Alþýðublaðið - 31.07.1957, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.07.1957, Blaðsíða 12
„Ur því að ég var eimi sinni kominn vestui' fyrir járntjald, fýsti mig ekki til baka“, ságði Pal Benkö, ungverski skák- meistarinn, á fundi með frétta- mönnum í gær. Um ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun, að viljá: ekki snúa aftur heim til ætt- landsins, kvaðst liann fátt vilja segja utan það, að það væri af hreinum pólitískum ástæðum. — Ég gerði tilraun til að flýja að austan, er ég vár staddur á stúdentaskákmóti í Austur- Beilin árið 1952. Sú tilraun mis tókst. Síðan sat ég í fangelsi í átján mánuði. Aðspurður kveðst Benkö ekki hafa þurft að vinna í fang- elsinu. Hann hafi verið sett'úr í varðhald án þess að koma fyr- ir dómara né dómstól, enda var fangelsi þetta aðeins fyrir menn, sem settir voru inn af pólitískum ástæðum. Þeir fengu að fara undir bert loft tvisvar í viku og þá 10 mínútur í einu. Benkö fékk að hafa hjá sér skákborð og taflmenn og skákbækur, en engan hafði hann til að tefla við. Enga hug'- mynd hafði hann um það, hversu lengihann ætti að sitja í varðhaldi, en sumir félagar hans höfðu setið þar í átta ár. Benkö losnaði úr varðhaídinu 1953. þegar stjórnarskipti uiSu, en síðan hafði hann ekki farið yfir iandamærin, þangað til 10. maí í vor, að hann fékk að fara til írlands til þess að taka þátt í svæðakeppninni. Hann var í Budapest þegar byltingin varð í haust. Síðan hann fór til ír- lands nýlega, hefur hann ekki komið aftur til Ungverjalands. SNUIÐ VIÐ A SIÐUSTU STUNDU. Benkö skýrði frá því, að það hafi oft staðið til að senda sig til skákmóta erlendis, en aldrei hafi orðið úr því. Einu sinni átti hann að fara sem fyrirliði fyr- ir kvennasveit, sem hann hafði þjáifað, en þá var honum snúið við á flugvellinum klukkustund áður en lagt skvldi af stað. Bankö var spurður að því, hvers vegna hann hefði nú fengið að fara utan frekar en Framhald á 11. síðu. Freslw fil aS skila fillsg- um m gor'ö frímerkja Híiðvikudagur 31. júlí 1957 Mynd þessa tók liósmyndari blaðsins. þegar Benkö ræddi við fréttamenn í gær og sézt Benkö fyrir miðiu. Lengst til vinstri er dr. Gunnlaugur Þórðarson, framkvæmdastióri Rauða kross- ins en hægra megin við Benkö situr frú Nanna Snæland. og túlkaði hún mál Ungverjans. Vinabæjamófinu á Siglufirði lokið Það er annað norræna vinabæjamótið, sem haldið er á Siglufirði. — Bæjarstjórn Siglufjarðar fékk að gjöf skjaldarmerki allra vinabæjanna fimm. Á SIGLUFIRÐI hefur um helgina staðið yfir norrænt vina bæjamót. Er þetta annað vinabæjamótið, sem haldið er á Siglu- firði, hið fyrsta var haldið þar 1952 og var fyrsta norræna vina- öæjamótið, sem haldið var hér á landi. Á vinabæjamótinu voru þátttakendur frá Hcrning í Danmörku, Holmestrand í Noregi, VÉinerasborg í Svíþjóð og Utajarvi í Finnlandi. Mótið var sett við hátíðlega athöfn á íþróttaleikvanginum á iaugardag. Formaður Norræna félagsins á Siglufirði, Sigurður Gunnlaugsson, bauð hina er- 'lendu gesti velkomna, en þeir þökkuðu og fluttu kveðjur hver frá sínum bæ. Þá flutti ræðu Jóhann Jóhannsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans. Lúðrasveit Siglufjarðar lék undir