Alþýðublaðið - 17.09.1957, Blaðsíða 3
Þiiðjudagur 17. sept. 1957
AlþýSyblaðið
3'
„UNDIR septembersól brosir
sumarið fyrst,“ sagði Stefán frá
Hvítardal. Það var eitt sumarið
þegar hann var ungur og hrifirin
á hverjum degi, ástfanginn og
heitur. — Sunnudagurinn var
dásamlega fagur og hlýr alveg
eins og sumardagur. Það vaeri
J)ó vanþakklæti af okkur að taka
þessi ummæli upp í tilefni af
því sumri, sem nú er að enda,
því að sjaldan höfum við átt
eiiis dásamlegt sumar.
IIVAR SEM MAÐUR FÓR um
úthverfi o-g nágrenni bæjarins
var fóik að vinna í görðunum.
Ég spurði hjón, sem ég heimsótti
í garði, hvort ekki væri kalt,
en þau neituðu því. Þau voru
sveitt. „Það er hlýtt og gott“,
sögðu þau. Tveir litlir kútar
voru að veltast hjá þeim í kart-
öflugrasinu.
„BORGAR ÞETTA SIG?“
spurði ég. ,,Ja, borgar sig“, sagði
konan. „Hvað borgar sig. Við
fáum átta poka upp úr þessu.
Við höfum verið í þessu úm
Jhelgar og á kvöldum og okkur
hefur þótt mjög gaman að þessu.
Það er aðallega þess vegna, sern
við setjum alltaf niður. Það er
ánægjan, sem allt veltur á. Nú,
og svo fáum við þó kartöflur
fyrir nokkur hundruð krónur,
rheira en við þurfum til vetrar-
ins.“
ÞAU SÖGÐU að uppskeran
væri góð. „Fyrir nokkrum árum
fengum við garo í Smálöndum,
en það var bara xnoldarhnullung
ar og óhæfur jarðvegur svo að
við hættum við þann garð, enda
var hann of langt í burtu af því
að við eigum ekki bíl og okkur
langar til að hafa strákana með
okkur í þessu. Þá fcngum við
:þennan garð.“
Undir septembersól.
Góð kartöfluuppskera.
Á ferð og flugi hættir.
Slæmt símasamband við
Hafnarfjörð.
ÉG SÁ að þau voru ánægð
með uppskeruna. Bæjarfélagíð
lætur bæjarbúum í té garðlönd,
en það vill ganga misjafnlega
að þeir notfæri sér þau. Margir
taka garð, rækta hann eitt ár,
en hætta svo, gefast upp. Það
er eftirtektarvert í sumar hve
mörg garðlönd í Smálöndum eru
í órækt.
GUNNAR SCHRAM er hætt-
ur við þátt sinn: „Á ferð og
flugi“. — Ég vil þakka honum
fyrir hann. Þátturinn hefur ver-
ið fjörlegur og lifandi, enda er
Schram góður blaðamaður, frísk
ur og snarborulegur. En það
kemur mér á óvart að hann
skuli gefast upp. Um leið og
hann kvaddi sagðist hann oft
hafa staðið í erfiðleikum með
efni. Það stafar af því að hann
— og raunar margir, sem hafa
stjórnað svona þáttum, leita um
of eftir einsdæmum. Það er ó-
þarfi. Lífið og fólkið á nóg í
fórum sínum. Allt er komið frá
fólkinu. Þangað fer maður aldrei
erindisleysu. En það skilja fáir
á réttan hátt.
MAFNFIRÐINGUR skrifai:
„Mér finnst að við Hafnfirðingar
séum illa leiknir af viðskiptum
við símann og þá ekki síst síðan
breytingin varð s. 1. vor. T. d.
þegar ég vel númer í Reykjavík,
þá kemur það iðulega fyrir, að
ég þarf að velja oftar en einu
sinni til að ná í rétta númerið.
Eitt skipti hringdi ég 7 sinnum.
og fékk alltaf rangt númer.
