Alþýðublaðið - 13.08.1957, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.08.1957, Blaðsíða 9
Smðjudagur 13. ágúst 1957. Alþýgubtagjg 9 Aðeins lítið eitt nægir . ,, því rakkremið er frá FRAM kom skemmtilega á óvænt í leik sínúm við Dyna- sno-Kiev á simnudagskvöldið. Eftir tvo fyrstu leiki Rússanna Ii.ér höfðu þeir skorað aíls 17 mörk gegn 2. Margir töldu það óðsmanns æði að senda eitt fé- lagslið, óstyrkt frám, gegn slílt- um köppum. Úrslitin yrðu að- eins á einn veg, enn eitt hroða- legt burst og til aukinnar háð- ungar íslenzkri knat'tspyrnu, nóg væri samt. En það fór sann- arlega á annan veg, því Framm afar urðu íslenz.kri knaftspyrnu fil hins mesta sóma í leikniim, sem Iauk með næsta tæpum rússneskum sigri 3:1. Fyrri hálf leikur endaði 2:1 fyrir Rússa, og sá síðari 1:0, eftir sjálfsmark Fram. I leiknum fengu Framm- arar alls 8 hornspyrnur á Dyna- mo, en aðeins tvær voru teknar á Fram. FYRRI HÁLFLEIKUR. ÞESSI hluti leiksins var skemmtilegastur. Sótt var á og varizt af beggja hálfu af hinu mesta kappi. Þó knattleikni Rússanna væri meiri en mót- herjanna, þá áttu hinir síðar- nefndu ágæta sóknarkafla, hyggða á snjöllum samleik og hraða. Þegar á fyrstu mínútu var mark Fram í hættu og fengu Rússar hornspyrnu upp úr þeirri sókn sinni, en hætt- unni af henni var bægt frá. Er 5 mínútur voru af leik, tókst Fram að skapa góða sókn uipp hægri kantinn. Karl Berg- Snann h. úth. fékk knöttinn vel sendan, lék með hann fram með hliðarlínunni upp í horn, og sendi hann þaðan til Björgvins ínnherja, sem skaut. Markvörð- urinn náði til knattarins, en imissti hans og Björgvin bætti jbví við, sem dugði og skoraði. Nokkrum mínútum síðar voru Frammarar aftur í færi, og Björgvin átti aftur tækifæri, en skaut nú yfir. Geir markvörður Fram bjarg sði vel skömmu síðar, snöggri eendingu fyrir markið frá h. útherja, með því að hlaupa út og slá frá. Rétt á eftir eru Frammarar enn í færi, eftir að Björgvin hafði fengið knöttinn Og sent hann viðstöðulaust á- ffram til Dagbjartar, en honum Snistókst skotið. Þegar hér var feomið leiknum voru liðnar af foonum aðeins 13 mínútur, en á þessum tíma hefðu Frammarar átt'að vera búnir að skorá 3 snörk, ef allt hefði farið að lík- afn' með þau tækifæri. sem þeir höfðu fengið, en urðu að láta Sér nægja aðeins eitt, og bað úr fjví lakasta, því hin tvö, sem fforgörðum fóru, voru að því er .Virtist miklu betri. Rússneska sóknin fór nú að jþvnpiast. og á 17. mínútu skor- ar Pvnamo sitt fyrra mark í Jbálfleiknum, var það gert með rok-föstu skoti af alllöngu færi, en hefði .samt átt að vera mark- verðinum viðráðanlegt, þó að snöggt væri, því færið var það langt. Þrem mínútum síðar skora Rússarnir aftur, h. útherji skaut að vísu fast en úr óvenju lega kröppum vinkli, missti ma.rkvörðurinn knöttinn undir sig óg inn. 25 mínúturnar, sem eftir voru hálfleiks, var svo sótt og várizt af kappi á báða bóga. Rússarnir voru að vísu meira í sókn, én fengu aldrei opið færi til að skjóta, vörn Fram var þeim erfiður Þrándur í götu og og mátti heita ,,pott-þétt“ allan leikinn. Rétt fyrir leikslok, áttu Frammarar tvívegis góð upp- hlaup, í því fyrra bjargaði bak- vörgur Dynamo, með því að. gera horn, og í hinu síðara á síð- ustu mínútunni, skaut Guð- mundur Oskarsson föstu skoti frá vítateig, eftir velskipulagða sókn, frá miðju, en markvörð- urinn varði með því að varpa sér. SÍÐARI HÁLFLEIKUR var allur miklu þófkenndari en sá fyrri. Þegar á fyrstu mín- útu varð h. innherji Rússanna að fara út af, vegna lítilsháttar meiðsla, sem hann hlaut í ná- vígi við varnarleikmenn Fram, uppi við markið. Er 15 mínútur voru af leik kom þriðja mark leiksins. Eftir allgóða sókn Rússa, skýtur einn framherji þeirra að marki, knötturinn hefði farið utan við, en Gunnar Leósson h. bakvörð- ur Fram hyggst stöðva knött- inn, en missir hans, og breytir stefnu hans um leið, svo