stjórn Björgvins Jónssonar og kirkju- kórinn söng undir stjórn Páls Erlendssonar. Hinir erlendu máianeíndar. ý í KVÖLD verður dregið í' ( happdrætti Verkalýðsmála • ( nefndar Alþýðuí'lokksins. Nú ^ ýeru síðustu forvöð að kaupa( Mniða. Skifstofa happdrættis-( V ins er í Alþýðuhúsinu við\ SHverfisgötu, símar 15020, S S 16724 og 19570. Pantið miðaS ^ 1 dag og leggið með því skerf ) Jtil verkalýðsmálastarf semí1 • Alþýðuflokksins. ) framiengdur POST- og símamálastjórnin hefur ákveðið að framlengja frestinn til skila á tillögum um gerð frímerkja með mynd af ís- lenzkum hlómum, til 15. ágúst 1957. Iiverjum þátttakanda er heimilt að senda allt' að 4 til- lögur, sem skulu séndar þóst- og símamálastjórninni fyrir ofangreindan tíma. Tvenn verð laun, að upphæð kr. 1500.00 og kr. 1000.00 verða veitt fyrir til- lögur, sem taldar verða bezt hsefar. fyrir fyrirhuguð. frí- merki. Viðskipfasamníngur ís- lands 09 Þýzkalands framlengdur VIÐSKIPTASAMNINGUR- INN milli Islands og Samhands lýðveldisins Þýzkalands, sem fcll úr gildi hinn 30. júní 1957, liefur verift framlengdur ó- breyttur til 30. júní 1958. Bókunin um framlenginguna var undirrituð í Bonn hinn 15. júlí 1957 af Helga P. Briem, am- bassador, og prófessor Hall- stein, ráðuneytisstjóra utanrík- isáðuneytis Sambandrslýðveld- isins Þýzkalands. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 27. júlí 1957. gestir gáfu við þessa athöfn skjaldarmerki bæa sinna. — Um kvöldið hélt bæjarstjórn | Hvanneyri. Þar héldu ræður j Siglufjarðar boð inni á hótelj þeir Baldur Eiríksson, forseti bæjarstjórnar og Jón Kjartans- son bæjarstjóri. SUNNUDAGUR. Á sunnudag hófst mótið kl. 2 hátíðaguðsþjónusta, í Siglu- fjarðarkirkju. Þar prédikaði sóknarpresturinn, séra Ragnar; Fjalar Lárusson. Seinna þann dag var farið að Skeiðfossvirkj- un og sýnd þar mannvirki. Auk þess voru hinum erlendu gest- um sýndur bærinn og umhverf- ið, verksmiðjurnar, frystihúsið og önnur mannvirki. Á mánu- dagskvöld var lokahóf, sem Norræna félagið hélt á hótel Hvanneyri. Var þar skipzt á gjöfum, en auk þess voru bæj- arstjórninni gefin skjaldar- merki vinabæjanna fimm, hina veglegustu gripi.. Skjaldar-' merki Siglufjarðar hefur Sig- urður Gunnlaugsson, formaður Norræna félagsins sjálfur gert. Erlendu fulltrúarnir munu fara utan með Drottningunni næst. 3. fiokkur Vals í keppnisför um Norðurland Sigraði Akureyringa 4:1 ÞRIÐJI FLOKKUR Knatt- spyrnufélagsins Vals er um þess ar mundir í keppnisför uin Norfturland. í fyrrakvöld keppti j flokkurinn á Akureyri og sigr-' aði 4:1. í gærkveldi keppti flokkur- inn á Húsavík, annað kvöld keppir flokkurinn aftur. á Ak- ui eyri, en heimleiðis halda hin- 5r ungu Valsmenn á föstudag. I Þátttakendu-r í fárðipni, fremri röð frá vinstri: Oskar Siyúrðs- son, Halldór Friffriksson, Leiiur Gíslason, Valur Þórðrrson,. Þórólfur Eeck, Örn Steinsen o? Tómas Árnason. Aftari r"'5 frá vinstri; Óli B. Jónsson þjálfari, Baldur Garðarsson, Þórhaíiur Stíssson., Skúii B. Ólafs.. Pétur Stefánsson, Ellert S iram, Garðar Arnason, Gunnar Sigurðsson, Reynir Schmidt, Þ crkeíl Jónsson, Haraldur Guðmundsson o^ Smurður Halldórs's'on. úr 2i flokki knatfspymunámkefð í