ANNAÐ SKITTI var ég stadd-
ur á skrifstofu í Reykjavík um
kl. 14 e. m. Forstjórinn þurfti
að hringja til Hafnarfjarðar, en
í fullan hálftíma náðist ekki
samband suður, nema þá í vit-
laust númer. Ég fékk svo að
síma þarna og reyndi að ná tali
af ákveðnum manni í Hafnar-
firði, en lenti alltaf á röngu núm
eri og jafnan því sama. Kona
kom jafnan í símann og var orð-
| in bit á þessum látlausu vit-
| lausu hringingum. Ég hringi svo
á bilanatilkynningar og geta
j þeir engar skýringar á þessu
gefið, eða lofað að liægt sé að
bæta úr.
MÉR ER TJÁÐ að upphring-
ing til Reykjavíkur frá Hafnar-
firði kosti 6-fallt á við innan-
bæjarsamtöl, en þegar þau fara
nú að kostá 42svar-fallt, ja, þá
fer nú að færast skörin upp
bekkinn, og kvarti niaður fær
maður enga skýringu, neiti mað-
ur greiðslu á svona okurreikn-
ingi, þá að loka. Ég spyr nú:
Hversu lengi geta Hafnfirðingar
látið bjóða sér slíkan dæmalaus-
an yfirgang af hálfu þess opin-
bera? Vill nú ekki bæjarstjórn
Hafnárfjarðar reyna að rétta hér
hlut okkar bæjarbúa?“
Hannes á horninu.
MálaferSiii út af „Söngnum m rauða
öbíninn" liéfusS í ðsfé í gæs
vildi ekki svara hvorf hann
sekur eða ekki sekur.
mg enn.
Saksóknari heimtar lagalegan dóm en ekki
bókmenntadóm.
OSLÓ, mánudag. (NTB). — Dómshúsið í Osló var fullskipað
hg hin mesía ringulreið ríkti, áður en rnálið gegn ritnöfundin-
uih Agnar Mykle og Harald Grieg, forstjóra Gyldendals Norsk
Forlag, hófst kl. 9,30 í morgun. SkyndÍljós blaðaljósmyndara
mættu sakborningnum og allur dómsalurinn var baðaður
skjannabirtu frá ljóskösturum kvikmyndatökumanna. A borð-
t»m lögfræðinganna voru heilir staflar af bókum. Hafa verj-
endur 84 bækur, sem þeir hyggjast að vitna i.
Búizt er við, að málaferlin
gtandi í tvær til þrjár vikur, en
í dag lauk hinn opinberi ákær-
andi, Riekeles, innleggsræðu
jsinni, og lokið var við að lesa 80
píðtir úr bókinni „Sangen om
’den röde rubin“, sem málið er
bafði út af. Las Mykle sjálfur
fvrstu fjöi-utíu síðurnar, en að-
íStoðarmaður saksóknarans mun
jhvíla hann. Mykle las sjálfur
allar hinar erótísku lýsingar.
Búizt er við, að lestur bókar-
tnhar taki tvo daga í viðbót.
í\ Ákæran er, eins og menn
Bnuna, hafin gegn Mykle og
Grieg fyrir að hafa samið og
igefið út bókina „Sangen. om
den röde rubin“, er ákæruvald-
|ð lítur á sem klám, vegna end-
Jartekinna, mjög nákvæmra eró
jlískrá lýsinga. Krafizt er banns
S bókinni og endurgreiðslu á
Íekjurn af henni, en talið er að
3MykIe hafi haft 241 000 norskra
Stróna tekjur af bókinni og for-
lágið 152 000 kronur. Hún hefur
verið gefin út í 55 000 eintökum
í Noregi.
Mykle var spurður hvort
hann áliti sig sekan, og svaraði
þá, að hann hefði mikið um
það hugsað og komizt að þeirri
niðurstöðu, að hann vildi ekki
svara. Harald Grieg svaraði
sömu spurningu neitandi.
