka sveit in yrði ofar í röðinni en raun bar vitni. En vissulega er rík ástæða til að fagna frammistöðu okkar manna. Þeir urðu landi og þjóð til sóma. Og þeim er það að þakka, að stúdentaskákmót- ið var haldið hér og verður skákíþróttinni á íslandi til framdráttar. 00 Ritstjóri: Ingvar Ásmundsson. STÚDENTASKÁKMÓTINU er nú lokið með glæsilegum sigri sveitar Sovétríkjanna, sem hlaut 43 Vé vinning. Á fyrsta borði tefldi skák- meistari Sovétríkjanna, Lettinn Tal, og hlaut hæsta vinnings- hlutfall á því borði, vann 7 skákir, gerði 3 jafntefli og tap- aði engri. Tal virðist erfiða manna minnst yfir skákborð- inu, en arkar gjarna um gólf sem í leiðslu og rankar þá helzt við sér ef hann stígur ofan á einhvern, biður góðlátlega af- sökunar og heldur áfram göngu sinni fram og aftur um salinn. Stöku sinnum staldrar hann við og horfir augum skilnings og sköpunar á stöður okkar minni spámannanna, sem sitjum með sveittan skalla í endalausum efa um hvor sé betri brúnn eða rauður. í Sovét-sveitinni voru auk Tals Rússarnir Spasskí, sem er heimsmeistari unglinga, Polugajevski og Nikitín, Georg- íumaðurinn Gurgenidze og Lit- háinn Gipslis. Hlutu þeir titil- nn: Heimsmeistarar stúdenta í skák 1957. í öðru sæti höfnuðu svo Búlgarar eftir harða bar- áttu við Tékka. Hlutu þeir 37 vinninga. en Tékkar 36. Ung- verjar hlutu 34VÍ* vinning, Bandarikjamenn 31, Rúmenar 29, Austur-Þjóðverjar 28, ís- lendingar 27, Englendingar 23V2, Danir 19, Svíar 16, Equa- dormenn lölá, Mongólar 141Ú og Finnar 914. Þótt frammistaða íslenzku sveitarinnar hafi ekki orðið framar vonum, átti hún ýmsa góða daga. Má þar einkum nefna sigurinn yfir Dönum, A- Þjóðverjum og Englendingum. Ekki verður heldur með sanni Áthugasemd frá Vlnnuveitendasambandi íslands og Vinnumálasambandi S.Í.S. SAMNINGANEFND Stýri- mannafélags íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dagblöðunum í gær, þar sem reynt er að gera útreikninga og yfirlýsingar út- gerðarmanna tortryggliegar. Grein samninganefndar Stýri mannafélags íslands er skrifuð í mjög óviðfelldnum tón og lít ur út fyrir, að hún sé ekki skrif uð til þess að finna lausn á erf- iðu vandamáli, heldur til hins gagnstæða. Vér munum ekki hirða um að svara dylgjum og leiðinda orð- bragði stýrimanna nú frekar en hingað til, en snúa oss að kjarna málsins. Þó skal það tekið fram, að tölur þær, sem stýrimenn birtu úr „Hvítu bók inni“ eru birtar án heimildar og er það brot á lögum um sátta tilraunir, þar sem ekki var leit að samþykkis útgerðanna um birtingu þeirra skjala, er þær hafa lagt fram á sáttafundum. Til þess að ekkert fari á milli mála um útreikninga útgerð- anna, skal hér birt í heild, sem sýnishorn, blaðsíða sú í „Hvítu bókinni“, sem snertir II. stýri- mann í millilandasiglingum (V. fl.) og getur fólk þá borið sam- an við staðhæfingar stýrimann- anna. „II. stýrimaður á 5. fl. skipi. I. N.ú: Krafa: Grunnkaup 2.730,00 3.555,00 Vísitala 2.129,40 2.772,90 Fæðispen. í orlofi 56,07 160,20 Sumarleyfi 404,95 527,30 Fridagar (2) 323,90 (3) 1.537,92 Ffirvinna 850,00 2.550,00 Fæðispen. í hafnarfríum 192,09 6.494,32 6.494,32 11.295,41 11.295,41 (74%) H Eignatrygging 11,25 22,50 Lífeyristrygging 291,56 379,67 Alm. trygging 30,63 245,00 Sjúkrasamlag 45,00 45,00 Fatnaður 266,66 316.66 Fæði 750,00 750,00 Sængurföt og hreinlæti 230,00 Atv. skírt. trygging 166,67 1.395,10 1.395.10 2.155,50 2.155,50 (54,5%) 7.889,42 13.450,91 III. Gjald.hlunnindi 1.712,80 2.663,40 9.602,22 