Alþýðublaðið - 14.09.1957, Side 4

Alþýðublaðið - 14.09.1957, Side 4
JLaugardagur 14. sept. 1957 AlbýSubiaSiS Á líðandi stund. Laugardagur 14. sept Jarðhilinn í Krýsuvík og nýjar leiðir í aivinnumáium okkar - Skamml stórviðburða á ntiiii í skák -- ViSieysur apaðar eflir úllenzkum - Kýir bergarar borðnir veikomnir. - Haustar Útgefandi: Alþýðuflokkurion. Ritstióri: Helgi Sæmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttif, Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarssoa. BlaSumenn: Björgvin Guðmundssoo Of r -oítur Guðmundsson. Bitstjórnarsímar: 14901 og 14962. Auglýsingasími: 14906. Áfgreiðslusími: 14900. feeatscmiðla Alþýðublaðsimr, Hvesfisgðta i—lt. Milljónirnar sjö ÚTSVÖRm í REYKJAVÍK haía mjög verið á dagskrá undanfarið, og munu þær umræður enn harðari, ef að líkum lætur, við úrskurð fé- lagsmálaráðuneytisins, en niðurstaða hans er sú, að bæjarstjórn Reykjavíkur hlutist til um, að niðurjöfn- unarnefnd jafni niður útsvör um þessa árs að nýju. Rök ráðuneytisins eru aðallega tvö: I fyrsta lagi hafi verið jafnað niður 6,9 milljónum umfram heimild og í ööru lagi verði að telja, að niður- jöfnunarnefnd hafi ekkí tek ið nógsamlega tillit til efna og ástæðna gjaldendanna við niðurjöfnunina. Hér er um lagatúlkun að ræða, en röksemdir ráðuneyt isins virðast óneitanlega þungar á metunum. Jafnað hefur verið niður á Reykvík inga útsvörum, sem eru nær sjö milljónum hærri upphæð en mælzt var til við ráður.eyt ið og leyft af því. Það á að vera gert á þeirri forsendu, að útsvörin kunni ef til vill að lækka í sambandi við úr- skurðun á kærum, og liggur raunar fyrir, að svo hafi nú orðið. En við þetta er það að athuga, að lögð hafði verið á útsvörin nær 10% viðbót til að mæta vanhöldum eins og heimilt er samkvæmt lögum. Þar af leiðandi hefur hér ver ið lengra gengið en til stóð. Gunnar Thoroddsen borg arstjóri se-gir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann skuli ekki á þessu stigi málsins ræða, hvovt fýlagsmálaráðherra hafi lagaheimild til að ómerkja útsvarsálagninguna. Þetta er furðulegt. Borgarstjór- inn er ágætur lögfræðingur og ætti að bera manna mesta ábyrgð á því, hversu komið er. Hann þarf einnig að færa rök að því, að sjö miUjónaviðbótarálagningin umfram fjárhæðina fyrir vanhöldunum hafi við ein- hver rök að styðjast. Hér er sem sé um að ræða aðal- atriði málsins. Og þau geta ekki íegið í láginni, ef Reykjavíkurbær telur sig ofríki beittan af félagsmála ráðherra eins og Morgun- blaðið og Vísir fullyrða af ærnum skapsmunum. Og svo eru hótanirnar, sem fram koma í Morgunblaðinu og Vísi af þessu tilefni. Bæði blöðin gefa í skyn, að stór- felldar tafir verði á íbúða- byggingum og öðrum verk- legum framkvæmdum, ef úrskurður félagsmálaráðu- neytisins nái fram að ganga. Slíkt er fáheyrður málflutn- ingur. Bæj arstj órnaríhaldið segist muni halda að sér höndum einmitt um þessar framkvæmdir, ef það megi ekki leggja á þegnana þyngri byrðar en ráðuneytið telur lög standa til. Hér er íhald- inu rétt lýst. Vissulega verða einhver óþægindi af þeirri leiðréttingu útsvaranna, sem ráðuneytið krefst. En forráða menn Reykjavíkurbæjar með Gunnar borgarstjóra í broddi fylkingar geta sjálfum sér um kennt nema þeir færi rök að því, að at- hæfi þeirra sé lögum sam- kvæmt. Hitt er hneyksli að ætla að afsaka ólöglega út- svarsálagninga. með þessu móti. Það sýnir aðeins á hverjum hefndin skal bitna. Og alþýðustéttir höfuðborg- arinnar kunna áreiðanlega minnisstætt svar, ef beita á þessum baráttuaðferðum. Álögur þær, sem lagðar eru á Reykvíkinga, eru svö gífurlegar, að bærinn ætti að komast af án þessara um- deildu sjö milljóna. Hann getur hæglega sparað þessa fjárupphæð og meira til með hófsamari og skynsamlegri ráðstöfun þeirra fjármuna, sem í hans hlut koma lög- um samkvæmt. Nú ætti Sjálf stæðisflokkurinn að sýna sparnaðarviljann og ráðdeild ina í verki. Og þá — og þá fyrst — gætu Sjálfstæðis- menn með góðri samvizku og hreinum skildi krafizt slíks hins sama af öðrum. Það geta þeir ekki, meðan þeir eru sekastir allra um óhóf og gleiðgosaskap. Áfyýðublaðið vantar uitglinga til ad bera blaðið til áskrifenda í þe«9tun hverfujn: MIBBÆNUM LAUGARÁSI RAUÐALÆK ' TaW við afgreiðsluna - Sfmi 14900 Áhortendur í skákmotinu fyigjast með skákunum. eao er auoseo a svip peura, ao ryigzt er með af athygli. Áhorfendur voru mjög margir fyrsta kvöldið. — Ljósm. Álþbl. O. ÓI. y EIN helzta auðlind íslands er jarðhitinn. Hann hefur ver- ið hagnýttur til mikils