Sækjandi rakti málið nokkuð,
benti á, að almenningsbókasöfn
hefðu sum hver neitað að taka
bókina og ráðgjafarnefnd ráðu-
neytisins um bækur til almenn-
ingsbókasafna hefði neitað að
mæla með bókinni við söfnin.
Lagði Lann áherzlu á, að rétt-
urinn ætti ekki að kveða upp
úrskurð um hókmenntagildi
sögunnar, heldur hvort hún
væri klám í hinum lögfræðilega
skilningi þess orðs. Hann benti
einng á, að spurningin um lif-
andi menn, sem. hafðir væru að
fyrirmyndum, mundi ekki tek-
in upp, : • • ; __ i j •
NEVADA, mánudag. Einhver
öflúgasta atómsprengja, sem
sprengd hefur verið í ár, var
sprengd í Nevada-eyðimörkinni
í dag. Telja áreiðanlegar heim-
ildir, að sprengjan hafi jafn-
gilt 40 000 lestum af TNT
sprengiefni.
SALA - KAUP Höfum ávp.llc fyriniggj- andi flestar tegundir bif- reiða. i Leiðir ailra, sem ætla að kaupa eða selja B I L 1| * liggja til okkar
Bílasatan Hallveigarstíg 9. Sími 23311. Bílass1a n
Klapparstíg 37. Sími 19032
Minnmgarspfola r
D. A. S.
fást hjá Happdrætti DAS, Austurstræti 1, sími 17757 — Veiðárfæraverzl. Varðanda, sími 13786 — Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, sími 11915 — Jónasi Bergmann, Háteigs- vegi 52, sími 14784 — Bóka- verzl. Fróða, Leifsgötu 4, sími 12037 — Ólafi Jóhanns- syni, Rauðagerði 15, sími 33096 — Nesbúð, Nesvegi 39, Guðm. Andréssyni gullsmið, Laugavegi 50, sími 13769 — í Hafnarfirði í Pósthúsinu, og Kflsllán Eiríksson híestaréííar- og héraos dómslögmenc. • Málflutningur, innheimta, samningagerðir, fasteigna- og skipasála. Laugaveg 27, Sími 1-14-53.
sími 50267.
SamúHarkort Husnæli-
Slysavarnafélags Islands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um íand allt. í Reykjavík í Hannyrðaverzl- uninni í Bankastr. 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórsdótt- ar og í skrifstofu félagsins, Grófin í. Afgreidd f EÍma 14897. Heitið á Slysavarnafé- lagíð. — Það bregst ekki. — miðlunm, Vitastíg 8 A. Sími 1B205. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef: þér hafíð húsnæSi * til leigu eða ef yður vantar húsnæðL
er nú orðið eitt vinsælasta vikublað landsins, enda birt-
ast í hverju blaði fræðandi og skemmtilegar greinar um
ýmis efni, bæði innlendar og erlendar; sögur og margt
fleira efni við hæfi eldri og yngri lesenda.
Ritstjóri Sunnudagsblaðsins er
Ingólfur Kristjánsson, rithöfundur.
Enn eru örfá eintök fáanleg af fvrsta árgangi blaðsins,
og sitia þeir fyrir þeim — meðan upplagið endist —, sem
gerast áskrifendur að ALÞÝÐUBLAÐINU. — Ennfrem-
ur fá fastir kaupendur Alþýðublaðsins sent SUNNU-
DAGSBLAÐIÐ ókeypis urti hverja helgi.
Gerist áskrifendur að ALÞÝÐUBLAÐINU
og tryggið yður einnig með því
SUNNUDAGSBLAÐIÐ.
Áskrifíarsíminn er 149 00
önmiEwt aBskoEer x
og Mtftlagair.
HilaMgnir $*f*
Símar: 23712' og i 2S99.
prjónatms.kur og vað-
málstuskur
hæsta verði.
Alafoss,
Þingboltsstræti 2.
/ NNHEtMTÁ
LÖOFRÆQ/STÖKF