16.114,31 Mismunur 6.512,09 % með gjaldeyri: 67,8 sagt að sveitin hafi nokkurn- tíma beðið afhroð á mótinu. Þegar öllu er á botninn hvolft voru það samt fyrst og fremst íslenzkir skákunnendur, sem gerðu garðinn frægan að þessu sinni. Á hverju kvöldi komu þeir hundruðum saman til þess að fylgjast með mótinu. Með því hafa þeir sýnt skák- heiminum að Islendingar eru ótvírætt ein mesta skákþjóð veraldar. Stúdentamótið hefur orðið okkur til sóma og mun áreiðan- lega ekki spilla fyrir því að Is- lendingum verði falið að halda alþjóðaskákmót í framtíðinni. Hér birtist svo ein af skák- um Tals, tefld í 5. umferð stúd entamótsins. Hvítt: Tal (Sovétríkjunum). Svart Kolarov (Búlgaríu). 1. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. d4, c: d4. 4. R:d4, Rf6. 5. Rc3, a6. (Þetta afbrigði Sikileyjarvarnar er kennt við argentínska stór- meistarann Najdorf og er mjög í tízku.) 6. Bg5, Rbd7. 7. Bc4, Da5. 8. Dd2, e6. 9. o—o—o, b5. (Hvítur er nú kominn út með alla sína rnenn og hefur auk þess náð að hrókfæra. Svartur er aftur á móti með báða bisk- upa sína uppi í borði og á óhrók að. Það er því engin furða þótt Tal telji sig hafá efni á að fórna biskupi fyrir 3 peð. Kol- arov hefur sennilega búizt við fórnir, teflir mjög vel og fær hættulega mótsókn á hvíta kónginn.) 10. B:e6?!, f:e6. 11. R:e6, Kf7. 12. R:f8, H:f8. 13. D:d6, b4. 14. Rd5, D:a2. 15. Hhel, Kg8. (Hvítur hótaði 16. e5.) 16. B:f6, g:f6? (Betra hefði verið að drepa með riddaranum 16. — R:f6. 17. Re7, Kf7 og svartur stendur mun betur.) 17. Hd3, D:alt 18. Kd2, D:b2. 19. f4, b3. 20. Re7t, Kh8. 21. H:b3, Da2. 22. Dd5, Ha7. 23. Rg6t, Kg7. (Ef 23. h:g6 þá 24. Hh3t og drottningin fellur.) 24. R:f8, K:f8. 25. e5, R:e5. (Örvænting- arfullur leikur, sem bendir til þess að svartur sé í tímahraki, en staða hans er vonlaus hvort eð er. Hvítur hótaði 26. e6 og Dc5t) 26. Dc5t, Kg8. 27. D:c8, Kf7. 28. f:e5, Da5t 29. Dc3, Hd7t 30. Kcl og svartur gafst upp. án gjaldeyris: 70,5 Aí' : VAbót líkleg vegna langf. uppb., námskostn., aldurs- hækkun, í'yrir fullt sumarleyfi, frídagur fyrst í mán., matur í herb. og mr.rgt fleira.“ Til skýringar skal það tekið fram, að þeir liðir í útreikningn um, sem háðir eru vísitölu, eru reiknaðir með vísitölu 178 stig, en í yfirlýsingu útgerðanna 12. og 18. þ. m. er reiknað með nú- gildandi kaupgjaldsvísitölu 182 og er því bæði kaup og kröfur að því leyti of lágt reiknaðar í „Hvítu bókinni“. Það skal tekið fram, að í yf- irlýsingu útgerðanna 12. þ. m. er aðeins birt fasta mánaðar- kaup að viðbættri vísitöluupp- bót en í. framangreindum út- Framhakl á 7. síðu. Smælki •**<5 I Spánardeild bandaríska þingbókasafnsins eru geymdar einu hljómupptökurnar, sem til eru, þar sem spánska Nóbels- verðlaunaskáldið Juan Ramon Jimanez les sjálfur upp úr verk um sínum. Upptökurnar voru gerðar árið 1949. Ljóðskáldið dvaldi í Washington frá 1948 til 1951, er hann og kona hans sóttu heim fyrirlesara við Mary landháskóla. Hljómupptakan stóð yfir í eina og hálfa klst. og las skáldið m.a. tvö kvæði, sem hann orti meðan hann dvaldist í Washington. Nefnast þau „Ro- mances de Virginia“ og „Con los Olmos de Riverdale". Heitoginn af Windsor og kona hans hafa stofnað svo- nefnd Windsor-verðlaun til styrktar amerískum og evrópsk um listamönnum. Fyrstu verð- laun úr sjóðnum hljóta fransk- ir listamenn. Síðar munu styrk veitingar ná til listamanna allra Evrópulanda. . J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.