gagns við ræktun undir gleri og upp- hitun húsa, svo að einstætt verður að teljast um víða ver- öld. Þykir það í frásögur fær- andi erlendis, að hér norður undir heimskautsbaug þroskist suðræn aldini undir gleri, þótt sumur séu svöl og stutt, og höfuðborgin sé upp hituð með hveravatni. Annar stórmerki- legur þáttur í nýtingu jarð- hitans er fyrir nokkru hafin í Krýsuvík fyrir atbeina Hafn- arfjarðarkaupstaðar, þar sem í ráði er að nýta jarðgufu til orkuframleiðslu og efnaiðnað- ar. Er þar nú að hefjast nýr kafli þeirrar sögu, með því að rætt er um að fenginn verði stórvirkur jarðbor til endan- legrar könnunar á jarðhita- svæðum landsins. Komið hefur til mála, að komið verði á fót saltvinnslu í Krýsuvík, og starfar nefnd í því máli. Kemur víst ýmislegt fleira til greina. En það, sem mestu máli skiptir er það, að slíkt mál sem þetta er komið á rekspöl. Einhæfni atvinnu- veganna er s'vo mikil hér á landi, að til vandræða horfir, og auðvitað verður íslenzka þjóðin að byggja upp traustan iðnað eins og aðrar þjóðir. Jarðhitinn er auðlind, sem ó- víða er að finna, og líkur eru til, að hann skapi íslendingum náttúrleg skilyrði helzt til að vinna sér með skiótum hætti sess meðal iðnaoarþjóða. því sambandi að bjóða G. Stáhlberg, frægasta stórmeist- ara Norðurlanda og einn kunn- asta skákrithöfund Evrópu, velkominn til keppni hér á landi. Hann hefur ekki teflt hér fyrr, enda búinn að dvelj- ast langdvölum í Suður-Ame- ríku. íslendingar hafa náð miklum árangri á sviði skákíþróttar- innar og er gróska mikil í skáklífinu. Flestir beztu skák- menn þjóðarinnar eru korn- ungir menn, sem miklu eiga eftir að bæta við sig. Og slík mót, sem yfirstandandi ská«k- mót getur orðið þeim mikil lyítistöng. Það eykiýr áhuga og veitir þjálfun. Þ/. cr skammt á milli stór- viðbur.,n í slcáklífi fslendinga. Fyrsta Iieimsmeistaramót í skák, se: ’ liér hefur verið ha'ldið, alþjó :;nót stúde úa var haldið hér i sumar. Þar komu margir hinna kunnustu sk!ák- manna heimsius. En nú er ný hafið skákmót er Taflfélag Reykjavíkur j mgst fyrir, með þátttöku Ueggja stór- meistara erlendra og tveggja alþjóðlegra meistara. Ber í ÝMSUM HEFUR víst þótt nóg um, er það fréttist, að fara ætti fram fegurðarsamkeppn i karlmanna í Reykjavík. Fegurðarsamkeppni kvenna mæltist aldrei sérlega vel fyr- ir, þó að liðin væri og áhorf- endur margir. Mönnum hefur víst fundizt það ekki fjarri kveneðlinu að dýrka líkams- fegurð. En áreiðanlega þótti flestum skörin vera farin að færast upp í bekkinn, er leiða átti karlmenn líka fram til slíkrar keppni, Það er bezt að kannast við það hreinskiln- islega, að fegurðarsamkeppni er kroppasýning, andinn skipt- ir þar engu máli. Nautheimsk- ur hrotti getur alveg eins komið til greina um fyrsta sæt ið eins og gáfað valmenni, ef hann er bara nógu ásjálegur. Þetta vita auðvitað al'lir og gildir um bæði fegurðarsam- keppni karla og kvenna. Það er líka frá siðgæðissjónairmiði alltaf óhollt að efna til keppni um það ,sem fólki er ekki nema að litiu-leyti sjálfrátt. Verður ekki komizt hjá að spyrja í þessu sambandi: Er ekki eitt- hvað rotið við slíka skemmt- un, sem fegurðarsamkeppni er? Bendir þetta ekki á úrkynj - un og skort á heilbrigðum á- hugamálum? Er rétt að'safna fé á þennan hátt, jafnvel, þó að góð málefni eigi j hlut? — Þurfum við endilega að apa hvaða vitleysu sem er eftir út- lenzkum? GAMAN er að nýju borgur- unum, sem fluttir hafa verið inn í bæinn, öndunum frá Ak- meyri. Fuglalífið á Tjörninni er til mikillar bæjarprýði. Ef það er aukið, verður borgin fegurri. En það verður auðvit- að að hirða vel um nýju gestina, sjá um að þeir hafi nóg, þurfi ekki að svelta og geti búið um sig eins og eðli þeirra hæfir. Þeir eru boðnir vel komnir til Reykjavíkur og vonandi una þeir hag sínum vel. NÚ LIÐUR að hausti. í þess- ari viku snióaði í Esjuna, sund- in hafa verið úfin og kalsa veður. Til sveita er nú slætti að ljúka og göngur fara í hönd. Slátrun er byrjuð í Reykjavík, í smáura stíl að vísu. Sumai'ið hefur verið sól- ríkt og gott, svo að ékki er að undra, þó að nokkurra veðra- brigða sé að vænta. Hefur þjóðin oft verið verr undir vetur búin. SKlPAUT(i€RÐ RIKtSf'N'S M. s. Esja austur urn land í hringferð hinn 20. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfj arðar Reyðarfjarðar Eskifjarðar Norðfjarðar Seyðisfjarðair Þórshafnar Raufarhafnar Kópaskers og Húsavíkur á mánudag. Farseðlar seldir á miðviku- dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.