Danmörku. Árangur af samstarfi við Bagsværd-Idræts-forening í BYRJUN næsta mánaftar munu 16 leiknienn úr 2. flokkí knottspyrnudeildar KR taka þátt í námskeifti í knattspyrnu á Jótlandi í Danmörku. Barst KR boft um þátttöku í námskeiði þessu frá Bagsværd Idraets-forening í Danmörku, en KR hef- ur haft mikil óg góft samskipti vift þaft félag. Alþýðublaðinu barst í gær* ' eftirfarandi fréttatilkynning frá KR um þetta efni: 4 FÉLÖG STANDA AÐ NÁMSKEIÐINU. Eins og öllum knattspyrnu- unnendum er kunnugt þá hefur KR haft mikið samstarf við Bagsværd Idrots-forening í Danmörku undanfarin ár og hef ur aðalmarkmiðið verið gagn- kvæmar heimsóknir unglinga- liða. í framhaldi af samstarfi þessu barst KR síðastliðið haust boð frá B.Í.F. um að taka þátt í knattspyrnunámskeiði fyrir unglinga 17—19 ára (II. flokk- ur), er halda skyldi í æfinga- búðum við Vingsted á Jótlandi dagana 3.—10 ágúst, en fyrir námskeiðinu munu standa fé- lög frá fjórum bæjum á Sjá- landi, Glostrup, Ballerup og Bagsværd. Þar sem að stjórn KR var kunnugt um að knatt- spyrnunámskeið sem þetta hef- ur tekizt mjög vel, þá tók hún boðinu fegins hendi og var á- kveðið að senda 16 leikmenn og 3 þjálfara til þátttöku í nám- skeiðdnu. Þjálfararnir, sem verða með í förinrii, erú Óli.B. Jónsson, sem er þjálfari flokksr ins, Haraldur Guðmundsson og Sigurður Halldórsson. Óli B. Jónsson mun jafnframt verða Framhald á 8. síðu. Maður stórslas- asf af höggi UNGUR MAÐUR, Jón Árna- son, verkamaður hjá Eimskip„ stórslasaftist s. 1. mánudagsmorg: un, er hann var sleginn mjög illa í höfuðift. Maðurinn mun hafa veriS undir áhrifum áfengis. Er hann kemur gangandi að.Verka- mannaskýlinu við höfnina lend ir honum saman við mann nokk urn og skipti það engum tog- um, að sá síðarnefndi slær hann. niður. Missti Jón þegar með- vitund og blóð flæddi úr vit- um hnas. Var talið, að hamt hefði höfuðkúpubrotnað. Er blaðið spurðist fyrir um líðan hans á Landsspítalanum í gær, fékk blaðið þær upplýsingar, að ekki væri hann enn kominn til meðvitundar. Hins vegar hafði ekki reynzt um höfuðkúpubrot að ræða. VeðriS í dao N. og N.-V. kaldi; vífta léttskýjaft. Haust- og vetrartízkan á eftir að setja margmi mann á höfuðið. Skinn notuð sem tau55 vœri! PARJS, þriftjudag, ((NTB- AFP). Týkuisérfræðingurinn Pierre Balmain sýndi í dag haust- og vetrartízku „módel“ sín og eru vellagað mitti og yíftar h jrftar og ermar eitt hið mikilvægasía í hugmynd um hans um það, hvernig hin velklædda kona skuli líta út í vetur. Víðu ermarnar eru áhrif frá tíbetönskum mimka kápum, enda kallar Belmain sköpunarverk sitt „The Dalai Lama Linc“ (sbr. Il-línu Di- ors). Útsaumaðir jakkarnir með ef; J( 'miftdagskjólíuaium eiga einnig að þakka tilveru sína innblæstri frá Tíbet. Kápurnar eru mjög víðar og sumum haldið að um mitt- ið með beltum. Dragtarjakk- ar ei*u síðir með belti. Fínustu dragtirnar eru meft minka- jökkum með helíi úr sama skinni. Kjólar til „daglegs hrúks!S lir Jersey og fíngerðu ulla- crepe eru mjög þröngir meffi fíngerðum leggingum og feli ingum um brjóst og mjaðmir. Helztu litirnir eru svart og öll Iitbrigði af brúnu, allt frá Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.