hann hrekkur í markið. Var þetta sannarlega mikið óhapp, en hafði ekki nein lamandi áhrif á Frammarana, sem sóttu á af kappi og lögðu sig fram um að jafna metin, en rússneska vörn- in gaf ekki færi. Var nú enn sótt og varizt á víxl, en varnir beggja stóðust allar eldraunir. Loks á 30. mínútu komust Frammarar í skotfæri. Skúli sendi Bergmann knöttinn, en hann skaut yfir. Skömmu síðar er aukaspyrna á Dynamo, knött urinn fellur niður á markásinn og aftur fyrir markið. Enn fá Frammarar aukaspyrnu nokkrum mínútum síð- ar, vegna þess að markvörður- inn hleypur út fyrir vítateig og tekur knöttinn þa-r með hönd- un.um. Sú aukaspyrna er varin í horn, og hornspyrnan líka var- in, en upp úr útspvrnu sækja RÚssarnir fast fram, en vörn mótherjanna hnekkir sókn þeirra. Síðustu mínútur leiksins eiga svo Frammarar hverja hornspyrnuna af annarri, en Rússarnir verjast af mikilli hörku, og leiknum lýkur með því að knötturinn liggur á horn spyrnustað og útherji Fram er að búa sig undir að spyrna, en tími vannst ekki til þess að framkvæma fjórðu hornspyrn- una, svo að segja í röð. Leikn- um var lokið. Dómari var Þor- lákur Þórðarson, dáemdi hann yfirleitt vel. í þessum Ieik hlutu Rúss- arnir þá mestu mótspyrnu, sem þeir hafa fengið hér, í leik. Seinni hálfleikurinn hef- ur þeim að undanförnu verið miklum mun léttari en sá fyrri, og þá hafa þeir líka hlað- ið mörkum á mótherjana. Hér mættu þeir liði, þó að aðeins væri óstyrkt félagslið, sem sýnilega hafði nægilegt þol all an leiktímann, svo sem og vera ber. I knattmeðferð og leik- tækni stóðu Rússarnir vissu- lega mótherjum sínum fram- ar, hins vegar sýndu Framm- arar það, að þeir voru síður en svo blankir á því sviði, sókn- arlotur framherjanna voru oft ágætlega uppbyggðar og hefði skottæknin verið að sama skapi, hefðu úrslit orðið önn- ur. Annars vann Framliðið allt af miklum samtakaþrótti, og nýtti hver einstakur getu sína og kunnáttu til hins ýtrasta, til þess að ná sem beztum ár- angri bæði í sókn og vörn, og ekki verður annað sagt, en það hafi tekizt mæta vel. EB Björgunarsfarf Framhald af 12. síðu. björgunarsveitin hafði tekið með sér upp á fjallið. Maður var síðan látinn síga niður um það bil 300 metra til Cortis, sem hann svo batt við sig, áður en þeir voru báðir dregnir upp. Björgunarsveitin hafði hugsað sér að bjarga hinum á sama hátt, en hætt var við það. Þeir, sem fórust, voru tveir Þjóðverjar og einn ítali. Þjóð- verjarnir höfðu skilið við Cor- tis og reynt að komast upp á tindinn, en náðu ekki. Hinn ítalinn stóð í sjálfheldu á sillu í fjallshlíðinni á öðrum stað, og var hann með lífi, er hann sást síðast á sunnudag. Björgunar- sveitin, sem í voru svissneskir, franskir, ítalskir, þýzkir og pólskir fjallgöngumenn, stofn- uðu lífi sínu í hættu við tilraun ir sínar til að bjarga mönnun- um. Gillette Það freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er í gæðaflokki með Bláu Gillette Blöðunum og Gillette rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það freyðir fljótt og vel . . . og inniheldur hið nýja K34 bakteríudrepandi efni sem einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Reynið eina túpu í dag. GiIIette „Brushless* krem, einnig láanlegt. Heildsölubirgðir: Globus h/f. Hverfisgötu 50, sími 7148 t S; Birtu fer senn að bregða Ljósaperur af öllum stærðum frá 15w til 500 w. Einnig kertaperur og kúluperur raffækjadeild Skólavörðustíg 6. Sími 1-64-41 ISI. VALUR. KSI. mattspyrnufélagið Dynamg íeikur í Reykjavík. 4. Ieikur fer fram á íþróttasvæðinu í Laugardal, þriðju- dag. 13 ágúst kl. 8 e. h. Þá leikur Dynamo og úrvalið Suð-Veslurlands Tekst úrvalinu að sigra? . Aðgöngumiðasala hefst á íþróttavellinum þriðjudag 13. ágúst kl. 1—8 og eftir kl. 7 úr bíium í Laugardal. Verð: Stúkusæti kr. 40. Stæði kr. 20. Barnamiði kr. 5. Móttkunefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.